Dagur - 19.12.1990, Side 12

Dagur - 19.12.1990, Side 12
er - ruoaq - oeer i9dm9S9b .er •supsbudivöiM 12 - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 bókakynning „Lukkan heldur sig fast við þetta Heiðarhyski...“ - kafli úr bókinni „Þurrt og blautt að vestan“, æviminningum Bjössa Bomm Grín á Súlutindi. Á síðasta ári kom út bókin „Glampar á götu“, bernsku- minningar Björns Jónssonar, læknis í Kanada. Nú er komið út síðara bindi æviminninga Björns, eða Bjössa Bomm, eins og hann var gjarnan nefndur á fæðingarstað sínum, Sauðár- króki. Viðurnefnið hlaut hann vegna þess að hann átti það til að gera ýmsar „bommertur“ eða prakkarastrik. í þessu síðara bindi, sem ber nafnið „Þurrt og blautt að vestan“, segir Bjössi frá námsár- um sínum í Menntaskólanum á Akureyri og Háskóla íslands; síðan frá störfum sínum sem læknir hér á landi og í Vestur- heimi. Hér á eftir birtist brot úr kaflanum um Menntaskólann á Akureyri: „Nú bættist við annað angur, ákaflega viðkvæmt. Ég hafði orð- ið ástfanginn í ungri stúlku í neðri bekk, Önnu Guðrúnu Sveinsdóttur, Þórðarsonar sem rak Hótel Gullfoss. Af vankunn- áttu og barnaskap okkar beggja varð hún þunguð. í þá tíð var slíkt mikil skömm og vanvirða. Og ekki bætti úr skák að Meistari tók þetta óhapp okkar sem beina árás á heiður og sóma „skóla“. Hélt hann heilu salræðurnar um þá „skömm og svívirðingu sem ábyrgðarlausir lostadólgar hefðu framið á ungmeyjum skóla“. Beið ég þess ekki bætur í náms- ferli og unnusta mín varð auðvil- að að hætta námi. Undirtektir voru lítð betri heima við. Barn okkar fæddist á Álfabrekku við Suðurlandsbraut hjá sómakon- unni Guðlaugu Björnsdóttur og manni hennar Jóni Erlendssyni. Rósa Stefánsdóttir, barnfóstra Önnu Gunnu og skömmu síðar stjúpmóðir mín, var með Önnu litlu allan tímann. Barn það heit- ir Geirlaug, eftir móður minni, og var alin upp af pabba og Rósu. Ruglaðar svefn- og vökusveiflur Út námsárin átti ég ótrúlega erf- itt með að vakna, og ágerðist það með aldrinum. Hafði þess alltaf gætt og stafar af rugluðum svefn- og vökusveiflum. Ekki verður því breytt með að fara fyrr í háttinn, þá bara vaknar maður fyrir allar aldir og fær rot- höggið seinna. Svefnpillurnar eru venjulega í þeirri röð að djúpri fylgir létt, þá djúp og loks létt við vöknun. Mín röð er djúp, létt, létt, djúp. Þessi árátta mín var heldur til skops en skaða framan af. Einkum hjá dr. Kristni Guðmundssyni þýskukennara okkar. Hans tímar hófust klukk- an átta. Kom ég þá slagandi inn úr dyrunum með hálsbindi í hendinni og hlúnkaðist niður í sætið fyrir framan kennarapúltið. Leiddist þá fram löng og loðin loppa með opnar neftóbaksdósir í krumlunni, en breiðu brosi upp af hinum endanum. Þannig kom dr. Kristinn mér upp á að taka í nefið sem er mjög hressandi og örvandi íþrótt. Tók hann mig stundum umsvifalaust upp í miðj- um hnerranum, til að sjá hvort ég væri undirbúinn eða hvernig ég kláraði mig fram úr því ella. En ég var sjaldan ólesinn í þýsku, las hana mér til skemmtunnar heldur en annað. Dr. Kristinn var mér kærastur af öllum kennurum skólans. Aldrei kenndi neinna fordóma hjá honum eða hlut- drægni. Hans bekksögn var öll sem