Dagur - 19.12.1990, Side 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990
Húsavík:
Jólaball á Bestabæ
Barnaheimilið Bestibær á
Húsavík hélt árlegan jólatrés-
fagnað fyrir börnin á heimiiinu
si. föstudag. í rauninni var um
tvö jólaböli að ræða, bæði fyrir
og eftir hádegi, mikill fjöldi
barna er á Bestabæ, dagheim-
ilis- og leikskóladeildum, og
salurinn rúmar ekki allan hóp-
inn í einu því auðvitað fá pabbi
og mamma að koma með á
baílið.
Dagur leit inn á síðara jólaball-
ið og þar var mætt stórsveit frá
Tónlistarskóla Húsavíkur; Árni
Sigurbjarnarson, skólastjóri,
ásamt fjölda ungra harmoníku-
og fiðluleikara.
Pað var dansað í kringum jóla-
tréð og jólalögin sungin og svo
birtist jólasveinninn til að taka
þátt í gleðskapnum og þá fór að
færast fjör í leikinn. Jólasveinn-
inn hélt að skrautkúlurnar í loft-
inu væru ávextir og ætlaði að fara
að gæða sér á þeim, svo fór hann
út á leiksvæðið í garðinum og all-
ir krakkarnir fylgdust með úr
gluggunum er hann fór að reyna
leiktækin. Kallgreyið var voða-
lega stirður og datt af hestinum
og ákvað því að fara inn aftur og
finna eitthvað skemmtilegt í pok-
anum handa unga fólkinu. IM
Dansað í I
og jólasvei
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur kom með stóra hljómsveit skipaðri ungu fólki.
Er þetta jólasveinaprik ekki keypt í kaupfélaginu'i
Fæðingarorlof hér á landi styttra en í nágrannalöndunum:
Þriggja mánaða lenging fæðingarorlofs komin til m
- Kvennalistinn vill lengingu fæðingarorlofsins í áföngum
Fjórar þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram á Alþingi tvö
frumvörp er varða lengingu fæðingarorlofs. Þessi frumvörp fela
í sér lengingu fæðingarorlofs úr sex mánuðum í níu og að öllum
konum verði tryggður einn mánuður sem hvíldartími fyrir fæð-
ingu. Samkvæmt frumvörpunum yrði þessi breyting gerð í
áföngum, við samþykkt frumvarpanna yrði fæðingarorlof lengt
í sjö mánuði til 1. janúar 1992 en í átta mánuði frá þeim tíma til
1. janúar 1993 er tekið yrði upp níu mánaða fæðingarorlof.
Nágrannaþjóðir
fetum framar
Fæöingarorlof hér á landi er nú sex
mánuðir og hefur svo verið frá því
lög þar um voru samþykkt á
Alþingi árið 1987. Ef þetta fyrir-
komulag er borið saman við ná-
grannalöndin kemur í ljós að víðast
er fæðingarorlof lengra en hér á
landi. Svíar hafa nú lengsta fæð-
ingarorlof á Norðurlöndum en næst
koma Finnar, þá Danir, Norðmenn
og íslendingar reka hér lestina en
fyrirkomulagið í Noregi er þó svip-
að okkar.
í Svíþjóð er fæðingarorlof nú 18
mánuðir eða þrisvar sinnum lengra
en hér á landi. Þar getur móðirin
tekið 60 virka daga fyrir fæðingu.
í Finnlandi eiga konur rétt á að
vera frá vinnu í 30 virka daga fyrir
áætlaðan fæðingardag og í 75 virka
daga (u.þ.b. fjóra mánuði) eftir
fæðingu sem geta orðið 105 virkir
dagar ef konan nýtir sér ekki dag-
ana sem hún á rétt á fyrir fæðingu.
Að þessum tíma liðnum tekur við
svokallaður umönnunartími sem
foreldrar geta skipt á milli sín sem
eru 158 virkir dagar (þ.e. um 8
mánuðir).
