Dagur - 09.01.1991, Blaðsíða 12
M1
Akureyri, miðvikudagur 9. janúar 1991
Rammasamningur um íþróttahús
á félagssvæði KA í höfn:
Byggingarframkvæmdir
hefjast í aprfl
- kostnaður um 140 milljónir króna
Sauðárkrókur
95-35960
Húsavík
96-41585
Leikur í snjó.
Mynd: Golli
Gagnrýni brunamálastjcra vegna Krossanesbrunans:
„Bæjarstjóm ber vissa ábyrgð“
- segir Sigurður J. Sigurðsson
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti í gær rammasamning
milli Akureyrarbæjar og
Knattspyrnufélags Akureyrar
um byggingu íþróttahúss á
svæði félagsins í Lundarhverfi
á Akureyri. Viðræður um
þessa byggingu hafa staðið
milli aðila um nokkurt skeið og
voru drög að rammasamningi
samþykkt í bæjarráði síðastlið-
Húnavatnssýslur:
Ófremdar-
ástand í
símamálum
Húnvetningar eru mjög
óhressir með það ástand sem
skapaðist þegar Ijósleiðari fór í
sundur í óveðrinu á dögunum.
Síðastliðinn föstudag var fund-
ur í almannavarnarnefnd á
Blönduósi og sátu fulltrúar
Pósts og síma og Rarik
fundinn. Ýmislegt athyglisvert
um skipan símamála kom fram
á fundinum.
„Það er gjörsamlega óviðun-
andi að þó ljósleiðari norður við
Laxá rofni þurfi að vera síma-
sambandslaust í Húnavatnssýsl-
um og á Ströndum. Þessi skipun
mála er verri fyrir okkur heldur
en var fyrir fjörtíu árum,“ sagði
Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á
Blönduósi.
Ekkert varaafl reyndist vera til
fyrir farsímakerfið í Húnavatns-
sýslum og verður það að teljast
mjög ámælisvert þegar tekið er
mið af hversu mikið öryggistæki
farsímarnir eru. Einnig virðist
vera mjög ábótavant með varaafl
fyrir Blönduósbæ en þar eru
geymdar í frystigeymslum sjávar-
afurðir og kjöt fyrir hundruði
milljóna króna.
„Það sýndi sig að þetta ástand
hér hjá Pósti og síma er óviðun-
andi og úrbóta er þörf ekki
seinna en strax,“ sagði Ófeigur
Gestsson að lokum. kg
Nýjasti togari
Akureyringa:
Víðir EA-910
Skömmu fyrir áramót var skipt
um einkennisstafi á Víði HF-
201, nýjasta togara Samherja
hf. á Akureyri. Togarinn heitir
nú Víðir EA-910, með heima-
höfn á Akureyri en var áður
gerður út frá Hafnarfirði.
Víðir EA-910 er ísfiskstogari
og systurskip Akureyrarinnar
EA, rúmar 740 brl. að stærð.
Togarinn var áður í eigu Hval-
eyrar hf, í Hafnarfirði og átti
Samherji hf. tæpan helming
hlutafjár í fyrirtækinu. í haust
nýtti fyrirtækið forkaupsrétt sinn
á hlutabréfum annarra hluthafa í
fyrirtækinu og eignaðist um leið
togarann. -KK
inn fímmtudag.
Áætlaður kostnaður við þessa
byggingu er um 140 milljónir
króna en um er að ræða 2200 fer-
metra hús. Þessu til viðbótar
kemur tengibygging við félags-
heimili KA en hún verður um 120
fermetrar að stærð og alfarið
kostuð af KA. Á síðustu stigum
þessara viðræðna var fyrrgreind
kostnaðartala samþykkt og jafn-
framt ákveðið að frágangur lóðar
yrði á kostnað KA.
Sigmundur Þórisson, formaður
KA, segir að næsta skref verði að
ganga endanlega frá teikningum
og bjóða því næst út verkþætti.
