Dagur - 19.12.1990, Síða 6

Dagur - 19.12.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Veljum íslenskt! Því verður ekki á móti mælt að jólin eru mikil neysluhátíð. Meðan á hátíðinni stendur bera flestir kræsingar á borð og gera óvenjuvel við sig og sína í mat og drykk. Margir kaupa sér ný föt í tilefni hátíðarinnar og flestir færa hýbýli sín í hátíðarbúning, oft með nokkrum tilkostnaði. Síðast en ekki síst hefur sá siður fest í sessi að gefa gjafir í tilefni jólanna, margar og oft á tíðum dýrar gjafir. Kostnaður- inn við jólahaldið hefur þannig vaxið ár frá ári og að margra mati er hann löngu kominn úr öllum böndum. Ekki verður lagður dómur á réttmæti þeirrar fullyrðingar hér. Hitt er ljóst að íslendingar, líkt og flestar þjóðir hins kristna heims, verja umtalsverðum fjárhæð- um til þess að halda jólin hátíðleg. Við því er lítið að segja, svo framarlega sem fólk gætir hófs og gleymir ekki boðskap og mikilfengleik sjálfrar hátíðarinnar í öllu veraldarvafstrinu. Ýmsar venjur hafa skapast í tengslum við jólaundirbúninginn. Ein þeirra er sú að þegar jólainnkaupin standa sem hæst, hefja íslensk- ir iðnrekendur eins konar „herferð" í þeim til- gangi að fá þjóðina til að velja íslenskar vörur fremur en erlendar. Tímasetningin er ósköp eðlileg með hliðsjón af því sem að framan er sagt; jólamánuðurinn er mesti annatími árs- ins í verslunum. Óskandi er að sem flestir taki vinsamlegum tilmælum iðnrekenda vel og sjái sér hag í því að velja fremur íslenskt en innflutt. Með því að kaupa íslenskar vörur styrkjum við innlendu framleiðslufyrirtækin og eflum þar með atvinnulíf um land allt. Reynslan hefur sýnt að innlendar vörur eru í flestum tilfellum ekkert síðri en innfluttar og í mörgum tilfellum betri. Þá hafa verðkannan- ir leitt í ljós að verðmunur íslenskra og inn- fluttra vara er í flestum tilvikum lítill sem enginn. Síðast en ekki síst er vert að hafa í huga að með minnkandi innflutningi verður vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd hagstæðari og þar með minnkar erlend skuldasöfnun þjóðarinnar. Það er því æði margt sem mælir með því að íslenskur almenningur fari að ráð- um iðnrekenda og velji íslenskt. í raun er fátt sem mælir á móti því. Hér áður fyrr þótti sumum á einhvern hátt fínna að hampa erlendum varningi; ef til vill vegna þess hve hér ríkti mikill haftabúskap- ur, ekki síst í innflutningi. Nú eru breyttir tím- ar og þetta sjónarmið heyrir því vonandi sög- unni til. Dagur tekur undir hvatningarorð ís- lenskra iðnrekenda og hvetur almenning til að velja íslenskt fremur en innflutt fyrir þessi jól. Reyndar þarf þessi þjóðlegi hugsunar- háttur að ráða ríkjum allan ársins hring, ef vel á að vera. BB. B lesendahornið Raunsætt mat, verum raunsæ Mér var að berast blaðið Suður- land í hendur. Þar kennir margra hugtaka hjá Þorsteini formanni, sem athugandi er, hvernig reynst hafa Sunnlendingum. Þar má nefna afl Sjálfstæðisflokksins, orðheldni, breiður flokkur, trúnað, djörfung, víðsýni, fast- mótuð stefna, opinn hugur, uniburðarlyndi o.fl. Sjálfstæðis- flokkurir.n hefur lengi átt 1. þingmann Sunnlendinga. Hann hefur u.