Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Fimmtudagur 13. desember 1990
Tilvalin jólagjöf!
SAGA
AKU RE YRARKIRKJ U
Höfundur: Sverrir Pálsson
Akureyrarkirkja og Akureyrarsöfnuður eiga sér tæplega 130 ára sögu.
Fyrsta kirkjan á Akureyri stóð við Aðalstræti og var tekin í notkun
sumarið 1863, en var tekin ofan veturinn 1942/1943. Nú stendur
Minjasafnskirkjan á grunni hennar. Hinn 17. nóvember 1940 var
núverandi sóknarkirkja vígð, og á 50 ára vígsluafmæli hennar og í
tilefni þess kemur út bók, þar sem rakin er saga kirknanna í Akureyr-
arsókn og þess starfs, sem þar hefir verið unnið af hálfu presta og
leikmanna.
Að hálfu höfundar og útgefenda hefir verið leitast við að gera Sögu
Akureyrarkirkju svo úr garði, að hún mætti verða afmælisbarninu til
sóma og lesendum til fróðleiks og ánægju.
Fæst í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og í bókaverslunum.
Verð kr. 4.300,-
Plúsmarkaðurinn
Opið laugardag 15. des. til kl. 20
Jolahangikjot
Jólasvínakjöt
Jólakalkún
Jólaöi
Jólaávextir
Allt til jólanna
ódýrt ódýrt ódýrt ódýrt
□
MARKAÐUR
FJÖLNISGÖTU 4b
Æskulýðskór Húsavíkurkirkju.
Aðventuhátíð í Húsavíkurkirkju:
Fjórir kórar sungu
Fjölmenni var við aðventuhá-
tíð í Húsavíkurkirkju sl. sunnu-
dag. Var kirkjan þéttsetin og
taldi meðhjálpari að 350-370
manns hefðu mætt til kirkju.
Sr. Eiríkur Jóhannsson á
Skinnastað flutti prýðilega
hugvekju til fólks í aðventu-
önnum. Fjórir kórar komu
fram auk einsöngvara og hljóð-
færaleikara og vakti tónlistar-
flutningur þeirra hrifningu
kirkjugesta.
Pað voru Jasskórinn NA-12,
stjórnandi Norman Dennis,
Æskulýðskór Húsavíkurkirkju,
stjórnandi Hólmfríður Bene-
diktsdóttir, Barnakór Barnaskól-
ans, stjórnandi Line Werner og
Kirkjukór Húsvíkurkirkju undir
stjórn Norman Dennis sem fram
kornu. Organisti kirkjunnar,
Helgi Pétursson, lék undir með
kórunum.
Sr. Sighvatur Karlsson flutti
ávarp og bæn og var kynnir á há-
tíðinni. Þrír piltar léku á gítar:
Valur Guðmundsson, Þorvaldur
Már Guðmundsson og Óli Hall-
dórsson. Þrjár stúlkur léku á
flautu með kirkjukórnum: Þor-
gerður Þráinsdóttir, Kristín
Magnúsdóttir og Olga Hreiðars-
dóttir. Norman Dennis lék á
trompet með kórunum. Kirkju-
kórinn söng Pie Jesu eftir Andrew
Lloyd Webber og sungu Hólm-
fríður Benediktsdóttir og Jó-
hanna Gunnarsdóttir einsöng
með kórnum.
Aðventuhátíðinni lauk ineð
því að þrír kórar ásamt hljóð-
færaleikurum fluttu Heims um
ból og kirkjugestir stóðu á fætur
og tóku undir. Var aðventuhátíð-
in öllum til sóma er að stóðu. IM
Gítarleikararnir Valur Guðmundsson, Þorvaldur Már Guðmundsson og Óli Halldórsson.
Leikurinn „Líttu inn og fáðu þér kaffi“:
Um 250.000 bollar af
kaffi geftiir í leiknum
Um síðastliðin mánaðamót
hófst leikurinn „Líttu inn og fáðu
þér kaffi.“ Leikurinn felst í því
að kaupendur Merrild kaffis
safna 6 strikamerkjum af rauðum
Merrild kaffipökkum.
Sýnishornaumslag var sent til
um 30.000 heimila á landsbyggð-
inni. í þessu umslagi eru 50
grömm af Merrild kaffi er duga í
u.þ.b. 8 bolla af kaffi, eða sam-
tals í u.þ.b. 250.000 bolla af úr-
vals Merrild kaffi.
Þegar viðkomandi hefur safn-
að 6 strikamerkjum af rauðum
Merrild, sendir hann þau ásamt
útfylltum þátttökumiða með
nafni og heimilisfangi til: Merrild
kaffi, pósthólf 4372, 124 Reykja-
vík. í staðinn fyrir strikamerkin 6
fær viðkomandi fallega Merrild
kaffidós senda til sín sér að
kostnaðarlausu. Vilji viðkom-
andi ekki kaffidósina þá getur
hann eða hún sent inn 2, 4 eða 6
strikamerki og fengið allt að 120
kr. endurgreiddar.
Leikurinn stendur fram til 28.
febrúar 1991 og er því auðvelt
fyrir alla að taka þátt í honum.
Frcttatilkynning.