Dagur - 03.01.1991, Side 9

Dagur - 03.01.1991, Side 9
Fimmtudagur 3. janúar 1991 - DAGUR - 9 Mynd: Golli •i Ragnarssyni JMJ-bikarinn Mynd: JHB JMJ-mótið í handbolta: S ko m m us t e m ni n ingin rifjuð upp 2. ílokkur Þórs sló „þeim gömlu“ við Hið árlega JMJ-mót í hand- knattleik fór fram í íþrótta- skemmunni á Akureyri sl. laug- ardag. Fjögur lið mættu til leiks, þrjú frá Þór og eitt frá KA, og stóð 2. flokkur Þórs uppi sem sigurvegari. Það voru margir gamlir kappar sem drógu fram skóna á laugardag og rifjuðu upp snilldartakta frá fyrri árum en mesta athygli vakti sennilega þátttaka Alfreðs Gíslasonar með „Old Boys“ liði KA og Þorbjörns Jenssonar með „Old Boys“ liði Þórs. Töluverður fjöldi áhorfenda lagði leið sína í skemmuna á laugardaginn og fylgdist með því sem fram fór. Þar gaf að líta marga af þeim köppum sem gerðu garðinn frægan á árum áður og var ekki að sjá að þeir hefðu neinu gleymt þrátt fyrir að flestir væru komnir í annan þyngdarflokk. Eitthvað virðist þó hafa látið undan því í gær fréttist af gamalli kempu úr herbúðum Þórs sem var á leið til læknis. Taldi hann líðan sína svo slæma að hann hlyti að vera brotinn en samkvæmt öruggum heimildum var aðeins um harðsperrur að ræða. Liðin sem tóku þátt voru meistaraflokkur og 2. flokkur Þórs, „Old Boys" lið KA og lið Ragnars Þorvaldssonar sem var skipað yngri „Old Boys“ leik- mönnunr Þórs. 2. flokkur Þórs gerði sér lítið fyrir og vann, tap- aði aðeins einu stigi eins og sést hér á eftir. Ýmsar uppákomur vöktu kátínu áhorfenda, t.d. þegar Halldór Rafnsson færði Ragnari Sverrissyni, kaupmanni og Þórs- ara, KA-handklæði og KA-glas með því skilyrði að þetta yrði mikið notað. Sagðist Ragnar ætla að standa við það loforð og er hann þegar farinn að sjást í sundi með gult og blátt handklæði. Urslit á mótinu urðu þessi: Þór mfl.-Þór 2. fl. 8:8 R.L.-Þór O.B. 7:9 KA O.B.-Þór mfl. 10:9 Þór 2. fl.-R.L. 11:5 Þór O.B.-KA O.B. 8:7 Þór mfl.-R.L. 14:11 Þór 2. fl.-Þór O.B. 10:7 R.L.-KA O.B. 9:8 Þór O.B.-Þór mfl. 10:17 KA O.B.-Þór 2. fl. 9:13 Lokastaða: 1. Þór 2. fl. 7 stig 2. Þór mfl. 5 3. Þór O.B. 4 4.-5. KA O.B. 2 4.-5. R.L. 2 Það var handknattleiksdeild Þórs sem sá um framkvæmd mótsins í samvinnu við Ragnar Sverrisson í JMJ en hann gaf einnig öll verðlaun í mótið. Það voru nokkrir af yngri kynslóðinni sem þurftu að sýna feðrum sínum í tvo heimana. 6 feðgar tóku þátt í mótinu og þeir eru frá vinstri: Jóhann Einarsson og Árni Páll, Ragnar Sverrisson og Sverrir, Benedikt Guðmundsson og Guðmundur, Páll Sigurgeirsson og Aðalsteinn. Sigtryggur Guðlaugsson og Rúnar og loks Guðmundur Svansson og Ingólfur. Mynd: Golli Enska knattspyrnan: Einvígi Iiverpool og Arsenal - C. Palace og Leeds töpuðu - Paul Gascoigne rekinn útaf Ekki fengu leikmenn í Eng- landi langan tíma til að jafna sig eftir áramótin því heil umferð var leikin á nýársdag. Þó var leikur Norwich gegn Nottingham For. í 1. deild á dagskrá 2. janúar. En lítum þá á leiki nýársdagsins. Liverpool tók á móti Leeds Utd. á Anfield og þar var búist við jöfnum leik. Liverpool hafði tapað gegn Crystal Palace á laug- ardaginn, en Leeds Utd. hafði leikið 14 leiki í röð án þess að tapa. Það fór þó á annan veg og Liverpool sigraði 3:0, en leikur- inn var þó jafn og vel leikinn. Liverpool fékk óskastart í leikn- um, strax á 7. mín. sendi David Burrows fyrir mark Leeds Utd. þar sem John Barnes tók við boltanum og skoraði úr þröngu færi. Á eftir fylgdi besti kafli Liverpool í leiknum og Ronnie Rosenthal bætti við öðru marki liðsins með skoti í stöng og inn. Rosenthal lagði síðan upp þriðja mark Liverpool á síðustu mín. leiksins fyrir Ian Rush. Leik- menn Leeds Utd. hefðu þó átt að skora í leiknum, Bruce Grobb- elaar markvörður Liverpool varði mjög vel frá Gary McAllist- er, þrumuskot Glynn Snodin af löngu færi small í þverslá og Steve Nicol bjargaði á línu frá Lee Chapman. En Leeds Utd. varð að játa sig sigrað og Liver- pool hefur nýja árið með glæsi- brag. Arsenal fylgir Liverpool eftir sem skugginn og liðið náði mjög mikilvægum sigri á útivelli gegn Man. City. