Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 13. desember 1990
Pessí mynd er tekin á æfingu fyrir Lúsíuhátíð í Akureyrarkirkiu fyrir all-
mörgum árum.
Karlakór Akureyrar Geysir:
Lúsíuhátíð í
Akureyrarkirkju
- fimmtudagskvöld og
laugardagskvöld kl. 20.30
Lúsíuhátíð 1990 verður haldin
í Akureyrarkirkju fímmtudag-
inn 13. og laugardaginn 15.
desember kl. 20.30. Karlakór
Akureyrar Geysir syngur undir
stjórn Roars Kvam. Einsöngv-
arar verða Óskar Pétursson,
tenór, og Sigríður Helga
Ágústsdóttir, sópran, sem
jafnframt er Lúsía.
Hljóðfæraleikarar verða þau
Guðrún A. Kristinsdóttir, píanó,
Helga Kvam, hljómborð, og Jó-
hann Baldvinsson, orgel. Kór
Lundarskóla kemur fram sem
gestur ásamt söngstjóranum
Elínborgu Loftsdóttur.
Á efnisskránni eru Jubilate
amen, Himmelske fader, Ave
Verum Corpus, Ó, heilög nótt,
Hátíð er að höndum ein, Skreyt-
um hús, Pílagrímakórinn, Pakk-
argjörð, Englakór frá himnahöll,
Þei þei og ró ró, Týndur hljómur,
Santa Lucia og Heims um ból.
Karlakórsmenn hafa til margra
ára sungið á Lúsíuhátíð í Akur-
eyrarkirkju og fengið góðar við-
tökur enda nýtur Lúsía vaxandi
vinsælda hér á landi. SS
Til jólagjafa!
Erum að taka upp alls konar
vörur til jólagjafa
Svo sem prjónastokka,
saumakassa, skæri í
gjafakössum, ámálaðar
myndir, grófa púða og
barnamyndir, jóladúka,
bakkabönd og
margt margt fleira.
Kemban
margeftirspurða
er komin
Hafnarstræti 103,
sími 24364.
c
LANDSVIRKJIIN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði
stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna bygg-
ingar 220 kV Búrfeilslínu 3 (Sandskeið-Hamranes) í
samræmi við útboðsgögn BFL-12.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar
að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með fimmtu-
deginum 13. desember 1990 gegn óafturkræfu
gjaldi að upphæð kr. 2000,-.
Smíða skal úr ca. 50 tonnum af stáli, sem Lands-
virkjun leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvanhúða
eftir smíði.
Verklok eru 15. febrúar, 1. mars og 1. apríl 1991.
Tilboöum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa-
leitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en föstudag-
inn 28. desember 1990 fyrir kl. 12.00, en tilboðin
verða opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Reykjavík 10. desember 1990.
Sauðárkrókskirkja í félagsskap jólatrés frá Kongsberg, vinabæ Sauðárkróks í Noregi, en kveikt var á því daginn fyrir endur
Sr. Hjálmar flytur ávarp við endurvígsluna.