Dagur - 06.12.1990, Síða 1

Dagur - 06.12.1990, Síða 1
Súlan EA 300 landaði í gær 300 tonnum af loðnu í Krossanesi. Súlan hefur nú hætt veiðum, sem og allir loðnubátar, vegna ástands loðnustofnsins. Mynd: Goiii Loðnuflotinn kominn í land: Bræðslumar verkefiialausar og undirmeim á skipunum atvinnulausir Allir loðnubátar hafa nú hætt veiðum vegna ástands loðnu- stofnsins. Útgerðir skipanna stefndu þeim til hafnar eftir til- mælum sjávarútvegsráðuneyt- isins, en útgerðarmenn ætla að bíða þar til eftir áramót með að senda skipin á veiðar á ný. Þessi ákvörðun hefur í för með sér að hundruð undirmanna á loðnuflotanum fara á atvinnu- leysisbætur, og margar loðnu- bræðslur munu einnig senda starfsmenn heini vegna hráefn- isskorts. Loðnuveiði hefur verið treg allt haustið og það sem af er vetri, og aldrei komið varanlegur kippur í hana. Ástandið er mjög Akureyri: Vinnuslys í Viking brugg - piltur skarst á höfði Vinnuslys varð í ölverksmiðj- unni Viking brugg á Akureyri um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri féll 17 ára piltur, starfsmaður verksmiðjunnar, af vinnupalli við álímingarvél og hlaut höfuð- áverka af. Sjúkrabifreið var köll- uð til, sem flutti hinn slasaða á Fj órðungssjúkrahúsið. „Pilturinn var með skurð á höfði sem mikið blæddi úr, en missti aldrei meðvitund. Þetta var ekki alvarlegt sem betur fer, en þegar fólk verður fyrir höfuð- höggi er vissara að fara með gát,“ sagði Kristinn G. Lórenzson, varaslökkviliðsstjóri. ój mismunandi hjá loðnubræðslun- um á Norðurlandi, mest hefur borist til Þórshafnar en minnst til Siglufjarðar. Hjá Krossanesi var búið að taka á móti 1.200 tonnum í gærdag, en þar áttu menn jafn- vel von á 300 tonnum til viðbót- ar. Starfsmönnum í Krossanesi verður ekki sagt upp vegna hrá- efnisskorts, því næg verkefni eru við ýmislegt sem þar þarf að gera á næstunni, að sögn Jóhanns Pét- urs Andersen, verksmiðjustjóra. Til Siglufjarðar hafa aðeins borist 1.200 tonn, en engin ákvörðun lá fyrir í gær um frekari uppsagnir starfsmanna en þegar hafa orðið. Hjá S.R. á Raufar- höfn er búið að landa 6.000 tonnum, og ekki búið að ákveða neitt með uppsagnir. Engin loðna hefur borist til Ólafsfjarðar á vertíðinni. Á Pórshöfn hefur ver- ið landað 13.900 tonnum, sem er mesta magn hjá verksmiðju á Norðurlandi. Björg Jónsdóttir losaði sig við 110 tonn þar í gær, og var sú loðna feit og vel útlít- andi. Á Vopnafirði var búið að bræða 5.500 tonn af loðnu þegar veiðum var hætt, og auk þess 500 tonn af síld. Haldið verður áfram við síldarbræðslu þar á næstunni. Undirmenn á loðnuskipum hafa viku uppsangarfrest þar til þeir fara á atvinnuleysisbætur, yfirmenn halda kauptryggingu og hafa lengri uppsagnarfrest. Kon- ráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, sagði í samtali við Dag að þetta væri slæmt ástand, engin loðna og undirmenn atvinnulausir fram yfir áramót, eftir lélega loðnu- veiði í vetur og haust sem hefði þýtt að flestir hefðu aðeins haft kauptrygginguna. „Petta er auðvitað afar slæmt ástand, en við vonum að þetta lagist eftir ára- mót,“ sagði hann. Hreiðar Valtýsson, útgerðar- maður Þórðar Jónassonar EA, segir að skipið hafi hætt veiðum um síðustu mánaðamót og hafi þá verið ákveðið að leggja því fram yfir áramót. Hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að halda loðnuleit áfram, þótt loðnuskipin væru bundin við bryggju. Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður Bjargar Jónsdótt- ur ÞH, sagði í spjalli við Dag að það kæmi sér afar illa, bæði fyrir útgerðir og áhafnir, að leggja skipunum nú, þar sem svo iítið hefði veiðst af kvótanum. Við- mælendur Dags voru flestir þeirr- ar skoðunar að kvóti yrði ekki aukinn eftir áramótin, þótt veið- ar yrðu líklega leyfðar aftur í jan- úarbyrjun. EHB 59 Veðrið á Norðurlandi: Norðanhvellur í dag“ sagði Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðingur „Ég verð verulega vond við ykkur Norðlendinga, set á ykkur hvassa norðanátt með snjókomu,“ sagði Unnur Ól- afsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands. I dag verður því hvöss norðan- átt með snjókomu og frosti um allt Norðurland. „Þið sleppið með þennan hvell. Á morgun gengur í hæga vestanátt og léttir til. Á laugardag ríkir vestanáttin áfram með éljagangi við ströndina," sagði Unnur. ój Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Breytt fyrirkomulag á vöktum aðstoðarlækna „Aðstoðarlæknar við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri leituðu eftir breyttu vaktafyr- irkomulagi og í beinu fram- haldi viðræðna hefur sjúkra- hússtjórnin breytt vaktastöðu þeirra. Breytt vaktastaða ætti að minnka vinnuálag aðstoðar- lækna og þannig gerir breyt- ingin þeim lífíð bærilegra. Að vísu standa aðstoðarlæknar við FSA miklu fleiri vaktir í hverj- um mánuði en kröfugerðin í Reykjavík gengur út á,“ sagði Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins kom að hluta til móts við kröfur aðstoðarlækna, sem þeir höfðu sett fram. Fallist var á að komið verði á tveim bundnum vöktum aðstoð- arlækna eins fljótt og kostur er og framvakt K- og F-deilda samcin- uð þeim. Gert er ráð fyrir að önnur bundna vaktin verði fyrir L- og K-deildir og hin fyrir slysa- deild, O-, H- og F-deildir. Báðar þessar vaktir verð eftirleiðis fjór- skiptar. Þá var samþykkt að ef ekki fæst full mönnun aðstoðar- lækna á þessar vaktir skipti sér- fræðingar viðkomandi deilda með sér framvöktum, sem afgangs verða. „Nei, við höfum ekki nægilega marga aðstoðarlækna við FSA til að vinna eftir þessu breytta fyrir- komulagi og því konta sérfræð- ingarnir inn til vaktavinnu. Vissulega verður leitast við að fjölga aðstoðarlæknum og manna allar stöður á næstu mánuðum,“ sagði Ingi. ój Flugleiðir hf. og FN: Veður hamlar flugsamgöngum Erfiðlega hefur gengið með flug til og frá Akureyri að undanförnu. Kvöldflug Flug- leiða hf. til Akureyrar á þriðju- daginn féll niður svo og morg- un- og miðdegisflugið í gær. „Flugvél lendir á Akureyrar- flugvelli kl. 16.20 og önnur í kvöld. Veðurguðirnir hafa verið að skaprauna okkur Flugleiða- mönnum. Hér bíða um 80 far- þegar eftir flugi til Reykjavíkur," sagði Kristján Bjarnason, starfs- maður Flugleiða hf. á Akureyri, um miðjan dag í gær. Flugfélag Norðurlands hf. aflýsti í gær flugi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Grímseyjar vegna veðurs, cn hins vegar var flogið til ísafjarðar, Vopnafjarðar, Raufarhafnar og Þórshafnar. ój „Glasaþríburar“ fæddust á Landspítalanum í gær: Bamabömunuin fjölgaði í þrettán á einu bretti - segir amma drengjanna, en móöir þeirra er frá Akureyri í gærmorgun fæddust þríbur- ar á Landspítalunum í Reykjavík, sem teljast vera Akureyringar að hálfu. For- eldrar þeirra eru Þóra Karls- dóttir frá Akureyri og Rúnar Russel frá Grundarfirði. Þau eru búsett í Grundarfirði. Um er að ræða svokallaða „glasaþríbura". Glasafrjóvgun- in var framkvæmd í London. Drengirnir voru tcknir með keisaraskurði og gekk aðgerðin í alla staði vel. Tveir þeirra voru tæpar 10 mcrkur og sá þriðji 9 merkur. Foreldrar Þóru og amma og afi drengjanna eru Karl Hjalta- son og Guölaug Pétursdóttir Kantbsmýri 12 á Akureyri. Guðlaug, hin nýbakaða þrí- buraamma, var mjög ánægð þegar Dagur hafði tal af henni í gær. „Þetta er mjög spennandi. Það er ánægjulegt að þetta gekk allt vel. Við áttum fyrir tíu barnabörn, en þau fóru upp í þrettán á einu bretti," sagði Guðlaug. Þríburarnir eru fyrstu börn þeirra Þóru og Rúnars, en Þóra átti fyrir eina döttur. Dagur óskar foreldrum drengjanna, systur og aðstand- endum til hamingju með þetta ríkulega framlag til fjölgunar landsmanna. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.