Dagur - 23.02.1991, Síða 2

Dagur - 23.02.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 23. febrúar 1991 Nýtt söluátak á lambakjöti hófst í gær: Um 600 tonn seld á 486 kr. kílóið - einungis boðið upp á kjöt í úrvalsflokki og fyrsta flokki frá sl. hausti í gær hófst nýtt söluátak í verslunum um land allt á lambakjöti á lágmarksverði. Að þessu sinni er á boðstólum kjöt í úrvalsflokki og fyrsta flokki frá sl. hausti. í úrvalsflokki er boðið upp á súpukjöt, grillsneiðar, kótilettur og heilt læri. í DI-A (fyrsta flokki) er á boðstólum súpukjöt, framhryggjarsneiðar, hálfur hryggur (sagaður þvert) og heilt læri. Kjötið er snyrt með því að fjar- lægja um 22,2% af upphaflegri þyngd skrokksins í fyrsta flokki A og 19,0% í úrvalsflokki. Ein- Stökúrh skrokkhlutum er sér- pakkað í minni plastpoka, sem síðan eru settir í stóra pokann. Þetta á að sögn Þórhalls Arason- ar, hjá Samstarfshópi um sölu lambakjöts, að auðvelda með- höndlun kjötsins og auka geymsluþol þess. Samtals eru fjórir minni pokar í hverjum stór- um poka. Smásöluverð á lambakjöti á lágmarksverði verður eitt og hið sama í öllum verslunum og í báð- um gæðaflokkum eða 486 krónur kílóið. Tilboðið tekur til allt að 600 tonna af lambakjöti á lág- marksverði á tímabilimi fram til 31. maí nk., en þá lýkur þessu til- boði. Samkvæmt tölum frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins var samdráttur í sölu lambakjöts í Ferðamálanefnd Skagaijarðar: Fjölmenni á firndi um ferðamál - mikill áhugi á stofnun upplýsingamiðstöðvar Feröamálanefnd Skagafjarðar hélt fjölmennan fund á Sauð- árkróki á fimmtudagskvöld. Til umræðu var stofnun upp- lýsingamiðstöðvar fyrir ferða- menn í Varmahlíð í sumar. Einnig er í bígerð að ráða ferðamálafulltrúa í hálft starf til að vinna að undirbúningi og hafa yfirumsjón með upplýs- ingamiðstöðinni. Fyrirtæki sem vinna að ferða- Forstjóra- skipti hjá Kaupþingi Guðmundur Hauksson fram- kvæmdastjóri hjá íslands- banka hefur verið ráðinn for- stjóri Kaupþings hf. í stað Pét- urs H. Blöndal. Pétur sagði starfi sínu lausu um sl. áramót og hyggst snúa sér að öðrum verkefnum eftir 7 ára starf hjá Kaupþingi. Guðmundur var áður spari- sjóðsstjóri í Sparisjóði Hafnar- fjarðar og síðan bankastjóri Utvegsbanka ísiands hf. Hann varð framkvæmdastjóri í íslands- banka þegar Útvegsbankinn sam- einaðist öðrum bönkum við myndun íslandsbanka. þjónustu í Skagafirði voru boðuð á fundinn og var mæting mjög góð. Mikill áhugi var meðal fund- armanna og komu f{am margar tilögue að starfsemi í upplýsinga- miðstöðinni. Ætlunin er að þau fyrirtæki sem auglýsa þjónustu sína í upplýsingamiðstöðinni tækju einhvern þátt í kostnaði við rekstur stöðvarinnar. Ferðamálanefnd á veg og vanda að undirbúningi málsins en kostnaður við væntanlega starfs- semi er að mestu leyti í höndum Héraðsnefndar Skagafjarðar. Að sögn Magnúsar Sigurjónssonar er mikil þörf á að kynna ferða- mönnum þá möguleika sem hér- aðið bíður upp á. „Hér er ótal margt í boði sem ferðamenn sem keyra í gegnum héraðið fara á mis við. Því er þörf á upplýsinga- miðstöð mjög rnikil," sagði Magnús Sigurjónsson. kg desember og janúar miðað við sömu mánuði síðasta verðlags- árs. Samdrátturinn nam 31 prósenti í desember en 6 prósent- um