Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 6. desember 1990 Jól og greinar Sala hefst í göngugötu og Gróðrar- stöðinni í Kjarna föstudaginn 7. des- ember kl. 13.00. Sendum út á land. Pantanir í síma 24047. imp Skógræktarfélag Ey&ðinga Gróðrarstöðin í Kjama Jólatilboð Mortons grænar baunir 430 g 44,50 kr. Mortons grænar baunir 300 g 33,00 kr. Mortons grænar baunir smáar 430 g 60,00 kr. Mortons grænar baunir smáar 300 g 46,00 kr. Mortons gulrætur heilar 540 g 70,00 kr. Mortons gulrætur sneiddar 300 g 38,50 kr. Mortons gulrætur heilar 300 g 41,50 kr. Mortons gulræður smáar 300 g 46,00 kr. Mortons saxaður laukur 300 g 48,50 kr. Mortons selery 300 g 56,00 kr. Langelands sýrðar gúrkur 580 g 166,50 kr. Langelands rauðkál 580 g 117,00 kr. Langelands rauðrófur 580 g 124,50 kr. Jólasteikin Lambahamborgarhryggur Hangilæri úrbeinað Hangilæri með beini Hangiframpartur úrbeinaður Hangiframpartur með beini Bayonneskinka Svínahamborgarhryggur Svínakambur úrbeinaður Svínabógur úrbeinaður Kalkún Rjúpur Beikon í bitum 350 kr. kg - Kjúklingahlutar 399 kr. kg Unghænuhlutar 249 kr. kg Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30 ilil OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 18. 807 kr. kg 1135 kr. kg 887 kr. kg 952 kr. kg 546 kr. kg 998 kr. kg 1098 kr. kg 1150 kr. kg 1098 kr. kg 1075 kr. kg 488 kr. stk. MARKAÐUR FJOLNISGOTU 4b Frídagur í Iffi skólastjóra - sjálfbær þróun og dansspuni á alþjóðadegi stúdenta Það var laugardaginn 17. nóvember sem skólastjórinn kvaddi elskuna sína með eftirvæntingarfullum kossi í dyragættinni á gula húsinu með útskornu tréblúndunni í Hrísey. Mongólsku dvergljónin, Sjúska og Sappó Marinovskí, kímdu í tvífættri kveðjustellingu henni til sitt hvorrar hliðar. Það var komin helgi en skóla- stjórinn horfinn út í snjókomuna eins og dreginn áfram af kynngikrafti fyr- ir allar aldir með stóra græna möppu á lofti. Pað hlaut að vera eitthvað sérstakt í vændum. Á slaginu níu siglir Sævar yfir til meginlandsins og skólastjórinn var, ef að líkum lætur, á fimmtugustu og níundu mínútunni. Velheppnaðri umhverfisviku var nýlokið í skólan- um hans, og ég leyfi mér að fullyrða, að það hafi verið græna mappan með margþættum afrakstri nemenda hans, sem gaf honum þann meðbyr sem þurfti til að hann stæði á þilfari Sævars áður en landfestum var sleppt. Og það mun hann líklega vera nemendum sínum ævinlega þakklátur fyrir, því ekki hefði hann viljað missa af því sem fylgdi í kjöl- farið þennan dag, sem hann leyfirsér nú að kalla einn merkasta menning- ardag í sögu Akureyrar og nágrenn- is. Stoltur eins og hvítur norðlenskur gæðingur klauf Sævar báruna eins og honum einum er lagið á meðan skólastjórinn stjáklaði óþreyjufullur um þilfarið, dró augað í pung og velti því fyrir sér hvort rauði renóinn myndi nú fara í gang á milli þess sem ein af heimsins fegurstu fjallasýnum gat ekki látið hann í friði. Skólastjór- inn hefur ferðast um og dvalið í mörgum af þeim marglofuðustu, svo það má segja að fjöllótt skapgerð hans sé á heimaslóðum hér á sex- tugustu og sjöttu N. En áfram með smjörið. Rauði renóinn byrjaði að mala eftir nokkrar hiksta og hósta- hviður, skólastjórinn setti sig í lang- keyrslustellingu, gaf Hunsahattinum selbita að hætti háfjallabúa og ók glaðbeittur af stað inn fjörðinn fagra á svellvífuðum vegi. I göngugötunni stóð á bakaranum, enda þótt klukkan væri orðin tíu. Eins og venjulega sagði konan, sem seldi skólastjóranum filmu í staðinn fyrir bobbing bakarans. Hún kitlaði kvörnina nornin með randaflugugler- augun, sem stóð fyrir utan Amaro í morgunfrostinu á gulum og svörtum fótum. Hann spurði hana um klukk- una og fékk sér svo kaffi í glas í Súlnabergi í návist áldraugs, sem