Dagur - 18.12.1990, Blaðsíða 1
Hlutabréfasala í ÚA:
Eftirspum nokkuð
umfram framboð
Frestur til áskriftar ad hluta-
bréfum í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa stóð yfir í síðustu viku
og rann út á föstudag. Þá
Datt í stiga
í SjaJlanum
Sjúkrabifreið Slökkviliðs Ak-
ureyrar var kölluð að skemmti-
staðnum Sjallanum síðastliðið
föstudagskvöld. Kona hafði
dottið í stiga og hlotið höfuð-
áverka og var hún flutt á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri.
Að öðru leyti var helgin slysa-
laus á Eyjafjarðarsvæðinu. Akur-
eyrarlögreglan þurfti þó að hafa
nokkur afskipti af fólki í miðbæn-
um á föstudags- og laugardags-
kvöld þar sem var mikil ölvun.
Nokkrar rúður voru brotnar og
einhverjir pústrar milli manna en
engin meiriháttar meiðsi.
Lögreglumenn út með vestan-
verðum Eyjafirði fylgdust með
mikilli umferð vegna opnunar
Ólafsfjarðarganganna en þrátt
fyrir stöðuga umferð um hin nýju
göng virtust ökumenn ekki eiga í
nokkrum vandræðum með að
mætast á útskotum. „En það er
alveg á hreinu að svona stórvið-
burði lifum við Ólafsfirðingar ekki
í bráð,“ sagði lögreglumaður í Ól-
afsfirði í samtali við Dag. JÓH
höfðu borist óskir um kaup að
nafnvirði 39.149.900 kr. en til
sölu voru bréf að náfnverði
33.418.100 krónur. Eftirspurn-
in var því umfram framboð.
Tekið var á móti pöntunum í
þessi bréf hjá Kaupþingi hf. í
Reykjavík og Kaupþingi Norð-
urlands hf. á Akureyri.
Þau bréf sem seld voru í þess-
ari hlutabréfasölu voru bréf sem
Akureyrarbær nýtti sér forkaups-
rétt á í hlutafjárútboði í félaginu
nýverið. Samkvæmt þeim skil-
málum sem settir voru í þessari
sölu verða allar umbeðnar fjár-
hæðir umfram 35.000 kr. að nafn-
verði, skertar um 22,02% vegna
umframeftirspurnarinnar.
Gengi bréfanna var 3,6 og því
er heildarfjárhæðin sem beðið
var um 140.939.640 kr. á sölu-
verði. Rúmlega fjögur hundruð
kaupendur skráðu sig fyrir
hlutabréfum í féláginu. Þeim
hafa nú verið sendir gíróseðlar
sem greiða á eigi síðar en 28. des-
ember næstkomandi.
Útgerðarfélag Akureyringa
hefur selt hlutafé fyrir
100.547.050 kr. að nafnverði í
tveimur hlutafjárútboðum á
þessu ári en söluverð þessara
hlutabréfa er í heild 304.414.405
kr. Hlutafé í félaginu eftir þessi
útboð er í heild 430 milljónir
króna sem er samkvæmt þeirri
samþykkt sem gerð var á aðal-
fundi síðastliðið vor. JÓH
Kosið um sameiningu ÖxarQarðar-
og Presthólahrepps:
Hið nvja sveitarfélag mun
heita Oxarfjarðarhreppur
- verði sameiningin samþykkt
í kosningum á laugardag
íbúar í Öxarfjarðarhreppi og
Presthólahreppi munu ganga
að kjörborðinu laugardaginn
22. desember og greiða
atkvæði um það hvort sameina
eigi hreppana í eitt sveitarfé-
lag. Kosið verður frá kl. 13-16
í grunnskólanum á Kópaskeri
og Lundarskóla í Öxarflrði.
Reynist meirihluti fyrir sam-
einingunni munu hreppsnefnd-
6 íkujar
tiíi ó(a
irnar koma sér upp sameiginleg-
um framboðslista og fái þessi listi
mótframboð skal efnt til kosn-
inga innan mánaðar. í lok janúar
ætti því að vera komin ný sveitar-
stjórn fyrir þennan nýja hrepp, ef
af samei.ningu verður.
Sameiningarnefnd lagði til að
ef hrepparnir verða sameinaðir
þá muni hið nýja sveitarfélag
heita Öxarfjarðarhreppur. Þessi
tillaga fékk góðan hljómgrunn
þótt menn hafi verið að velta
nýju nafni fyrir sér.
Að sögn Ingunnar St. Svavars-
dóttur, oddvita Presthólahrepps,
þótti mönnum Öxarfjarðarnafnið
tengja hreppinn vel við svæðið,
enda vita flestir landsmenn hvar
Öxarfjörður er. Hún benti á að
þetta væri í rauninni sama niður-
staða og menn hefðu komist að í
Eyjafjarðarsveit.
Nánar verður fjallað um sam-
einingarmálin í blaðinu síðar í
vikunni og þá verður greint frá
því hvaða ávinning hreppsnefnd-
ir Öxarfjarðarhrepps og Prest-
hólahrepps telja sig hafa af sam-
einingu. SS
Guðmundur Svafarsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríksisins á Akureyri, og Stcfán Guðbergsson frá
Krafttaki sf. takast í licndur og staðfesta með því afhendingu verktakans á Múlagöngunum til Vcgagerðarinnar. Fyr-
ir aftan þá eru meðal annarra Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, Tryggvi Jónsson, staðarstjóri Krafttaks
sf. í Ólafsfjarðarmúla og Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík.
