Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 13. desember 1990
íþróttafélagið Magni 75 ára:
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RfKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FPfMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Kvótamál
Grímseyinga
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hélt fund í
Grímsey vegna kvótamála um síðustu helgi. Miklar
gagnrýnisraddir hafa undanfarið heyrst úr eynni
vegna kvóta þess sem smábátum þar var úthlutað, og
hafa sjómenn sagt að næsta vonlítið sé að halda
útgerðinni áfram með þeim aflaheimildum sem
bjóðast.
Sjónarmið bátasjómanna og útgerðarmanna á fund-
inum í Grímsey var að útgerðin standi svo tæpt að alls
ekki megi skerða þann kvóta sem bátarnir hafa. Verði
það gert sé byggð stefnt í hættu, og viðbúið sé að
skriðan fari af stað ef fjórar til fimm fjölskyldur flytja
brott úr þessu hundrað og tuttugu manna byggðar-
lagi. Sjómenn benda á nýlega höfn, sem kostaði sjötíu
til áttatíu milljónir króna, og telja notagildi hennar
standa og falla með aflakvóta sem nægi bátunum til
sæmilegrar afkomu.
í Grímsey hefur mörgu grettistakinu verið lyft á
undanförnum árum, því fyrir utan hafnarbæturnar er
þar ný sundlaug og helmingur íbúðarhúsanna í eynni
hefur verið byggður á undanförnum fimmtán árum.
Þar býr duglegt fólk, sem hefur séð sér farborða með
fiskveiðum og nýtingu sjávarafla, og verðmætasköpun
hefur verið mikil í eynm. Þrátt fyrir það hefur verðið
sem fæst fyrir fisk Grímseyinga oftast verið svonefnt
verðlagsráðsverð, eða lágmarksverð, og gerir lega
eyjarinnar það m.a. að verkum, eins og kom fram í
ræðu sjávarútvegsráðherra. Varpaði hann fram þeirri
spurningu hvort ekki mætti auka verðmæti aflans, til
að bæta arðsemi fiskveiða og útgerðar.
Halldór Ásgrímsson viðurkenndi sérstöðu Grímseyj-
ar á fundinum, og setti hann Grímsey í flokk með
Bakkafirði og Borgarfirði eystra. Ræddi hann um að
Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins myndi koma þeim
byggðarlögum til hjálpar sem á þyrftu að halda á
næsta ári. Staðreyndin væri því miður sú að fiskstofnar
hefðu dregist saman, og því væri ekki um annað að
ræða en skerða kvótann nokkuð.
Grímseyingar tóku þeirri hugmynd ekki vel að leita
á náðir Hagræðingarsjóðs, og vísa til þess að þeir hafi
engir bónbjargarmenn verið til þessa. Ráðherra
minnti þá á höfnina, sem Grímseyingar hefðu ekki
getað fjármagnað sjálfir, og sagði að sjálfsagt hefði
þótt að byggja það mannvirki fyrir almannafé
landsins. Lét ráðherra í Ijós það álit að enginn þyrfti að
minnkast sín fyrir að þiggja opinberan stuðning í erf-
iðleikum.
Á fundinum kom fram að áfram verður unnið í mál-
um Grímseyinga og þau skoðuð í ráðuneytinu.
Umræður hafa verið miklar um kvótamál á öllu land-
inu, og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Bent hefur
verið á að margir hafi offjárfest í dýrum bátum, sem
fyrirfram var vafasamt að gætu staðið undir sér. I eina
tíð var sagt að bátur eða skip þyrfti að afla fyrir upp-
hæð sem svaraði til andvirðis síns á fyrsta útgerðarár-
inu, ætti hann að standa undir sér. Hvort það á við í
dag skal ekki dæmt um hér, enda greiðslukjör allt önn-
ur en áður þekktist. En kapp er best með forsjá í
útgerð eins og öðrum atvinnugreinum. EHB
íímamóíamia mirmst í afmælishóíi
Loftsson gerður að heiðursfélaga
- Kristleifur
íþróttafélagið Magni á Greni-
vík á 75 ára afmæli á þessu ári
og af því tilefni var haldin helj-
armikil afmælisveisla í Greni-
víkurskóla sl. föstudag. Þar
voru saman komnir á annað
hundrað félagsmenn og aðrir
velunnarar félagsins. Ýmislegt
var gert til skemmtunar á
þessu kvöldi, sem endaði með
dansleik, undir stjórn Geir-
mundar Valtýssonar og félaga.
