Dagur - 09.01.1991, Blaðsíða 3
-i
fréttir
Miðvikudagur 9. janúar 1991 - DAGUR - 3
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá Bílaklúbbi Akureyr-
ar, þar sem óskað er eftir
aðstoð vegna væntanlegs
nauðungaruppboðs til lúkn-
ingar fasteignagjaldaskuld.
Einnig er spurst fyrir um hvers
vegna félagsheimili B.A. falli
ekki undir undanþáguheimild
í 5. grein laga um tekjustofna
sveitarfclaga. Bæjarráð vísaði
fyrri hluta erindisins til gerðar
fjárhagsáætlunar. Vegna fyrir-
spurnarinnar tekur ráðið
fram, að heimildin í 5. grein
tekjustofnalaganna hefir ekki
verið notuð hér á Akureyri en
í staðinn hefir félögum verið
veittur styrkur, sem gengur til
greiðslu fasteignagjalda af fé-
lagsheimilum þeirra.
■ Bæjarráð hefur synjað
erindi frá forstöðumanni
Hvításunnukirkjunnar á
Akureyri, þar sem þess er far-
ið á leit að fellt verði niður
gatnagerðargjald af þeim
hluta kirkjubyggingar sem
söfnuðurinn er nú að reisa.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt erindi frá Magnúsi
Garðarssyni, þar sem hann
f.h. Verkmenntaskólans sækir
um leyfi til að byggja til bráða-
birgða anddyri á miðálmu
VMA.
■ Bygginganefnd hefur sent
til skipulagsnefndar, erindi frá
Aðalsteini V. Júlíussyni, þar
sem hann f.h. Húsfélags
Alþýðuhússins spyrst fyrir um
hvort leyfi fengist til að byggja
viðbyggingu við 5. hæð húss-
ins. Húsfélagið sækir um leyfi
til að byggja skýli yfir kæli og
frysti sem komið hefur verið
fyrir á 5. hæð en því var synjað
af bygginganefnd.
■ íþrótta- og tómstundaráði
barst fyrir áramót ályktun
aðalfundar Knattspyrnudeild-
ar KA en í henni er skorað á
bæjaryfirvöld að „undirbúa nú
þegar og byggja gervigrasvöll
á Akureyri á næsta ári“ eins og
það er orðað í ályktuninni.
■ Félagsmálaráði hefur borist
erindi frá leikskóla Hvíta-
sunnukirkjunnar, þar sem sótt
er um kr. 500.000.- styrk
vegna hallareksturs á árinu
1990. Félagsmálaráð sam-
þykkti að veita leikskólanum
kr. 300.000.- í styrk, þar sem
það myndi rúmast innan fjár-
hagsáætlunar.
■ Félagsmálaráði hefur borist
bréf undirritað af Þorgils Sig-
urðssyni heilsugæslulækni á
Akureyri, þar sem lögð er
áhersla á nauðsyn bakvakta
hjúkrunarfræðinga á dvalar-
heimilinu Skjaldarvík og ráðið
beðið um að endurskoða af-
stöðu sína. Félagsmálaráð
frestaði afgreiðslu crindisins.
■ Þrjár umsóknir bárust um
stöðu jafnréttis- og fræðslu-
fulltrúa. Umsækjendur eru:
Kristín Jónasdóttir, félags-
fræðingur, Anna Björk Sig-
urðardóttir, nemi í félagsfræöi
og Valgerður Bjarnadóttir,
félagsráðgjafi.
Veiðanleg loðna austur af íslandi:
„Þegar grænt ljós fæst til veiða
verður skorið á landfestar“
- segir Sverrir Leósson, útgerðarmaður
„Mín vissa er, að næg loðna er
á hafsvæðunum norður og
austur af íslandi. Leitarskipin
hafa fundið vciðanlega loðnu
allt austan frá Berufjarðaráli
og norður fyrir Langanes. Ein-
hverntíma hefði það þótt gott.
Við bíðum eftir grænu Ijósi frá
Hjálmari Vilhjálmssyni, fiski-
fræðingi, og þegar það fæst
verður skorið á landfestar, en
ekki leyst,“ sagði Sverrir
Leósson, útgerðarmaður Súl-
unnar EA 300 frá Akureyri.