Múlagöngin voru formlega opnuð fyrir umferð sl. sunnudag:
Stöðugur straumur bfla í
gegnum göngin á opnunardegi
- formleg vígsla ganganna verður væntanlega
síðari hluta febrúarmánaðar
Ekki var laust við að Ólafsfirð-
ingar hafl varpað öndinni létt-
ar þegar Steingrímur J. Sigfús-
son, samgönguráðherra, rauf
lásinn á keðjunni fyrir munna
Múlaganganna Ólafsfjarðar-
megin upp úr kl. þrjú sl. sunnu-
dag og opnaði þau fyrir
umferð. Þar með má segja að
sé endanlega rofln cinangrun
Ólafsfjarðar við byggðir
Eyjafjarðar.
Gífurlegan fjölda bíla úr
Ólafsfirði og nágrannasveitarfé-
lögum dreif að til þess að fara í
gegnum Múlagöngin opnunar-
daginn. Ekki er gott að átta sig á
hversu margir bílar fóru um
göngin, en óhætt er að segja aö
þar liafi verið samfelld bílaröð
fyrsta hálftímann. Menn skutu á
að í það minnsta hálfur bílafloti
Ólafsfirðinga hafi farið í gegnum
göngin á sunnudaginn.
Á slaginu kl. þrjú bauð Stefán
Guðbergsson, forstjóri verktaka-
fyrirtækisins Krafttaks, gesti
velkomna og afhenti Guðmundi
Svafarssyni, umdæmisverkfræö-
ingi Vegagerðarinnar á Akur-
eyri, lykil að hengilás á keðju
þeirri sem strengd var fyrir ganga-
munnann. Guönuindur sagði við
þetta tækifæri að vel hafi verið
staðið að verkinu, sem sýndi sig
best á því að göngunum væri skil-
að nokkru fyrr en áætlanir heföu
gert ráö fyrir. Að svo mæltu bað
hann Steingrím J. Sigfússon.
samgönguráðherra, að opna
göngin formlega fyrir umferð.
Eftir að hafa rofið hengilásinn
á keðjunni góðu settist samgöngu-
ráðherra undir stýri í Subaru-
bifreið Vcgagerðarinnar og ók i
broddi fylkingar í gegnum göng-
in.
Óhætt er að segja að gerð Múla-
ganganna liafi gengið vcl. Vinna
við sprengingarnar, sem hófst á
haustdögum 1988, gekk vel og
var þeim lokið um miðjan mars á
þessu ári. Þá tók við vinna við
frágang ganganna, klæðningu.
malbikun, uppsetningu motta
inni í göngunum, uppsetningu
Ijósabúnaðar o.fl. Þessum verk-
þáttum var lokið í síðustu viku.
Samkvæmt upplýsingum Kraft-
taks er heildarkostnaður við
Múlagöngin, á verðlagi desember
1990, um 900 milljónir króna.
Mörgum kann að þykja sú upp-
hæð há, en til samanburðar skal
þess gctið að kostnaöur við við-
gerð á Þjóðleikhúsinu, sein nú
stendur yfir, slagar upp í þessa
tölu.
Til stóð að sctja upp hurðirnar
fyrir gangamunnana fyrrihluta
janúarmánaðar og vígja göngin
síöari hluta þess mánaöar. Sam-
kvæmt heimildum Dags verður
einhver dráttur á því, vegna tafa
á afhendingu hurðanna í Noregi
og nú er gert ráð fyrir að þær
verði settar upp í byrjun febrúar.
Ef allt gengur upp má því ætla að
efnt verði til veglegrar vígsluhá-
tíðar Múlaganganna síðari hluta
febrúarmánaðar. óþh
Atvinnuástandið á landinu:
Mest atviimuleysi
á Norðurlandi
- 1,3% atvinnuleysi á landinu öllu
Atvinnuleysi í nóvembermán-
uði var 1,3% á landinu öllu
sem þýðir að 1600 manns hafl
að meðaltali verið án atvinnu.
A Norðurlandi var hlutfalls-
lega mest atvinnuleysi, eða
2,6% í báðum fjórðungum. Á
Vestfjörðum mældist atvinnu-
leysi aðeins 0,1% og 0,8% á
höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysisdögum á landinu
fjölgaði um 7,5% frá október-
mánuði en þeir eru þó færri en í
nóyembermánuði 1989.
Á Norðulandi vestra voru 127
án atvinnu í nóvember en 80 í
október. Á Sauðárkróki voru 36
atvinnulausir, 23 á Siglufirði, 15 á
Blönduósi, 14 á Hvammstanga
og 11 í Lýtingsstaðahreppi.
Á Norðurlandi eystra voru 315
atvinnulausir í mánuðinum á
móti 273 í október. Á Akureyri
voru 195 án atvinnu, þar af 90
konur, 67 á Húsavík, 20 á Dalvík
og II í Ólafsfirði. Þrátt fyrir
fjölgun atvinnuleysisdaga á svæð-
inu öllu frá októbermánuði voru
færri á atvinnuleysisskrá á Dalvík
og í Árskógshreppi í nóvem-
bermánuði. SS