Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 íspan auglýsir: Spegia-súlur • Spegla-flísar • Speglar í plaströmmum Speglar með myndum • Smellurammar • Speglar skornir eftir óskum • Plexygler ISPAN HF. Norðurgötu 55 Símar: 96-22688 og 96-22333. Þingsályktunartillaga Björns Vals Gíslasonar á Alþingi: Eyjaflarðarsvæðið verði miðstöð rann- sókna og fræðslu í sjávarútvegi Björn Valur Gíslason, vara- þingmaður Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, situr nú á Alþingi fyrir Steingrím J. Sigfússon. Björn Valur lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu um efl- ingu Akureyrar og Eyjafjarð- arsvæðisins sem miðstöðvar fræðslu og rannsókna á sviði sjávarútvegs. Björn Valur leggur til að Alþingi feli ríkisstjórninni að láta gera tímasetta áætlun sem miði að uppbyggingu sjávarútvegs- brautar Háskólans á Akureyri og sjávarútvegsbrautarinnar á Dal- vík og eflingu hvers kyns rann- sókna- og þróunarstarfsemi á svæðinu. „Fiskveiðar og vinnsla hafa til langs tíma verið ein mikilvægasta undirstaða atvinnulífs við Eyja- fjörð líkt og annars staðar í land- inu. Hvergi hefur þó vöxtur sjáv- arútvegsfyrirtækja orðið meiri á síðustu árum en á þessu svæði, þrátt fyrir að ástand sjávar úl af Norðurlandi hafi verið mjög óhagstætt til margra ára,“ segir Björn Valur í greinargerð sinni. Hann bendir á að frá Eyjafirði séu gerðir út um 20 togarar, auk mikils flota nóta- og rækjuskipa og annarra báta. Sameiginlega liafi þessi floti skapað mikla fjöl- breytni í vinnslu sjávarafurða á Eyjafjarðarsvæðinu. Björn Valur segir að í kjölfar stíganda á þessu UR Til jólanna ódýrt frá bensínstöðvum ESSO Litaðar Ijósaperur, barnasleðar, snjóþotur, vasatölvur 5 geröir, útiljósaseríur og skautar á alla fjölskylduna. SJONAUKAR 7x35 kr. 3425,- 10x50 kr. 4560,- einfaldír sjónaukar 3 gerðir verð frá kr. 2850,- L.\ MicraMachinES w BARNALEIKFONG heill heimur útaf fyrir sig. Aöventuljós Stjörnur m/ljósi Ljósaseríur Jólatré Topparoa kúlur á jólatré -NESTIH Gleðilegjól VEGANESTI V/HÖRGÁRBRAUT SÍMI 22880 ESSO V/LEIRUVEG SÍMI 21440 ESSO TRYGGVABRAUT 14 SÍMI 21715 Björn Valur Gíslason. sviði hafi ýmis þjónuslufyrirtæki fest sig í sessi á svæðinu. Þar megi benda á Slippstöðina, Sæ- plast og Fiskmiðlun Norður- lands. Möguleikar til náms tengdu sjávarútveginum eru fyrir hendi á Eyjafjarðarsvæðinu. Á Dalvík eru um 30 nemendur í stýri- Annalísa eftir Ib. H. Cavling Enn á ný kemur út bók eftir hinn sívinsæla danska höf- und Ib. H. Cavling, sem vart þarf að kynna íslensk- um lesendum, svo þekktar og vinsælar eru bækur hans hér á landi. Verö aðeins kr. 1.885. Bókaútgáfan HILDUR mannaskóla og þá er fiskvinnslu- skóli nýlega tekinn til starfa á staðnum. Björn Valur víkur ein- nig í greinargerð sinni að sjávar- útvegsbraut Háskólans á Akur- eyri og segir miklar vonir bundn- ar við þessa deild meðal þeirra sem starfi við sjávarútveginn í landinu. „Markmið sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri er að mennta einstaklinga í öllum undirstöðuatriðum íslensks sjáv- arútvegs og þjálfa þá í beitingu faglegra vinnubragða við stefnu- mörkun, ákvarðanatöku og stjórnun í greininni. Er þetta í fyrsta sinn sem kennsla í sjávar- útvegsfræðum fer fram hér á landi. Jafnframt er nú verið að opna útibú Hafrannsóknastofnunar á Akureyri auk þess sem Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins er þar fyrir. Ljóst er að samstarf þessara stofnana og annarra ókominna fyrirtækja í sjávarút- vegi, veröur í framtíðinni að vera mjög náið. Þess vegna er mjög áríðandi að efla rannsóknastofn- anir sjávarútvegsins í Eyjafirði og beina áframhaldandi uppbygg- ingu slíkra stofnana á þetta svæði,“ segir Björn Valur. „Eins og hér hefur komið fram er fjölbreytt atvinnulíf í sjávar- útvegi við Eyjafjörð og töluvert um nýjungar á mörgum sviðum varðandi þessa atvinnugrein. Það hlýtur því að vera freistandi fyrir stjórnvöld sem á annað borð kenna sig viö byggðastefnu að vera af fullum krafti með í þess- ari uppbyggingu og nýta sér alla þá reynslu og þekkingu sem fyrir er á þessu svæði í sjávarútvegi," bætir hann við. Björn Valur segir í lok greinar- gerðar sinnar að hann telji það þjóðhagslega hagkvæmt að gott samstarf sé á milli stofnana ríkis- ins á sviði sjávarútvegs og fyrir- tækja í grcininni. Þetta eigi ekki síst við á tímum umræðu um ísland og Evrópubandalagið. Þess vegna sé íslendingum nauð- synlegt að nýta sér þá þekkingu sem til er í landinu á þáttum sjáv- arútvegsins að þeir nái að verjast ásókn erlendra þjoða í þessa atvinnugrein og standast harðn- andi samkeppni. Gera eigi Akur- eyri og Eyjafjörð að höfuðvígi fræðslu og rannsókna á þessu sviði enda mjög mikilvægt að slík miðstöð verði í framtíðinni þar sem þekking og reynsla á útveg- inum fari saman og allar ytri aðstæður séu hagstæðar. „Því er lagt til að ríkisstjórnin geri nú sem fyrst áætlun um upp- byggingu á slíkri miðstöð sjávar- útvegsins í Eyjafirði og verði sú áætlun lögð fyrir Alþingi fyrir lok þessa kjörtímabils." JOH LEGO - PLAYMO - FISHER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY ANGORA Nærfötin frá Fínull, hlíleg gjöf. M Leikfangamarkaburinn Hatnarstræti 96 sími 27744 BÍLABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MODEL - RAMBÖ~

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.