Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 19. desember 1990
244. tölubiað
Þriðja og síðasta uppboð á eignum Sana hf. í dag:
Heimaaðilar vilja tryggja aö
verksmiöjan fari ekki úr bænum
Vel klæddur
í fötum frá BE%™T
Þriðja og síðasta uppboð á
eignum Sana hf. á Akureyri,
þ.e. Norðurgötu 57, vélum,
tækjum og búnaði, á að fara
fram eftir hádegi í dag. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins
er Iíklegast að Landsbanki
Islands leysi þessar eignir til
sín, ef uppboðið fer á annað
borð fram, en svo kann að fara
að því verði frcstað. Heima-
aðilar hafa átt viðræður á síð-
ustu dögum sín á milli um að
reyna að eignast meirihluta í
fyrirtækinu til að tryggja að
þessi starfsemi haldist áfram í
hænum en Sana er eitt af grón-
ustu fyrirtækjum á Akureyri,
stofnað árið 1943.
Þeir aðilar sem aðallega hafa
ræðst við um þetta mál eru Kaup-
félag Eyfirðinga, Akureyrarbær
og fyrirtækið Valbær, en það
fyrirtæki á húseignina Árstíg 2
sem er nýbygging sem á sínum
tíma var byggð undir Heildversl-
un Valdemars Baldvinssonar hf.
Fleiri aðilar í bænum hafa áhuga
á málinu en þessir aðilar ætla aö
reyna að koma í veg fyrir að
Bæjarstjórn Akureyrar:
íþróttahús eða gervigrasvöDur?
Miklar umræður urðu í bæjar-
stjórn Akureyrar í gær vegna
fyrirhugaðs íþróttahúss KA og
framkvæmdir við gervigrasvöll
á næsta ári.
Sigurður J. Sigurðsson velti
þeirri spurningu upp hvort rétt
væri að láta íþróttahúsið hafa
forgang, þegar óskir bærust frá
sama félagi um tvennar fram-
kvæmdir. Augljóslega væri ekki
raunhæft að ætla að byggja bæði
Sauðárkrókur:
Ahugahópur
um aívinnuátak
Á fundi bæjarstjórnar Sauðár-
króks í gær var kynnt bréf frá
hópi manna á Sauöárkróki
með áhuga fyrir atvinnumálum
og atvinnuuppbyggingu í bæn-
um.
I bréfi sínu leggur hópurinn til
að stofnað verði einskonar hluta-
félag um atvinnuátak á Sauðár-
króki til tveggja ára. Á vegum
þess vinni einn starfsmaður og
þau fyrirtæki og stofnanir í bæn-
um sern þátt taki og greiði til
verkefnisins samkvæmt starfs-
mannafjölda njóti starfa hans.
Stofnfundur telags um þetta
atvinnuátak er fyrirhugaður þann
17. janúar, en kynningarfundur
verður fimmtudaginn 27. des-
ember nk.
Bæjarstjórn samþykkti að vísa
bréfinu til atvinnumálanefndar.
SBG
íþróttahús og gervigrasvöll á
næsta ári, ef standa ætti við
rammasamninginn sem þegar
hefði verið gerður við íþrótta-
hreyfinguna í bænum.
Þórarinn E. Sveinsson sagði að
Akureyrarbær yrði áð standa við
það samkomúlag sem þegar hefði
verið gert við KA vegna íþrótta-
hússins. Hér væri um tvö óskyld
mál aö ræða; frágang á samningi
um íþróttahús og ákvörðun um
gervigrasvöll. „Þau áform sem
uppi cru og kannanir unnar á
vegum íþróttaráðs voru til aö
gera sér grein fyrir kostnaði af
byggingu og rekstri vallar í fullri
stærð eða lítils æfingasvæðis til
nokkura ára. Þetta var gert fyrir
bæjarfulltrúa til hliðsjónar vegna
undirbúnings fjárhagsáætlunar.
Knattspyrnumenn í bænum leggja
mikla áherslu á að aðstaöan hér
sé ekki lakari en annars staðar á
landinu," segir Þórarinn. EHB
meirihlutaeign í fyrirtækinu kom-
ist í annarra hendur en heima-
manna, verði á því eigendaskipti.
Vitað er að aðilar í Reykjavík
hafa áhuga á þeirri bjórfram-
leiðslu sem er á Ákureyri og þyk-
ir nokkuð ljóst að með þeirra
meirihlutaeign yrði starfsemin að
mestu leyti flutt suður yfir heið-
ar.
Magnús Gauti Gautason,
kauptelagsstjóri KEA, staðfesli
að þessir aðilar á Akureyri hafi
ræðst við um þetta mál en neitaði
því að nokkurt samkomulag hafi
verið gert um að éignast meiri-
hluta í fyrirtækinu. „En é'g legg
áherslu á að málið er á skoðun-
arstigi en ekki hafa farið fram
neinar samningaviðræður, né
neinar ákvaröanir veriö teknar.
Menn óttast að verksmiðjan fari
úr bænum og þess vegna er verið
að skoða þctta ntál. Þaö gengur
illa að fá upplýst hvernig staðan
er í raun og veru en þetta uppboð
er auglýst og hvað gerist næst
ræðst á morgun þegar uppboðið á
að fara fram," sagði Magnús
Gauti í gær. JÓH
Laufabrauösskurðiir á aöventu.
