Dagur - 19.12.1990, Side 2

Dagur - 19.12.1990, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 i Rúmlega 20 manns víða úr Þingeyjarsýslu mættu á aðalfund Iðnþróunarfélags Þingeyinga sl. mánudag. Mynd: im Aðalfundur Iðnþróunarfélags Þingeyinga: Stoftiun atviimuþróunarfélags frestað fram í febrúar Annar valkostur í skemmtanalífinu: Vímulaus ára- mótagleði - sniðin fyrir þá sem vilja skemmta sér án vímugjafa Áfengi og áramót hafa oftlega haldist í hendur en nú mun SÁÁ-N standa fyrir vímulausri áramótagleði til að koma til móts við kröfur þeirra sem vilja skemmta sér án vímu- gjafa. Áramótagleðin verður haldin í Húsi aldraðra á Akur- eyri laugardaginn 29. desem- ber, en ekki á gamlárskvöld. „Nú hafa vel á annað þúsund manns á Norðurlandi farið í með- ferð og þeir gera aðrar kröfur til skemmtana en almennt tíðkast. Það er ljóst að SÁÁ-N þarf að koma til móts við þessar kröfur með vönduðum valkosti og við ætlum að efna til áramótagleði, sem auðvitað er ekki bara sniðin fyrir þá sem hafa farið í meðferð heldur alla sem vilja skemmta sér án vímugjafa," sagði Ingjaldur Arnþórsson, ráðgjafi hjá SÁÁ- N. Hann sagði að ákveðið hefði verið að halda skemmtunina ekki að kveldi gamlársdag því fólk væri vanafast og hefði yfirleitt fastan hátt á um áramót. Þessi áramótagleði SÁÁ-N hefst með borðhaldi og síðan verða fjöl- breytt skemmtiatriði sem þekkt- ur veislustjóri mun kynna. Aðgöngumiðar eru gjaldgengir í happdrætti og verður m.a. dreginn út glæsilegur ferðavinningur. Hljómsveit Júlíusar Guðmunds- sonar, Nann, leikur fyrir dansi. „Skemmtunin er beinlínis snið- in fyrir þá sem eru edrú og hún er dálítið öðruvísi en fólk hefur áður vanist. Það eru allir vel- komnir sem vilja skemmta sér án vímugjafa," sagði Ingjaldur. SS Akureyrarprestakall: Sr. Þórhallur kominn úr námsleyfi Sr. Þórhallur Höskuldsson, sókn- arprestur í Akureyrarprestakalli, kemur til starfa að loknu náms- leyfi á morgun, 20. desember. Eins og kunnugt er hefur sr. Þórhallur verið í námsleyfi undanfarna mánuði í Noregi, þar sem hann hefur m.a. kynnt sér safnaðarstarf, skipulagsmál og tengsl ríkis og kirkju þar í landi. EHB Aðalfundur Iðnþróunarfélags Þingeyinga var haldinn á Hótel Húsavík sl. mánudag. Frestað var slitum félagsins og stofnun Atvinnuþróunarfélags Þing- eyinga og verður stofnfundur- inn haldinn 14. feb. ’91. Ákveðið var að skipa þriggja manna nefnd til að vinna með stjórn að undirbúningi fundar- ins. Rúmlega 20 manns, víða úr Þingeyjarsýslu, mættu á aðal- fundinn. Talsverðar umræður urðu um mat á eignum Iðnþróun- arfélagsins, en fyrirhugað var að hið nýja félag yfirtæki eigriir þess Lokið er skoðanakönnun á meðal kvennalistakvenna í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir alþingiskosningarnar í vor. Leitað var til allra þeirra sem greitt hafa félagsgjöld til Kvennalistans í kjördæminu og tóku um 60% þátt í skoðana- könnuninni. Leitað verður til þeirra ellefu kvenna sem fengu flestar tilnefn- ingar í efstu sætin og þær spurðar um hvort þær gefi kost á sér í efstu sæti framboðslistans. í byrj- un janúar verður síðan