Dagur - 06.12.1990, Page 3

Dagur - 06.12.1990, Page 3
 Fimmtudagur 6. desember 1990 - DAGUR - 3 Ferðaþjónusta bænda: Gagnrýnin byggð á misskilningi - segir Paul Richardson framkvæmdastjóri um þær raddir að forysta Ferðaþjónustu bænda reyni að útiloka smærri bæi Húsnæöisnefnd Sauðárkróks afhenti sl. föstudag tvær almennar kaupleigu- íbúöir og tvær félagslegar eignaríbúðir. Kaupleiguíbúðirnar eru í Freyju- götu, um 100 fermetrar og byggingaverktaki Friðrik Jónsson. Hinar tvær eru í þriðja raðhúsinu sem Byggingafélagið Hlynur afhendir á u.þ.b. mánaðar- tíma og eru í Kvistahlíð. A myndinni sem var tekin við afhendingu í Freyju- götu eru f.v.: Friðrik Jónsson verktaki, Baldur Sigurðsson og Margrét Pét- ursdóttir hinir nýju íbúar og Jón Karlsson formaður húsnæðisnefndar. SBG Skógræktarfélag Eyfirðinga: Sala Jólatrjáa hefst a morgun Ferðaþjónusta bænda er vax- andi starfsgrein og í bæklingi samtakanna fyrir árið 1991 kemur í Ijós að 126 sveitabæir um allt land bjóða ferðamönn- um upp á margvíslega þjón- ustu. Breytt vinnubrögð stjórnenda samtakanna köll- uðu hins vegar á nokkra gagn- rýni á nýafstöðnum aðalfundi samtakanna. í bæklingnum er nú í fyrsta sinn stuðst við nýtt gæðaflokkun- arkerfi sem veitir nákvæmar upp- lýsingar um þá aðstöðu og þjón- ustu sem boðið er upp á á hverj- um bæ. Þar er tegund gistirýmis raðað niður í sjö flokka; getið er um fjölda gistirýma og gerð (td. Siglufjörður: Atviimurekstur 1 Húseiningahúsinu Guðmundur Skarphéðinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigló hf. á Siglufirði, hyggst stofna til atvinnurekstrar í húsnæði Húseininga á Siglu- firði, sem hann keypti nýverið af Iðnþróunarsjóði. Guð- mundur er enn þögull sem gröfin um hverskonar rekstur hann hafi í huga, en segir það skýrast á næstu dögum. Guðmundur stýrði sem kunn- ugt er rækjuverksmiðjunni Sigló hf. á Siglufirði, sem úrskurðúð var gjaldþrota. Hann hefur ekki lagt árar í bát og sækir nú á önnur hvort um er að ræða eins, tveggja eða þriggja manna her- bergi); tekið er fram hvort eld- unaraðstaða er fyrir hendi og hvort gestir geti fengið máltíðir keyptar; tíunduð er hvers konar afþreying stendur ferðamönnum til boða á bænum og í nágrenni hans (svo sem sundlaugar, golf- vellir, jöklaferðir, hestaleiga eða veiði); og loks er skýrt frá því hvort verslun er á staðnum, fjar- lægð frá bensínsölum, flugvöll- um, og hvort búskapur er rekinn á staðnum. Paul Richardson framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda sagði í spjalli við Dag að samtökin hefðu verið gagnrýnd fyrir að koma á þessum stöðlum, með því væri verið að útiloka smærri og afskekktari bæi frá því að veita ferðamönnum þjónustu. Pessi gagnrýni hefur einkum heýrst frá Austurlandi en þeir sem hana höfðu uppi voru í miklum minni- hluta á fundinum. „Pessi gagnrýni er á misskiln- ingi byggð,“ segir Paul. „Við hjá Ferðaþjónustu bænda eruni ekki að koma þessum stöðlum á, þeir eru gefnir út af samgönguráðu- neytinu og samkvæmt reglugerð er heilbrigðisfulltrúum gert skylt að fylgjast með því að eftir þeim sé farið. Það er hins vegar í lög- uin Ferðaþjónustu bænda að við eigum að sjá til þess að lögum og reglutn sé fylgt. I öðru lagi er það ekki rétt að við séuni. að útiloka neinn. Ég er ábyrgðarmaður bæklingsins og í fyrra neitaði ég að taka þrjá bæi nteð vegna þess að þeir uppfylltu ekki öll skilyrði. Tveir þessara bæja komu inn aftur