í janúar. Sé hins vegar litið til tímabilsins september 1990 til janúar 1991 varð aukningin 8%, eða 239 tonn. óþh „Ég get sagt ykkur það stúlkur mínar að í mínu ungdæmi Mynd: Golli Búnaðarþing: Lagt til að búgreinafélög verði aðilar að búnaðarsamböndum - og beiti áhrifum sínum um málefni afurðastöðva í áliti milliþinganefndar um endurskoðun á félagskerfi landbúnaðarins er lagt til að búgreinafélög fái fulla aðild að búnaðarsamböndum, til jafns við búnaðarfélög. Með nýjum lögum um Búnaðarmálasjóð hafa samtök búgreinafélaga fengið tekjustofn fyrir starf- semi sína. Tilgangur búgreina- félaga og sambanda þeirra er að gæta hagsmuna viðkomandi búgreinar og í samþykktum sumra þeirra er beinlínis gert ráð fyrir að þau vinni í nánum tengslum við Stéttarsamband bænda. í tillögum milliþinganefndar- innar er gert ráð fyrir að bú- greinafélögin vinni í nánum tengslum við afurðastöðvar, eða myndi fulltrúaráð þeirra ef aðstæður eru til og beiti áhrifum sínum til þess að afurðastöðvar, sem séu hluti af stærri rekstrar- einingum, fái sjálfstæðan rekstr- argrundvöll undir stjórn fram- leiðenda. í tillögunum er gert ráð fyrir þeim möguleika að bændur geti valið um hvort þeir kjósa að starfa í búnaðarfélagi eða bú- greinafélagi sem á aðild að bún- aðarsambandi. í tillögunum er ekki gert ráð fyrir neinni upp- stokkun eða einföldun á félags- kerfi bænda en áhersla lögð á áframhaldandi uppbyggingu hinna þriggja þátta félagskerfis- ins: Búnaðarsambanda, Búnað- arfélags íslands og Stéttarsam- bands bænda. í áliti nefndarinnar segir meðal annars að leiðir til einföldunar, sem allir geti sætt sig við, séu torfundnar og urðu sömu vandamál fyrir nefndinni og jafn- an hafa komið í veg fyrir áþreif- anlegan árangur í endurskoðun- arstarfi félagskerfis bænda á undanförnum árum. Ennfremur segir í áliti milliþinganefndarinn- ar að Ijóst sé, að á næstu árum verði allt félagskerfi bænda, að vera í stöðugri þróun og endur- skoðun til að laga sig að breyttum aðstæðum á hverjum tíma, og þar verði allir að vera samstíga um að laga satarfsemina að þeim aðstæðum, er skapast á hverjum tíma. ÞI Einangrunarstöðin í Hrísey: Frjóvguð egg í land í apríl Sveinbjörn Eyjólfsson, dcild- arstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, segir að gert sé ráð fyrir að flytja frjóvguð egg í land frá Einangrunarstöð holdanauta í Hrísey í apríl nk. Eggjunum verður komið fyrir í kúm á nokkrum bæjum í Eyja- firði, en að sögn Guðmundar Steindórssonar, hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar, hefur ekki verið gengið frá því hvaða Umferðarslys á árinu 1990: Alvarlega slösuðum fækkar - 24 létust í umferðarslysum þar af 6 á Norðurlandi í frétt frá Umferðarráði kemur fram að 24 létust í 19 banaslys- um á íslandi á árinu 1990. í einu slysi Iétust þrír og tveir í þremur slysum. Þetta er nokk- Kysstu mig, Kata!: Óskar kemur er Jakob fer Jakob Frímann Magnússon hefur útsett lög eftir Cole Port- er í söngleiknum Kysstu mig, Leiðrétting í frétt af áætlunum Léttismanna um að byggja reiðskemmu í landi Glerár sem birtist á miðvikudag- inn skolaðist nafnið á íþrótta- félagi fatlaðra á Akureyri til í meðförum blaðamanns. Það heit- ir að sjálfsögðu íþróttafélagið Eik