þ.b. 10 seinustu árin verið formaður Sjálfstæðisflokksins, stærsta flokks landsins. Fyrir rúmum 6 árum var hann fjár- málaráðherra og fyrir 3-4 árum var hann forsætisráðherra. Það er við vissar aðstæður, sem atvinnu- líf á Suðurlandi hefur stórlega látið á sjá. Byggingarfélagið As hf., Hvolsvelli, kaupfélagið Þór á Hellu, Entek hf., Hveragerði o.fl. o.fl. hafa nánast orðið að gefast upp vegna rangrar efna- hags- og fjármálastefnu Sjálf- stæðisflokksins. Hún hefur verið ótrúlega mikið ráðandi sú stefna hans, sem með árunum hefur valdið því, að ólíklegustu burðar- ásar atvinnulífs hafa farið hall- oka. Nefna má á stöðum eins og á Akranesi, Grundafirði, Patr- eksfirði, Bolungarvík, Sauðár- króki, Ólafsfirði, Seyðisfirði, Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og víðar. Hin lamandi hönd fjármagnskostnaðar, sem Sjálf- stæðisflokkurinn þorði ekki að taka afstöðu til, sbr. tillögur Egg- erts Haukdal svo og lamandi hönd verðbólgu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn réði alls ekki við hafa riðið húsum, en nú allra seinustu árin hefur málum verið breytt og bjargað, þrátt fyrir andstöðu Sj álfstæðisflokksins. Hlutafjársjóður og atvinnu- tryggingasjóður hafa gegnt sínu hlutverki. Fyrirtæki eldheitra sjálfstæðismanna í Bolungarvík og á Ólafsfirði og miklu víðar hafa jafnvel notað sér fyrirgreiðslu sjóðanna, en ekki er þökkunum fyrir að fara, heldur beinar yfir- lýsingar þeirra um að sitji hin versta ríkisstjórn, sbr. Einar K. Guðfinnsson. Viðurkenning á staðreyndum og þakkir fyrir stað- festa og trausta stjórn er ekki fyr- ir hendi. Það þarf að toga út úr mönnum að viðurkenna það gíf- urlega hagræði, sem miklu lægri fjármagnskostnaður er. Forstjóri Eimskips taldi það atriði allra síðast upp, gat varla tekið sér það í munn, þegar hann skýrði bætta stöðu félagsins af því að það er ríkisstjórninni að þakka og Sjálf- stæðisflokkurinn kom þar hvergi nærri. Sá flokkur er á engan hátt aðili að bættum og betri þjóðar- hag síðustu árin. Þjóðarsáttin, lægri fjármagnskostnaður, hag- stæður vöruskiptajöfnuður, betra atvinnuástand o.fl. o.fl. sér nú dagsins ljós. Lán jafnvel lækka nú við hverja afborgun og er það stórkostleg breyting. Kæru ungu kjósendur. Verkin tala núna. Þið getið raunverulega staðreynt ástandið. Hin ýmsu hugtök Sjálfstæðisflokksins hafa ekki dugað. Það þarf að segja til um það hver vaxtabyrðin verður, hverjar atvinnuhorfur verða, það skiptir máli. íslandsbanki hf. hækkaði vexti og reynir að verja það með oddi og egg, en það var Ragnar Önundarson hjá þeim banka, sem gaf einu réttu skýr- inguna á vaxtahækkuninni. Hún var sú, að eftirspurn eftir fjár- magni hafi verið svo mikil í byrj- un október sl. Hvað þýðir þetta? Jú, yfirstjórn bankans brást illi- lega, hún lét undan, óstjórn réði ríkjum. í stað þess að draga úr útlánum og hafa samstöðu um Iægri vexti var framfylgt útlána- aukningu og vaxtahækkun skellt á. í þessum banka eru líklega 95% ráðamanna úr Sjálfstæðis- flokknum. Þó að varði þjóðarhag er samt reynt að spilla fyrir. Von- andi tekst Birgi Isleifi og Davíð ekki að skemma fyrir eða útiloka nýtt álver. Trúið varlega hugtök- um Sjálfstæðisflokksins. Það er enginn vandi að vera borgar- stjóri, þegar tekjur borgarinnar eru eins og gullnáma. Gífurleg heitavatnssala, ótrúleg fasteigna- gjöld m.a. af eignum, sem þjóna öllu landinu, stærsti útsvarsmark- aður landsins og svo öll aðstöðu- gjöldin, sem eru þráfaldlega af atvinnurekstri, sem nær til alls landsins. Það verður breytt staða hjá Davíð, þegar hann verður fjármálaráðherra í tómum ríkis- sjóði. Þá verður skorið niður, samneysla minnkuð og það harðn- ar á dalnum. Verum raunsæ, veljum ekki Sjálfstæðisflokkinn strax aftur. Hann þarf að þrosk- ast meira og láta alveg af þeirri stefnu, sem orsakað vandræðin 1985-1988. Hann réði 85% af fjárlögum í stjórninni 1983-1987. Það eru of fá ár síðan hann var við völd. Hann þyrfti að bíða dálítið lengur, breytast aftur í raunsærri flokk h'kan því, sem var t.d. árið 1965. Flokkur stór- ættanna og lögfræðinganna (6 lög- fræðingar í 7 efstu sætunum í Reykjavík) er ekki nógu breiður og víðsýnn til þess að fá traust strax aftur. Framsóknarflokkurinn