Dagur - 19.12.1990, Side 5
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - 5
„Nauðsynlegt að ná þjóðar-
sátt um landbúnaðarmál“
- spjallað við Valgerði Sverrisdóttur alþingismann
Máiefni landbúnaðarins eru
ofarlega á baugi í þjóðmála-
umræðunni um þessar mundir.
Blaðamaður hitti Valgerði
Sverrisdóttur, alþingismann,
að máli fyrir skömmu, og
spjallaði við hana um ýmsa
þætti landbúnaðarmála.
Þær raddir verða sífellt hávær-
ari sem vilja afnema allan
kvóta, og hafa framleiðsluna sem
næst markaðseftirspurn. Val-
gerður sagði að það sjónarmið
margra bænda að fá meiri fram-
leiðslurétt, ekki síst þeirra sem
eru ungir í búskap og ættu mest-
alla starfsævina framundan, væri
mjög skiljanlegt. Margir teldu
eðlilegt að fækka og stækka
búum, en mörg rök hefðu einnig
komið gegn slíkri ákvörðun eða
stefnumótun í landbúnaði. Marg-
ir teldu eðlilegt að stjórna land-
búnaðinum þannig að svæðis-
skipta búgreinum eftir hag-
kvæmni. Sú lausn væri vel þess
virði að kanna hana nánar, þótt
mönnum væri að sjálfsögðu illa
við allar þvingunaraðgerðir í
framleiðslustjórnun, og slíkar
ákvarðanir yrði að taka í nánu
samstarfi við bændur sjálfa og
hagsmunasamtök þeirra.
Svæðaskiptur landbúnaður
„Mér er þessi svæðaskipting
ofarlega í huga, hún gæti verið
með þeim hætti að tiltekin land-
svæði yrðu látin njóta forgangs
t.d. í sauðfjárrækt, en maðurget-
ur ekki neitað því að ganga verð-
ur til meiri hagræðingar í sauð-
fjárræktinni. Ég tel að sauðfjár-
ræktin sé á ýmsan hátt vel til þess
fallin að verða svæðisbundnari en
nú er, hún þarf t.d. ekki mikil
aðföng, og dreifingarkostnaður á
kjötinu innanlands er ekki svo
mikill að það skapi sérstök
vandamál. En samvinna við hags-
munasamtök bænda er forsenda
fyrir því að þessi mál séu unnin af
skynsemi. Það jákvæða er að í
þeirri sameiginlegu vinnu bænda-
samtaka og aðila vinumarkaðar-
ins, sem nú fer fram, er eitt af því
sem samið var um í þjóðarsátt-
inni. Ekki verður hjá því komist
að ná einhverri þjóðarsátt um
landbúnaðarmál, því þótt við
framsóknarmenn séum að berjast
þá verður að nást víðtækt sam-
komulag við aðra flokka um þessi
mál."
- Er umræða um landbúnað-
armál stundum óraunsæ?
„Jú, hún er það, sérstaklega
hjá Alþýðuflokknum. Nú ætla
kratar að nota tækifærið í sam-
bandi við GATT-tilboð ríkis-
stjórnarinnar til að koma sínum
áhugamálum á framfæri, þ.e. að
ganga að íslenskum landbúnaði.
Það er nú samt svo að kratar
blása mest um þetta fyrir kosn-
ingar, en þegar á hólminn er
komið láta þeir sig hafa það að
fylgja stefnu framsóknarmanna í
stórum dráttum. Þetta hefur
reynslan a.m.k. sýnt undanfarin
ár.“
íslenskur landbúnaður á í
vök að verjast
- Er oft vegið að landsbyggðar-
þingmönnum í tengslum við
landbúnaðarmál?
„Ég hef ekki orðið vör við það
á Alþingi, að þingmenn beiti sér
opinskátt gegn landbúnaði í
umræðum. Árásir á landbúnað-
inn koma frá sérstökum hópum í
þjóðfélaginu. Innan Sjálfstæðis-
flokksins eru t.d. sterk frjáls-
hyggju- og markaðshyggjuöfl,
sem vilja gefa allt frjálst og leggja
niður kvóta í landbúnaði. Þá
muni framleiðslan færast nær
markaðnum en landbúnaðurinn
geti að öðru leyti séð um sig
sjálfur, án opinberra afskipta.
Þrátt fyrir að þessi öfl innan
Sjálfstæðisflokksins séu oft hávær •
hafa þau ekki mikil völd eða
hljómgrunn, hvað sem verður
eftir næstu kosningar. Ég er
þeirrar skoðunar að íslensk land-
búnaðarmál hangi í raun á blá-
þræði. Sjáum til dæmis GATT-til-
boðið. Þótt ríkisstjórnarsam
þykkt liggi fyrir um að færa eigi
styrkina úr því að vera fram-
leiðsluhvetjandi í að vera beinir
styrkir til bænda, t.d. svonefndir
byggðastyrkir, og yfirlýsing um
jöfnunargjald sem verði lagt á
innfluttar búvörur, þá eru málin
gjörsamlega í lausu lofti. Fram-
sóknarflokkurinn mun reyna að
spyrna við fótum, og meðan hann
er við völd finnst mér að hægt sé
að koma þessum málum varðandi
GATT svo fyrir að þau verði
bændum ekki óhagstæð."
