Dagur - 09.01.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. janúar 1991 - DAGUR - 5
Áskriftargjöld Stöðvar 2:
Ekki afsláttur
fyrir eldri
borgara
Eldri borgari hafði samband
við Dag vegna gjaldskrár
Stöðvar 2. Hann sagði að í
Reykjavík hafi félag eldri
borgara gert samning við Stöð
2 um 25% afslátt af áskriftar-
gjöldum. Þessi sami aðili vildi
vita hvort von væri á því að
slíkur samningur yrði einnig
gerður fyrir eldri borgara á
landsbyggðinni.
Bjarni Hafþór Helgason sjón-
varpsstjóri Eyfirska sjónvarps-
félagsins sagði að ekki væri
heimild hjá Eyfirska sjón-
varpsfélaginu, samkvæmt
áskriftarsamningi við Stöð 2,
að veita sérstakan afslátt af
áskriftum. Það er einhver hluti
eldri borgara í Reykjavík með
afslátt vegna samnings sem
gerður var við félag þar fyrir
all löngu síðan.
Við höfum hins vegar ekki
heimild til þess að gera slíka
samninga hér og erum þess
vegna bundnir af þeim samn-
ingi sem í gangi er á milli
Eyfirska sjónvarpsfélagsins og
Stöðvar 2.“
Frönsk kvikmyndavika:
„Því fór
sem fór“
Áhugamaður um kvikmyndun
og kvikmyndir hafði samband
við Dag og hafði þetta að
segja:
„Fréttir greina frá slæmri að-
sókn að franskri kvikmyndaviku á
Akureyri. Ég er nokkuð viss um
að hún hefði fengið betri aðsókn
hefði hún verið betur auglýst.
Það var með mig sem marga að
ég hélt að hver sá er vildi njóta
sýninganna þyrfti að vera í þeim
klúbbi sem stóð að vikunni þ.e.
að kvikmyndirnar væru aðeins
fyrir klúbbfélaga. Hvergi kom
fram í auglýsingum að sýningarn-
ar væru fyrir almenning og því
fór sem fór.“
' <
Lesendur
athugið!
Lesendur eru hvattir til að
láta álit sitt í Ijós í lesenda-
þætti blaðsins.
Tekið er við lesendabréfum
á ritstjórnarskrifstofum Dags
á Akureyri, Húsavík og Sauð-
árkróki. Æskilegt er að bréfin
séu vélrituð. Einnig geta les-
endur hringt til að koma
skoðunum sínum á framfæri.
Af gefnu tilefni skal það
tekið fram að fullt nafn,
heimilisfang, kennitala og
símanúmer þarf að fylgja með
bréfunum, jafnvel þótt við-
komandi kjósi að skrifa undir
dulnefni. Það sama gildir ef
lesendur kjósa að nota sím-
ann. Einnig skal það tekið
fram að ef bréfritari eða sá
sem hringir er að deila á
ákveðna persónu eða persón-
ur, verður hann að koma fram
undir fullu nafni. Að öðrum
kosti verður bréfið ekki birt.
Ritstjóri
Stundum
þarf að tala um
peninga og mannslíf
í sömu andrá
Peningar geta haft úrslitaáhrif á líf fólks og
hamingju. Engin heilbrigðisþjónusta verður rekin
án fjármagns - ekkert heimili heldur.
Þess vegna er Happdrætti SÍBS til. Það hefur staðið
undir uppbyggingu endurhæfingar, vinnuaðstöðu
og aðhlynningar, á Reykjalundi og víðar, sem skiptir
sköpum í lífi tugþúsunda íslendinga.
Milljónamæríngur með góðrí samvisku
Happdrætti SÍBS er jafnhliða þessu skemmtilegur leikur
þar sem þú getur orðið margfaldur milljónamæringur
því að þar vinnur 3. hver miði næsta ár.
Fáðu þér miða hjá næsta umboðsmanni
- á óbreyttu verði 3ja árið í röð aðeins 400 kr.
Upplýsingar í síma 91-22150.
- með mestu vinningslíkumar
Hundruð milljóna bíða þín hér
Þú færð miða hjá umboðsmönnum SÍBS: *
NORÐURLAND:
HVAMMSTANGI:
Róberta Gunnþórsdóttir, Lækjargötu 6,
sími 95-12380
BLÖNDUÓS:
GRlMSEY:
Kristjana Bjarnadóttir, Sæborg,
slmi 96-73111
ÓLAFSF JÖRÐUR:
MÝVATNSSVEIT:
Hólmfrlöur Pótursdóttir, Víðihllö,
sfmi 96-44145
AÐALDALUR:
Láttu það eftir þér að vera með
- þú átt það skilið.
Kaupfólag Húnvetninga, sími 95-24200 Valberg hf., sími 96-62208
SKAGASTRÖND: HRlSEY:
Kristjana Helgadóttir, Hraungerði,
sími 96-43587
Kristln Kristmundsdóttir.Fellsbraut 6,
slmi 95-22858
SAUÐÁRKRÓKUR:
Friðrik A. Jónsson, Háuhllð 14,
slmi 95-35115
HOFSÓS:
Ásdls Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19,
slmi 95-37305
SIGLUFJÖRÐUR:
Kristln Hannesdóttir, Norðurgötu 9,
slmi 96-71114
Erla Sigurðardóttir, sími 96-61733
DALVlK:
Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn,
sími 96-61300
AKUREYRI:
Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17,
slmi 96-23265
SVALBARÐSEYRI:
Bára Sævaldsdóttir, Laugartúni 18,
Slmi 96-24784
GRENIVfK:
Brynhildur Friðbjörnsdóttir, Túngötu 13B,
slmi 96-33227
Rannveig H. Ólafsdóttir, Laugum,
sími 96-43181
HÚSAVfK:
Jónas Egilsson, Árholti, Húsavik,
slmi 96-41405
KÓPASKER:
Óli Gunnarsson, slmi 96-52118
RAUFARHÖFN:
Vilhjálmur Hólmgeirsson, slmi 96-51150
ÞÓRSHÖFN:
Sparisjóður Þórshafnar
og nágrennis, sími 96-81117
- með mestu vinningslíkumar
i
i