í Danmörku eiga konur á vinnu-
markaði rétt á að vera frá vinnu frá
og með fjórum vikum fyrir áætlað-
an fæðingardag barns. Eftir fæð-
ingu er fæðingarorlofið 24 vikur
(sex mánuðir) en alls getur fæð-
ingarorlof í Danmörku orðið 28
vikur eða sjö mánuðir. Þar verður
móðirin að vera í fæðingarorlofi
fyrstu 14 vikurnar en eftir þann
tíma geta foreldrarnir skipt að eigin
vali.
í Noregi eiga konur á vinnu-
markaði rétt á fjarveru í 24 eða 30
vikur, sex til sjö og hálfan mánuð,
vegna fæðingar. Allt að 12 vikur af
þessum tíma má taka fyrir fæð-
inguna. Fyrstu sex vikurnar eftir
fæðingu verður móðirin að vera
heima en vikunum sem á eftir eru
geta foreldrar skipt á milli sín.
Hundrað milljónir á mánuði
Á þessu ári greiðir Tryggingastofn-
un ríkisins röskar 1100 milljónir
króna í fæðingarorlof eða um 93
milljónir á mánuði. Sé miðað við
um 7% verðbólgu milli ára má
reikna með að þessar greiðslur
nemi um 100 milljónum á mánuði á
næsta ári. Því kostar hver mánuður
í lengdu fæðingarorlofi um 100
milljónir ef miðað er við svipaðan
fjölda fæðinga á næsta ári og í ár.
Margs konar breytingar
lagðar til
Skipta má þeim lagabreytingum
sem hið nýja frumvarp felur í sér í
nokkra liði. í fyrsta lagi að fæð-
ingarorlof verði lengt um þrjá mán-
uði eftir fæðingu. í öðru lagi að öll-
um mæðrum sé tryggður hvíldar-
tími fyrir fæðingu. í þriðja lagi að
fleirburamæðrum séu tryggðir tveir
mánuðir fyrir fæðingu og þrír mán-
uðir að auki eftir fæðingu. í fjórða
lagi er lagt til að fæðingarorlof til
ættleiðandi foreldra, uppeldis- eða
fósturforeldra, lengist í áföngum til
jafns við fæðingarorlof annarra for-
eldra. í fimmta lagi er veitt heimild
til þess að foreldrar geti dreift
greiðslum fæðingarorlofs eftir
ákveðinn tíma þannig að hægt sé að
lengja fæðingarorlofið á þann hátt
ef foreldrar kjósa það.
„Réttindamál barna
og foreldra“
„Hér er um að ræða réttindamál
barna jafnt sem foreldra og ekki
síður hagsmunamál samfélagsins
alls,“ segja flutningsmenn fnum-
varpsins í greinargerð sinni. „Sú
staðreynd að foreldrar þurfa að
hverfa aftur til vinnu sinnar að
loknu sex mánaða fæðingarorlofi
hlýtur að vekja okkur til umhugs-
unar um hvað við erum að bjóða
ungum börnum okkar. í mörgum
tilfellum eru þau sett í hendur
ókunnugra meirihluta dagsins
aðeins sex mánaða gömul. Á þeim
aldri þarfnast börn stöðugrar
umönnunar sem eðlilegast er að
foreldrar veiti. Sex mánaða gamalt
barn er enn mjög háð uppalanda
sínum, þremur mánuðum síðar hef-
ur það öðlast mun meiri þroska og
getur betur tekist á við umhverfið.
Rannsóknir hafa leitt í ljós hve
mikilvægt það er fyrir þroska barns
að náið og traust samband myndist
milli þess eða nánasta uppalanda
þegar á fyrsta æviskeiði.“
Aukin aðstoð við
fleirburaforeldra
Með þeim breytingum sem lagðar,
eru til í þessum lagafrumvörpum er