Dagur - 19.12.1990, Side 9
OPPt1 P k — PUJc)AO - 0
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - 9
verölækkun jafngildir um 15%.
Markaðsverö á pillaðri rækju
hefur veriö tiltölulega lágt síðan
1986 og 1ÖS7. Þá mynduðust
rniklar innstæöur rækjumanna í
Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar-
ins. Vcgna hins lága markaös-
verðs hafa verið greiddar verð-
bætur úr Verðjöfnunarsjóði af
þessunt innstæðum undanfarið og
var t.d. í ársbyrjun 8% verð-
jöfnunargreiðsla, þ.e. greiddar
voru rúmar 40 kr. á kg út úr
Verðjöfnunarsjóði í viðbót við
útflutningsverðið. I dag eru þess-
Verðmæti rækjuvinnslunnar áætlað á fimmta milljarð:
18,2% tap er á viimsluimi að mati Þjóðhagsstofiiunar
og frá áramótum hafa rekstrarskilyrði versnað um 23%
Þríkrossinn
er fögur jólagjöf
Þríkrossinn er tákn
Heilagrar þrenningar.
Táknið, sem er gert úr
þremursamtengdum krossum,
er úr 14 karata þrílitu gulli;
gulu, rauðu og hvítu.
Jóhannes Páll II. páfi og
biskup íslands
hafa blessað Þríkrossinn
og forseti íslands
hefur þegið hann að gjöf.
Þessi verndargripur er seldur
til styrktar blindum.
Þríkrossinn hannaði
Ásgeir Gunnarsson.
GULLSMIÐIR
SIGRTYGGUR
& PÉTUR
AKUREYRI
SÍMI (96) 23524
Rækjuveiðar hafa aukist mjög
síðustu tvö árin í Norður-
Atlantshafi. Þrjár þjóðir veiða
þar mest, þ.e. Norðmenn,
Grænlendingar og íslendingar.
Hlutur íslendinga er innan við
20%. Milli áranna 1988/89
jókst rækjuveði í Norður-
Atlantshafí um 20.000 tonn.
Norðmenn juku veiði sína um
17.000 tonn, en veiði okkar
Islendinga dróst lítillega
saman. A yfírstandandi ári
jókst veiði Norðmanna einnig.
Reiknað er með að aukningin
verði nálægt 7.000 tonnum. Allt
bendir til að íslendingar munu
auka veiði sína um u.þ.b. 3.000
tonn, en tölur frá Grænlandi
eru ekki tiltækar. Þessar upp-
lýsingar um rækjuveiði á
norðurslóð eru samkvæmt
fréttabréfí Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda.
Samkvæmt fréttabréfinu er
Ijóst að í kjölfar aukinnar rækju-
veiði hefur framleiðsla á pillaðri
rækju aukist. Stærsta rækjan er
góð markaðsvara fryst í skel.
Grænlendingar flytja mest út af
slíkri vöru og þá fyrst og fremst
til Japans. Minni rækjan er því
aðeins góð markaðsvara að hún
sé skelflett. Giska má á að fram-
leiðsla skelflettrar frystrar rækju
Itafi aukist á Norðurlöndum öll-
urn urn nálægt 20% í ár m.v. árið
1988. Þessi rækja er nánast öll
seld á markaði í Evrópu. Pilluð
rækja seldist í nokkrum ntæli til
Bandaríkjanna fyrir tveim til
þrem árum, en hækkun Evrópu-
mynta gagnvart Bandaríkjadollar
og hagstæðara verð í Evrópu
hafa gert Evrópumarkað nánast
einráðan fyrir skclfletta frysta
rækju frá Norðurlöndum.
„Verð á rækju upp úr sjó var
síðast ákveðið í haust af yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins. Verðið var þá lækkað um
5%. Ljóst er að afkoma í rækju-
vinnslunni endurspeglar þá stað-
reynd að þessi lækkun var of lítil,
ef taka átti tillit til lækkunar
markaðsverðs og þeirra stað-
reynda að innstæður rækjumanna
í Verðjöfnunarsjóði voru á
þrotum.
Verðlagsráð sjávarútvegsins
ákveður nýtt hráefnisverð á
rækju, sem gilda á frá 15. janúar.
Þar má búast við skiptum
skoðunum en Ijóst er að hráefn-
iskostnaður rækjuvinnslunar
verður að lækka og taka verður
tillit til markaðsverðs afutðanna,
því að öðrunt kosti blasir við að
þessi mikilvæga sjávarútvegs-
grein stöðvast meira cða minna á
næstunni," segir í fréttabréfinu.
