Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 13. desember 1990 Steingrímur St. Th. Sigurðsson: listin að segja ekki of mikið Bókarheiti: Gaman og alvara - Myndir úr lífi Péturs Eggerz fyrr- verandi sendiherra. Utgefandi: Skuggsjá, 1990. Þessi nýja bók Péturs Eggerz, fyrrverandi sendiherra, er að því leyti ólík flestum öðrum íslenzk- um lífsbókum og ævisögum, sem komið hafa á markað undanfar- ið, að hún er guðsblessunarlega laus við raup. Hið sama gegnir um fyrri bækur hans fimm, sem bera keim af ævisöguritun. Þótt farið væri logandi ljósi um þessar bækur, fyndist hvergi minnsti vottur um það, að höfundur sé að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Það er út af fyrir sig afrek af Pétri að hafa þegar skrifað sex bækur á átján-nítján árum - og var hann þó fyrir átta árum kom- inn á eftirlaunaaldurinn, þá orð- inn sjötugur að aldri. Sannar Pétur, svo að um munar, að það er hneisa og íslenzku samfélagi til skammar að afskrifa menn til orðs og æðis, þótt þeir bæti við sig árum, en í seinni tíð virðist allt of litlu skipta, þótt viðkom- andi haldi sér vel og eldist með reisn eins og sannast með þessari bók höfundar, sem hann nefnir Myndir úr lífi Péturs Eggerz. Gaman og alvara. Þetta er ljúf bók og gædd aðalsmerki, sem allt of fáir íslenzkir höfundar, þekktir sem óþekktir, eru gæddir, en það er listin að kunna að segja ekki of mikið - að undirsegja eða það, sem enskir kalla „to understate". Nægir til sönnunar að benda á örstuttan kafla um meistara Kjarval, Blóm, sem koma of seint (en þeir voru miklir vinir meistarinn og Sig. Eggerz, sýslu- maður og ráðherra, faðir Péturs). Þessi kafli er ekki nema níu línur, en heldur áfram að gagn- taka mann. Annar kafli, langtum lengri, um Kjarval, er og í bók- inni, sem minnir á enskan húmor eins og hann gerist beztur. Ef nokkur höfundur á íslandi er gæddur þessari brezku mýkt og þessum þýðleika í frásagnar- stíl, þá er það Pétur Eggerz á köflum í bókum sínum. Það er viss ferskleiki í þessari bók og birta frá horfnum góðum tímum, sem mun halda áfram að lifa (í endurminningunni) á svip- aðan hátt og íslenzku ljóðin eins og þau voru áður fyrr - með sál og anda og án tilgerðar. Pétur setur sig aldrei í neinar stellingar, þegar hann ræðir menn og mál- efni. Hann gerir úttekt á lífi sínu, sem hefur verið innilega laust við gráma hversdagsleikans á köflum. Starfið í diplómasíunni bauð upp á tilbreytni, ef því var að skipta, og Pétur gæddur við- tökuhæfileika kúltúrmannsins (af ásettu ráði greinarhöfundar er ekki notað hugtakið menning í þessu tilviki (það er þegar búið /íF % Vandaður herrafatnaður í glæsilegu úrvali lalbe BERNHARDT TW TaikH-Un*k goLdress % pQtravo Paul & Shark Vorum að fá herrahanska í fjölbreyttu úrvali á frábæru verði. Klæðskeraþjónusta Verslið hjá fagmanni Opið í hádeginu alla daga. Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. að ófrægja það orð af vinstri slagsíðufólki og snobbuðum stofukommum) og því gripið til útlenzka orðsins eins og skyndi- tökuorðs, enda nær það auk þess meiningunni betur.) Frásögn höfundar af hinum magnaða persónuleika frú Georgíu forsetafrú hrífur í lát- leysi sínu. Frú Georgía var barma- full af húmor - eigum við ekki að segja dönskum húmor, enda þótt allur húmor megi teljast alþjóð- legur. Þau Georgía og Pétur voru perluvinir af guðsnáð og ef til vill ekki ólík að upplagi öðrum þræði, bæði greinilega með ríka réttlætiskennd og góðleik, en þessar eigindir ásamt með kímni- kennd vantar alltaf meira og meira og þeirra gerist nú æ meiri þörf. Sólskinsdagur á Akureyri er að sumu leyti einn bezt skrifaði kafli bókarinnar, efnið samhæfist mannlýsingum