einn flokkur gæðinga. Ann- ars geðjaðist mér vel að öllum kennurum skóla, án undantekn- ingar. Þeir voru flestir karakter- stúdíur og maður tók þá sem slíka. Þar með er talinn Meistari vor, sem'var raunar besti karl. Hann gat verið geysiskemmtileg- ur í tímum og grínaðist miskunn- arlaust við mig þegar hann varð að kalla mig á Hvalbeinið. Átti hann þá til að fara í langar atvikasögur aftan úr ættum, sem mér voru margar ókunnar. Hon- um var hlýtt til mín nema fyrir það sem áður getur, en þar taldi hann sóma skóla hallað. Pantaði alla útgáfuna Ekki vinnst rúm til að lýsa öllum kennurunum, úr því yrði önnur bók. En ég nefni tvo í viðbót. Brynjólfur Sveinsson sá yfir allan bekk án þess að hreyfa höfuðið eða þó hann liti niöur á við, því hann var svo rangeygður. Auk þess var hann manna skarpastur, skorinorður, fróður og fyndinn. Hann kom stundum í heimsókn til okkar frændsystkina hjá Laugu frænku og skemmti okkur mjög. Annar var Sigurður Pálsson, kennsluséní og furðu- fugl. Þegar Penguin bækurnar komu út var ég heima hjá honum og aðstoðaði hann við að taka upp og setja í hillur heilan vegg af þeim. Hann hafði pantað alla útgáfuna. Hann talaði „enska“ ensku og hafði sín tök á að kenna okkur óíslenskan kokhryglu- framburð. Til að lækka í okkur erra-hrokann notaði hann þenn- an Limerick eða limru. There once was a fellow called Skinnah, a sinnah, who took a young lady to dinnah, to dinnah, to winn'ah. At a quarter to nine, they sat down to dine, But at nine thirty it was inn’ah: The dinnah, not Skinnah. Gunnbirni ráðsmanni og Oddnýju ráðskonu má ekki gleyma. Þau ófust inn í líf okkar á margvíslegan hátt. Og við vor- um vitni að tilhugalífi þeirra á heimavistinni. Ég var meira að segja eina nótt á kviðnum í her- bergi hennar að reyna að skila búrlyklunum sem höfðu verið teknir bessaleyfi til að komast í búrið að stela stóreflis tertu. Þá er hvíslað ofurlágt: „Ert það þú, Gunnbjörn?" Ég sagði náttúru- lega ekkert, en hætti að anda og er ég hélt hún væri sofnuð dró ég mig afturábak út úr herberginu. Ekki var ég fyrr kominn yfir ganginn og inn til vina minna en við heyrum Gunnbjörn læðast eftir ganginum inn til Oddnýjar. Svo stálum við sviðakjömmum, þegar hún vildi ekki gefa okkur umbeðið magn í nesti, og á þessu gekk. Önnur ógleymanleg persóna var Rúna gamla gangakona. Hún var svo ósköp lítil kerling að bagsa við þennan stóra skrúbb og druslu, sveifla þessu um sí- drullugt gólfið daginn út og inn. Við urðum góðir vinir og ég kom í kaffiheimsóknir til hennar í Barði, litla húsið á brekkubrún- inni rétt við skólahliðið. Þar hafði Matthías skáld einnig setið fyrr á öldinni og drukkið kaffi. Rúna gamla var Júlíusdóttir Bjöm Jónsson - Bjössi Bomm. föðursystir Einars Olgeirssonar kommúnistaleiðtoga. Við Matthías létum það ekkert á okk- ur fá, drukkum bara kaffið og átum lummurnar. Hann sagði sögur og ég hlustaði á sumar sem hann hafði sagt þeim Rúnu. Syst- ur hennar Bína og Gerða voru líka ræstingakonur. Haraldur Júlíusson verslunaimaður og Friðrik bróðir hans, á Króknum, voru bræður þeirra. Blóðgaðir bekkjarfélagar Vökuóeðli mitt kom verst fram á stúdentsprófinu í verklegri