„Við vonumst til að geta byrjað í
apríl næstkomandi og þá verður
húsið gert fokhelt í einum
áfanga. Grunnhugmyndir okkar
eru að húsið verði komið í notk-
un 1992-1993 en hvort tekst að
standa við það verður síðar að
koma á daginn. Þetta er hús sem
nýtist bæði okkur og Lundar-
skóla mjög vel,“ sagði Sigmund-
ur.
Samkvæmt rammasamningn-
um greiðir Akureyrarbær 75% af
áætluðum byggingarkostnaði,
þ.e. um 105 milljónir króna.
Þessa upphæð mun bærinn greiða
á næstu 5 árum. JÓH
Söluhorfur á frystum vatna-
silungi til Svíþjóðar eru góðar
á árinu. Gert er ráð fyrir að
selja þrjátíu til fjörtíu tonn af
heilfrystum silungi til Svíþjóð-
ar. Verð hefur hækkað og
Hitaveita Akureyrar:
Skemmdir á
heimæðumhúsa
Skemmdir urðu á fjórum stöð-
um í dreifíkerfí Hitaveitu
Akureyrar á föstudaginn í síð-
ustu viku, en rekja má skemmd-
irnar til þess að leiðslur þoldu
ekki álag sem fylgdi í kjölfar
þrýstingsbreytinga, þegar vatn
fór af stærstum hluta dreifí-
kerfís H.A.
Skemmdirnar urðu flestar á
heimtaugum að húsum í íbúða-
hverfum, á þremur stöðum á
Oddeyri og einum stað í Glerár-
hverfi.
Franz Árnason, hitaveitu-
stjóri, segir að þegar dreifikerfið
kólni og hitni á víxl, eins og gerð-
ist á föstudag, geti veikir punktar
gefið sig með þessum hætti. Ekki
'hafi verið margar kvartanir vegna
óhreininda í síum, þótt slíkt hafi
aðeins borið við. „Þegar þrýst-
ingur féll kólnuðu rörin og dróg-
ust saman. Þegar vatninu var
hleypt á aftur þöndust þau út. Þá
gefa þau sig á veikum stöðum,"
segir Franz. EHB
Brunamálastjóri setur fram
ýmsar aðfínnslur í garð bæjar-
yfírvalda á Akureyri í skýrslu
um Krossanesbrunann, eins og
áður hefur komið fram í Degi.
Átelur hann m.a. byggingayf-
irvöld, eldvarnaeftirlit, verk-
töluverð er nú þrjátíu og þrjár
krónur sænskar. Á síðasta ári
voru seld um fímmtán tonn til
Svíþjóðar og líkaði sá fískur
mjög vel.
Silungurinn er heilfrystur og
pakkaður í lofttæmdar umbúðir
og er seldur sem villibráð í
sænskum fiskverslunum. Svíar
leggja mikla áherslu á að um villi-
bráð sé að ræða. Netaför sem
íslendingar eru ekki hrifnir af eru
vel séð á fisknum í Svíþjóð sem
sönnun þess að um sé að ræða
villibráð.
Sænsku söluaðilarnir eru að
kanna markað fyrir íslenskan sil-
ung í Dannmörku og Frakklandi
í samráði við frankst fyrirtæki.
Nægur markaður virðist vera fyr-
ir silung í Frakklandi en þar selst
hann betur ferskur. Svíar vilja
helst smásilung eða fisk af stærð-
inni 200 til 300 grömm. Fiskur af
þessari stærð selst mjög illa hér-
lendis.
Enginn veit með vissu hversu
stór innanlandsmarkaðurinn er
fyrir vatnasilung. Gott verð hefur
fengist fyrir silung til veitinga-
húsa og hótela og er silung nú
að finna á matseðlum sífellt fleiri
matsölustaða.