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Niall Quinn var óheppinn að ná ekki forystu fyrir City, náði Alan Smith að skora eina mark leiksins fyrir Arsenal á 59. mín. eftir horn- spyrnu. Leikurinn var frekar slakur, en sigur Arsenal góður þar sem liðið leikur án Tony Adams og David O'Leary varð að fara útaf meiddur í fyrri hálf- leik. Dave Hillier kom inná í hans stað og lék vel. Eftir gott gengi að undanförnu varð Crystal Palace að láta í minni pokann fyrir Aston Villa. David Platt og Paul McGrath léku mjög vel fyrir Villa í leikn- um. Platt náði forystu fyrir Villa með marki úr vítaspyrnu rétt eft- ir hlé og hann bætti síðara mark- inu við 10 mín. fyrir leikslok eftir langa markspyrnu varamarkvarð- ar Villa Lee Butler. Butler lék vel í markinu hjá Villa og greip oft vel inní leikinn. Everton vann sinn þriðja sigur í röð er liðið lagði Chelsea að velli og Everton virðist vera að komast í sitt gamla form. Kevin Wilson náði þó forystunni fyrir Chelsea á 10. mín. með góðu marki, en Graeme Sharp jafnaði fyrir Everton aðeins 3 mín. síðar. Sigurmark Everton kom síðan á 5. mín. síðari hálfleiks er Jason Cundy miðvörður Chelsea sendi boltann í eigið mark eftir fasta sendingu Pat Nevin fyrir markið. Chelsea sótti mjög það sem eftir var leiks, en Everton stóðst allar árásir liðsins af öryggi. Sheffield Utd. er enn á botni deildarinnar þrátt fyrir góðan sig- ur gegn Q.P.R. sem nú er að komast í alvarlega fallhættu. Sheffield-liðið var þó heppið í leiknum og Roy Wegerle misnot- aði þrjú dauðafæri fyrir Q.P.R. þar af vítaspyrnu 5 mín. eftir að Brian Deane hafði náð forystu fyrir Sheffield á 7. mín. með Paul Gascoigne, stjarna Totten- ham, var rckinn útaf gegn Man. Utd. skalla. Þetta mark Deane reynd- ist sigurmark leiksins og ekki eru öll sund lokuð fyrir Sheffield Utd. að bjarga sér frá falli. Derby og Coventry gerðu 1:1 jafntefli í sínum leik þar sem Mick Harford náði forystu fyrir Derby á 5. mín. og liðið hafði yfirburöi í upphafi leiks. Cyrille Regis náði að jafna fyrir Coventry á 33. mín. og Derby missti undir- tök sín í leiknum. I síðari hálfleik lék Coventry undan sterkum vindi og Kevin Gallacher lagði upp hvert færið af öðru fyrir mið- herja Coventry, en Mark Wright var sem klettur í vörn Derby og kom í veg fyrir að Coventry næði að skora sigurmarkið. Wimbledon bar sigurorð af Luton á heimavelli sínum 2:0. John Fashanu skoraði fyrra mark Wimbledon rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en Alan Cork bætti því síðara við um miðjan síðari hálf- leik. Cork lék sinn 400. leik með Wimbledon og því var við hæfi að hann skoraði í leiknum. Kevin Ball tryggði Sunderland sigurinn gegn Southampton með marki úr vítaspyrnu á fyrstu mín. síðari hálfleiks eftir að brotið var á Colin Pascoe. Leikur Tottenham gegn Man. Utd. hófst ekki fyrr en öðrum leikjum var lokið og þar var um hörkuleik að ræða. Tottenham náði forystu snemma í fyrri hálf- leik er Gary Lineker skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á hendi Mike Phelan eftir skot Paul Allen. En leikmenn Man. Utd. gáfust ekki upp og náðu tökum á leiknum. Steve Bruce náði að jafna fyrir Utd. fyrir leikhlé úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Mark Hughes. Erik Thorstvedt varði mjög vel í marki Tottenham, tvívegis frá Hughes og einnig frá Lee Sharpe. Á 20. mín. síðari hálfleiks var Paul Gascoigne rekinn útaf hjá Tottenham fyrir kjafthátt við dómara leiksins er leikmenn Tottenham vildu fá vítaspyrnu fyrir brot á Lineker. Þrátt fyrir að lið Tottenham væri manni færri virtist liðinu ætla að takast að halda jafnteflinu, en er 5 sek. voru komnar yfir venjulegan leiktíma tókst Brian McClair að skora sigurmark Utd. af stuttu færi eftir undirbúning Hughes. 2. deild • Jimmy Quinn tryggði West Ham sigur á útivelli gegn Bristol Rovers nreð marki undir lok leiksins. • David Hirst og Paul Williams tryggðu Sheffield Wed. sigurinn gegn Middlesbrough. • Oldham varð að sætta sig við 1:1 jafntefli heima gegn New- castle. Þ.L.A.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.