Ljósi punkturinn í rækju-
búskápnum er að rækjustofnarnir
eru taldir sterkir. Veiði hefur
nánast alls staðar verið góð við
landið, bæði á innfjarðarrækju og
úthafsrækju. Hafrannsókna-
stofnun hefur mælt nteð að
úthafsrækjukvóti verði aukinn úr
23.000 tonnum í 28.000 tonn á
almanaksárinu 1991. Nú hefur
sjávarútvegsráðherra ákveðið að
svo verði. „Þetta ætti að draga
eitthvað úr eftirspurnarspennu og
koma greininni til góða, cf sættir
nást um tekjuskiptingu milli selj-
enda hráefnis og kaupenda," seg-
ir ennfremur í fréttabréfi Félags
rækju- og hörpudiskframleið-
enda.
Sé litið til aflamagns á rækju
kemur í Ijós að útlit er fyrir að
rækjuafli á yfirstandandi ári verði
um 30.000 tonn eða tæplega það
og cr þá átt við bæði úthafsrækju
og innfjarðarrækju. Það er aukn-
ing um 3000 tonn frá því í fyrra,
sem áður greinir. Af þeim sjávar-
afla er flutt út rækja í skel og
einnig er flutt inn skelrækja til
vinnslu. Sé tekið tillit til hvors
tveggja er líklegt að framleiðsla
pillaðrar rækju á árinu 1990 verði
um 8.500 tonn. Þótt markaðsverð
hafi lækkað verulega á árinu má
gera ráð fyrir að verðmæti fram-
leiðslu pillaðrar rækju sé á bilinu
4,3 til 4,5 milljarðar króna. Að
viðbættu verðmæti frystrar rækju
í skel og hörpudiski má áætla að
heildarverðmæti rækju- og hörpu-
diskafurða á árinu 1990 geti num-
ið unt 6,5 milljörðum króna.
Þessar greinar sjávarútvegsins
eru því mun þýðingarnteiri en oft
kemur frarn í almennri umræðu.
Gildi rækjuvinnslunnar í út-
flutningi sjávarvöru og þar með
fyrir þjóðarbúskapinn í heild er
mikið. Það er þcint ntun meira
áhyggjuefni að stórfellt tap er á
þessari vinnslu eða 18,2% að
mati Þjóðhagsstofnunar miðað við
rekstrarskilyrði í október.
Athyglisvcrt í því sambandi er að
hráefniskostnaður nemur 74% af
útflutningstekjum. Eðlilegt hrá-
efnishlutfall miðað við cif verð
ætti á hinn bóginn að vera nálægt
55%, ef reksturinn ætti að vera í
sæmilegu jafnvægi.
Meðalntarkaðsverð á pillaðri
rækju í vor var á núverandi gengi
540 krónur cif að meðaltali á
útflutt kg, en nú má heita gott aö
fá 460 krónur fyrir kílóið að
meðaltali og miklum mun minna
fyrir smæstu rækjuna sem hefur
fallið mest í verði. „Nú um þessar
mundir eiga samkvæmt venju að
vera bestu skilyrði til sölu.
þ.e.a.s fytir jólin. Markaðs-
ástandið er því bágborið. Þessi
ar innstæður tæmdar og stöövun
þessara greiðslna kom nánast á
sama tíma og verð lækkaði. Frá
áramótum hafa rekstrarskilyrði
þ\ í versnað nálægt því sem nem-
ur 23%," segir í fréttabréfinu, en
samkvæmt öllum gögnum og
upplýsingum sem að framan
greinir er allt útlit mjög svart. ój
HLUTABREFASOLU LOKIÐ
Útgefandi:
Nafnvirði hlutabréfa:
Heildaráskrift:
Hlutur hvers kaupanda:
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
33.418.100 krónur.
39.149.900 krónur.
Fyrstu 35.000 krónur að nafnveröi koma
óskertar í hlut hvers kaupanda, en sú upp-
hæð sem óskað var eftir umfram 35.000
krónur skerðist um 22,02%.
Gíróseðlar hafa verið póstlagðir til kaupenda og ber að grciða þá í síðasta lagi 28.
dcsember nk.
Nánari upplýsingar veita aðalsöluaðilar:
Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími (91)689080.
Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími (96)24700.
Umsjón með sölu:
KAUPÞING HF
Ij&ggjlt ■cerííhréfafyrirtípki