Dagur - 03.01.1991, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 3. janúar 1991
íþróttir
Sl. laugardag boðaði íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar til samkomu á Hótel KEA. Þar voru veittir styrkir til íþróttafélaga og
afreksfólks í íþróttum en eins og fram hefur komið er hefur verið rætt um að stofna sérstakan afreks- og styrktarsjóð á Akureyri. A
samkomunni á Hótel KEA fengu fjórir cinstaklingar fjárstyrk en það voru júdómaðurinn Freyr Gauti Sigmundsson og skíðamennirnir
Guðrún H. Kristjánsdóttir, Haukur Eiríksson og Valdi mar Valdemarsson. 5 félögum var einnig veittur styrkur, Golfklúbbi Akureyr-
ar, Sundfélaginu Óðni, Júdódeild KA, Skíðaráði Akureyrar og Akri, íþróttafélagi fatlaðra. Myndin er tekin þegar Gunnar Jónsson,
formaður ráðsins, greindi frá styrkveitingunum. Þá var öllum akureyrskum íþróttamönnum sem urðu Islandsmcistarar á síðasta ári
veittar sérstakar viðurkenningar. Nánar verður sagt frá þessu í blaðinu á morgun. Mynd: Golli
2. flokkur Þórs
Júlíus Tryggvason, fyrirliði b-liðs Þórs hampar sigurlaununum. Mynd: jhb
B-lið Þórs.
Ragnar Sverrisson afhendir syni sínum, Sveri
Bautamótið í innanhússknattspyrnu:
B-lið Þórs reyndist sterkast
- sigraði a-liðið 1:0 í úrslitaleik
B-lið Þórs vann nokkuð
óvæntan sigur á Bautamótinu í
innanhússknattspyrnu sem
fram fór í íþróttahöilinni á
Akureyri sl. sunnudag. Liðið
lagði a-Iið Þórs 1:0 í úrslitum
og það var Axel Vatnsdal sem
skoraði eina mark leiksins. A-
lið KA hafnaði í 3. sæti, sigraði
b-lið KA 11:5 í úrslitaleik.
16 lið mættu til leiks og stóð
mótið yfir allan daginn og fram á
kvöld. Fjölmargir áhorfendur
lögðu leið sína í höllina og fylgd-
ust með og tókst mótið að flestu
leyti vel. Þó hitnaði vel í kolun-
um þegar a-lið KA og b-lið Þórs
áttust við og fékk einn leikmanna.
KA að sjá rauða spjaldið fyrir
brot skömmu fyrir leikslok. Sá
dómur var í meira lagi hæpinn og
í framhaldinu fékk annar
leikmaður KA að sjá rauða
spjaldið eftir grófa framkomu við
dómara. Spillti þessi uppákoma
fyrir annars ágætlega heppnuðu
móti.
Úrslit í einstökum leikjum
urðu þessi:
D-riðiII
Leiftur-Þór b 2:3
TBA-Reynir b 3:2
Þór b-Reynir b 3:1
Leiftur-TBA 6:1
TBA-Þór b 2:4
Reynir b-Leiftur 1:7
8 iiða úrslit
Þór a-Magni 6:2
HSÞ b-KA b 1:3
KA a-Leiftur 7:1
Reynir a-Þór b 2:4
4 liða úrslit
Þór a-KA b 3:2
KA a-Þór b 2:3
Úrslit um 3. sæti
KA b-KA a 5:11
Úrslit um 1. sæti
Þór b-Þór a 1:0
A-riðiII
UMSE-HSÞ b 3:6
Þór a-SM 4:2
HSÞ b-SM 5:0
UMSE-Þór a 2:3
Þór a-HSÞ b 3:2
SM-UMSE 2:5
B-riðill
Magni-Dalvík 3:0
KA b-Allir sem 1 4:1
Dalvík-Allir sem 1 4:1
Magni-KA b 0:2
KA b-Dalvík 8:3
Allir sem 1-Magni C-riðill 2:1
KA a-VMA 3:1
Reynir a-Norðanáttin 5:2
VMA-Norðanáttin 2:4
KA a-Reynir a 5:1
Reynir a-VMA 3:2
Norðanáttin-KA a 2:7
Skautasvellið á
Akureyri:
Opið kl. 13-16
út þessa viku
Mjög góð aðsókn hefur ver-
ið að skautasvellinu á Akur-
eyri um jólin. Af þeim sök-
um hyggst Skautafélagið
hafa svellið opið fyrir
almenning frá kl. 13-16 út
þessa viku. Þá verða kvöld-
tímarnir óbreyttir sam-
kvæmt dagskrá.
Opnunartími skautasvells-
ins er að sjálfsögðu háður
veðri og vindum. Ef veður er
tvísýnt getur fólk aflað sér
upplýsinga um opnunartíma á
svellinu í símsvara Skauta-
félagsins, 27740.