í ár en sá þriðji er genginn úr samtökun- um. Það hefur því enginn bær dottið út vegna flokkunarinnar. Þetta er einfalt mál en því iniður hefur reynst erfitt að koma þess- urn staðreyndum inn hjá sumum. Þessi umræða getur verið skað- leg vegna þess að nú stendur yfir uppbyggingartínri hjá Ferðaþjón- ustu bænda og þá ríður á að standa saman. Svo ég nefni dæmi frá Norðurlandi þá var nýlega nefnt í sjónvarpsþætti að ferða- jrjónusta væri vænlegasti kostur- inn til eflingar atvinnulífi eftir að álverið brást. Á því sviði er Ferðaþjónusta bænda eini aðilinn sem hefur gert eitthvað áþreifan- legt og skilað verulegum árangri. Á þessu ári varð sprenging í fjölda ferðamanna og ef við ætl- unt að gera okkur vonir um að halda í þennan fjölda skiptir gæðaeftirlit með ferðajrjónustu gífurlegu máli,“ sagði Paul Ricli- ardson. Á aðalfundinum kom frant að hagur ferðaþjónustubænda hefur vænkast verulega á undanförnum árum. Framundan væri hins veg- ar að reyna að lengja ferðamanna- tímann og fjölga möguleikum á afþreyingu fyrir ferðamenn. Paul Richardson sem verið hefur for- maður gaf ekki kost á sér en í hans stað var kjörinn Ingi Tryggvason á Narfastöðum. Aðr- ir í stjórn eru Valgeir Þorvalds- son, Vatni á Höfðaströnd, Ingi- björg Bergþórsdóttir, Fljóts- tungu, og Ágúst Sigurðsson. Geitaskarði. -ÞH „Tvö þúsund jólatré eru kom- in í hús. Jólin nálgast og því er eins gott að hafa allt tilbúið,“ sagði Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Eyfirðinga. Starfs- menn félagsins hafa að undan- förnu unnið að skógarhöggi barrtrjáa, en sala jólatrjáa hefst á morgun í göngugöt- unni á Akureyri. Að sögn Hallgríms er unt þriðjungur trjánna innfluttur en það sem á vantar er höggvið á Eyjafjarðarsvæðinu og í Suður- Þingeyjarsýslu. „Flest Jressara trjáa eru rauðgrenitré. Á síðari árum hefur sala á stafafuru vaxið mjög ntikið sem og blágreni. Blágrenið er afar fallegt tré og barrheldið. Normannsþinur er fluttur inn frá Danmörku, en hann getum við ekki ræktað á Is- landi. Innfluttar jafnt sem inn- lendar grenigreinar fást á sölu- stöðum okkar í göngugötunni og í Kjarnaskógi, en ár hvert seljurn við um 3 tonn greina," sagði Hallgrímur Indriöason. ój inið. Fyrir stuttu festi hann kaup á verksmiðjuhúsi Húseininga af Iðnþróunarsjóði, ásamt þeim tækjabúnaði sem þar er. Lager- húsnæði Húseininga fylgir ekki með í kaupunum. „Það skýrist á næstu dögum hvað ég geri,“ sagði Guðmundur, þegar hann var inntur eftir því til hvers hann ætlaði að nýta húsið. Er hann ef til vill að stofna til nýrrar rækjuvinnslu? „Ég vil engu svara um það. Þetta skýrist eins og ég segi á næstu dögum.“ óþh Nóvembermánuður: Þurr, hlýr og sólríkur Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands var nóvembermánuður hlýr á landinu öllu. Raunar fjórði hlýi nóvembermánuðurinn í röð. I fyrra var nóvcmbermán- uðurinn ögn kaldari, en árið áður ámóta. Nóvembermán- uður ársins 1987 var talsvert hlýrri en nú. „Nóvember var þurr, hlýr og sólríkur um land allt. Sjaldan er að slíkt fari saman á þessum árstíma,“ sagði veðurfræðingur- inn á veðurfarsdeild Veðurstof- unnar. Samkvæmt veðurathugunum var meðalhiti nóvembermánaðar á Akureyri 1,7 gráður, sem er 1,5 gráðum yfir meðallagi. Úrkoman var 20 mnt, sem er nálægt 4/io hlutum úr meðalúrkomu. Sól- skinsstundir urðu 25, sent eru 13 fleiri en í meðalári. ój

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.