Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. desember 1990 - DAGUR - 19
íþróttir
i
Handknattleikur, 1. deild:
Homamenn Vals gerðu útslagið
- þegar Valur sigraði KA 28:25
„Eg er ákaflega óhress með
þessi úrslit. Við áttum alla
möguleika á að vinna þennan
leik en héldum ekki haus. Við
eigum þó enn möguleika á að
ná sæti í úrslitakeppninni,“
sagði Pétur Bjarnason, fyrirliði
KA, eftir sigur gegn bikar-
meisturum Vals á Akureyri í
gærkvöld. Lokatölurnar urðu
25:28 en í hléi höfðu Valsmenn
tveggja marka forystu, 14:12.
Þrátt fyrir ósigur var þetta
besti leikur KA-manna í langan
tíma. Þeir komust reyndar aldrei
yfir en náðu nokkrum sinnum að
jafna. Þá rann hins vegar allt út í
sandinn, menn virtust ætla að
skora mörg mörk í hverri sókn og
bikarmeistararnir voru jafnan
fljótir að refsa þeim fyrir bráðlæt-
ið.
Valsmenn náðu forystunni
strax í upphafi og voru ætíð
skrefinu á undan allan fyrri hálf-
leikinn. KA-menn náðu tvívegis
að jafna en Valsmenn komust
strax yfir aftur og náðu mest
fjögurra marka forystu.
í seinni hálfleik virkuðu KA-
menn mun ákveðnari og eftir 5
mínútur var staðan orðin jöfn,
15:15. Valsmenn skoruðu þrjú
mörk í röð en aftur jöfnuðu KA-
menn og fengu síðan hvert tæki-
færið á fætur öðru til að komast
yfir en hvorki gekk né rak. A
lokakaflanum voru Valsmenn
mun yfirvegaðri og tryggðu sér
sanngjarnan sigur.
Guðmundur Guðmundsson var langbestur KA-manna og skoraði 8 mörk.
„íslensk knattspyma11 komin út
Bókin „Islensk knattspyrna
1990“ er komin út. Þetta er
tíunda bókin í röðinni en
höfundur er Víðir Sigurðsson,
íþróttafréttamaður, sem skrif-
að hefur bækurnar síðan 1983.
í bókinni er að finna ótrúlegt
magn upplýsinga og fróðleiks um
knattspyrnuna á árinu. Meðal
efnis eru frásagnir frá öllum leikj-
um í 1. deild karla, úrslit í öllum
leikjum 2. og 3. deildar karla og
1. deildar kvenna auk annarra
úrslita á íslandsmótinu, leikja-
fjöldi og markaskor í öllum
deildum karla og kvenna, um-
fjöllun um bikarkeppnina, lands-
leiki, Evrópuleiki félagsliða,
atvinnumennina og íslenska
knattspyrnu á árunum 1967-1969.
Þá eru í bókinni stórar litmyndir
af öllum meistaraliðum ársins og
fjölmörgum knattspyrnumönn-
um auk fjölda svart/hvítra
mynda. Viðtöl og sérstök
umfjöllun eru um Ásgeir Sigur-
vinsson, Sævar Jónsson, Steinar
Guðgeirsson og Eyjamenn.
Það er bókaútgáfan Skjaldborg
í Reykjavík sem gefur bókina út.
Það sem gerði útslagið í þess-
um leik voru hinir frábæru horna-
menn Vals, landsliðsmennirnir
Jakob Sigurðsson og Valdimar
Grímsson, markahæsti maður 1.
deildar. Þeir fóru á kostum og
réðu KA-menn ekkert við þá
enda skoruðu þeir 19 af mörkum
liðsins. Þá varði Árni Þór Sig-
urðsson 11 skot í markinu.
KA-menn léku ágætlega lengst
af en vörnin hefur þó oft verið
betri. Liðið hefur reyndar átt í
vandræðum vegna meiðsla og
varð fyrir áfalli þegar Sigurpáll
Aðalsteinsson þurfti að yfirgefa
völlinn. Guðmundur Guðmunds-
son var besti maður liðsins, bæði
í vörn og sókn, Hans var drjúgur
en mistækur og Erlingur lék bet-
ur en í mörgúm síðustu leikjum.
Mörk KA: Guömundur Guðmundsspn 8.
Hans Guðmundsson 8/1. Erlingur Krist-
jánsson 5, Andrés Magnússon 2, Pétur
Bjarnason 1.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson 11/3.
Jakoh Sigurðsson 8. Brynjar Harðarson
3. Dagur Sigúrðsson 2. Jón Kristjánsson
2. Júlíus Gunnarsson I. Ólafur Stcfáns-
son 1.
Dómarar: Guömundur Kolbcinsson og
Þorgcir Pálsson.
