Dagur - 03.01.1991, Síða 5

Dagur - 03.01.1991, Síða 5
Fimmtudagur 3. janúar 1991 - DAGUR - 5 ingin er ágætlega unnin og þótt margir séu kynntir til sögunnar með hjálp niðjatalsins er það gert á svo skemmtilegan hátt að kynn- ingin verður aldrei langdregin. Brátt upphefst hin fjörlegasta flækja. Övæntur gestur sem gengst við því að vera frændi frá Ameríku skýtur upp kollinum svo og verðmæt Guðbrands- biblía. Samkomulagið reynist oft ekki upp á það besta hjá ætt- ingjunum sem er litríkur hópur úr flestum stéttum þjóðfélagsins. Slík átök endurspeglast hvað best í átökum Hallgríms ráðuneytis- sljóra og óreglumannsins Arngríms, en bræðurnir eru kostulegar andstæður. Og áfram er vefurinn spunninn. Ást og græðgi kvikna, gleði og reiði tak- ast á, drykkjuskapur og misskiln- ingur blómstra svo úr verður ákaflega fjörugt ættarmót, svo ekki sé meira sagt. Farsakenndar uppákomur eru keyrðar í gegn og hámarki nær fáránleikinn við afhjúpun brjóstmyndar af Hall- grími ættföður. Lausnin birtist síðan þegar flett er ofan af svika- hrappi og atvikum þar á eftir að undangengnum miklum hama- gangi. Ættarmótið er vissulcga ramm- íslenskt verk en þó formúlufarsi með kunnuglegum týpum og atr- iðum. Handrit Böðvars er ekki tilkomumikið og leikritið skilur ekki mikið eftir sig, en það er óneitanlega smellið. Nokkuð er um lausa enda í handritinu, t.d. virðist biblíumálið hreinlega gleymast. Sýning Leikfélags Akureyrar tókst með ágætum, reyndar frábærlega vel á köflum. Farsinn var keyrður hratt og örugglega áfram, hvergi dauðir punktar eða klúðursleg atriði. Leikendur voru með allt sitt á hreinu og höfðu gteinilega mikla ánægju af þessu sjónarspili. í gegnum grínið mátti greina Arngrímur hinn beiski (Árni Valur Viggóson) heilsar ráðuneytisstjóranum (Björn Björnsson), eiginkona Arngríms (Nanna Ingibjörg Jónsdóttir) fylgist með. ýmsa ádeilubrodda, enda ekki við öðru að búast af Böðvars hálfu. Þar má nefna hinn spillta ráðuneytisstjóra, græðgi og völd haldast í hendur, stimpilinn: Einu sinni þjófur ávallt þjófur, sem Arngrímur mátti þola, og blinda undirgefni okkar í garð þeirra sem koma frá Ameríku, en þó ekki svertingja. Kynþátta- fordómarnir eru vissulega til staðar. Práinn Karlsson leikstjóri hef- ur náð Jifar góðum tökum á verki Böðvars og það ekki í fyrsta sinn (sbr. Er það einleikið?, Dysin og Fátækt fólk). Hann á stóran þátt í því að sýningin skuli ganga svona geypilega hratt, fjörlega og hnökralaust fyrir sig. Leikmynd Gylfa Gíslasonar var haganlega gerð með tilliti til skiptinga og hann brá upp trú- verðugri mynd af fremur subbu- legu félagsheimili. Ef ég hengi mig í ítrustu raunsæiskröfur verð ég þó að segja að leikmyndin náði ekki að skapa andrúmsloft í samræmi við þann fjölda gesta sem þarna átti að vera en ástæð- urnar eru vel skiljanlegar. Búning- arnir voru sömuleiðis trúverð- ugir og endurspegluðu þeir stétt og stöðu viðkomandi týpu. Lýsing Ingvars virtist einföld og tilþrifalítil en örugg. Þó brá mér er smellur kvað við og snögglega varð mikið ljósahaf á túninu. Stðan kom í Ijós að þetta átti að tákna sólskinið en ansi fannst mér það bresta snöggt á. Tónlist Jakobs Frímanns er virkilega grípandi og skemmti- leg. Hins vegar var