misst hafði eitt hundrað og sextán sinnum af rútunni suður í Straumsvík og talaði eins og kirkjan sem átti afmæli væri Keilisnes. Það fannst skólastjóranum sorglegt, gaf Hunsa- hattinum annað selbitið þennan daginn, kvaddi og ók á vit sjálfbærar þróunar í Hrafnagili. Sjálfbær þróun „Þróunar- og umhverfismáladeild Sameinuðu þjóðanna hefur gert sjálfbæra þróun að markmiði fyrir samfélag þjóðanna og fyrir aðildar- ríki SÞ. Það þýðir í stuttu máli að framtíðarþróun verður að vera þann- ig að hún fullnægi þörfum núlifandi jarðarbúa án þess að draga úr mögu- leikum komandi kynslóða til hinna sömu lífsgæða. Boðskapurinn er sá, að það sé nauðsynlegt að breyta bæði efnahagslegum og stjórnmálalegum áherslum í alþjóða samhengi, þannig að efnahagsvöxtur fái nýja og breytta skilgreiningu. Eins og heimsmyndin blasir við í dag er umhverfi mannsins stefnt í voða vegna rányrkju og þess þróunarmynsturs sem haldið er uppi bæði af iðnríkjuni og þróunarríkj- um." (Tilvitnun úr dagskrá Land- verndar sem hélt þessa ráðstefnu um sjálfbæra þróun.) Hugtakið sjálfbær þróun (á ensku „sustainable development") er nýtt í Einar Már Guðvarðarson. íslenskri umhverfis- og efnahags- umræðu og því hafa fáir áttað sig á hvað felst í þessum orðum. Eru íslenski umhverfisráðherrann, sem því miður var ekki á þessari ráð- stefnu, en hann hefði mátt sitja þar sem skussagestur, og einn fyrirlesar- anna á ráðstefnunni, Ágúst Valfells kjarneðlisfræðingur, sem kom til að tala um íslenska orku og sjálfbæra þróun, en talaði þess í stað um nauð- syn álvers og annarrar mengandi stóriðju í landinu eins og hann væri á mála hjá útlenskum álköllum, dæmi sem styðja þessa staðhæfingu. Áliðn- aður í núverandi mynd er rányrkja á báxíti og orku, auk þess að vera mengandi iðnaður sem er í andstöðu við þá sýn sem felst í hugtakinu sjálf- bær þróun. Sjálfbær þróun ber sig sjálf, eins og orðin gefa til kynna, án þess að menga og eyða auðlindum. Utúrsnúningar umhverfisráðherra, Ágústs Valfells og fleiri álsinna um réttmæti þess að framleiða ál hér á landi, þar sem vatnsorka sé hrein orka, eru því út í hött. Rányrkjan minnkar ekkert við það, nema síður sé, þar sem ætlunin er m.a. að selja þessa orku undir kostnaðarverði og þar nieð á kostnað landsmanna, þess sjálfbæra iðnaðar sern fyrir er í land- inu og koma skal og þeirra sem kaupa og neyta afurða þessa iðnaðar hérlendis og erlendis. Rányrkjan er margföld. Á1 er ekki frumefni, með öðrum orðum finnst það aðeins í sambönd- um við önnur efni. Þegar þessi sam- bönd eru rofin skapast ójafnvægi, sem hefur bæði fyrirsjáanlegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Það er notagildi efnisins sem hefur verið og er enn í hávegum haft. Ágúst Val- fells nefndi flugvélina úr áli sem flutti hann frá Reykjavík til Akureyrar, en hann nefndi ekki að Bandaríkja- menn urða rneira af áli (álúrgangi) árlega en þeir nota í alla sína flug- vélaframleiðslu sama árið. Það sem mér finnst einkenna álsinnana er skortur á hugmynda- flugi, trú og trausti. Þessi skortur lýs- ir sér í örvæntingu og rökfærslum sem bera vott um skammsýni og von- leysi þessara fortíðarhyggjumanna. Vissulega kalla þeir sjálfa sig frani- farasinnaða og jafnvel bjartsýna, en hvaða maður með framtíðarsýn, frjóar hugmyndir og trú á sjálfan sig, sem hlut af órofa heild, lætur sér detta í hug aðra eins vitleysu (reynd- ar gömul úrelt hugmynd, sem hefur afsannað gildi sitt) og að reisa álver eða aðra mengandi stóriðju hér á landi ídag. Ég leyfi mér að kalla slíkt arga og svartsýna afturhaldshyggju. Það eru fáar konur í þeim hópi af þeirri einföldu ástæðu að þær þekkja hina sönnu hringrás lífsins af eigin raun. Þær eru sífellt í snertingu við hana en ekki læstar í