Dagur - 09.01.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 9. janúar 1991
Sláturhús KÞ Húsavík:
Unnið að þróun skyndirétta úr dilkakjöti
- samstarf við RALA og Iðntæknistofnun
Undanfarin misseri hefur starfsfólk Sláturhúss Kaupfélags
Þingeyinga velt fyrir sér hugmynd um framleiðslu á skyndirétt-
um. Dagur leit við í sláturhúsinu á mánudagsmorguninn, og þó
þá væri vægast sagt brjálað að gera í kjötiðjunni eftir rafmagns-
leysið gaf Þorgeir Hlöðversson, sláturhússtjóri, sér tíma til að
svara nokkrum spurningum blaðamanns. Fyrst var rætt um
skyndiréttaframleiðsluna og hvernig sala á framleiðsluvörum
kjötiðjunnar gengi. Síðan var skroppið í skoðunarferð um kjöt-
iðju og sláturhús, en þar hékk uppi skrokkur af einu þyngsta
nauti sem þar hafði verið slátrað, 280 kfló.
„Það er verið að kanna mögu-
leika á framleiðslu á nýjum teg-
undum skyndirétta úr dilkakjöti
hjá Kjötiðjunni. Við höfum verið
lengi í samstarfi við Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins og í
framhaldi af því í samstarfi við
Iðntæknistofnun. í haust var Iðn-
tæknistofnun að fara af stað með
átaksverkefni í iðnþróun hér á
Norðurlandi, við gengum inn í
það og erum nú í þríhliða sam-
starfi með RALA og Iðntækni-
stofnun og erum aðallega að
horfa til þess að þróa nýja fram-
leiðsluvöru úr dilkakjöti.
Það er fyrir hendi veruleg
þekking og reynsla hjá RALA og
við vonum að þetta verkefni skili
okkur árangri. Þetta er tímafrekt
vöruþróunarverkefni og áætlun
hefur verið gerð rúmlega ár fram
í tímann, að vísu með tíma-
punktum þar sem metinn verður
árangur og ákveðið um áfram-
hald áður en við skellum okkur
kannski í miklar fjárfestingar eða
framleiðslu. Samkvæmt áætlun í
dag gæti framleiðsla hafist eftir
rúmt ár og ég vænti þess að við
hana skapist einhver föst störf.
Við búum við samdrátt í sölu á
dilkakjöti og ef við ætlum að
halda sölu þess áfram í horfinu
verðum við að leita allra leiða til
að þróa nýjar vörutegundir.“
- Það virðist vera mikið að
gera hér í dag þó skyndirétta-
framleiðslan sé ekki hafin.
„Nú er allt á öðrum endanum
vegna þess að í rafmagnsleysinu
gengu hér upp allar dagvöru-
birgðir, gjörsamlega hver einasta
pylsa og hver einasta áleggssneið.
Á þessum fyrsta framleiðsludegi
er því nóg að gera við að fram-
leiða upp í pantanir.
Við berum okkur annars nokk-
uð vel og erum ánægðir með
árangur síðasta árs hvað sölu-
magn varðar, t.d. náðum við tals-
verði söluaukningu fyrir jólin á
hangikjöti og öðrum kjötvörum,
sú aukning er aðallega á markaði
í Reykjavík þar sem hangikjötið
okkar er selt og auglýst sem
Húsavíkurhangikjöt. Það berast
margar ánægjuraddir með það og
er það vel. Núna fyrir jólin sá
Baula hf. í fyrsta sinn um sölu og
dreifingu fyrir okkur á Reykja-
víkursvæðinu og það gekk ágæt-
lega.
Hér er unnið á fullu við slátur-
gerð, lifrapylsu og blóðmör. Ver-
ið er að framleiða gamla góða
slátrið úr innmatnum og nýta
þannig þær afurðir sem ekki seld-
ust í sláturtíð. Þorramatinn fór-
um við að setja í súr vel fyrir
jólin, þennan algenga súrmat;
eistu, sviðasultu, svínasultu,
bringukollana og það sem til
heyrir. Eins og við höfum gert
reynum við að fullnægja heima-
markaðnum með gott súrmeti.
Söluaukningu á vörunum okk-
ar eigum við ekki síst að þakka
góðu starfsfólki sem hefur lagt sig
fram.
í haust var sauðfjárslátrun
verulega minni en haustið þar
áður, þegar ekki var slátrað á
Kópaskeri. Siátrun stórgripa var
svona svipuð á milli ára. Hún er í
gangi allt árið og svo til allar vik-
ur slátrum við yfirleitt eitthvað.
Það byggist allt á því, bæði með
svínakjöt og nautakjöt, að selja
kjötið ófrosið. Sú bylgja er geng-
in yfir, mikið hraðar en menn átt-
uðu sig á, að markaðurinn vill
ófrosið kjöt. Hætt er við því að
sú krafa með dilkakjötið sé
einnig að verða meiri en menn
átta sig á og ef til vill stafar ein-
hver hluti af samdrættinum í söl-
unni undanfarin ár af því. Þetta
undirstrikar það að við verðum
að taka okkur á í vöruþróun og
markaðssetningu á dilkakjötinu.