og umhverfi og auk þess er brugðið ljósi á prinsip- festu í embættismennsku Sigurð- ar Eggerz, sem var um hríð sýslu- maður á Akureyri. S. Eggerz var af gamla skólanum, öllum minn- isstæður, sem sáu hann. Hvar sem hann fór geislaði af honum glæsileiki. Hann var andans mað- ur og mikið skáld, smbr. ljóð hans Alfaðir ræður, sem hann orti í tilefni af hörmulegu sjóslysi við Vík í Mýrdal, þá er hann var sýslumaður þar. Kaflinn Varaður við að gerast leigubílstjóri, þegar höfundur fór á júdónámskeið til að Iæra þessa frægu sjálfsvarnaríþrótt Japana, er drephlægilegur. Honum var valinn mótherji til æfinganna af japanska kennaranum, meistar- anum, það var leigubílstjóri í Washington D.C. Lýsingin á bíl- stjóranum, lýsingin á hættum stórborgar er athyglisverð og lif- andi og þó tekur það út yfir allan þjófabálk, þegar Pétur og leigu- bílstjórinn kveðjast í lok júdó- námskeiðsins. Þá kemur upp úr dúrnum, að taxiekillinn var næst- um orðinn sannfærður um, að Pétur diplómat hefði hug á því að gerast leigubílstjóri og því hefði hann (þ.e. Pétur) vegna væntan- legs starfs talið nauðsynlegt að læra júdó til að geta varizt alls kyns skálkum og misindismönn- um í skjóli nætur í asfaltfrum- skógi stórborgarinnar. Það eru skemmtilegar and- stæður í þessari bók og allan tím- ann skín í gegn sjálfsvirðing höfundar, þessi eðliskurteisi, og þrátt fyrir fágun heimsborgarans hefur Pétur ótal sinnum á taktein- um, en á undirsagðan hátt (í Somerset Maugham stíl), prakk- aralegar athugasemdir um yfir- borðsmennsku og uppskafnings- hátt í fari samferðafólks. En það má fremur lesa milli línanna, svo varlega fer Pétur Eggerz í sakirn- ar eins og hæfir manni með smekk. Það er andlegur gróði að þessari bók Péturs Eggerz og auk þess vaxtaraukainnlegg fyrir síð- ari tíma. Að Hæðardragi, Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Orðsending til hjarta- og lungnasjúkíinga Á Akureyri hefur verið stofnað sjálfseignarfélag um rekstur end- urhæfingarstöðvar fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Stofnaðilar eru Landssamtök hjartasjúklinga, Hjarta- og æða- verndarfélag Akureyrar og ná- grennis og Samband ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga S.Í.B.S. Stjórn Endurhæfingarstöðvar- innar skipa: matarkaup ÍKEAMETTO Svínakjöt nýtt og reykt Lambakjöt nýtt og reykt Kjúklingar heilir og hlutar Kerti ★ Konfekt Jólaöl á brúsum Bragakaffi, ný jólablanda Fimmtudaginn 13. desember kl. 15.00-17.30 Kynning á Lúxus-ís frá Emmess Athugið! Opið virka daga frá kl. 13.00*18.30. Laugardaginn 15. desember frá kl. 10.00-22.00. Kynnist NETTÓ-verði KEANETTO Kristín Sigfúsdóttir form. sími 24284. Þorvaldur Jónsson ritari sími 23252. Gísli J. Júlíusson gjaldkeri sími 22839. Endurhæfingarstöðin verður í Bjargi - húsi Sjálfsbjargar Bugðusíðu 1. Jón Þór Sverrisson og Friðrik Yngvason sérfræðing- ur í hjarta- og lungnasjúkdómum munu hafa umsjón með stöðinni, sem verður búin nýjum full- komnum tækjum. Sjúkraþjálfar- ar verða Ingibjörg Stefánsdóttir og Ósk J. Árnadóttir. Áætlað er að endurhæfingar- stöðin taki til starfa um miðjan janúar 1991. Til þess að auðvelda stjórninni störf við skipulagningu á upphafi starfseminnar hvetur hún alla sem haldnir eru hjarta- eða lungnasjúkdómum, til að hafa sem fyrst samband við af- greiðsluna á Bjargi í síma 26888 þar sem skráning fer fram og frekari upplýsingar verða veittar. Síðar verður haft samband við viðkomandi aðila. WWj>vom, hlýleg jólagjöf vuufvom, SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA -> Stinga ekki «Úr fínustu merinóull jMjög slitsterk 9 Má þvo viö 60°C

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.