Dagur - 19.12.1990, Page 20
Jólatré 02 skógræktarstarfíð.
greinar ð*
Sölustaðir í göngugötu og Kjarnaskógi Sk^ræktarféiag
Opið á sunnudaginn frá kl. 13-18 í Kjarna. Eyfirðinga.
Miklilax hf.
Boranimar báru árangur
„Við hefðum svo sem viljað fá
ennþá meira, en fengum á
endanum 30 sekúndulítra af 75
stiga heitu vatni og það er t.d.
meira en Siglfirðingar hafa,“
sagði Reynir Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Miklalax í
Fljótum, en borunum eftir
Kaldbakur hf.:
Nægur fiskur
út þessa viku
- skólafólk
hleypur undir bagga
Gert er ráð fyrir að vinnslu
Ijúki hjá Kaldbaki hf. á Greni-
vík nk. föstudag. Frosti land-
aði um 60 tonnum í fyrradag
og verið er að vinna þann afla.
Þetta var síðasti túr skipsins
fyrir jól. Sjöfnin fór í sinn
fyrsta róður á línu í vikunni og
var væntanleg inn til löndunar
í gærkvöld.
Hrafnhildur Áskelsdóttir,
verkstjóri í vinnslusal Kaldbaks,
sagði að mikil og jöfn vinna hafi
verið að undanförnu og í raun
hafi ekki nema einn og hálfur
dagur fallið úr í vinnslunni allt frá
því sl. vor. Vinnslusalurinn er nú
fullmannaður og að auki hefur
skólafólk, sem komið er í jólafrí,
hlaupið undir bagga síðustu
daga.
Hrafnhildur sagði ekki alveg
Ijóst hvort unnið yrði milli jóla og
nýárs, það myndi koma í Ijós
undir lok vikunnar. óþh
góð sala þetta árið
heitu vatni að Lambareykjum
með bori Jarðborana ríkisins
er nú lokið.
Þetta heita vatn verður tengt
inn á kerfi matfiskeldisins, en
hingað til hefur ekkert heitt vatn
verið notað við það. Að sögn
Reynis eykur það vaxtarhraða
fisksins að hækka hitastigið í
kerunum og bætir þar með fram-
leiðslugetu stöðvarinnar.
Sölu lax á þessu ári frá Mikla-
laxi er nú lokið og segir Reynir
allt hafa selst sem átti að seljast
og ágætis verð fengist fyrir.
„Þetta kemur ekki út sem neitt
stórgróðaár, enda eruni við á
miðri leið með að ná fullri fram-
leiðslu og ekki nema 18 mánuðir
síðan við hófum áframeldi.
Næsta ár verður framleiðslan
u.þ.b. helmingi meiri en í ár og
’92 verðum við komnir í fulla
framleiðslu," sagði Reynir. SBG 1
Búnaðarbanki Islands á Akureyri varð 60 ára í gær. Viðskiptavinir fengu léttar veitingar og konfekt í tilefni dagsins
og var það ekki síst vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Mynd: Golli
Loðnuleiðangur Árna Friðrikssonar RE fyrir Norðurlandi:
Dökkt útlit með veiðar eftir áramót
Mikið þarf að bætast við
loðnustofninn við ísland svo
óhætt sé að hefja veiðar eftir
áramót. Niðurstaða loðnu-
leiðangurs Árna Friðrikssonar
RE er að hrygningarstofninn
fyrir norðan land sé um 370
þúsund tonn, og telur Sveinn
Sveinbjörnsson leiðangurs-
stjóri útilokað að veiðar hefjist
eftir áramót nema mikil viðbót
komi til sögunnar.
Árni Friðriksson fór yfir stórt
hafsvæði fyrir norðan land, og
fannst loðna á svæði sem nær 10
til 15 mílur austur af Kolbeinsey
vestur undir Strandagrunn.
Loðnan var stór og falleg austast
á svæðinu, en mjög blönduð og
nánast eintóm smáloðna vestast.
Rannsóknarskipið fór yfir stærsta
hluta göngunnar. og ættu niður-
stöður því að vera áreiðanlegar.
Leit er lokið fyrir áramót.
„Þetta staðfestir fyrri niður-
stöður um að stofninn virðist
vera lítill. Ef ekkert nýtt bætist
við líst mér ekki á veiðar eftir
áramótin. Það mældist ekki einu
sinni eins stór stofn og við viljum
láta hrygna. Það er hugsanlegt að
eitthvað svipað gerist og í fyrra,
að loðnan hafi ekki öll fundist, en
aðstæður hafa þó verið betri en
síðasta vetur, þá komumst við
Konráð Alfreðsson um fiskverðsákvörðun yfirnefndar Verðlagsráðs:
„í algjöm andstöðu við vilja sjómanna“
- félagar í Sjómannafélagi EyjaQarðar greiða atkvæði
um sjómannasamningana 28. desember nk.
„Þetta er í algjörri andstöðu
við vilja sjómanna. Mér flnnst
skrítið að skuli vera frjálst flsk-
verð á sumum tegundum, en
ekki öðrum,“ segir Konráð
Alfreðsson hjá Sjómannafélagi
Eyjafjarðar, í tilefni af ákvörð-
un yflrnefndar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins um nýtt lág-
marksverð á fiski fyrir tímabil-
ið 1. desember sl. til 15. sept-
ember nk.