eðlis- og efnafræði. Prófið var í tveinrur önnum, frá átta til ellefu og ellefu til tvö. Mörg verkefnin höfðu það sameiginlegt að vera nær óleysanleg með neinni nákvæmni og sum alls ekki, nema mjög snjallri og útséðri spekúlasjón. Sagði Trausti Einarsson að það sem máli skipti væri að skilja aðferðina og geta rökrætt mót- vægi tilraunarinnar. Einkum átti þetta við um erfiðustu viðfangs- efnin, hraða ljóss, spennufall í rafþræði og eðlisþyngd lofts. Allt var reiknað upp á fjóra desimala í lógaritmum og hafði hver til- raun sínar grundvallarformúlur, sem fyrst varð að sanna, Q.e.d. Einsteinarnir, Thoroddsenbræð- ur, Bragi Freymóðs og Gvendur heljartönn unnu þetta vel og gerðu mismunandi útgáfur, með samsvarandi tölum og skýringum á misræmi. Nú sátum við og lás- um til fimm um morguninn og ég átti að vera í fyrri önn. Gat þá enginn vakið mig og reyndu margir og fengu sumir á baukinn. Hafði ég þá, sem oftar, haft tvö vasakföt með vekjaraklukku inn- an í við höfðalag. Loks klukkan 9.30 kemur skólameistari og býð- ur mér að koma strax á kennara- stofu. Flýtti ég mér í fötin og nið- ur með lífið í lúkunum og hjartað í brókunum. Þar biðu mín Trausti kennari og Steinþór Sig- urðsson prófdómari úr MR. Hélt meistari yfir mér ræðu um óvirðu sýnda skóla og misþyrmingu á bekkjarfélögum sem voru víst blóðgaðir. Taldi hann athæfi mitt varða brottrekstri, sem raunar væri ekki óþekkt fyrirbæri í minni ætt. Hefði þó prófdómari beðið mér griða og þeir sam- þykkt að leyfa mér í próf á stund- inni í miðri önn. Skyldi ég draga einn af þremur miðum úr brún- um Moggaumbúðum. Dró ég loftið, en hin voru ljóshraðinn og spennufallið. Meistari fussaði eitthvað um að lukkan héldi sig fast við þetta Heiðarhyski, en þó væri það ekki allt svo bölvað. Bað ég um leyfi til að fara upp á herbergi að ná mér í ritföng. Ís-Björn. Allar myndirnar eru úr Meistari kom með mér og stóð fyrir utan hálflokaðar dyrnar og reyndi ekkert að kíkja inn, bless- aður heiðurskarlinn. Lét ég greipar sópa um borðið og skrif- aði niður formúlu og tölur Ein- steinanna, og þurrkaði á þerri- blaðsrönd. Hitt prófið var kalk- klóríð sem var barnaleikur. Fékk ég fyrstu einkunn, en ekki brott- rekstur. Hér var það góðvild manna sem gerði gæfumuninn, eins og oftar. Þannig var minn námsferill blómum stráður með blóðugum þyrnum á milli. Þó stendur minning skólaáranna ennþá í björtum ljóma, bekkjar- systkini öll og skólinn sjálfur. Situr ofar Sigurhædum sannlega prúður menntastóll. Upplýstur af fagurfræðum, Freyjuefnum og öðrum gæðum. Sá var okkar segulpóll. “ Og þá víkur sögunni vestur um haf til Kanada. I starfi stnu sem læknir hefur Björn upplifað ýmislegt, sumt ánægjulegt og sumt skemmtilegt en annað mið- ur eftirsóknarvert, eins og gengur. í kaflanum hér á eftir greinir Björn frá atviki sem hafði mikil áhrif á hann; „hryllilegu atviki“ eins og hann orðar það sjálfur: Líknardauðinn „Milli jóla og nýárs fyrsta vetur- inn minn í Benító kom hryllilegt atvik fyrir, sem hafði varanleg áhrif á mig og ekki hefur verið geipað um, fyrr en ég sagði frá því í Ríkisútvarpinu í febrúar 1989. Blindbylur hafði geysað nokkra daga svo þjóðvegir voru