Að sögn Sverris er fiskifræðin
ung vísindagrein og því erfitt að
vera með alhæfingar. Enginn
keðja er sterkari en veikasti
hlekkurinn og eðlilega eru margir
hlekkir í þessari vísindagrein
veikir. „Loðnuflotinn bíður
heimilda til veiða, að Hjálmar
gefi grænt Ijós, sem ég ætla að
verði á næstu dögum. Mikið er í
húfi ekki aðeins fyrir sjómennina
og útgerðarfyrirtækin heldur
þjóðarbúið allt,“ sagði Sverrír.
Er Sverrir var spurður hvort
útgerðarmenn loðnuskipa hefðu
misst frá sér sjómenn vegna
óvissunnar um loðnuveiðina, þá
sagði hann: „Erfitt er að tjá sig
um þetta mál á þessu stigi. Allir
sjá og skilja að erfitt er að halda
góðum mannskap, þegar slík
óvissa ríkir sem nú um loðnu-
veiðar.
Við vitum öll í hvernig þjóðfé-
lagi við lifum, þar sem allir verða
að leggja hart að sér og hafa fasta
vinnu. Á loðnuskipunum eru
harðduglegir vinnumenn og þeir
geta ekki beðið eftir einhverri
ákvarðanatöku viku eftir viku.
Eitt er að bíða eftir einhverju
sem viðkomandi veit af, en ill-
mögulegt er að bíða eftir ein-
hverju sem mikil óvissa er um.
Öll staða mála hvað varðar
loðnuflotann er óviðunandi. Við
erum klárir í bátana og ætlumst
til að á okkar málum sé tekið af
sanngirni". ój
Langidalur:
Ekið á hross
Ekið var á hross í Langadal
um tíu leytið á mánudags-
kvöld. Mikil hálka er í
Langadal og var skyggni
ekki gott þegar óhappið
varð. Bflstjóri vörubifreiðar
varð fyrir því óhappi að
keyra á hrossið.
Ekið var á hrossið við bæinn
Björnólfsstaði sem er noröar-
lega í Langadal. Hrossið slas-
aðist illa og var það aflífað
skömmu síðar. Vörubifreiðin
skemmdist nokkuð en ekki
varö annað tjón.
Að sögn lögreglu á Blöndu-
ósi er víða mikil hálka á veg-
um í Húnavatnssýslum og full
ástæða fyrir ökumenn að fara
varlega. Bændur og aðrir sem
eiga hross ættu að gæta þess að
þau séu ekki á vegum því litlu
má ntuna að ekki verði alvar-
leg slys þegar hross eru á veg-
um í fljúgandi hálku. kg
Silfurstjarnan hf.:
Sendir eldislax á
Danmerkunuarkað
í Frakklandi sem keypt hefur
bleikju af Silfurstjörnunni. Sá
fékk nokkra kassa af laxi til prufu
í nóvember sl. og líkaði varan
það vel að hann vill fá alvöru
sendingu.
Auk þessa selur Silfurstjarnan
hf. bleikju á Bandaríkjamarkað
og hefur fcngist gott verð fyrir
hana, eða rúmir átta dollarar fyr-
ir kílóið. Að jafnaði eru send
vestur 7-800 kíló af bleikju í viku
hverri, en Bandaríkjamennirnir
eru tilbúnir að kaupa meira
magn. óþh
Fiskeldisfyrirtækið Silfurstjarn-
an hf. í Oxarfirði mun á næst-
unni senda eldislax á markað í
Danmörku. Þetta er fyrsta
sendingin sem fer þangað frá
fyrirtækinu.
Björn Benediktsson, stjórnar-
formaður Silfurstjörnunnar hf.,
segir að fiskurinn verði hraðfryst-
ur hjá Fjallalambi á Kópaskeri og
síðan settur í gáma, sem verða
hífðir um borð í skip á Húsavík.
Þá fer á næstunni sending af
laxi, 6 kg og þyngri, til þess aðila
Sameining Öxarflarðarhrepps
og Presthólahrepps:
Ný sveitarstjóm kjörin 2. febrúar
- framboðsfrestur til 18. janúar nk.
