Dagur - 09.01.1991, Blaðsíða 1
> 1 1 /( 1 1 el klæddur fötum frá BERÉ™' errabudin
1 1 |HAFNARSTBÆTI 92 • 602 AKUREYRI • SÍMI96-26708 • BOX 397
Loðnuleitin:
Mikil loðna fyr-
ir austan land
Loðnuskipin sem hafa verið
við loðnuleit fyrir austan land
hafa hætt leitinni og haldið til
lands, flest með fullfermi. Eftir
er að leita betur fyrir Norður-
landi.
Helga II RE 373 er eitt þeirra
skipa sem fengu fullfermi í gær,
þúsund tonn. Skipið hélt til Seyð-
Akureyri:
Mikið atvinnuleysi
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
ræddi um slæmt atvinnuástand
á Akureyri á fundi bæjar-
stjórnar í gær. Samkvæmt
nýjustu tölum frá vinnumiðlun
voru 245 manns á atvinnu-
leysisskrá um áramótin.
Um lítilsháttar fækkun er að
ræða miðað við sama tíma árið
isfjarðar, þar sem landa átti loðn-
unni.
Hermann Ragnarsson, stýri-
maður á Helgu II, segir að vart
hafi orðið við allmikið af loðnu
fyrir Austurlandi. Þeir voru
staddir á Reyðarfjarðardjúpi, um
80 mílur frá landi, þegar fullfermi
fékkst. „Það er loðna eftir öllum
kantinum, talsvert mikil,“ segir
Hermann. „Við hljótum að bíða
og sjá til hvað verður. Annað
hvort verða veiðarnar leyfðar eða
bannaðar fljótlega. Við vorum
fjórtán tíma að taka þessi þúsund
tonn, fengum upp í fimm hundr-
uð tonn í stærsta kastinu. Þarna
var góð veiði, en ég veit ekki
hvað hefði gerst ef þarna hefðu
verið tugir skipa. Það var líka
mjög góð veiði hjá skipum sem
voru austur af Langanesi. Við
vonum að ákvörðun verði tekin í
þessu máli sem allra fyrst,“ segir
hann. EHB
Tré svigna í klakabrynju í görðum á Akureyri.
Mynd: Golli
1989. Úlfhildur benti á að
atvinnuleysi hefði vaxið bæði hjá
landverkafólki og sjómönnum,
og frá vinnumiðlun bærust þær
upplýsingar að mikið af fólki
hefði bæst á skrá eftir áramótin,
einkum ungt fólk. Spurði hún
hvort stjórnarnefnd vinnumiðl-
unar hefði rætt hvað væri til ráða,
ekki síst vegna alvarlegs ástands í
atvinnumálum unglinga.
Heimir Ingimarsson, formaður
atvinnumálanefndar, tók undir
að hann hefði áhyggjur af at-
vinnuleysinu, en menn sæju því
miður ekki mikla möguleika til
aðgerða þessa stundina. EHB
BjarniFriðriksson
kjörinn íþróttamaður
ársins 1990
í gærkvöld voru kunngerð
úrslit í kjöri um íþrótta-
mann ársins á íslandi. Það
var Bjami Friðriksson, júdó-
maður úr Ármanni, sem
varð fyrir valinu og er hann
vel að titlinum kominn enda
stóð hann sig frábærlega á
árinu og varð m.a. tvöfaldur
Norðurlandameistari fyrir
skömmu.
Bjarni Friðriksson hefur um
árabil verið í hópi fremstu
íþróttamanna íslendinga og
verið sterkasti júdómaður
iandsins í meira en áratug.
Hann hefur oftsinnis náð frá-
bærum árangri á alþjóða-
vettvangi, m.a. unnið til
bronsverðlauna á Ólympíu-
leikum. Hann hefur oft verið
framarlega í kjöri um íþrótta-
mann ársins á íslandi en þó
aldrei hlotið titilinn fyrr en nú.
Það eru Samtök íþrótta-
•fréttamanna sem standa að
valinu á íþróttamanni ársins
og var þetta í 35. sinn sem
hann er útnefndur. Nánar
verður sagt frá útnefningunni í
blaðinu á morgun. JHB
Mun meiri hreyfing í nýju höfninni í Grímsey en sjómenn höfðu vonað:
„Hér svæfi engimi rólegur ef gerði aftakaveður“
- segir Haraldur Jóhannsson, skipstjóri
Þrátt fyrir nýja bátahöfn í
Grímsey þurftu sjómenn að
vakta báta sína í óveðrinu síð-
ustu daga. í höfninni voru 14
bátar og slitu nokkrir þeirra af
sér landfestar, svo mikil var
ókyrrðin í höfninni þrátt fyrir
að veðrið væri ekki með því
versta sem gerist í eynni. Þetta
veldur nokkrum vonbrigðum
fyrir Grímseyinga en með
þessu mannvirki höfðu vaknað
vonir um að þeir gætu nú verið
rólegir með báta sína þó veður
versnaði.
Haraldur Jóhannsson, skip-
stjóri í Grímsey, segir meiri
hreyfingu í höfninni en menn hafi
vonað. „í upphafi átti að setja 60
metra viðlegukant bæði sunnan-
og norðanmegin í höfninni en
eftir niðurskurð á fjárveitingum
var aðeins settur 40 metra kantur
að sunnan. Okkur sýnist hins
vegar meiri kyrrð norðanmegin.
