Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 20
Akureyri, fimmtudagur 13. desember 1990 Jólatré og greinar Styrkið skógræktarstarfíð. Aiiftí* Sölustaðir í göngugötu og Kjarnaskógi Skogræktarféiag Opið á sunnudaginn frá kl. 13-18 í Kjarna. Eyfirðinga. Þess er tæpast að vænta að krakkar á Norðurlandi geti hnoðað veglega snjóbolta næstu daga, því Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan átt með tilheyrandi hlýjum vindum. Mynd: Golli Skilafrestur á jólapósti senn útrunninn: Búist við mikilli örtröð á mánudag Landsmenn stunda nú jóla- gjafakaup í gríð og erg og skrifa kveðjur á jólakort. Þeir sem ætla að notfæra sér póst- þjónustu til að koma gjöfum og kortum til skila verða að fara að hugsa sinn gang. Bréf og bögglar sem drcift verður innanlands þurfa að berast pósthúsum í síðasta lagi mánu- daginn 17. desember. Skilafrestur á jólapósti og bögglum til útlanda er útrunninn, nema hvað bréf sem eiga að fara með flugpósti til Norðurlandanna þurfa að berast fyrir 15. desem- ber. Jón Ingi Cesarsson, fulltrúi hjá Pósti og síma á Akureyri, sagði Brunamálastofnun takmarkar notkun kertaljóss í Akureyrarkirkju: „Þetta finnst mér himinhrópandi misræmi“ - segir séra Birgir Snæbjörnsson um kröfur stofnunarinnar Brunamálastofnun ríkisins hef- ur takmarkað mjög notkun kertaljóss í Akureyrarkirkju vegna eldhættu. Nú er t.a.m. bannað að ganga um með log- andi kerti eins og tíðkast hefur við vissar athafnir og er í því sambandi vísað til slysa sem slíkt hefur leitt af sér erlendis. Lagt er til að rafljós leysi kert- in af hólmi. Þessar takmarkan- ir mælast ekki vel fyrir hjá sóknarprestum og telur séra Birgir Snæbjörnsson kröfur Brunamálastofnunar ósann- gjarnar. „Það er leyft að hafa logandi Ijós á öllum borðum á veitinga- húsum þar sem menn slangra um í misjöfnu ástandi en síðan á að banna fullorónu fólki að bera Ijós í gegnum kirkjuna. Petta finnst mér himinhropandi misræmi og ákaflega ósanngjarnt. Við mátt- um ekki dreifa kertum með.il fólksins á ljósahátíðinni eins og við höfum venjulega gert en ég vona að við fáum að hafa kveikt á kertum á altarinu. Ég veit ekki hvort þeir ætla líka að banna kertaljós við jarðarfarir. Pað hef- ur alltaf verið kveikt á kertum í kringum kistuna,“ sagði séra Birgir. Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri, sagði að eftirlitsmenn frá Brunamálastofnun hefðu ver- ið á yfirreið um landið og m.a. gert athugasemdir við að haldið sé á logandi kertum í Akureyrar- kirkju. Slík meðferð hefði valdið hörmulegum slysum erlendis eftir að eldur hafði Iæst sig í föt. „Mér finnst betra að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Það er hins vegar ekki bannað að nota kerti uppi á altarinu eða hafa þau í stjaka á föstum stað þar sem lítil hætta er á því að þau geti kveikt í fötum fólks,“ sagði Tómas Búi. Athugasemdir hafa einnig ver- ið gerðar við það að ekki skuli vera neyðarútgangur í kirkjunni. Að sögn Víkings Björnssonar, eldvarnaeftirlitsmanns, miðast reglur um útgönguleiðir við það að dyr séu nægilega breiðar til að hver maður hafi 1 sentimetra. í Akureyrarkirkju mega því aðeins vera 160 manns ef miðað er við breidd dyranna. Parna vantar því útgönguleiðir. Séra Birgir sagði að kirkjan hefði lagt stórfé í eldvarnir og kröfur um að brjóta tvennar dyr á hliðar kirkjunnar væru óraun- hæfar. Tómas Búi sagði að búið væri að koma upp viðvörunar- kerfi í kirkjunni og það væri vissulega til ntikilla bóta. í kvöld verður Lúsíuhátíð í Akureyrarkirkju og þar liafa log- andi kerti ávallt gegnt mikilvægu hlutverki. Að sögn Tómasar Búa eru Svíar löngu hættir að nota lif- Mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ: Tugir umsækjenda um hveija íbúð sem losnar Gífurleg eftirspurn er eftir félagslegum leiguíbúðum á vegum Akureyrarbæjar, og tugir umsækjenda um hverja íbúð sem auglýst er. Félags- málaráð bæjarins úthlutar íbúðunum. Félagslegar leiguíbúðir á veg- unt Akureyrarbæjar eru ein- göngu ætlaðar fólki sem ekki ræður við að leigja á almennum markaði eða koma sér upp hús- næði á annan hátt vegna fjárhags- erfiðleika eða skertra tekju- möguleika. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, for- maður félagsmálaráðs, segir sem dæmi unt eftirspurnina að nýlega hafi tvær leiguíbúðir verið aug- lýstar, en yfir þrjátíu umsóknir bárust. Umsækjendur eru nærri undantekningalaust afar illa staddir, af mismunandi ástæðum, og því afar erfitt að úthluta þeim fáu íbúðum sem losna ár hvert. Leiga er talsvert undir markaðs- verði, enda reiknað með því að leigutakar leiti annarra úrræða um húsnæðismál ef aðstæður batna. „Aðstæður þeirra sem sækja um eru þannig að maður vildi Veðrið á Norðurlandi: Sunnan og suðvestan fram yfir helgi „Sunnan og suðvestan átt verður ríkjandi á Norðurlandi næstu daga og þokkalegt veður, eitthvað gæti þó éljað á Norðurlandi vestra,“ segja þeir á Veðurstofu íslands. í dag léttir til með suðvestan átt og seinnipartinn snýst hann í sunnan og hvessir. Sunnan og suðvestan vindar munu síðan blása fram yfir helgi samkvæmt spá veðurfræðinga og lítil snjó- koma verða nema e.t.v. vestast á Norðurlandi. Leiðindaveður verður aftur á móti suðvestan- lands og á Vestfjörðum. SBG að það væri nóg að gera við að taka á móti pósti en þó ekki meira en vanalega í desember. Hann sagði að svo virtist sem fólk tæki ekki við sér fyrr en skila- fresturinn væri að renna út og þá kæmi skriöan. „Það er hætt við því að l'ólk noti laugardaginn til innkaupa og komi svo með bréf og böggla á mánudaginn. Ég á von á mikilli örtröð þá,“ sagði Jón Ingi. SS andi Ijós á Lúsíuhátíðum því þau höfðu valdið slysum og í staðinn nota þcir gervikerti sem ganga fyrir rafhlöðum. Lúsían í Akur- eyrarkirkju mun hafa slíka kór- ónu á höfðinu, en einn af að- standendum hátíðarinnar sagðist vonast til að Lúsíumeyjarnar fengju undanþágu til að halda á kertum. SS geta sinnt nánast öllum sem senda inn umsóknir. Pað er erfitt að úthluta íbúðunum vegna þess að við sjáum greinilega hversu erfiðar aðstæður eru. Það er raunveruleg kjarabót að fá slíka leiguíbúð, hér er um öruggt húsnæði að ræða og mun lægri leigu en á almennum ntarkaði. En ekki er gert ráð fyrir að fólkið búi í þessum íbúðum ef hagur þess vænkast verulega, og langt er frá að við getum sinnt þeirri miklu þörf sem greinilega er fyrir hendi," segir Sigrún. Guðrún Sigurðardóttir hjá Fé- lagsmálastofnun Akureyrar segir að ekki hafi verið gerður santan- burður á fjölda umsókna undan- farin ár. Lengi mátti flokka umsóknir gróflega í þrjá flokka, þ.e. frá ellilífeyrisþegum, öryrkj- um og einstæðum foreldrum. Undanfarið hefur annar flokkur umsækjenda verið að bætast við, en það eru fjölskyldur sem beðið hafa fjárhagslegt skipbrot eða gjaldþrot, og jafnvel misst hús- eignir sínar á uppboði. „Ég þori ekki að fullyrða um fjöld- ann, en umsækjendahópurinn er almennt verr staddur en var fyrir þremur eða fjórum árunt," segir Guðrún. EHB Héraðsráð Austur- Húnavatnssýslu: Samþykkt að hefja atvinnu- þróunarverkefhi Á fundi héraðsncfndar Austur-Húnvetninga sl. inánudag var samþykkt að leggja út í atvinnu- þróunarverkefni í sýslunni til að minnsta kosti eins árs, ef Byggðastofnun gefur já- kvætt svar uin að taka þátt í því. Öll sveitarfélög í A.-Húna- vatnssýslu og Lýtingsstaða- og Seyluhreppur í Skagafirði gáfu vilyröi fyrir atvinnuþróunar- verkefninu og ráðgert er að fá Byggðastofnun til að greiða helming kostnaðar við verk- efnið á móti þeim. Reiknað er með að ráða cinti fastan starfsmann og aö sögn Val- garðs Hilmarssonar, formanns héraðsráðs, verður aðalkostn- aðurinn í sambandi við hann. Valgarður sagði að nú væri einungis beðið svara frá Byggöastofnun og upp úr ára- mótum færi væntanlega eitt- hvað að gerast í málinu. Ekki er búið að stilla upp í stjórn fyrir verkefninu, en búið að ákvcða skiptingu hennar þannig að tveir stjórn- armenn koma frá Skagaströnd, tveir frá Blönduósi, tvcir frá öðrutn sveitarfélögum í A.- Húnavatnssýslu og einn frá skagfirsku hreppunum. Ákveð- ið var að héraðsráð stillti henni endanlega upp þann 7. janúar nk. en þá verða svcitar- félögin búin að tilnefna sína fulltrúa. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.