Mviul: Golli
Félagsmálastofnun Akureyrar:
Óveniumargir leita eftir
fjárhagsaðsioð fyrir jólin
Desenibermánuður er mörg-
um fjölskyldum erfiður í skauti
fjárhagslega, enda talsverð
útgjöld almennt bundin við jól
og áramót. Til Ráðgjafadeild-
ar Félagsmálastofnunar Akur-
eyrar leita árlcga margir eftir
fjárhagsaðstoð um þetta leyti
árs, og svo er einnig nú. Svo
viröist sem (járhagserfiðleikar
íþyngi nú fleiri heimilum í
bænum cn undanfarin ár, því
fjöldi umsókna um aöstoö er
með mesta inóti.
Kristín EA úr Grímsey og kvóti til ísaQarðar:
Iikur á að kvóti af Nonna EA
verði seldur til Hólmavíkur
- ætla ekki að fara á hausinn, segir eigandi Nonna
Miklar líkur eru á að hátt í 200
tonna kvóti verður seldur úr
Grímsey eftir áramót. Gengið
hefur verið frá samningum um
sölu Kristínar EA með um 100
tonna kvóta til ísafjaröar. Það
er Gunnvör hf., útgerð skut-
togarans Júlíusar Geirmunds-
Hálka á Holtavörðuheiði:
Vörubifreið á toppinn
Mikil hálka var á Holtavörðu-
heiði í gær og í fyrrakvöld og
m.a. lenti vörubifreið út af og
valt á toppinn að kvöldi mánu-
dagsins. Enginn slasaðist en
jarðýtu þurfti til að koma bíln-
um á lijólin aftur.
Vörubifreiðin var að koma
sunnan úr Hvalfirði eftir að hafa
flutt þangað seiði úr gjaldþrota-
búi fiskeldisstöðvarinnar á
Dalvík. Norðan til á heiðinni
hvolfdi henni síðan, en sem bet-
ur fer voru kerin tóm svo skaði
varð lítill. Bíllinn er samt töluvert
skemmdur, en bílstjórinn slapp
lítið meiddur. SBG
sonar IS, sem kaupir bátinn og
kvótann.
Þá hefur verið gert samkomu-
lag um að útgcrö samnefnds
skuttogara á Hólmavík, kaupi
stærstan hluta kvóta Nonna EÁ.
Samkomulagið er þó með þeim
fyrirvara að ekki fáist umtalsverð
leiðrétting á úthlutuðum kvóta á
Nonna fyrir næsta ár, en sam-
kvæmt úthlutun sjávarútvegs-
ráðuneytisins fær báturinn 82
tonn á næsta ári.
Að útgerð Kristínar hafa stað-
ið tvær fjölskyldur í Grímsey.
Sæntundur Ólason, einn eigend-
anna, sagði í samtali við Dag að
þeir hafi neyðst til að selja bátinn
og kvótann, þar sem t'yrirsjáan-
legt hefði verið að úthlutaður
kvóti á næsta ári hefði ekki nægt
til að standa undir skuldbinding-
um á bátnum. Sæmundur sagöi
að þessa dagana væri hann og
hans fólk að thuga hvað við tæki,
en hann hefði allan hug á að búa
áfram um sinn í Grímsey.
Halldór Jóhannsson, sent hef-
ur gert út Nonna EA á móti Við-
ari Júlíussyni, segir að beöið sé
með að ganga frá samningum um
sölu á kvóta bátsins vestur til
Hólmavíkur þar til fyrir liggi
endanleg úthlutun ráðuneytisins
á kvótanum.
„Við fórum í ráðuneytið til
þess að athuga hvort hægt væri aö
fá einhvcrja leiðréttingu, en þar
fengust engin svör. Það var lilust-
að á okkur, en við fengum engin
svör," sagði Halldór. „Það er
orðin tíska í dag að fara á haus-
inn. Ég ætla ekki að taka þátt í
henni," bætti hann við. óþh
Guörún Sigurðardóttir, deild-
arstjóri Ráðgjafadeiidar, segir
greinilegt að þessi vetur hafi ver-
ið mörgum erfiður og óvenju
þutigur fjárhagslega. „Mjög
margar fjölskyldur biðja um
aðstoð og þurfa á henni að halda.
Mér sýnist vera þröngt í búi
víða," segir hún.
Fastar reglur gilda um boðleið
umsókna. Félagsmálastofnun
hefur leyfi til að afgreiða sjálf
fjárhagsaðstoð upp að vissu
marki á starfsmannafundi.
Umsóknir um hærri upphæðir
fara til umfjöllunar hjá félags-
málaráði og bæjarráði. Bæjarráð
fjallar um styrki og aðstoð sem
nema yfir 120 þúsund krónunt.
Aö sögn Guðrúnar er barna-
fólk í meirihluta þeirra sem sækja
um aðstoð. Orsakir eru margvís-
legar fyrir fjárhagserfiöleikum.
lágar tekjur og atvinnuleysi eru
þó efst á blaði. Láglaunafólk sem
á í erfiðleikum með að láta enda
ná saman árið um kring á oft erf-
itt í desember vegna auka-
útgjalda sem fjölskyldurnar
vcrða fyrir. „Fólk þarf að halda
jól og þá eykst neyslan. Desem-
ber.er þungur mánuður hvert ár,
og við búum okkur undir það
með því að hafa meira fé til ráð-
stöfunar þá en aðra mánuði
ársins. Við fengum aukafjárveit-
ingu í haust og eigum helminginn
af henni eftir til að nota í des-
ember," segir Guðrún Sigurðar-
dóttir. EHB