hljómburður- inn ekkert sérstakur og tónlistin æði niðursoðin á köflum. Ég gat þess hér í upphafi að margir hefðu unnið sætan sigur í kvikmyndorýni I) Umsjón: Jón Hjaltason Kvikmyndaeftirlitið, hræddara við tippi en morð? Borgarbíó sýnir: Vclmennið 2 (Robocop 2). I.cikstjóri: Irvin Kershner Aðalhlutverk: Peter Weller og Nancy Allen. Orion Picture 1990. Vélmennið 2 er um tvö vélmenni og hvernig þau reyna að fyrir- korna hvoru öðru. Annað er gott hitt er vont. Annað drepur aðeins vonda menn hitt drepur allt er hrærist. Annað starfar hjá lögreglunni hitt hjá samvisku- lausum stórkapitalistum. Hvor- ugt þessara vélmenna eru þó vél- menni út og í gegn, bæði hafa sál, geta fundið til, hugsað sjálfstætt - og dáið. Vélmennið 2er ekki slík kvik- mynd að hún verðskuldi mörg orð. Á sama hátt og bílar ganga fyrir bensíni gengur hún fyrir blóði og drápum. Myndina á enda eru menn kvaldir, limlestir og myrtir. Fallnir skipta tugum. Hitt er miklu athyglisverðara og vekur upp spurningar um siö- ferði að myndin er ekki bönnuð öðrum en börnum innan 14 ára aldurs. Getur verið að kvik- myndaeftirlitið hafi ekki kornið auga á ógeðslegheitin í Vélmenn- inu eða var það á útkíkki eftir nöktum brjóstum til að fá ástæðu til að banna myndina innan 16 ára? Er það virkilega orðið svo að kvikmyndaeftirlitið meti „skaðsemi“ kvikmynda fremur út frá kynlífi en ofbeldi? Hvað er svona hættulegt við að sjá nakiö par láta vel hvort að öðru? Getur það verið varasamara ungu fólki að sjá ástleitna konu gæla við karlmann eða að sjá þessa sömu konu drepa karlinn? Hvers konar öfuguggaháttur ræður því að 15 ára unglingi er talið hollara að sjá lifandi mann ristan upp en að fylgjast með samræði? Er kvölin svona miklu hættuminni en ástar- leikurinn? Það er svo sannarlega kominn tími lil að kvikmyndaeftirlit ríkis- ins geri grein fyrir þeim vinnu- reglum er það starfar eftir. Ekki veröur betur séð en að nefndar- menn séu orðnir meira og minna sljóir fyrir ofbeldi og morðum, um það er Vélmennið 2 gott dæmi. Á hinn bóginn lítur þetta sama fólk bersýnilega á það sem höfuðsynd að kvenmaður beri brjóst sín á hvíta tjaldinu, hvað þá ef eitthvað frekar er aðhafst á kynlífssviðinu. Mér er spurn; hvað ræður þessari afstöðu? Kalt stál Borgarbíó sýnir: Kult stál (Blue Stcel). Leikstjóri: Kathryn Bigelow Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis og Kon Silver. Vestion Pictures 1990. Kalt stál er spennumynd, þó ekki hefðbundin. Jamie Lee Curtis leikur lögreglukonu. Hún er nýútskrifuð úr lögregluskólanum og lífið brosir við henni. En áður en við verður litið hefur lögreglu- konan unga flækt sig í örlagavef og kóngulóin færir sig nær að gefa henni náðarstunguna. Meginstyrkur þessarar nýjustu kvikmyndar leikstjórans Kathryn Bigelow er hin sálræna spenna. Bíófarinn veit nánast frá upphafi hver fjöldamorðinginn er. Curtis leggur lag sitt við hann (Ron Silver) án þess þó að átta sig strax á geðveilu hans. Og þegar loks rennur upp fyrir henni að morð- itiginn, sem hún leitar að, er eng- inn annar en verðandi elskhugi hennar hefst annar kapituli í þrautasögu hennar. Hinni sálrænu spennu linnir ekki því að nánast enginn fæst til að trúa Curtis og Silver gengur áfram laus. Upp frá