styður einkaframtakið af fullum þunga í hvaða formi, sem það birtist. Öflugast er einkaframtakið, þeg- ar það í samvinnurekstri eflir byggð og bæi. Hve það er miklu hagstæðara að styðja það heldur en ættarveldi Sjálfstæðisflokks- ins. Fullvalda þjóð í frjálsu landi, frelsið og manndóminn best. Lát- um Sjálfstæðisflokkinn bíða leng- ur og þroskast. Kári. Sjorivarpsvísir Stöðvar 2 berst of seint íbúi á Brekkunni á Akureyri hafði samband við Dag og vildi vekja athygli á slæmum útburði á Sjónvarpsvísi Stöðvar 2. „Útburður á sjónvarpsvfsi hef- ur verið í ólagi allt þetta ár og Raunir áskrifanda Dags: Óboðnirlesendur rífa auglýsingar úr blaðinu Kona í Síðuhverfi hringdi: „Nú keyrir fyrst um þverbak. Ég bý í fjölbýlishúsi og hef oft orðið fyrir því að bréfum og blöðum er stolið úr póstkassan- um og ég veit að fleiri þekkja þetta vandamál. Mér blöskraði hins vegar meira en nokkru sinni þegar ég ætlaði að sækja Dag í póstkassann fyrir skömmu. Blað- ið var reyndar á sínum stað að þessu sinni en ég sá strax að það hafði verið plokkað upp úr kass- anum og látið aftur á sinn stað. Ég lét þetta gott heita og fór að fletta Degi en brátt rak mig í rogastans. Búið var að rífa hálfa blaðsíðu úr blaðinu og greinilegt að hinn óboðni lesandi hafði þarna krækt sér í auglýsingu sem hann hafði hug á að skoða nánar. Það má vera að margir vilji sjá auglýsingarnar í Degi en mér finnst of langt gengið þegar menn stela blöðum frá áskrifendum, rífa auglýsingar úr og voga sér að skila afgangnum." hann hefur ekki borist fyrr en um 5.-6. hvers mánaðar, sem er rrijög bagalegt fyrir áhugasama sjón- varpsáhorfendur. Ég hef ítrekað haft samband við Sjónvarp Akur- eyri en það hefur ekki orðið bragarbót á. Ég óska því eftir skýringum og úrbótum." Bjarni Hafþór Helgason sjón- varpsstjóri Eyfirska sjónvarpsfé- lagsins hafði þetta um málið að segja: „Dreifing á Sjónvarpsvísi var sérstaklega boðin út og hefur ver- ið í liöndum íþróttafélagsins Þórs. Við höfum orðið varir við það stöku sinnum, að einstaka áskrifendur hafa kvartað yfir því að fá ekki Sjónvarpsvísinn á rétt- um tíma og höfum við vísað því alfarið til Þórs. Við höfum jafn- framt lagt á það áherslu við félag- ið að slíkt komi ekki fyrir en því miður er þetta mál ekki í okkar höndum að öðru leyti.“ Bcncdikt Guðmundsson Þórsari sagði að ástæðan fyrir þessu væri fyrst og fremst sú, að félagið fengi Sjónvarpsvísinn aldrei norður fyrir enn á síðustu stundu, þ.e. um mánaðamót. „Það tekur okkurlagmark einn og hálfan dag að koma útburði af stað eftir að við fáum vísinn í hendur, því það er ýmislegt sem þarf að gera áður en hægt er bera út. Síðan þarf að hringja í útburðarfólkið og það stendur kannski ekki alltaf þannig á spori hjá öllum að þeir komi undir eins. Það getur því tekið allt að þrjá til fjóra daga að koma blað- inu til allra áskrifenda í bænum. Það eru á milli 30 og 40 félagar sem sjá um útburðinn og eins og alltaf í svo stórum hópi, eru „trassar" inn á milli. Sem betur fer eru þessi mál víðast í góðu lagi en þar sem svo er ekki, þurf- um við að grípa inn í og koma hlutunum í lag.“ Kvikmyndavikan: Léleg aðsókn Akureyringa Listunnandi hafði samband við Dag og vildi kvarta yfir Akureyr- ingum, vegna lítils áhuga þeirra á frönsku kvikmyndavikunni sem haldin var í Borgarbíói í síðustu viku. „Akureyringar eru alltaf að kvarta yfir því að lítið sem ekkert sé gert í menningarmálum í bænum. Svo þegar boðið er hér upp á mjög góðar franskar myndir, láta þeir ekki sjá sig. Ég sá mjög góða mynd á kvikmynda- vikunni en varð alveg gáttaður yfir því að sjá aðeins um 10 manns í salnum.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.