Veislustjóri var Jón Þorsteins-
son og stjórnaði hann samkom-
unni af miklum myndarskap.
Hófið hófst með borðhaldi og
samfara því var boðið upp á ýmis
skemmtiatriði sem flutt voru af
félagsmönnum. Magnakonur
sungu nokkur Magnalög og knatt-
spyrnumenn fluttu skemmti-
atriði. Auk þess fluttu nokkrir
veislugestir ávörp og Björn Ing-
ólfsson formaður Magna stiklaði
á stóru í sögu félagsins.
Félaginu bárust gjafir og góðar
kveðjur í tilefni þessara tíma-
móta og auk þess voru félags-
menn og félagið heiðraðir.
Björn Ingólfsson formaður
Magna var sæmdur silfurmerki
Borðtennissambands íslands en
hann hefur unnið manna mest að
framgangi íþróttarinnar á
staðnum. Þá var Kristleifur
Loftsson gerður að heiðursfélaga
Magna. Kristleifur sem starfar á
Englandi í dag, hefur unnið
ómetanlegt starf í þágu félagsins í
gegnum árin. Hann var m.a. for-
maður félagsins frá árinu 1976 til
1988, að tveimur árum undan-
skildum.
Kvenfélagið Hlín færði Magna
blómakörfu en þessi. tvö félög
hafa átt mjög gott samstarf í
Björn Ingólfsson formaður Magna
rakti sögu félagsins í stórum drátt-
um og fórst það mjög vel úr hendi.
Afmælisgestirnir kunnu vel að meta skemmtidagskrá eins og sést á mynd-
inni. Fyrir miðju er Jón Þorsteinsson veislustjóri.
Punktar frá fyrstu árum Iþróttafélagsins Magna:
„Við reyndum að þvælast þetta fyrir
þeim og veijast í fyrri háifleik“
- þá var enginn vandi að vinna í síðari hálfleik
Björn Ingólfsson formaður
íþróttafélagsins Magna stiklaði
á stóru í sögu félagsins í
afmælishófinu og kom m.a.
inn á aðdragandann að stofnun
félagsins fyrir 75 árum og
fyrstu árin. Það er rétt á þess-
um tímamótum í félaginu að
vitna í nokkur atriði úr ræðu
Björns:
í miðju félagsmerki Magna er
fótbolti. Það er vel við hæfi þótt
félagið heiti að sönnu íþróttafé-
lagið Magni. Því ef við lítum til
upphafsins komumst við að því að
þetta félag var stofnað utan um
einn fótbolta og hefur víst að
mestu snúist um þann hlut síðan.
Fyrsta árið er það reyndar ýmist
kallað „Fótboltafélagið í Grýtu-
bakkahreppi" eða „Knattspyrnu-
félag Grýtubakkahrepps." Það er
ekki fyrr en 13. ágúst 1916 sem
ákveðið er með 9 atkv. gegn 4 að
félagið heiti Magni.
f fyrstu gjörðabók Magna segir
svo um „Stofnun íþróttafélags í
Grýtbakkahreppi:"
Æfðu sig í knattsparki
„Sumarið 1915 höfðu nokkrir
menn í Laufássókn keypt knött
(fótbolt) sér til gamans. Varð það
orsök til þess að ungir menn hér í
sveitinni fóru að koma saman í
frístundum sínum, einkunt um
helgar til þess að æfa sig í knatt-
sparki. Var þeim til leiðbeiningar
Magnús Björnsson í Laufási, sem
stundað hafði knattspyrnuíþrótt-
ina í Reykjavík og hlotið frægð-
arorð sem íþróttamaður í þeirri
grein.