og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Kata! sem brátt verður tekinn til sýninga hjá Leikfélagi Akureyrar, og stjórnað hljóm- sveit á æfingum en hann mun ekki fylgja því starfi eftir. Jakob verður ekki í hlutverki stjórnandans á sýningum því hann er að hverfa til annarra starfa. Hljómsveitarstjóri á sýn- ingum verður Óskar Einarsson. Tónlist Porters þykir gullfalleg og mun fjöldi leikara, söngvara og tónlistarmanna koma henni til skila. Böðvar Guðmundsson þýddi leik- og söngtexta að nýju. SS ur fækkun banaslysa frá árinu 1989 en þá Iétust 28. Hins veg- ar slösuðust og létust 878 manns í umferðinni hér á landi á árinu 1990, eða 47 fleiri en á árinu 1989. Jákvæðari tíðindi er þau að mun færri slösuðust alvarlega árið 1990 en 1989, eða 209 á móti 314. Á árunum 1983 til 1989 slösuðust að meðaltali 345 manns alvarlega á ári, þannig að þarna er um verulega fækkun að ræða. Talsvert fleiri ökumenn bif- reiða slösuðust á árinu 1990 mið- að við árið á undan. Þá er einnig umtalsverð fjölgun slasaðra far- þega í framsæti en hins vegar fækkar slösuðum farþegum í aftursæti. Langflestir slösuðust í aldurs- flokknum 17-20 ára eða 216 manns. Var það fjölgun um 31 eða rúmlega 15%. Einn lést í umferðarslysi á Norðurlandi eystra, í Eyjafjarð- arsýslu, en 5 á Norðurlandi vestra, allir í Húnavatnssýslum. Flestir létust í Árnessýslu eða 7 manns og 6 létust í Reykjavík. Þegar á heildina er litið fjölgaði slysum mikið í þéttbýli en fækk- aði í dreifbýli. Loks má geta þess að ölvaðir ökumenn áttu aðild að 50 slysum á árinu á móti 38 árið 1989. SS bæir verði fyrir valinu. Við flutning eggjanna í land munu heimamenn njóta aðstoðar frá dönskum sérfræðingum sem vel þekkja til þessara mála. Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Landssamband kúabænda hafa átt í viðræðum við nokkra bændur á svæði Búnaðarsam- bandsins um samstarf við þetta stig Galloway-ræktunarinnar. Guðmundur Steindórsson segir að ekki sé ákveðið í hversu mörg- um kúm frjóvguðum eggjum verði komið fyrir. Eins og fram hefur komið er Ólafur Valsson, dýralæknir, núverandi framkvæmdastjóri Einangrunarstöðvarinnar. Hann var ráðinn tímabundið eftir að Sigurborg Daðadóttir sagði upp störfum í haust, en að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar er ekki frágengið hvort hann verður í þessari stöðu til frambúðar. óþh Norðurlandskjördæmi eystra: Listi Þjóðarflokksins kynntur Stjórn kjördæmafélags Þjóð- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra kynnti í gær fram- boðslista flokksins í kjördæm- inu fyrir komandi kosningar til Alþingis. Listinn var borinn upp á fundi í stjórninni í fyrra- kvöld þar sem hann var sam- þykktur. Listinn er þannig skipaður: 1. Árni Steinar Jóhannsson Akureyri, 2. Anna Helgadóttir Kópaskeri, 3. Björgvin Leifsson Húsavík, 4. Oktavía Jóhannes- dóttir Akureyri, 5. Gunnlaugur Sigvaldason Svarfaðardal, 6. Karl Steingrímsson Akureyri, 7. Klara Geirsdóttir Akureyri, 8. Helga Björnsdóttir Húsavík, 9. Sigurpáll Jónsson Hálshreppi, 10. Gíslína Gísladóttir Dalvík, 11. Kolbeinn Arason Akureyri, 12. Anna Kristveig Arnardóttir Akureyri, 13. Guðný Björnsdótt- ir Kelduhverfi, 14. ValdimarPét- ursson Akureyri. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.