kosið bindandi kosningu í þrjú efstu sæti framboðslistans. og skuldir. Það sem vafðist fyrir mönnum var mat á óseldum og hálfunnum rannsóknarverkefn- um. í uppkasti að stofnsamningi Atvinnuþróunarfélags Þing- eyinga segir að tilgangur þess sé að efla atvinnustarfsemi í Þing- eyjarsýslum m.a. með því að afla upplýsinga, veita rekstrartækni- lega ráðgjöf, taka fruntkvæði í atvinnusköþun, leggja til áhættu- fjármagn í fornti hlutafjár, styrkja og lána hjá fyrirtækjum sem eru að koma á nýjungum og standa fyrir námskeiðum. Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi, flutti ársskýrslu Iðnþróunar- félagsins. Sagöi hann frá átaks- verkefni haustið ’88. Húsgull var stofnað í fyrra í framhaldi af ráð- stefnu sem boðað var til vegna verðlaunahugmyndar verkefnis- ins varðandi uppgræðslu og skógrækt. í sumar var plantað 60 þúsund trjáplöntum í land Húsa- víkurbæjar, í samvinnu Húsgulls og bæjarins. Ásgeir greindi frá hugmyndum um atvinnuþróunarverkefni, m.a. skoðun á framleiðslu hrað- rétta að danskri fyrirmynd. Slát- Þær ellefu konur sem fengu flestar tilnefningar eru (í stafrófs- röð): Elín Antonsdóttir Akur- eyri, Elín Stephensen Akureyri, Helga Erlingsdóttir Landamóts- seli Ljósavatnshreppi, Jófríður Traustadóttir Akureyri, Lára Ell- ingsen Akureyri, Málmfríður Sigurðardóttir Jaðri Reykjadal, Regína Siguröardóttir Húsavík, Sigurborg Daðadóttir Akureyri, Stefanía Arnórsdóttir Akureyri, Valgerður Bjarnadóttir Akureyri og Valgerður Magnúsdóttir Akureyri. Að sögn Sigurborgar Daða- dóttur verður sami háttur hafður urhús KÞ er með hugmyndir um framleiðslu hraðrétta í fram- haldi af þeirri skoðun, en hyggst snúa sér að íslenskum hugmynd- um. Myndbandaframleiðsla var ein hugmyndanna sem Ásgeir hefur kynnt sér, taldi hann útreikninga sýna að rekstur slíkrar verk- smiðju væri mögulegur hér, en hugmyndin hefði reynst mjög framandi fyrir fólk sem vant væri annars konar atvinnu. Auðlindakönnun hefur verið gerð á vegum félagsins og hafa verið skrásettir 12-13 vannýttir kostir í Þingeyjarsýslu. Ásgeir sagði að margar stórar ákvarðanir biðu hins nýja félags. Sagði hann frá auglýsingu Iðn- þróunarfélagisns og Húsavíkur- bæjar eftir frumkvöðli til að hrinda í framkvæmd uppsetningu á verksntiðju á Húsavík. Einn aðili hcfur sett sig í samband við félagið og er unnið að frumáætl- un um markaðsforsendur og kostnaðaráætlun. Ásgeir greindi einnig frá mörgum hugmyndum um nýtingu háhitasvæðisins í Öxarfirði, til ýmiss konar stóriðju og úrvinnslu hráefnis. IM á með kosningu í þrjú efstu sæti listans eftir áramótin, að leitað verður til félagsbundins fólks í kjördæminu. Ætlast er til að framangreindar ellefu konur gefi svar fyrir 2. janúar nk. um hvort þær gefi kost á sér í þrjú efstu sæti listans. Uppstillingarnefnd mun raða frambjóðendum í önn- ur sæti listans. Sigurborg sagði að þrátt fyrir að kosning í þrjú efstu sætin væri bindandi væri hafður á sá fyrirvari að í þeim öllum mættu ekki vera frambjóðendur frá sama staðnum í kjördæminu. Samkvæmt því muni konur frá Akureyri ekki skipa þrjú efstu sæti listans. óþh