Dagur - 18.12.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 18.12.1990, Blaðsíða 11
oeer isdmsssb 3r iug6bu(6h<t ~ HíiöAQ - or Þriðjudagur 18. desember 1990 - DAGUR - 11 Blak, 1. deild karla: KA-menn höfðu betur í toppslagnum KA-mcnn unnu góðan sigur á toppliði Þróttar í fjórum hrin- um á íslandsmótinu í blaki á laugardag. Leikurinn fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri en þar hafa Þróttarar aldrei náð sér á strik og á því varð engin breyting á laugardag. Þróttarar unnu að vísu fyrstu hrinu og voru þá heldur sprækari. Þeir höfðu yfirhöndina lcngst af þrátt fyrir að KA-menn væru aldrei langt undan og lokatölurn- ar urðu 10:15. KA-menn byrjuöu af miklum krafti í næstu hrinu og komust í 6:0 en Þróttarar jöfn- uðu. KA-menn skoruðu þá 5 næstu stig og það gerði útslagið ásarnt góðum uppgjöfunt Sigurð- ar Arnar á lokakaflanum sem Þróttarar réðu ekki við og hrinan lór 15:8. Þriðja hrinan var sveiflu- kennd. KA-menn komust í 9:1 en Þróttur minnkaði muninn í tvö stig og náði síðan að jafna 13:13 en KA-menn unnu þó 15:13. Þeir höfðu síðan yfirburöi í síðustu hrinu og þrátt fyrir að Þn'marar klóruðu í bakkann í lokin fór hún 15:9 og sanngjarn KA-sigur var í höfn. Handknattleikur, 1. deild: Fátt um ffna drætti - þegar KA sigraði Fram 24:19 KA sigraði Fram sl. föstudags- kvöld í VÍS-keppninni í hand- knattleik, 24:19. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og var afar slakur. KA-menn hlutu þó tvö mikilvæg stig og liðið á nú þokkalega möguleika á að komast í hóp 6 cfstu liða áður en úrslitakeppnin hefst. KA-menn náðú fljótlega undirtökunum og höfðu foryst- una franr í miðjan fyrri hálfleik eða þar til Framarar jöfnuðu 5:5 og komust yfir skömmu síðar. Þeir komust í 8:6 en þá skoruöu KA-menn 5 mörk í röð og staöan í hléi var 8:11. Framarar skoruðu 9. markið ekki fyrr en 5 mínútur voru liðn- ar af seinni hálfleik og KA-menn höfðu forystuna þar til Framarar jöfnuðu öðru siunj, 16:16. Þeir höfðu þá tnisst Karl Karlsson af leikvelli vegna þriggja brottvís- ana og létu léikmenn liðsins þaö fara mikið í skapiö á sér. Ljót brot sáust í varnarleik liösins en KA-menn, létU; ekki slá sig út af laginu og gerðu út um leikjnn á síðustu 10 mínútúnum. , Eins og fyrr segir var leikurinrj slakuf hjá báðum liðum. Háns og Erlingur voru skástir KA-manna, einkum var Érlingur góður í séinni hálfleik. Þá varði Axel 13 skot í markinu. Erlingur Kristjánsson þjálfari KA átti ágætan leik er lið hans lagði Fram að velli. Hjá Fram var Jason Ólafsson langbestur og Þór Björnsson varði þokkalega. Mörk Fram: Jason Ólafsson 7/2. F.gill Jóhanncsson 4. Karl Karlsson 3. Páll Þórólfsson 2. Jón G. Sævarsson 2. Gunn- ar Kvaran I. Mörk KA: I láns Guðnuindsson 8/2, Erl- ingur Kristjiínsson 6. Pctur Bjnrnnson 4. Guömundur Guömundsson 3. Sigurpnll Aönlstcinsson 2/1. Andrcs Mngnússon 1. Dómarar: Hákoii Sigurjónsson og Guö- jón Sigurösson. Dæmdu vcl. -bjb KA-menn léku þennan leik ágætlega og unnu sanngjarnan sigur. Liðiö virðist þó ekki hafa náð fyrri styrk og