„Það jákvæða er að í
þeirri sameiginlegu
vinnu bændasamtaka
og aðila vinnumarkaðar-
ins, sem nú fer fram, er
eitt af því sem samið var
um í þjóðarsáttinni.
Ekki verður hjá því
komist að ná einhverri
þjóðarsátt um landbún-
aðarmál, því þótt við
framsóknarmenn séum
að berjast þá verður að
nást víðtækt samkomu-
lag við aðra flokka um
þessi mál.“
- Þú minntist á landbúnaðar-
stefnu Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks. Hvað með stefnu
Alþýðubandalagsins?
„Þar ríkja tvær ólíkar stefnur.
Landbúnaðarráðherra er eigin-
lega einangraður í Alþýðubanda-
laginu, hann vill landbúnaði vel
og reynir að vinna fyrir liann. Þó
er hann eiginlega einn á báti.
Kratastefnan er mikið til ráðandi
innan Alþýðubandalagsins í þess-
um málaflokki og reyndar fleir-
um, þá er ég að tala um Birting-
ararminn. Þeir samþykktu t.d.
síðasta vetur að vera á móti nýj-
um búvörusamningi."
Ekki ætlunin að hætta
styrkjum til landbúnaðar
- Eru margar erfiðar ákvarðanir
framundan í landbúnaðarmál-
um?
„Já, því er ekki að neita. Við
framsóknarmenn viljum heldur
ræða um vandann en reyna að
láta eins og hann sé ekki til, eða
fara fram á flatan niðurkurð og
óheftan innflutning eins og krat-
arnir gera. Það kemur við menn
að þurfa að taka á þessum
málum. Bændur vita vel um
offramleiðsluna, en þeir eru ekki
sammála um hversu hratt eigi að
draga úr framleiðslunni. Þá eru
líka til bændur sem telja að ekk-
ert eigi að draga úr framleiðslu.
E GATT-samkomuIagið þýðir
að með því að leggja niður
útflutningsbætur verðum við að
draga úr framleiðslu. Ég get því
miður ekki séð möguleika á að
flytja út kjöt án þess að lækka
verðið.
Ef styrkjum verður hætt mun
bændum örugglega fækka mikið.
Ég vil þó taka greinilega fram að
ætlunin er alls ekki að hætta
styrkjum til landbúnaðar hér á
landi, a.m.k. ekki miðað við
stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem
nú situr. Styrkir til landbúnaðar
hafa dregist ákaflega mikiö sam-
an á undanförnum tíu árum.
Mestallar niðurgreiðslur fara í að
endurgreiða virðisaukaskattinn.
Ef tillit er tekið til þess atriðis, þá
eru niðurgreiðslur ekki nema um
helmingur af því sem var fyrir
áratug.
Athyglisvert dæmi
íslendingar verja samkvæmt vísi-
tölu framfærslukostnaðar, 19.6%
tekna sinna til matvælakaupa.
Upp undir helmingur af orku-
neyslu þjóðarinnar í matvælum
er af erlendum uppruna, þ.e.
erlendar landbúnaðarvörur á
borð við korn, ávexti og vín. Um
9,2% ráðstöfunartekna fara til
kaupa á innlendum matvörum.
Þó svo að við myndum lækka
verð á íslenskum landbúnaðar-
afurðum um 10% þá þýddi það
minna en 1% af ráðstöfunartekj-
um. Þetta kom mér á óvart. Hjá
mörgum fjölskyldum, t.d. barn-
mörgu láglaunafólki, fer að vísu
stærri hluti launanna í matarinn-
kaup, en þær tölur sem ég nefndi
eru samt meðaltal á landsvísu."
Erlend matvæli munu
stórhækka í verði
- En hvað með verðlag á innflutt-
um matvælum í kjölfar GATT-
viðræðnanna?
„Þar er einmitt kontið að
kjarna málsins, því erlend mat-
væli munu hækka í verði um tugi
prósenta . eftir að framleiðslu-
hvetjandi styrkjum verður hætt í
mörgum löndum. Niðurgreiðslur
verða aflagðar víðast hvar, og
þetta er mál sem neytendasam-
tökin og aðrir aðilar virðast ekki
hafa gert sér grein fyrir. Þeir
horfa alltaf eingöngu á íslenskan
landbúnað og styrkjakerfi hans.
Ég hef stundum spurt fólk að
því hvort það vilji raunverulega
að landbúnaður verði aðeins
stundaður á örfáum stöðum á
landinu, en önnur svæði og heilu
sveitirnar fari í auðn. Margir
íbúar þéttbýlisins skilja ekki
hvað þetta felur í sér, eða alvöru
málsins yfirleitt. Hvað eiga íbúar
sveitanna að gera án landbúnað-
ar? Þcir geta ekki haldið áfram
að búa án þess að hafa bústofn
eða ræktun. Þetta virðast margir
íbúar þéttbýlisins því miður ekki
skilja.“ EHB
Herrabúðin auglýsir:
Vel klæddur
í fötum frá ,T
Vandaður fatnaður
í fjölbreyttu úrvali
Nýjar sendingar daglega
fram að jólum.
Klæðskeraþjónusta
Verslið hjá fagmanni
Opið í hádeginu alla daga.
Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708.
Aðventan er tími eftirvæntingar og kertaljós gefa heimilinu
hátíðlegan blæ. Gaetum þess vandlega að þau séu ekki nærri eld-
fimum efnum og slökkvum á þeim ef farið er út úr herberginu.