Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 1
Beðið eftir grænu ljósi fyrir framhaldsnám við rekstrardeild HA: „Fáar aðgerðir í byggða- málum geta skilað jafiuniklu“ - segir Stefán Jónsson, deildarstjóri rekstrardeildar HA „Gróflega áætlað er rekstrar- og stofnkostnaður á þessuni brautum um 40 milljónir á ári. Ef tekið er tillit til þess hve miklu máli þessir 70 nemendur skipta fyrir bæjarfélagið þá er Ijóst að bærinn fengi aðra eins upphæð eða hærri í gegnum þessa nemendur. Þetta væri því hagstæð aðgerð og ég held að fáar aðgerðir í byggðamál- um, sem ekki kosta nema 40 milljónir á ári, hafi meiri áhrif til lengri tíma litið,“ segir Stef- án Jónsson, deildarstjóri rekstrardeildar Háskólans á Akureyri, vegna þeirra tillagna sem nú eru fram komnar um framhaldsnám við deildina þannig að hún geti útskrifað nemendur með BA eða BS próf. Þess er nú beðið að fjárlaga- frumvarp fái afgreiðslu á Alþingi en þá sést hvort fé verður veitt til aukinnar uppbyggingar rekstrar- deildarinnar. Sú afgreiðsla segir Stefán að sé fyrsta skrefið í átt til þess að hinar nýju tillögur verði að veruleika. „Fyrsta skrefið er að fá pen- inga til þessa verks og fáist þeir munum við gera eins og við get- um til að koma þessum tillögum sem fyrst í framkvæmd," sagði Stefán. Hann veitti forstöðu þeirri nefnd menntamálaráðherra sem skipuð var til að gera tillögur um framhaldsnáin við rekstrardeild HA. Nefndin lagði til að settar Loðnuleiðangur Árna Friðrikssonar RE: Leitar nú fyrir Norðurlandi - ekkert nýtt kom fram við leit fyrir Austijörðum Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 100 lauk nýlega við loðnuleit fyrir aust- an land, án þess að nýjar eða óvæntar upplýsingar kæmu fram. Skipið hélt til áframhald- andi leitar fyrir Norðurlandi í gær. Sveinn Sveinbjörnsson, leið- angursstjóri, segir að leitin hafi byrjað fyrir suðaustan land, síð- an var haldið norður með Aust- fjörðum og austur fyrir Langa- nes. Dálítið fannst á litiu svæði, en vitað var um þá loðnu áður, og ekki vart við neinar breytingar enn sem komið er. Næstu daga verður leitað áfram fyrir norðan og norðaustan land, og síðan haldið á Strandagrunn. í fyrra varð ekki vart við loðnu úti fyrir Austfjörðum fyrir ára- mót, en þá lá loðnan alveg upp undir ísbrún við Kolbeinsey og bátarnir náðu ekki að athafna sig. I desember var loðna austur undir Sléttugrunni, en lítið sem ekkert veiddist af henni. „Loðn- an er á bletti fyrir Austurlandi, og fyrr á vertíðinni var búið að veiða svolítið af blandaðri loðnu á þeim slóðum, eins og reyndar á öllu svæðinu. Gangan kemur í janúar, en spurningin er hversu stór hún verður. Ég á ekki von á að hún verði stór ef ekki kemur eitthvað nýtt inn í hana. Ég veit ekki hvaðan viðbót ætti að koma, því búið er að leita víða. í októ- ber og nóvember var farið norður undir 69 gráður, utan hefðbund- inna útbreiðslusvæða á þeim tíma. Loðnan hefur yfirleitt verið komin miklu sunnar og vestar í eðlilegum árum. Hefðbundin loðnuganga safnast saman fyrir Vestfjörðum og gengur norður og austur fyrir land, eða kemur beint norður úr hafi á Kolbeins- eyjarsvæðið og tekur svo strikið,“ segir Sveinn. EHB yrðu á laggirnar fjórar brautir, eins og greint var frá í blaðinu sl. þriöjudag, og á þessum brautum yrðu 70 nemendur. í skýrslu nefndarinnar kemur skýrt fram að uppbygging þessara brauta er hugsuð með það fyrir augum að þeir nemendur sem af þeim koma nýtist vel fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni. „Við lítum svo á að oft þurfi fólk með fjölbreyttari menntun úti á landi vegna smæðar fyrir- tækja þar. Þessi fyrirtæki þurfa því menn sem hafa breiðari þekkingu og geta sótt eftir sér- fræðiþekkingunni þegar við á," segir Stefán. „Við finnum að margir bíða eftir ákvörðun um þetta nám, bæði fólk sem er í námi og líka fólk sent hyggur á endurmennt- un. Þetta yrði stórt skrcf l'yrir skólann og þar með gætu allar deildirnar útskrifað nemendur með BA eða BS próf. Ég lít