Kjördagur nýrrar sveitar-
stjórnar Öxarfjarðarhrepps,
sem til verður við samruna
Öxarfjarðarhrepps og Prest-
hólahrepps, hefur verið ákveð-
inn laugardagurinn 2. febrúar
nk. Framboðsfrestur vegna
kosninganna er til föstudagsins
18. janúar nk.
Björn Benediktsson, oddviti
Öxarfjarðarhrepps, sagðist frek-
ar gera ráð fyrir að fráfarandi
sveitarstjórnir Öxarfjarðar- og
Presthólahrepps hefðu ekki
frumkvæði að því að leggja fram
sameiginlegan framboðslista. Ef
ekki kemur fram framboðslisti
áður en framboðsfrestur rennur
út verður því að ætla að verði
óhlutbundin kosning, eins og var
í kosningunum sl. vor í Prest-
Raufarhöfn:
Sveitarstjóri
senn ráðinn
Nýr sveitarstjóri verður ráðinn
á Raufarhöfn á næstu dögum
en alls bárust tólf umsóknir um
stöðuna.
Að sögn Sigurbjargar Jóns-
dóttur, núverandi sveitarstjóra,
er nú búið að fara yfir umsókn-
irnar og þrengja hringinn. Hún
bjóst við að það myndi skýrast á
allra næstu dögum hver yrði ráð-
inn sveitarstjóri Raufarhafnar-
hrepps. SS
hóla- og Öxarfjarðarhreppi.
Björn sagði ljóst að íbúar þess-
ara tveggja sveitarfélaga ættu í
vor að hafa fengið góða æfingu í
því að ganga að kjörborðinu, því
,ef alþingiskosningarnar í vor eru
meðtaldar hafa þeir greitt at-
kvæði í fjögur skipti á einu ári.
óþh
Stöð 2 datt út
í ijóra daga:
Þrír dagskrár-
liðir endursýndir
Vegna bilunar á raflínu, duttu
sendingar Stöðvar 2 í Eyja-
firði út í fjóra daga en send-
ingar náðust á ný sl. mánudag.
Vegna þessa hefur Stöð 2
ákveðið að endursýna þrjá
dagskrárliði frá þeim tíma, á
laugardaginn kemur.
Efnið sem verður endursýnt á
laugardaginn er eftirfarandi: Kl.
12.25, Fyndnar fjölskyldumynd-
ir, frá 5. jan., kl. 12.50, Tví-
drangar, frá 5. jan. og kl. 14.20,
Hver drap Harry Oakes, seinni
hl., frá 3. jan. Kl. 16.05 verður
síðan haldið áfram með áður
auglýsta dagskrá.
Eftirtaldir liðir detta út vegna
endursýninganna á laugardag:
Kl. 12.25, Á rás (bíómynd), kl.
14.00, Örlög í óbyggðum og kl.
15.30, Eðaltónar.
Mynd: ÁS.
Fyrsti Norðlendingur ársins
Eins og fram hefur komið í Degi fæddist fyrsti Norðlendingurinn á
þessu ári á Siglufirði. Vegna samgönguerfiðleika hafði blaðið ekki
tök á að birta mynd af honum og móður hans strax eftir áramót. Úr
því er hér með bætt. Nýársbarnið á Norðurlandi fæddist aðfaranótt
2. janúar á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Þetta er myndarlegur dreng-
hnokki, tæplega 19 marka drengur. Foreldrar hans eru Sigurrós
Sveinsdóttir og Sverrir Gíslason á Siglufirði. Á myndinni má sjá
Sigurrós og óskírðan Sverrisson. óþh
FegurðarscuráqjpnL
Norðurbnds 1391
verður haídín í Sjaííanum
jöstudaqirm 22. /eén'wr 1991.
Sújurvegarám öðCost fmtt-
töícurétt í Fegurðarsartácppni
ísíands sctn fwfdm vcrður á
Hóteí ísfantfi 24. apríí 1991.
AuF jress fá affir feppcndur
gfœsifega vinninga.
Mcndingar um keppcnáir eru
veí fpegnar í símum 22770
(VaMmar) eða 24979 (Afice)
jyrir 20. jamútr.
Asiíis BinjiSífóttir
FojurtlariíroUmng .Morðurlinds 1990.