Eftir því sem fleiri urðu
leikmótin, því fjölmennari urðu
þau og fóru reglulegar fram þeg-
ar menn fóru að kynnast megin-
atriðum leikreglanna. Á einu
slíku leikmóti, sem haldið var á
svonefndri Geitakofagrund neð-
an við Skarðstún, var að loknunt
knattleik skotið til lítilsháttar
málfundar þar í brekkunni og á
þeim fundi komu eftirtaldir menn
sér saman um að stofna knatt-
spyrnufélag hér í sveitinni."
Síðan eru taldir upp 16 stofn-
félagar. Allir eru þeir menn látnir
nú en við könnumst þar við
nokkur nöfn s.s. Bjarni Áskels-
son á Skuggabjörgum, Jón Jó-
hannsson á Skarði, Sæmundur
Guðmundsson á Ljómatjörn og
Óskar Jónsson í Kolgerði.
Litliflötur lánaður félaginu
Á fyrsta félagsfundi var samið við
Friðrik Kristinsson að hann lán-
aði félaginu Litlaflöt endurgjalds-
laust meðan hann byggi í Hlé-
skógum. Á Litlafleti var síðan
aðalleikvöllur félagsins eftir það
á þriðja áratug. A öðrum fundi
var samþykkt að búningur félags-
ins verði bláar peysur og hvítar
buxur.
Þannig gekk þetta til. Fótbolti
og aftur fótbolti. Áhuginn var
geysilegur. Menn létu sig ekki
muna um að hlaupa framan úr
Skuggabjörgum og utan úr Gríms-
nesi á hverjum sunnudegi til að
fara á æfingu á Litlafleti. Fyrsta
keppnisferðin var farin austur á
Vatnsendabáru sumarið 1917.
Þar sigraði Magni Reykdælinga
4:1. Sama ár var fyrsti „stór-
leikurinn“ á Litlafleti. Magni-
Svalbarðsströndungar 4:0.
Ekki er ætlunin að fara að
rekja söguna alla, enda fátt til af
traustum heimildum, því miður.
En það má af ýmsu ráða að
Magni hafi á árunum 1920-1940
haft á að skipa einu allra sterk-
usta knattspyrnuliði hér norðan-
lands. Um það vitna titlar eins og
„Knattspyrnuverðlaun fjórð-
ungsins" 1920 og Norðurlands-
meistari 1935. Því miður eru ekki
til myndbandsupptökur frá leikj-
um gamla Magna en við höfum
mörg okkar heyrt lýsingar hjá
gömlu kempunum á því hvernig
þeir náðu þessum árangri:
Enginn vandi að vinna
í síðari hálfleik
„Við höfðum þetta mest á seiglu
og dugnaði, minna á knattleikni.
Við reyndum að þvælast þetta
fyrir þeim og verjast í fyrri hálf-
leik. Þá var enginn vandi að
vinna í síðari hálfleik.“ Þannig
fórust orð einum úr „gullaldarlið-
inu“ , Friðbirni Guðnasyni m.a.
Að seiglast, það var markið.
Þegar mótherjarnir vildu hætta
og gefa leikinn upp á 12 marka
mun einhverju sinni á Akureyri,
sagði formaður Magna, Þor-
steinn í Gröf: „O, ætli maður
nuddi ekki.“ Leikurinn endaði
11:0 fyrir Magna.
Sjúkdómurinn
grasserar enn
Síðan þetta var hafa margir leikir
verið flautaðir af og mörg mörk
verið skoruð. Við höldum samt
dyggilega uppi merki þeirra sem
mættu á Geitkofagrundinni 10.
júlí 1915. Fótboltabakterían sem
stakk sér hér niður þá hefur ekk-
ert farið síðan. Sjúkdómurinn
sem hún veldur grasserar enn og
eru margir illa haldnir. Það mun
t.d. vera fremur auðvelt að finna
hér á Grenivík stráka, jafnvel
stelpur, sem telja það æðsta tak-
mark lífsins og mestu hamingju
að verða góður í fótbolta.
En lífið er nú einu sinni ekki
bara knattspyrna og í lögum
Magna stendur að tilgangur
félagsins sé að stuðla að íþróttum
og félagslífi í sveitinni. Ög aðrar
íþróttir hafa vissulega komist að
þótt í talsvert minna mæli væri.
-KK