þessu byrjar hann að ofsækja lögreglukonuna sem er nánast varnarlaus gagn- vart honum. Inn í þetta fléttast bernskuvandamál Curtis. Hún er upp á kant við föður sinn sem hefur farið illa með eiginkonu sína og móður Curtis. Þannig læðir Bigelow því að bíófaranum að Curtis hafi orðið lögreglu- þjónn til þess að geta hefnt sín á karlmönnum. Fyrir vikið er mað- ur aldrei alveg viss um konuna en vandséð er út á hvaða villubraut hún getur leiðst. þessari uppfærslu og kannski er sigur Björns Björnssonar, áhuga- leikara frá Dalvík, hvað sætastur. Hann fer á kostum í hlutverki ráðuneytisstjórans og ef hann er ekki fæddur gamanleikari þá veit ég ekki hvað felst í hugtakinu. Björn ólmast ákaflega sýninguna út í gegn án þess að fatast flugið og hann skapar kostulegustu persónuna í þessum farsa. Sunna Borg er líka sérlega skemmtileg í hlutverki Jónu görnlu landabruggara og inn- koma hennar vekur ávallt kátínu. Árni Valur Viggósson túlkar beiskan óreglumann á trúverðug- an hátt, enda er hann hér í kunnuglegu hlutverki og bætir svo sent engu við fyrri túlkanir á hliðstæðum persónum. Björn Ingi Hilmarsson gerir Magnúsi óðalsbónda góð skil, en ansi er persónan nú ýkt, bæði hvað varð- ar klæðaburð og atferli. Ýkjurnar falla þó vel að farsanum. Valgeir Skagfjörð og Ragn- hildur Gísladóttir eru burðarásar í helstu fléttunni. Ekki hafði ég búist við að Ragnhildur gerði miklar rósir í hlutverki Ingibjarg- ar enda hafði hún virkað ansi stíf á æfingu. En henni tókst að gæða persónuna mýkt og flutti sína rullu örugglega. Sennilega er það rétt sem faðir hennar sagði að stúlkan er gædd leikrænum hæfi- leikum. Hæfileikar Valgeirs eru ótvíræðir og er Harry/Haukur mjög eftirminnileg persóna. Valgeir er sérlega sannfærandi sem „gangsterinn" en kemur kannski ekki eins vel út í hægari og tilfinningaþrungnari atriðum. En þegar á heildina er litið skipa ég honum á bekk með Birni og Sunnu fyrir ágætan leik. Jón Stefán Kristjánsson á líka lieima í þessum hópi því hann gerir öðlingnum séra Hallgrími skemmtileg skil. Þrátt fyrir galgopaháttinn gengur persónu- sköpunin upp að mínu mati. Rósa Rut Þórisdóttir er einnig nálægt því að komast á bekkinn og er Fríða bæði sannfærandi og kostuleg unglingsstelpa í hennar meðförum. Loks má geta um ágæta frammistöðu systranna ungu, Þórdísar og Guðrúnar Silju Steinarsdætra. Þá er komið að lokahnykknum og ég hefði reyndar getað sparað mér alla þessa vinnu með því að segja einfaldlega: Ættarmótið er afar hröð og skemmtileg sýning, fagmannlega unnin og líkleg til vinsælda. Eg spái því að áhuga- leikfélög eigi eftir að gera verkið langlíft því þótt Ættarmótið skilji ekki mikið eftir sig er skemmtana- gildið ótvírætt. Stefán Sæmundsson Svæðisfélag smábátaeigenda KLETTUR Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel KEA, sunnudaginn 6. janúar kl. 13.00. Fundarefni: Kvótamálin. Stjórnin. Vinningstölur laugardaginn 29. des. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 6 4.940.532.- 2.4 sm r 25 106.859.- 3. 4af5 752 6.128.- 4. 3af 5 26.052 412.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 47.656.347.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 I

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.