nær ófærir og aðrir vegir algjör- lega. Þá fæ ég kall frá bæ syðst á heiðinni, fyrir utan skipulags- svæðið. Var ég beðinn að koma eins fljótt og unnt væri að reyna að linna þrautir manns nokkurs, sem mér var kunnugt um. Mín yrði beðið með hest og sleða við afleggjarann hjá Agnesarvatni. Nú var ekið af stað upp á heið- ina, framhjá Alpænbúðinni, eft- ir fangaveginum og inn í myrk- viðinn. Vegurinn var nær ófær, grenjandi stórhríð og skafningur svo varla sást út úr augum. Þykk- ir skaflafingur teygðu sig á ská yfir veginn. Nýi Fordinn minn af Monarchgerð var rekinn í skafl- ana á fullri ferð, eins og snjóýta, og tókst mér að þjösnast svona áfram niður að vatninu. Þar beið bóndi, dúðaður í feldúlpu, loð- hatt og hanska, með lítinn opinn sleða, yfirbyggðan að framan upp að mitti. Bjarnarskinn og þykk, vatteruð ábreiða voru í honum og sæti að aftan. Gríðarstór hest- ur stóð fyrir. bókinni. Dauðahljóð Við komum okkur fvrir með tösku mína undir feldinum, en engin hlíf var fyrir augum önnur en húfukaskeitið. Viðókum aust- ur með vatninu, framhjá Tycho Peterson, síðasta bænum innan byggðarinnar, og út í skóginn. Þar var ekki skafningur heldur drungalegur þytur í trjánum og þykkar snjóflygsur fuku af greni- trjánum og bættust við hríðina. Skyggni var því ekkert. Stundum sást einstaka trjábolur, slútandi, snjóþung grein. Það umdi draugalega í trjánum. Hesturinn fetaði sig áfram hiklaus og ákvcð- inn. Við ókum eina fimm kíló- metra gegnum skóginn. Brátt fóru óhugnanleg hljóð að bland- ast við vindkviðurnar og storm- gnýinn í trjánum. Hljóðin heyrð- ust með stuttu millibili. Þau risu og hnigu með rokunum, en urðu greinilegri eftir því sem nær dró. Þetta voru óp mannsins sem beið okkar deyjandi í kofanum. Þau læstust um merg og bein, svo hrollur fór um mann allan. Líkt og Trölladansinn í „Per Gynt“. Þegar inn var komið urðu þau að æpandi öskri, sem ætlaði að sprengja hlustir manns, og níst- ust um hjartað. Ópin komu úr innsta herberginu, inn af eldhúsi og smástofu. Fólkið stóð í hnapp í stofunni, nema bóndi og húsmóðir sem aðstoðuðu mig úr klepruðum snjófötunum. Taskan mín var ennþá volg undan feldin- um. Vonleysis- og óttasvipur skein úr andlitum fólksins. Þarna voru eldri hjón, foreldrar mannsins, og tvö börn. Þau áttu sér engrar undankomu auðið og hinn þjáði ekki heldur. Mér var vísað til sjúklingsins í þröngri herbergiskytru. Hann var maður á sjötugsaldri reistur upp við dogg á mörgum koddum í rúmi sínu. Handleggirnir á hon- um voru beinir og ýtti hann með krepptum hnefum ofan í dýnuna. Skerandi ópin komu á nokkurra sekúndna fresti og voru vægast sagt óbærileg, komin af enn óbærilegri kvölum. Þau voru engu lík. Helst væri þó hægt að bera þau saman við „cris cere- bral“ ungbarna með heilahimnu- bólgu, í margfölduðu magni. Sjúkrasagan var mér kunn. Ég hafði greint heilaæxli og sent hann til heilaskurðlæknis míns í Winnipeg. Hann fann óskurð- tækt, illkynja æxli, og gerði afþrýstingu eða dekompressíón, til að minnka þrýstinginn. Höfuðkúpan bungaði öll út hægra megin því beinplatan hafði ekki verið fest, en hársvörðurinn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.