Núna fyrir jólin vorum við í
fyrsta skipti með lambakjöt af
nýslátruðu á boðstólnum, því við
slátruðum nokkrum lömbum rétt
fyrir jólin. Þetta mæltist vel fyrir
og í sláturtíðinni í haust seldum
við mjög mikið af ófrosnu kjöti
og er það fyrsta árið sem veruleg
sala er í kjöti af nýslátruðu.
Menn virðast ekki alveg hafa gert
sér grein fyrir hvaða möguleika
þeir hafa á að láta kjötið meyrna
að hætti hvers og eins, en á þenn-
an hátt fá menn mjög gott og
ódýrt kjöt,“sagði Þorgeir. Síðan
lá leiðin niður í kjötiðju til að
kanna súrinn í bringukollunum
hjá Hrönn Káradóttur. Þorra-
maturinn hjá kjötiðjunni mun
þurfa að vera til í tíma því heyrst
hefur að Kvenfélag Húsavíkur
ætli að þjófstarta, halda sitt
þorrablót áður en þorrinn gengur
í garð: IM
Þorgeir Hlöðversson, sláturhússtjóri, skoðar handbragðið hjá Hrönn Kára-
dóttur starfsmanni í kjötiðjunni.
Vambir sniðnar og saumaðar utan um þorraslátrið.
Steinunn Harðardóttir afgreiðir viðskiptavin í kjötiðjunni.
Blómarósir úr Framhaldsskólanum á Húsavík matreiða hráefni frá kjötiðju
KÞ fyrir kynningu í Matbæ.
Rafmagnsleysi á Norðurlandi:
Réttur viðbúnaður og skjót viðbrögð
komu í veg fyrir frekari óþægindi
- greinargerð RARIK um straumfall á Norðurlandi í síðustu viku
Degi hefur borist fréttatilkynn-
ing frá Rafmagnsveitum ríkis-
ins um rafmagnsleysið á
Norðurlandi fyrir og um síð-
ustu helgi, sem birtist hér í
heild.
„Áhlaup það, sem dunið hefur
á Norðurlandi að undanförnu, er
sérstætt um það hve lengi aðstæð-
ur til ísingarmyndunar á raflínum
hafa staðið, samhliða hvassri
norð-austanátt sem aukið hefur
áraun á línurnar og tafið viðgerð-
arvinnu.
Þau svæði, sem verst hafa orð-
ið úti eru A.-Húnavatnssýsla,
Skagafjörður, Eyjafjörður og S.-
Þingeyjarsýsla. Á þessum svæð-
um hafa starfsmenn Rafmagns-
veitna ríkisins lagt nótt við dag til
að gera við brotna staura og slitn-
ar línur við mjög erfiðar aðstæð-
ur, þar á meðal voru kallaðir til
allir tiltækir starfsmenn frá öðrum
rekstrarsvæðum fyrirtækisins
ásamt nauðsynlegu varaefni og
búnaði. Að auki hafa björgunar-
sveitir, vinnuflokkar og einstakl-
ingar lagt mikið af mörkum og
vilja Rafmagnsveiturnar þakka
þessum aðilum ómetanlega
aðstoð við að koma rafmagni aft-
ur á til notenda sem fyrst.
Nærri 500 staurar
brotnuðu
Á undanförnum árum og áratug-
um hafa komið mikil ísingarveð-
ur sem hafa brotið dreifilínur
Rafmagnsveitnanna og valdið
straumleysi. Hafa þessi áhlaup
verið í nær öllum landshlutum.
Áhlaupið nú, sem hófst 2. janúar
sl., er óvenjulegt og stóð leng-
ur yfir en áður hefur þekkst,
enda eru afleiðingar þess þær, að
aldrei hafa fleiri staurar brotnað
og straumleysi vart varað lengur.
Alls er vitað um tæplega 500
staura sem brotnuðu nú, en til
viðmiðunar má geta þess að í lín-
um Rafmagnsveitnanna eru alls
um 80.000 staurar. Ljóst er, að
tjónið nemur tugum milljóna
króna.
Hringtenging byggðalína
kom sér vel
Spyrja má, hvort ekki megi gera
dreifikerfi þannig úr garði, að
þau þoli allra verstu veður. Ef
dreifikerfi Rafmagnsveitnanna
hefðu verið hönnuð og reist með
slíkum sjónarmiðum hefði upp-
bygging jreirra kostað milljörðum
meira en raun ber vitni og það
hefði komið fram í mun hærra
raforkuverði til notenda. Auk
þess er engan veginn víst, að
sterkbyggðari dreifikerfi stæðust
öll áhlaup íslenskrar veðráttu.
Rafmagnsveiturnar hafa lagt
mun meira upp úr því að stofn-
línur séu sterkar enda eru mun
fleiri notendur tengdir þeim en
einstaka dreifilínum. Rafmagns-
veiturnar hafa stuðlað að auknu
öryggi í raforkumálum lands-
byggðarinnar með lagningu
byggðalína, en hringtenging
þeirra sannaði ótvírætt gildi sitt í
þessu áhlaupi. Það kom sér vel
að geta flutt raforku um byggða-
línur frá Sigölduvirkjun austur og
norður um til Akureyrar og
Sauðárkróks, en á sama tíma var