línuritum, sem eru byggð á fölskum forsendum. Vissulega finnast undantekningar meðal bæði karla og kvenna. En það var tvímælalaust konunum að þakka að það var samþykkt áskorun til ríkisstjórnarinnar á aðalfundi Land- verndar sunnudagirtn 18. nóv., um að hafna byggingu nýs álvers hér á landi. Og er ekki kvennalistinn eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur sýnt raunsæi í þessu máli? Skólastjórinn veit allavega hvaða stjórnmálaflokk hann kýs í næstu kosningum. Spunadans í spunasalnum Skólastjórinn var örþreyttur að lokn- um þessum átökum um þá blindu og sýn sem fyrirlestrarnir og umræðurn- ar um sjálfbæra þróun endurspegl- uðu. En hann hafði ekki fyrr hitt elskuna sína inni á Akureyri en hjartnæmar tilfinningar og gagn- kvæmur skilningur tók yfirhöndina og þreytan hvarf eins og óveðurský frá sólu. Og um leið og brýrnar lyft- ust fékk Hunsahatturinn þriðja og síðasta selbitið þennan daginn. Við vorum á leiðinni út í spunasal- inn, sem man sinn fífil fegurri, til að sjá hana Önnu Richardsdóttur fremja dansgjörning ásamt félögum. Ekki vorum við fyrr komin inn á svæði Álafoss í rauða renóinum en kertaljósin vöktu athygli okkar og vísuðu okkur veginn. En það voru laðandi hljómar saxófónsins sem drápu á renóinum áður en hann var kominn í hlað. Opnuðu dyrnar og leiddu okkur út í froststilluna. Staður og stund voru upphafin og hugurinn vitjaði ókunnra staða á meðan hjart- að hló. Samt tókst mér að skrifa ávís- un, sem ég hefði örugglega stungið í stimpilklukkuna, sem hékk svo ein og yfirgefin á veggnum, ef ég hefði ekki verið búinn að afhenda hana stúlkunni við borðið þar sem einu sinni sat maður sem kurraði í. En nú stóð hann upplýstur í hávaðaroki í órafjarlægð í hinum enda salarins og hélt þrumuræðu án þess að frá hon- um kæmi nokkurt hljóð. Aftur á móti sveimaði um salinn kona íjokk- ur í undurfögrum tónum. Skynfærin stóðu á haus svo ég valdi þann kost sem vænstan að setjast í stofu ömmu og afa í einu horni spunasalsins og fá mér kakó í hvítan bolla, sem bragð- aðist eins og rúsínur í gómsætum vökvanum. Én hvorki amma né afi voru þar, en snjóhvít kona sem hall aði sér upp að veggnum eins og hún væri smeik við að detta. Var það hún sem söng, hver var það sem söng? Svo komu allt í einu tveir trúðar og léku listir sínar. Og köttur en ég sá enga rnús, aðeins stól sem líkaði ósköp vel við köttinn. Allavega klappaði allt fólkið af fögnuði. Örugglega 150 manns eða meira. Hvað voru þau öll að gera þarna? Kötturinn og stóllinn liurfu en inn á gólfið steig Kleópatra í líki Ragn- hildar Gísladóttur. Ég held reyndar að hún Kleópatra hafi villst í fata- skápnum, en þegar hún brýndi raust- ina á gljándi stálinu fylltist rýmið af glaðlegri hrollvekju. Konan var ein en samt var hún tvær, svona eins og margar konur eru, allavega innst inni og einnig úti, þegar þær fá ekki ham- ið sköpunarkraftinn en leyfa honum að streyma í gegnum sig. Éru undur- samleg og hryllileg, blíð og villt hljóðfæri hans. Þær börðust hat- rammri baráttu og elskuðust af trega- blandinni, angurværri og glaðlegri blíðu, þegar þær gáfu sig sköpunar- kraftinum fullkomlega á vald, þær Anna og Ragnhildur. Galdur listarinnar opinberaðist skólastjóranum enn einu sinni þetta „skynvillta", eða liitt þó heldur, kvöld í spunasalnum hennar Iðunn- ar. Missið ekki af þeim ef annað tækifæri býðst. Það var urn einni og hálfri stundu fyrir miðnætti að konan tók skóla- stjórann í fangið og bar hann eins og lítið barn uni borð í Sævar á heim- leið. Það fylgir ekki sögunni hvort hann var með þumalinn í munninum. Hrísey, aðfaranótt 23.11. Einar Már Guðvarðarson. Höfundur er skólastjóri grunnskólans í Hrísey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.