Dagur - 09.01.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 09.01.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 9. janúar 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÓRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Neikvætt viðhorf og þekkingarleysi í skýrslu nefndar sem Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, skipaði til að móta stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar og gera tillögur um nýsköpun í atvinnulífinu segir meðal annars í kafla um landbúnaðarmál að mörg býli, einkum hin afskekktari muni fara í eyði og bændum fækka veru- lega. Þá segir einnig í sama kafla að líklegt sé að margir bændur geti skapað sér ný atvinnutækifæri með því að nota sér það svigrúm, sem gefst ef þeim yrðu greiddir beinir styrkir án tillits til framleiðslu þar til styrkjakerfi í landbúnaði verði endanlega aflagt. í landbúnaðarkafla skýrslunnar er bent á nokkra möguleika til nýsköpunar atvinnulífs í sveitum landsins. Þar er meðal annars getið um smáiðnað af ýmsum toga samanber límtrésverk- smiðju, ferðaþjónustu, ylrækt og blómaframleiðslu til út- flutnings. Talað er um landvörslu, landgræðslu og skóg- rækt en einnig ýmsa sérhæfða ræktun svo sem kryddjurta og sveppa. Þá er minnst á æðarrækt og einnig bent á minjagripaframleiðsluna sem er einskonar fósturbarn ýmissa áhugamanna um nýsköpun í atvinnulífi á lands- byggðinni. í upptalningu nefndarmanna eru ýmsar af þeim hug- myndum um nýsköpun í atvinnulífi sem menn hafa velt fyrir sér á undanförnum árum. En einnig má finna nokkr- ar nýjungar. Sú hugmynd mun til dæmis vera ný af nál- inni að unnt sé að færa límtrésverksmiðju heim til bænda sem einhvernskonar smáiðnað og athyglisvert er að menn ætla ylrækt að leysa hefðbundinn landbúnað af hólmi því gróðurhúsaræktin er ekki síður ofsetin búgrein en hinar hefðbundnu. Aðrar greinar sem taldar eru upp í nefndarálitinu eiga sér hins vegar möguleika ef farið verður með allri gát. Ljóst er að ýmsir ónýttir möguleikar felast í ferðaþjónustu til sveita. Landgræðsla og skógrækt eiga einnig að geta orðið nokkuð viðamikil viðfangsefni í framtíðinni. í skýrslunni er lauslega rakin hugmynd að nýrri land- búnaðarstefnu er miðar að styrkjalausum landbúnaði þar sem lögmál markaðarins eiga að ráða. Bent er á þann möguleika að greiða bændum ákveðinn styrk beint án samhengis við það hversu mikið þeir framleiða af hefð- bundnum landbúnaðarvörum. Með því móti náist að fækka bændum verulega og bú komi til með að stækka. í niðurlagi landbúnaðarkaflans er fullyrt að því fyrr sem þessar breytingar nái fram að ganga því betra verði það fyrir íslenskt þjóðfélag. Jafnframt þeirri fullyrðingu er þó játað að um leið verði að leysa ýmis félagsleg og fjárhags- leg vandamál bænda sem stæðu uppi afkomulausir á verðlitlum eða verðlausum jörðum sínum. Þótt finna megi ýmsan fróðleik í áliti nefndar um nýja stefnu í atvinnumálum og sumt af því sé líklegt að verða til nokkurs gagns þegar fram í sækir fer ekki hjá því að sá kafli nefndarálitsins sem fjallar um landbúnaðarmál er saminn undir sterkum áhrifum af þeirri neikvæðu umfjöll- un sem verið hefur um landbúnaðinn á öllum sviðum á undanförnum árum. Þá fer heldur ekki fram hjá þeim er til landbúnaðar þekkja að nefndur kafli er saminn af of miklu þekkingarleysi um málefni bænda og þess samfé- lags er byggir landið utan þéttbýlisins við Faxaflóa. ÞI Vilja kratar leggja Háskólann á Akureyri niður? - eftir Halldór Blöndal Morgunblaðið hefur fyrir sið að leggja nokkrar spurningar fyrir formenn stjórnmálaflokkanna fyrir hver áramót. Eitt atriði í svari Jóns Baldvins Hannibals- sonar vakti sérstaka athygli mína. Þar er hann að svara spurningu um það, hvort á kreiki séu hugmyndir unt aukna skatt- heimtu eða hvort lækkun ríkisút- gjalda komi til greina. í því santbandi talar hann um að ráð- ast að rótum útgjaldavandans, sem ekki sé hægt að gera nema „koma harkalega við kaun há- værra sérhagsmunahópa“. Niður- staða hans er m.a. sú, að hér á landi skuli vera „einn háskóli í stað 13“. Eins og þessi orð standa í grein formanns Alþýðuflokksins kalla þau á skýringar, þar sem ekki er ljóst, hvernig hann getur talið sig upp í 13 háskóla hér á landi. A hinn bóginn verða ummælin ekki skilin öðruvísi en svo, að hann vilji leggja Háskólann á Akureyri niður og muni gera það, hafi hann pólitískt afl til þess. Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti, sem andar köldu til háskólans úr þessari átt, eins og ég hef þráfald- lega gert grein fyrir. Ég hafði á hinn bóginn haldið, að nú væri svo komið, að enginn efaðist tónlist Halldór Blöndai. lengur um þjóðhagslega nauðsyn þess, að háskóli væri rekinn á Akureyri. Fundur um atvinnumál var haldinn hér á Akureyri í haust með þingmönnum kjördæmisins. Þá var ekki annað að heyra en allir vildu standa að eflingu háskólans. Fjárveitingar til hans á þessu ári eru rétt þokkalegar, en lýsa engum skörungsskap né vilja til þess að byggja hann upp eins og nauðsynlegt er að gera. Hef ég þá m.a. í huga rannsókn- arstarfsemi og nýjar námsbrautir, sem tengjast þörfum Norður- H«V-------------------- lands. Ég er ekki í vafa unt, að valið á námsbrautum Háskólans á Akur- eyri var skynsamlega ráðið. Brýn þörf var fyrir sjálfstæða rekstrar- deild hér nyrðra. Sjúkrahúsinu er mikill styrkur að heilbrigðisdeild- inni og það verður stór stund, þegar fyrstu hjúkrunarfræðing- arnir útskrifast nú í vor. Miklar vonir eru bundnar við sjávarút- vegsdeildina og þá þýðingu, seni hún mun hafa fyrir þá atvinnu- grein þegar fram í sækir. Satt að segja gengur fram af mér, ef það á að vera efst á kosningablaði Alþýðuflokksins að leggja þessa starfsemi niður og gera að engu það brautryðjendastarf, sem unnið hefur verið í Háskólanum á Akureyri. Ég er stoltur af því að hafa ver- ið í aðstöðu til að eiga þátt í því, að Háskólinn á Akureyri varð að veruleika. Ég hef fundið, að það fólk, sem við hann vinnur, vill leggja sig fram og þykir vænt um hann. Háskólinn er í uppbygg- ingu og þarf margs við. Það er engin ofrausn, þótt myndarlega verði staðið að fjárveitingum til hans í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Gítartónar - tónleikar Arnaldar Arnarsonar í myrkasta skammdeginu; og ekki síst, þegar veðurfarið minnir heldur óþyrmilega á norðlenskan vetur með fannfergi og ófærð, er það kærkomið að mega njóta suðrænna hughrifa og sólbjartra tóna. Tónlistarunnendum á Akur- eyri bauðst tækifæri til þessa laugardaginn 5. janúar. Þá hélt Arnaldur Arnarson, gítarleik- ari, tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á vegum Tón- listarfélags Akureyrar. Þetta voru fyrstu tónleikar félagsins á árinu 1991 og verður ekki annað sagt, en að árið hafi farið vel af stað. Efnisskrá tónleika Arnaldar Arnarsonar var fjölbreytt og forvitnileg. Hún hófst á „Inn- gangi, stefi og tilbrigði op. 28“ eftir F. Sor. Þetta er fjölbreytt verk og skemmtilegt. Arnaldi tókst vel að ná fram blæbrigðum og dró skemmtilega fram hraða- og styrkbreytingar. Annað verk- ið var „Svíta í a-moll fyrir lútu BWV 997“ eftir J. S. Bach. Arn- aldur lék þetta verk af verulegu öryggi, en ekki þó áfallalaust. Sérlega vel lék Arnaldur fúgu- kaflann, sem er tæknilega erfiður og flókinn í raddfærslu. Fyrsta verk tónleikanna eftir hlé var „Sonatina meridional" eftir M. M. Ponce. Þetta er skemmtilegt verk, sem gerir kröf- ur til túlkunar og færni. Arnaldur lék verkið að öryggi og festu. Næst var verk, sem dró greinilega fram fjölbreytta eiginleika gítars- ins sem konserthljóðfæris. Þetta var „Fantasía“ eftir R. Gerhard. Arnaldur sýndi greinilega, að hann hefur hljóðfæri sitt á valdi sínu og kann að laða fram aðskiljanleg blæbrigði þess. Næstaftast á verkefnaskránni voru fimm lög frá Venezuela í útsetningu eftir V. Sojo. Því mið- ur misfórst flutningur þessara laga nokkuð, sem kann að hafa valdið því, að Arnaldi tókst ekki að komast almennilega á skrið í lögunum „Granada“ og „Sevilla" eftir I. Albeniz. Þó flutti hann þau af öryggi og sem næst feyru- laust. Ljóst er, að Arnaldur hefur mikla tæknilega getu á hljóðfæri sitt. Einnig er hann næmur á blæ- brigði í styrkleika og hraða og beitir þessum þáttum af smekk- vísi og natni. Hins vegar skorti hita og ákveðni í leik hans á tón- leikunum í sal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju, svo að túlkunin varð nokkuð þurr. Því náðist ekki sá Ijómi, sem lyftir tónverki í hæðir og hrífur áheyrandann. Þrátt fyrir þetta voru tónleikar Arnalds ánægjulegir. Hann flutti birtu og yl inn í hjörtu áheyrenda sinna, sem var kærkomið í svörtu skammdeginu bak því versta óveðursáhlaupi, sem komið hef- ur yfir þennan fjórðung í áratugi. Haukur Agústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.