ÓlafsQörður: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt aö hefja frantkvæmdir við af- lcggjarann heirn við Kvíabekk og er gert ráð fyrir að sá kostn- aður falli til á næsta fjárhags- áætlunarári. Áætlaður kostn- aður við verkið er 5-600 þús- und krónur. ■ í bókun fcröamálaráðs frá 6. dcscmbersl. kcmurfram að komiö verði á samstaríi Hötel Ólafsfjarðar og Veiðifélagsins urn dorgveiði í Ólafsfjarðar- vatni. Varöandi hugsanlega sölu hlutabréfa bæjarsjóðs í hótelinu var eftirfarandi bókað: „Ferðamálaráð telur nauðsynlegt að hér sé rekið heilsárs hótel eins og verið hefur og beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að tryggja það ef af solu hlutabréfa bæjarins í hólelinu veröur.” ■ Ákveðið hefur verið að efna til stofnfundar Tónlistar- félags í Ólafsfirði í byrjun janúar. Aðalbjörg Jónsdóttir hefur tekiö að sér að vera for- maður þess. ■ Byggingarnefnd hefur sam- þykkt að veíta Georg Kristins- syni og Herði Ólafssyni leyfi til að reka trésmíðaverkstæöi í húsi Arnars viö Ránargötu, enda verði ákvæðum í rcglu- gerð unt atvinnuhúsnæði uppfyllt. ■ Byggingarnefnd hefur sam- þykkt að veita Sigurði Björns- syni og Herði Ólafssyni leýfi til aö starfa sem húsasmíða- meistarar í Ólafsfirði. ■ Á fundi byggingarnefndar 5. desember sl. spunnust umræöur um númera- og nafna- breytingar á götunt í Ólafs- firði. Nefndin varpaði frani eftirfarandi tillögu í þessu santbandi: 1. Númera upp á nýtt Ægis- byggð frá Aðalgötu. 2. Aðalgata frá kaupfélági og norður úr verði nefnd Múlavegur. 3. Ægisgata frá Ólafsvegi og norður aö höfn veröi nefnd Norðurgata. 4. Tengigata milli Aðalgötu (Múlavegar) og Hlíðarvegar verði nefnd Brennustígur. 5. Að Ægisgata nái suður fyrir afleggjarann aö Horn- brekku. 6. Nafnið Ránargata verði fellt niður og Námuvegur byrji við fyrstu lóð norðan við HO (gamla M.G.) og verði hún nr. I en það hús tilheyri Aöalgötu (Múlavegi). ■ Á fundi bæjarstjórnar 11. desember var samþykkt tillaga bæjarstjóra um að bærinn myndi styðja við verslunar- og þjónustufyrirtæki í Ólafsfirði og auglýsa með þeim í átaki sem nefnist „verslið í heima- byggð". Vísitala framfærslukostnaðar: Hækkaði um 1,2% á þremur mánuðum Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í desember- byrjun 1990. Vísitalan í des- ember reyndist vera 148,6 stig eða 0,3% hærri en í nóvember. Samsvarandi vísitala sam- kvæmt eldra grunni (febrúar 1984=100) er 364,4 stig. Af einstökum verðhækkunum má nefna að 2,7% hækkun á áfengi og 2,2% verðhækkun á tóbaki þann 27. nóv. sl. olli tæp- lega 0,1% hækkun. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjón- ustuliða olli um 0,4% hækkun á vísitölunni en á móti lækkaði verð á matvöru um 1,1% sem olli um 0,2% lækkun á vísitölu fram- færslukostnaðar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað urn 7,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,2% og jafngildir sú hækkun 5,0% verðbólgu á heilu Skoðanakönnun Kvennalistans á Norður- landi eystra um framboðslista er lokið: Kosið bindandi kosningu um þrjú efstu sætin í janúar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.