Handknattleikur
1. deild:
Víkingur-Selfoss 24:20
KA-Valur 25:28
Stjarnan-Fram 23:20
KR-FH 22:24
Haukar-Grótta 30:25
IBV-IR frestað
Víkingur 16 16-0- 0 395:330 32
Valur 16 13-1- 2 383:346 27
Stjarnan 16 11-0- 5 396:376 22
FH 16 9-2- 5 384:376 20
Haukar 14 9-0- 5 335:336 18
KR 16 5-6- 5 375:372 16
KA 15 5-1- 9 349:337 11
ÍBV 13 4-3- 6 309:307 11
Selfoss 16 3-3-10 327:370 9
Grótta 16 3-1-12 351:383 7
Fram 15 1-4-10 306:348 6
ÍR 15 2-1-12 319:363 5
Sundfélagið Óðinn:
Ágætur árangur á desembermótinu
Ágætur árangur náöist á des-
embermóti sundfélagsins
Oðins sem fram fór í síðustu
viku. Rut Sverrisdóttir setti 6
Islandsmet í flokki sjón-
skertra, Svana Karlsdóttir og
Ómar Þorsteinn Árnason
bættu Akureyrarmetin í 400 m
Ijórsundi og Ömar bætti einnigj
Ákureyrarmetið í 50 m flug-
sundi drengja.
Sigurvegarar í opnum flokki í
einstökum greinum urðu þessir:
200 m flugsund:
Fjóla María Ágústsdóttir
100 m flugsund:
Rut Sverrisdóttir
Hlynur Tulinius
100 m buksund:
lllugi Fanndal Birkisson
Sonja Gústafsdóttir
200 m baksund:
Þorgerður Benediktsdóttir
Ulugi Fanndal Birkisson
100 m bringusund:
Fjóla María Ágústsdóttir
Pétur Pétursson
200 m fjórsund:
Birna Sigurjónsdóttir
3:07.93
1:22.93
1:16.65
1:11.23
1:28.50
3:03.85
2:37.76
1:25.26
1:21.91
2:44.87
200 m bringusund:
Gísli Pálsson 3:03.21
400 m fjórsund:
Svana Karlsdóttir 7:06.59
Ómar Þorsteinn Árnason 5:18.82
200 m skriösund:
Elsa Guðmundsdóttir 2:21.90
Baldur Már Hclgason 2:40.47
Ómar Þ. Árnason setti tvö met á
desembermótinu.
400 m skriðsund:
Elsa María Guðmundsdóttir 4:58.88
Hlytiur Tulinius 4:34.79
100 in skriðsund:
Pétur Pétursson 1:00.10
Sif Sverrisdóttir 1:40.60
50 m bringusund:
Elsa María Guðmundsdóttir 37.85
Svavar Þór Guðmundsson 35.71
50 m flugsund:
Elsa María Guðmundsdóttir 33.34
Svavar Þór Guðmundsson 28.62
50 m skriðsund:
Elsa María Guömundsdóttir 30.21
Pétur Pétursson 27.92
50 m baksund:
Fjóla María Ágústsdóttir 38.95
Pétur Pétursson 32.66
íslandsmet Rutar í flokki sjón-
skerta voru í 100 m flugsundi
(1:22.93), 200 m baksundi
(3:32.19), 100 m bringusundi
(1:34,45), 50 m flugsundi (37.75),
50 m bringusundi (44.85) og 50 m
baksundi (44.17). Akureyrarmet
Ómars í 50 m flugsundi drengja
cr nú 29.90.
IBA:
Velheppnað námskeið
um unglingaþjáJfun
Um síðustu helgi gekkst íþrótta-
bandalag Akureyrar fyrir
námskeiði um unglingaþjálf-
un, svokölluðu grunnstigi ÍSÍ.
Námskeiðið fór fram í Glerár-
skóla og voru þátttakendur 17
talsins.
Námskeiðið var að meginhluta
bóklegt og var farið yfir þætti svo
sem vaxtarþroska, hreyfiþroska,
sálrænan þroska, félagsþroska,
kennslufræði, næringu, meiðsl og
leiki. Aðalleiðbeinandi var Olga
Lísa Garðarsdóttir, íþróttakenn-
ari, en Þröstur Guðjónsson og
Birgitta Guðjónsdóttir sáu um
verklegan hluta námskeiðsins.
Sigurður P. Sigmundsson, vara-
formaður ÍBA, segir að nám-
skeiðið hafi að miklu leyti snúist
um hvernig best sé að nálgast
börn og byggja þau upp fyrir
þátttöku í íþróttum. „Það hefur
verið umræða um það að undan-
förnu að endurskoða þurfi þessa
keppni hjá krökkunum. Mörgum
finnst vafasamt að byrja svona
snemma að ýta þeim út í keppni,
kannski löngu áður en þau verða
12 ára. Á þessu námskeiði var
m.a. farið í gegnum hvernig á
byggja krakkana upp með tilliti
til þroska og lögð mikil áhersla á
að einstaklingar eru misjafnir og
þurfa mismunandi þjálfun og
uppbyggingu," sagði Sigurður.
Námskeiðið þótti heppnast vel
og sagði Sigurður að uppi væru
hugmyndir um að ÍBA héldi slík
námskeið árlega, hvort sem þau
yrðu eitt eða fleiri. Yrði farið í
það fljótlega að kanna áhuga
félaganna fyrir því.
Olga Lísa Garðarsdóttir leiðbeindi á
námskeiðinu.
Hluti þátttakenda.
Myndir: JHB