Að sögn Bjarna Egilssonar hjá
Vatnafangi hf. er framtíðin björt
hjá silungsveiðibændum og er
skilaverð til bænda nú um tvö
hundruð krónur fyrir kílóið. Ef
vel væri á málum haldið mætti
auka neyslu á silungi innanlands
til muna en fyrir silung af réttri
stærð fæst mjög gott verð. kg
smiðjustjórn og fyrrverandi
bæjarstjóra á Ákureyri sem
stjórnarformann Krossanes-
verksmiðjunnar. Bygginga-
nefnd bæjarins fær hörðustu
ádrepuna.
Gagnrýni brunamálastjóra
beinist mjög að því atriði að ekki
var búið að framkvæma ýmis
öryggisatriði sem þó voru á sam-
þykktum teikningum. Umrædd
skýrsla er ekki til nema í drögum,
og því ekki formlegt plagg enn
sem komið er. Skýrsludrögin
hafa verið send viðkomandi aðil-
um til umsagnar, en hún birtist
opinberlega um næstu mánaða-
mót.
„Ég þekki ekki réttmæti þess-
ara ásakana, en vísað er til þess
að bæjaryfirvöld séu ábyrg í mál-
inu, og það er alveg rétt. Bæjar-
stjórn ber vissa ábyrgð á sínum
starfsmönnum,“ sagði Sigurður
Fiskeldisstöðin Miklilax í
Fljótum hefur sótt um fyrir-
greiðslu til Byggðastofnunar til
að Ijúka framkvæmdum við
hitavatnslagnir, sláturhús og
fleiri verkefni. Ætlunin er
að sláturhúsið verði tekið í
notkun í maí en hingað til hef-
ur laxinn verið fluttur til Hofs-
óss til slátrunar.
Borunum eftir heitu vatni er
lokið en eftir er að leggja leiðslur
um tveggja kílómetra leið og
setja upp dælur. Ólokið er fram-
kvæmdum við frágang á athafna-
svæði fiskeldisstöðvarinnar og á
þeim að ljúka á næsta ári.
Fyrirgreiðsla sú sem Miklilax
fer fram á við Byggðastofnun
nemur um 120 milljónum króna,
J. Sigurðsson, formaður bæjar-
ráðs Akureyrar, er hann var
spurður um málið.
Sigurður segir að menn mættu
ekki gleyma því að Krossanes
hafi verið í uppbyggingu á þeim
tíma sem bruninn varð, og fram-
kvæmdum engan veginn lokið.
Nauðsynlegt sé að bygginganefnd
fari nákvæmlega ofan í saumana
á skýrslunni, og að menn læri af
reynslunni í þessu máli. „Það
hefur staðið til hjá bæjarráði að
eiga viðræður við brunamála-
stofnun og slökkviliðsstjóra um
brunamálefni á Akureyri. Það
verður ekki hægt fyrr en vinnu
við fjárhagsáætlun lýkur, en við
viljum gjarnan taka upp viðræður
við þessa aðila því menn virðast
ekki vera alveg samstíga,“ segir
Sigurður, sem telur að samræma
þurfi betur sjónarmið bygginga-
nefndar, slökkviliðs og bruna-
málastofnunar. EHB
sem þarf til að geta lokið fram-
kvæmdum.
Að sögn Reynis Pálssonar
verður mikil breyting til batnaðar
við að taka í notkun eigið slát-
urhús við fiskeldisstöðina. Flutn-
ingur á laxinum til slátrunar á
Hofsósi hefur verið ýmsum vand-
kvæðum bundinn og kostnaðar-
samur fyrir Miklalax.
„Ég er nokkuð bjartsýnn á
komandi ár ef við fáum þessa
fyrirgreiðslu. Þessi rekstur kemur
til með að ganga ef við fáum sam-
bærilega fyrirgreiðlu og önnur
framleiðslufyrirtæki. Það tekur
lengri tíma að komast af stað en
haldið var annars gengur rekstur-
inn eins og búist var við,“ sagði
Reynir að lokum. kg
Silungsveiðibændur:
Góðar söluhorfur á árinu
Miklilax í Fljótum:
Vantar 120 milljóiiir til
að ljúka framkvæmdum