Sjómenn höfðu lagt mikla
áherslu á að fiskverö yrði gefið
frjálst og því segir Konráð að
þessi ákvörðun sé þeim ekki að
skapi.
Ákveðin var 2,83% hækkun á
lágmarksverði frá 1. desembersl.
og 2,5% hækkun 1. márs 1991.
Síðan er gert ráð fyrir 2% hækk-
un 1. júní, þó með þeim fyrirvara
að ef laun hækka þá meira en
nemur 2% áskilur yfirnefndin sér
rétt til að endurskoða fiskverðs-
hækkunina frá sama tíma.
Konráð segist fastlega gera ráð
fyrir að sjómenn hafi þessa fisk-
verðsákvörðun yfirnefndar í
huga þegar þeir greiða atkvæði
um sjómannasamningana á
félagsfundi í Sjómannafélagi
Eyjafjarðar 28. desember nk. á
Akureyri. Atkvæði þeirra, sem
eru á bátakjarasamningum,
verða talin í Reykjavík 4. janúar
en atkvæði sjómanna á stóru tog-
urunum, Kaldbaki, Harðbaki og
Svalbaki, verða talin hér nyrðra.
Konráð segir að um 370 sjó-
menn hafi rétt til að greiða
atkvæði um samningana á félags-
svæði Sjómannafélags Eyjafjarð-
ar. Hann segist vonast eftir góðri
fundarsókn, en þó geti sett strik í
reikninginn að skip verði send á
sjó strax að kvöldi annars dags
jóla. „Við erum ekkert sáttir við
það, að minnsta kosti ekki hvað
varðar frystiskip sem hafa ekki
komið í land síðan í nóvember,"
sagði Konráð.
Þeir sjómenn af svæðinu sem
verða á sjó 28. desember munu
eiga þess kost að greiða atkvæði
úti á sjó og senda þau inn á fund-
inn á Akureyri. óþh
Ný og betri slysadeild við FSA:
„Ekki þarf að hlaupa með
bráðatilfelli um ailan spítala“
Ný slysadeild verður tekin í
notkun við Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri 1. apríl á
nýju ári. Húsnæðið er nýtt og
einnig verður breyting á starfs-
sviði deildarinnar. Fjórðungs-
sjúkrahúsið anglýsir því nokkr-
ar nýjar stöður við deildina til
að geta annast stórum um-
fangsmeira verksvið.
Að sögn Inga Björnssonar,
framkvæmdastjóra FSA, er hér
um að ræða 400 fermetra hús-
næði í nýju viðbyggingunni, sem
er það síðasta sem verður tekið í
notkun undir sjúkradeildir.
„Nýja slysadeildin verður mun
sjálfstæðari en sú gamla og verið
er að kaupa ný tæki að upphæð
kr. 4 miljónir til að gera hana
betur úr garði. Mönnun á deild-
inni í dag er sem hluti af mönnun
á öðrum deildum, en þá er hún
verður komin á nýja staðinn
verður hún mönnuð sérstaklega.
Allir möguleikar breytast til hins
betra og ekki þarf að hlaupa með
bráðatilfelli um allan spítala.
Júlíus Gestsson, yfirlæknir bækl-
unardeildar, verður yfirlæknir
nýju slysadeildarinnar jafnframt
því að gegna stöðu yfirlæknis á
bæklunardeild. Stöður við nýju
slysadeildina verða fimmtán og
því koma til 6-7 nýráðningar á
hjúkrunarfræðingum, aðstoðar-
lækni, starfsstúlkum og móttöku-
riturum,“ sagði Ingi Björnsson.
ój
ekki yfir eins stórt svæði vegna
hafíss," segir Sveinn.
I samtali við Svein kom fram
að oftast mældist meira af loðnu í
janúar en á haustin, en til að
veiðar geti hafist eftir áramót
verður mikil viðbót að koma til,
eigi veiðar aö geta hafist í ein-
hverjum mæli. Síðasta vetur
veiddust rúmlega 600 þúsund
tonn af loðnu eftir áramót við
ísland. Það sem af er vetrinum
hafa um 80 þúsund tonn komið á
land, en á sama tíma í fyrra brást
haustloðnan einnig að mestu
leyti.
„Það þarf verulega mikið að
bætast við svo við fáum einhverja
umtalsverða vertíð. Miðað við
reynslu fyrri ára er best að segja
sem minnst um hvað geti gerst,
en það sem við höfum komist að
í descmber staðfestir fyrri niður-
stöður. Við höfum ekki fundið
neina viðbót, en þann 2. janúar
verður farið til leitar á báðum
skipum Hafrannsóknastofnunar.
Ef ekkert bætist við munum við
ekki leggja til frekari veiðar, því
við viljum ekki ganga nærri
hrygningarstofninum svo mögu-
leiki verði aö fá árganga síðar. Ef
við ætlum að veiða 800 þúsund
tonn þurfa um 700 þúsund tonn
að bætast við það sem fyrir er,“
segir Sveinn. EHB