leikur þess er köflóttur. Hávörnin var ágæt á köflum en sh'ik þess á milli og móttakan ekki nægilega góö. Sóknarleikurinn er hins vcgar góður og Þróttarar áttu fá svör \ið honum. Fyrirliðinn Haukur Valtýsson var bestur KA-manna en Sigurður Arnar og Hafstcinn Jakobsson áttu ágæta spretti. Hafsteinn Jakobsson og félagar í KA unnu enn einn heiniasigurinn á Þrótti og standa nti best að vígi í 1. deild karla. Þýska knattspyrnan: Eyjólfur skoraði ann- að marka Stuttgart - liðið vann góðan sigur á Frankfurt um helgina Eyjólfur Sverrisson knatt- spyrnukappi frá Sauðárkróki, skoraði annað marka Stuttgart er liðið lagði Frankfurt að velli í þýsku Bundesligunni á sunnu- dag. Með sigrinuin vænkaðist hagur Stuttgart til rnuna og lið- ið færðist úr 16. sæti og upp í það 12. Eyjólfur hefur leikið í byrjunarliðinu í síðustu leikj- um og staðið sig vel. Fyrri hálfleikur í leik Sluttgart og Frankfurt, sem fram fór á Neckar-leikvanginum, var marka- laus en strax á 2. mín. síðari hálf- leiks náði Stuttgart forystunni, er Buchwald skoraði með góðum skalla. Eyjólfur bætti öðru marki við á 62. mín., einnig með góðurn skalla. A lokamínútunni náðu gestirnir að klóra í bakkann en það dugði ekki til að lcikmenn Stuttgart fögnuðu góöum sigri. Eyjólfur fékk mjöggóðadóma í þýsku pressunni fyrir leik sinn og greinilegt er að frammistáöa lians með liðinu hefur vakiö mikla athygli. Nokkrar af fræg- ustu stjörnum Stuttgart, hafa þurft að gera sér að góöu að horfa á leiki liðsins frá varamanna- bekknum, enda telur þjálfari liösins ekki ástæðu til þess aö gera breytingar á meðan liöið stendur sig vel. I samtali við Dag í gær, sagði Eyjólfur að leikurinn viö Frank- furt hafi verið hörkuviðureign eins og jafnan þegar þessi ná- grannalið eigast við. Hann var nokkuð sáttur við sinn hlut í leiknum en vildi ekki að öðru leyti gera mikið úr frammistööu Handknattleikur, 2. deild: Þór sigraði ÍBK Þórsarar héldu áfram sigurgöngu sinni í 2. deild handboltans er þeir lögðu Keflvíkinga á Akur- eyri á föstudagskvöldið, 23:18. Það var þó ekki ntikil reisn yfir þessum sigri Þórsara, þeir létu slaka gestina draga sig niður á sitt plan og útkoman var einn slakasti leikur vetrarins á Akureyri. Eyjólfur Svcrrisson var á skotskón- um er Stuttgart vann Frankfurt í þýsku knattspyrnunni á sunnudag. sinni. Hann sagöist koma heint í jólafrí i dag og dvelja á Islandi fram yfir áramót. í janúar heldur Stuttgart í æfingaferð til Flórída í Bandaríkjunum en síöan tekur við keppni á innahússmótum í Þýskalandi. Keppni í Bundeslig- unni hefst síðan að nýju í lok lébrúar. ES/KK Handbolti yngri flokka: Jólamót Coca Cola Jólamót Coca Cola í hand- bolta fer fram í Iþróttahöll- inni á Akureyri á miðviku- daginn keniur. Mót þetta er fyrir byrjendur í íþróttinni, bæði stelpur og stráka 12 ára og yngri. Bæöi KA og Þór mæta með ntörg lið til leiks og er reiknað nteð að um 80 krakkar taki þátt í mót- inu. Keppni hefst kl. 16 og mót- inu lýkur um kvöldið með úr- slitaleik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.