Dagur - 06.12.1990, Side 11
bœkur
Fimmtudagur 6. desember 1990 - DAGUR - 11
Van Gogh
og list hans
Komin er út hjá Vöku-Helgafelli
listaverkabók um hollenska list-
málarann Vincent van Gogh
(1853-1890) og heitir hún Van
Gogh og list hans. Hún kemur út
samtímis í átta Evrópulöndum.
Van Gogh er almennt talinn einn
stórfenglegasti listmálari sögunn-
ar. í þessari glæstu bók kynnumst
við honum í lífi og list. Litmyndir
af heillandi og áhrifamiklum
listaverkum hans tala sínu máli
og sendibréf Van Goghs, sem höf-
undur bókarinnar Hans Bronk-
horst studdist við, veita einstæða
innsýn í hugmyndaheim lista-
mannsins.
Ólafur Bjarni Guðnason þýddi
bókina en dr. Gunnar B. Kvaran,
listfræðingur, veitti sérfræðilega
ráðgjöf við íslenska gerð hennar.
Hvergi var til sparað við gerð
bókarinnar og prýða hana 140
þekktustu verk Vincent van
poghs.
Bókin er 200 blaðsíður í stóru
broti.
Raggi litli í
jólasveinalandinu
Iðunn hefur gefið út barnabók
eftir Harald S. Magnússon, og
nefnist hún Raggi litli í jólasveina-
landinu. í bókinni eru allmargar
teikningar eftir Brian Pilkington.
Þetta er fjörug og skemmtileg
saga af honurn Ragga litla, sem
fékk að kynnast jólasveinafjöl-
UUMFERÐAR
RÁÐ
skyldunni, Grýlu, Leppalúða og
strákunum þeirra þrettán. Þegar
Raggi vaknar veit hann ekkert
hvert hann er kominn - en svo
sér hann að hann er í helli, og þar
er gömul kona að kynda stórt
bál, og niður úr hellisloftinu
hanga þrettán pokar. Hvað
skyldi vera í pokunum? Forvitni
Ragga vaknar þegar hann sér að
út úr þeim standa stór, rauð nef.
Hinumogin við
sólskinið
Iðunn hefur gefið út nýja ljóða-
bók eftir Elías Mar og nefnist
hún Hinumegin við sólskinið.
í kynningu útgefanda á bók-
inni segir: Ný ljóðabók frá Elíasi
Mar er gleðiefni öllum þeim sem
fylgjast með íslenskri ljóðagerð.
í þessari bók reynist Elías enn
sem fyrr vanda ljóðsins vaxinn
með sínum sérstæða hætti. Hann
er nærgöngull við ljóðpersónur
sínar, yrkir um angistarblandna
sælu þeirra, rninnir sífellt á að
ekki er allt sem sýnist.
Orðkerar munu finna margt
við sitt hæfi í Ijóðum Elíasar
Marar og jafnvel enn eina og
nýstárlega heimsmynd þar sem
ekki er allt með kyrrum kjörum.
Vilt þú
fá kort frá
jólasveinunum?
Jólasveinarnir hafa áhuga á að senda krökkum kort um jólin. Þeir krakkar sem vilja fá kort verða að
fylla út eftirfarandi:
Nafn: ____________________________
Heimili: _________________________
Staður: __________________________
Aldur: ___________________________
Staðfesting foreldra/forráðamanns:
Ath! Að sjálfsögðu getur fólk
ljósritað þetta eyðublað.
Vinsamlega sendið útfyllt eyðublað til:
KEA aðalskrifstofa
Fulltrúi jólasveinanna
602 Akureyri
...og/eða taka þátt
í myndlistarsýningu?
í tilefni jólanna og komu jólasveinanna mun Vöruhús KEA efna til myndlistarsýningar á verkum eftir
börn. Helst af öllu þurfa myndirnar að vera af jólasveinum.
Myndirnar verða hengdar upp í Vöruhúsi KEA þriöjudaginn 18. desember og sýndar fram til jóla.
Þær verður að nterkja rneð nafni og heimili og senda á heimilisfangið sem kom fram hér að ofan.
25 böm fá jólagjöf!
r'-'' »ið verður úr nöfnuni 25 barna sem senda
myndir og þau fá jólagjafir sendar heim!
kEh afalsknfstofa.
F'AAÍnu jólasotiWMO.
bOZ cftkureyn
Síðasti dagur!
Síðasti póstlagningardagur vegna óska um kort
eða til að senda mynd er 12. desember.
m
í(
fimmtudag, föstudag, laugardag
Hljómsveitin „Namm
ATH. FRÍTT /AA 77L KL. 12IAUGARDAG
Frítt inn fgrir matargesti
Frí heimsendingarþjónusta Sími 24199