Auk þess kemur í ljós að festing-
ar flotbryggjunnar halda henni
ekki ef einhver hreyfing er að
ráði. Þetta kemur því ekki alveg
nógu vel út þó maður sé að öðru
leyti nokkuð ánægður með höfn-
ina,“ sagði Haraldur.
Á sínum tíma voru gerðar
nákvæmar mælingar á þessari
nýju höfn í líkani Hafnamála-
stofnunar í Kópavogi. Haraldur
segist ekki þeirrar skoðunar að
þessar mælingar hafi mistekist að
neinu leyti heldur hafi í þeim
aðeins verið mæld ölduhæð en í
þessum mælingum sé ekki unnt
að taka tillit til strauma og vinds.
„Ég held að Hafnamálastofnun
hafi unnið sitt verk mjög vel og
staðið rétt að sínum mælingum.
Hins vegar er aldrei hægt að gera
svo nákvæmar mælingar að þær
standist 100%,“ segir hann.
Haraldur segist bera ugg í
brjósti gagnvart höfninni og bát-
unum ef gerði aftakaveður í
eynni. í áhlaupinu á dögunum
hafi sumir talið sig merkja hreyf-
ingu á viðlegukantinum og sé svo
gæti kanturinn farið af stað í
verstu veðrum. „Það yrði mjög
alvarlegt ástand og ég vona sann-
arlega að svona slæmt sé málið
ekki. Við hefðum viljað minni
hreyfingu í höfninni og ég hugsa
að ef hér gerði aftakaveður þá
svæfi enginn rólegur í eynni. Það
er ekkert vit í öðru en vakta bát-
ana ef veður fer að versna,“ sagði
Haraldur. JOH
Skíðavertíðin að hefjast í Hlíðarfialli:
Lyftur gangsettar um helgina
jSkíöasvæðið í Hlíðarfjalli
verður opnað næstkomandi
laugardag en þar er nú kominn
sæmilegur snjór, að sögn Ivars
Sigmundssonar forstöðumanns
Skíðastaða. Hann hvetur fólk
til að fara varlega því víða glitt-
ir í urð og grjót, auk þess sem
skyggni er slæmt á þessum
árstíma, en áfram er gert ráð
fyrir norðlægum áttum og élja-
gangi þannig að eitthvað gæti
snjórinn aukist í fjallinu.
Bæjarstjorn Akureyrar sam-
þykkti í gær breytingu á töxt-
um Rafveitu Akureyrar frá 15.
janúar n.k., til samræmis við
nýja gjaldskrá Landsvirkjunar,
sem tók gildi 1. janúar, og fel-
ur í sér hækkun á heildsölu-
verði raforku um 5%. Almenn-
ur taxti hækkar minna en afl-
taxti.
Svanbjörn Sigurðsson, raf-
veitustjóri, segir að gert sé ráð
fyrir að R.A. geti mætt auknum
kostnaði við orkukaup frá Lands-
virkjun ásamt kostnaðarhækkun-
um milli ára með þeirri breytingu
sem orðin er á gjaldskránni.
Hækkunin kemur misjafnlega
„Við stefnum að því að opna á
laugardaginn og hafa opið um
helgina til að byrja með. í raun-
inni er frekar lítill snjór hérna,
þótt ótrúlegt megi virðast, og ég
segi stundum að snjórinn sé allur
í bænum og fjölmiðlum. Við
erum byrjaðir að troða og lag-
færa brautir en ég vil hvetja fólk
til að fara mjög varlega,“ sagði
ívar.
Ekki er víst að allar lyftur
verði í gangi um helgina. Þær eru
í klakabrynju eftir óveðurskafl-
niður á hina ýmsu taxta, en gert
er ráð fyrir að rafveitan verði
rekin með sambærilegum rekstr-
arafgangi á þessu ári og í fyrra.
Minna hlutfall af tekjum RA fari
til beinna orkukaupa en mörg
undanfarin ár.
Almennu taxtarnir A1 og A2
verða sameinaðir í almennan
taxta, Al, en sú breyting hefur í
för með sér lækkun til þjónustu
og smærri iðnaðar. Afltaxtin B1
verður opnaður til annarra kaup-
enda en iðnaðar, auk þess sem
sumar og vetrarverð verður tekið
upp á afltaxta. Almennir taxtar á
Akureyri eru lægri en í Reykja-
vík, en afltaxtar heldur hærri eins
og er. EHB
ann og enn óvíst hvort starfs-
menn Skíðastaða nái að hreinsa
þær allar í tæka tíð.
ívar gat þess að sala á vetrar-
kortum væri að hefjast og eins og
undanfarin ár er boðið upp á
hópafslátt. Fyrirtæki og félaga-
samtök fá verulegan afslátt ef
pöntuð eru vetrarkort fyrir
ákveðinn fjölda. SS
Oddeyrin EA 210:
Kaupir Samheiji
eignarhlut Akur-
eyrarbæjar?
Útgerðarfyrirtækið Sam-
herji hf. á Akureyri, hefur
lýst áhuga á kaupum á 40%
eignarhlut Akureyrarbæjar í
Oddeyrinni EA 210.
Oddeyrin EA, sem er 274
brl. frystitogari er í eigu
þriggja aðila, Akureyrarbær á
40% og Samherji hf. og Nið-
ursuðuverksmiðja K. Jónsson-
ar sín 30% hvort fyrirtæki.
Að sögn Þorsteins Más
Baldvinssonar framkvæmda-
stjóra Samherja hf. er málið í
skoðun hjá Ákureyrarbæ og
ekkert frekar um það að segja
á þessu stigi. -KK
Rafveita Akureyrar:
Taxtabreyting samþykkt í gær