Dagur - 18.12.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 18.12.1990, Blaðsíða 9
 ÍÞRÓTTAVÖRUR ÍHÆSTA GÆÐAFLOKKI Ómar Ragnarsson við |iað að liverfa mesta hitasvæðinu við eldgíginn. Það rýkur þó enn úr leit'unum af ytra byrðinu, en innra byrðið, sem er ljósleitt hefur ekki brunn- ið í gegn. Það virðist vera svarti liturinn, sem hefur dregið svona í sig hit- ann! Það fer tilfinningagös um tauga- kerfið á Jonna. Maðurinn er ekki að brenna, en það er jakkinn hins vegar og þessi dýra flík er ónýt. Hann verður rosalega æstur og þegar hann sér myndavélina sína hariga um háls Pésa og brunninn leðurjakkann grípur hann skyndilega óstjórnleg reiði. „Svínið þitt, þú hefur stolið bæði myndavélinni minni og leð- urjakkanum og eyðilagt hann, ræfilsþjófurinn þinn. Komdu með þetta, auminginn þinn.“ Pétur lítur á hann. Ur augun- um skín fyrst mikill sársauki síð- an gífurleg bræði. Það er ógur- legt að horfa í augu hans. Það er æði í þeim og eldrauður glampi, en yfir höfðinu kemur fjólublár máninn fram úr skýjum. Svona hefur Grettir áreiðan- lega skynjað Glám. Jonni skynjar hann sem fjólubláa forynju, slæmir hendinni til hans og ætlar að ná af honum myndavélinni. Pétur tekur á móti, slær til hans og hvæsir: „Láttu mig í friði, hundurinn þinn!“ Pési er sterkur og þessi handar- hreyfing, sem ætlað var að bægja Jonna frá verður að þungu höggi, sem lendir á kinnbeini Jonna. „Lemurðu mig, kvikindið þitt?“ öskrar hann. Væri einhver áhorfandi að þvf, sem nú gerist, myndi hann ekki geta trúað því, sem hann sér. En það gerist nú samt: Á gjábakkan- um lenda tveir menn skyndilega í blóðugum slagsmálum eins og roðaslegnar skuggamyndir með eldrauða, sjóðandi, ólgandi eim- yrjustraumiðuna í baksýn. Það þyrlast um þá köld skafrennings- gusa þessi augnablik þegar norð- vestanvindurinn færist í aukana smástund. Sá grennri virðist í byrjun ætla að ná einhverju af hinum; hann þrífur til hans en fær á sig högga- hríð, sem er svarað í sömu mynt. Hendur hins feitari ganga eins og mylluvængir svo að hríðin dynur á hinum grennri. Skyndilega missir hinn feitari aðeins fótanna og fipast og í sömu mund kemur hinn grennri einu höggi beint á kjammann á honum. Aðeins einu höggi, en það er nóg. Eitt högg! Stóri mað- urinn riðar aftur á bak, skrikar á smáhrygg, sem er á blábrúninni upp í háloftin. og missir annan fótinn aftur fyrir hrygginn svo að hann rennur út. af brúninni. Hann fálmar út í loftið og nær taki á úlpulafi hins og þeir falla báðir, sá stóri aftur á bak út af brúninni um leið og úlpulafið og fóðrið, sem hann hafði þrifið í, rifnar og hann fell- ur aftur á bak með rifrildið í hendinni! Hinn mjórri hratar fram fyrir sig á eftir hinum, en rennur um leið í sporinu til hliðar svo hann slengist á hliðina beint ofan á sama hrygginn á brúninni og hinn hafði hrasað um. Hann liggur þarna og vegur salt á hryggnum, andlitið vísar niður í sjóðandi hraunelfuna og hann horfir á þennan mikla skrokk falla, falla í flaksandi og rjúkandi, svörtum leðurjakka með myndavél um hálsinn og slitrið af úlpufóðrinu í fálmandi hendi! Skelfingarsvipur með hljóðlausu ópi úr uppglennt- um augunum, æðisblikandi á af- mynduðu andlitinu, óhugnanlega rauðfjólubláu af blöndu af bláum bjarma tunglsins, sem kemur fram úr skýjum og rauðum bjarmanum af hraunánni! Myndavélin sveiflast á eftir honum síðustu metrana, hend- urnar enn fálmandi út í loftið, lágt öskur, svo kemur smá-púff! • LÚFFUR • SOKKAR • INNISKÓR • STUTTBUXUR • SUNDFATNAÐUR • SKAUTAR • BOLTAR O.FL. Jólagjöf skólafólksins Og reykjarbólstri stígur upp úr eldrauðum hraunbeljandanum um leið og flykkið, sem fram að þessu hefur verið stórvaxin, lif- andi mannvera, hverfur og leysist upp á sekúndubroti í þúsund stiga heitri straumiðunni, sem þeytist nær hljóðlaust áfram! Jonni berst við að falla ekki á eftir honum og nær að velta sér af gjábrúninni áður en hitinn, sem leggur upp með gjáveggnum, svíður hann í andlit og öxl. Þar, vindmegin við barminn, þar sem norðvestangarrinn ríkir, aðeins feti frá helvítinu hinum megin, liggur hann sem lamaður og getur sig hvergi hrært. Hann skelfur svo, að honum finnst, að hann sé að hristast í sundur. Þetta er svo mikil skelfing, að henni verður ekki með orðum lýst. Þegar hann loksins getur hreyft sig eitthvað er hann svo ntagn- þrota, að hann getur hvorki né þorir að standa upp heldur veltir sér ofurhægt, veltu fyrir veltu, í áttina frá skelfingunni; myndinni af andliti ferðafélaga síns, sem er eins og fryst í augum hans þegar það blasti við honum síðasta augnablikið í rauðum eldsbjarm- anum á sekúndubrotinu, áður en öllu lauk.“ • SKÍÐAGALLAR • ÚLPUR • GALLAR • SKÓR • TÖSKUR • BOLIR • HÚFUR ÍÞRÓTTAVÖRUVERSLUN Strandgötu 6, sími 27771. Opið frá kl. 9.30-18.00, laugard. kl. 10.30-12.30. Laus staða Staða hreppstjóra í hinu nýja sveitarfélagi, Eyjafjarð- arsveit, er laus til umsóknar. Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 14. janúar 1991. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 17. desember 1990. Elías I. Elíasson. Ódýrir og vandaðir skrifborðsstólar. Með gashœðarstillingu og fimm arma fœti. Litir: Gróir, rauðir, bláir og svartir. Verð aðeins kr. 5.950,- ^vöouboerÞ ▼V Hl'l.RriAriMAVFRSI l JN HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.