svo á að með þessu yrði stigið spor sem leiðir af sér frekari uppbygg- ingu skólans. Það er mjög mikil- vægt að áfram sé haldið stöðugri uppbyggingu." JÓH Ekki er á vísan að róa. Myntl: (iolli Óvenjuleg flugferð frá Akureyri í gær: Guggnir farþegar eftir tveggja tíma hringsól - hvorki hægt að lenda í Reykjavík né Keflavík Fyrsta áætlunarferð Flugleiða frá Akureyri til Reykjavíkur í gærmorgun var heldur betur með öðru sniði en áætlunin segir til um. Fokkerinn fór í loftið frá Akureyri á réttum tíma, kl. 9.20, en í stað þess að lenda í Reykjavík upp úr kl. 10 lenti vélin aftur á Akureyrar- flugvelli um kl. 11.30. Skýring á þessari sérstæðu flugferð var sú að vélin gat eþki lent í Reykjavík vegna mikillar Landnemarnir í brons á næsta ári: Helgi magri í víking til Englands - Skipadeild Sambandsins styrkir hann til utanfarar Landnámsmaðurinn Helgi magri liyggst fara í víking ásamt spúsu sinni, Þórunni hyrnu, og hefur Skipadeild Sambandsins boðist til að styrkja þau hjónin til utanfar- ar. Sem kunnugt er hafa Helgi og Þórunn verið lengi í afvötn- un á Akureyri en nú er förinni heitið í eftirmeðferð til Eng- lands. Hér er að sjálfsögðu átt við styttu Jónasar S. Jakobssonar, Landnemarnir, sem vindar og vatn höfðu leikið illa. Styttan hefur undanfarin ár verið í þurrki í húsnæði Hitaveitu Akureyrar og beðið viðgerðar. Að sögn Ingólfs Ármannsson- ar, menningarfulltrúa, liggur fyr- ir beiðni hjá bæjarstjórn um að Landnemarnir verði steyptir í brons í Englandi og verður vænt- anlega gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. „Það er rétt að skipadeildin hefur boðist til að flytja styttuna án endurgjalds og við gerum það með mikilli ánægju," sagði Jón Arnþórsson hjá Skipadeild Sam- bandsins. Jón á sæti í menningarmála- nefnd og hann sagðist hafa gert sér vonir um að hægt hefði verið að koma Landnemunum upp á þessu ári því nú væru 1100 ár lið- frá landnámi Eyjafjarðar. ín en Þetta reyndist ekki gerlegt hann kvaðst ánægður með það að bæjaryfirvöld virtust ætla að taka myndarlega á niálinu og veita fé til vandaðra endurbóta á stytt- unni. SS hálku á flugbrautunum þar. Þá var vélinni flogið til Kéflavíkur og freistað þess að lenda þar. Sökum mikjts óróleika í lofti taldi flugstjóri hins vegar ekki ráðlegt að lenda vélnni á Keflavíkurflug- velli og flaug hcnni aftur til Akureyrar. Að sögn afgreiöslumanns Flug- leiða á Akureyrarflugvelli var upplitið á þeim rúmlega 20 far- þegum, sem fóru mcð vélinni, misjafnlega uppörvandi þegar komiö var aftur til Akureyrar. Sumir voru gráir og guggnir og höfðu kastað upp. Aðrir báru sig vel og fóru með annarri vél suður skammt eftir hádegi í gær. Aftur varð röskun á flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur um miðjan daginn í gær, en að öðru leyti gekk það samkvæmt áætlun. óþh Húseign Öluns hf. á Dalvík: Byggða- stoftmn Húseign þrotabús fískcldis- fyrirtækisins Öluns hf. á Dal- vík var slegin Byggðastofnun á þriðja og síðasta nauðung- aruppboði í gær fyrir 6,5 milljónir króna. Byggða- stofnun átti hæstu kröfuna í þrotabúið, rúmlega 17 millj- ónir króna. Eldiskvíar fyrir- tækisins voru ekki seldar á upphoðinu í gær. Búiö er að slátra öllum nýtanlegum fiski í eigu þrota- búsins og að sögn Ólafs Birgis Árnasonar, bústjóra, er þess vænst að síðustu seiðin fari úr stööinni í dag. Fiskeldisfyrir- tækið Strönd hf. í Hvalfirði hef- ur keypt öll seiðin, sem eru á bilinu 200-250 gaðþyngd. óþh Bráðabirgðalögin: Sex þingmemi sátu hjá Bráðabirgöalög ríkisstjórnar- innar vegna BHMR fóru í gegn- um neðri deild Alþingis í gær og voru samþykkt með 19 at- kvæðum gegn 12. Sex þing- menn sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Við atkvæðagreiðsluna sátu eftirfarandi þingmenn hjá: Eggert Haukdal, Friðjón Þórðar- son, Hjörleifur Guttormsson, Ingi Björn Albertsson, Matthfas Bjarnason og Stefán Valgeirsson. Málinu var vísað til þriðju umræðu í þinginu. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.