Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 23. febrúar 1991 carmína i Það var gaman í MA en ég sakna ekki þessa tíma - Elfa Ágústsdóttir dýralæknir í Carmínuviðtali Hún þurfti ekki að eyða tímanum í vangaveltur um hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Hún var ekki nema tveggja ára þegar hún ákvað að verða dýralæknir eins og pabbi. Við það stóð hún Elfa Ágústsdóttir sem útskrifaðist úr MA vorið 1979 og er nú aðstoðarmaður héraðsdýralæknanna í Eyjafirði. Elfa Ágústsdóttir dýralæknir: „Árin í MA voru átakalaus og þægilcgur tími.“ Mynd: Golii. Elfa er innfæddur Akureyring- ur, alin upp á suðurbrekkunni, dóttir Ágústs Þorleifssonar dýra- læknis og Auðar Ólafsdóttur sjúkraliða. Hún fór eins og leið lá um Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar og haustið 1975 bankaði hún að dyr- um Menntaskólans á Akureyri. Hvernig leist henni á sig þar? „Bara vel. Ég skemmti mér konunglega í gegnum allan menntaskólann. Mér finnst þetta hafa verið átakalaus og þægilegur tími. Ég þurfti ekkert að spekúlera í því hvað ég ætlaði mér að verða, í það fór drjúgur tími hjá mörgum. Ég gat því einbeitt mér að öðru og lagði mikla áherslu á skemmtanalífið, þótt ég léti það ekki eyðileggja fyrir mér í námi. Þegar ég kom inn í 3. bekk lenti ég í hreinum stelpubekk. Þar voru bestu vinkonur mínar þær Ásthildur Magnúsdóttir, Kara Melstað og Elva Aðalsteins- dóttir. Okkur þóttu strákarnir í 6. bekk vera mestu gæjar í heimi. Ég man að meðal þeirra var Steingrímur J. Sigfússon ráð- herra. Þegar ég var í 4. bekk gekk ég til liðs við leikfélag skól- ans og umgekkst mest krakka sem þar voru. Þeirra á meðal má nefna Ingvar Þóroddsson lög- fræðing, þann sem samdi textann um mig í Carmínu, Sigurð Blöndal frá Siglufirði, Arnar Björnsson fréttamann, Birnu Gunnlaugsdóttur og Sigurð Hró- arsson leikhússtjóra.“ Fjör í lciklistinni Elfa tók þátt í þremur sýningum á vegum LMA. „Fyrsta veturinn sem ég var með settum við upp Ó, þetta er indælt stríð sem Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstýrði. Það gekk vel og við sýndum það í Reykjavík. Þá var okkur boðið að sýna á leiklistarhátíð í útlönd- um en af því varð þó ekki. Árið eftir sýndum við Hlaup- vídd sex eftir Sigurð Pálsson sem Hörður Torfason leikstýrði. Með það fórum við í leikferð til Siglu- fjarðar. Á leiðinni sýndum við í Miðgarði í Skagafirði en á þá sýningu mætti aðeins einn bóndi og vangefin dóttir hans. Við lék- um hins vegar af mikilli innlifun og fenguin kaffi í hléinu hjá kvenfélaginu. Á Siglufirði sýnd- um við í gömlu bíói fyrir fullu húsi enda hafði faðir Sigurðar Blöndal undirbúið komu okkar vel. Á eftir fórum við á dansleik og þar var ægilegt fjör. Síðasta árið sýndum við nýtt verk eftir Böðvar Guðmundsson sem þá kenndi við skólann, Grís- ir gjalda, gömul svín valda, sem Kristín Á. Ólafsdóttir leikstýrði. Ég segi ekki að það hafi verið leikhæfileikarnir sem gerðu það að verkum að ég tók svona mik- inn þátt í starfi leikfélagsins. Þarna var saman kominn stór hópur af skemmtilegum krökk- um og mikið fjör.“ Vottorð um sára fátækt Hvernig var skólabragurinn á þessum árum? Voruð þið mjög pólitísk? „Nei, það var farið að draga verulega úr pólitískum áhuga frá því sem var nokkrum árum áður. Það var nokkuð öflugt útgáfu- starf, blöðin Gambri og Muninn. Þeir fóru fyrir Gambra, Óðinn Jónsson og Símon Jón Jqhanns- son. Óðinn var mikill kratahöfð- ingi svo það fór ekki mikið fyrir byltingarboðskapnum. Þeir Óðinn og Símon voru miklir vinir mínir og ég kom dálítið við sögu í útgáfunni, teiknaði og setti upp.“ Hvaða kennurum manstu eftir? „Tryggvi var skólameistari á þessum árum og við lentum í smáútistöðum eitt haustið. Þann- ig var að ég vann á hverju hausti í sláturhúsinu á Svalbarðseyri og þurfti því alltaf að fá frí, allt upp í mánuð. Þegar ég byrjaði í sjötta bekk fór ég í sfðasta sinn á fund Tryggva til að fá frí. Þá sagðist hann vera orðinn hundleiður á þessum fríum mínum á hverju hausti, ég þyrfti að hafa gildar ástæður fyrir því að hlaupa svona í vinnu, til dæmis fjárhagslegar. Ég fór þá heim og fékk pabba til að skrifa upp á vottorð um að ég þyrfti nauðsynlega að vinna vegna sárrar fátæktar. Með þetta fór ég til Tryggva og fékk fríið umyrðalaust. Én fyrir utan Tryggva man ég eftir nokkrum kennurum sem nú eru hættir. Aðalsteinn Sigurðs- son kenndi okkur sögu, Jón Árni Jónsson dönsku og þýsku og Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræði. Þetta voru allt saman ágætis menn.“ Dýralæknir í Noregi í Carmínu virðist Noregur hafa verið þitt fyrirheitna land. „Já, mig langaði að fara þang- að og læra dýralækningar. Eftir 5. bekk fór ég og vann um sumar- ið á fjallahóteli í Sognsfirði. Ég varð mjög hrifin af Noregi og svo kom sér vel fyrir mig að læra norsku ef ég ætlaði þangað í nám.“ Sem varð svo úr. „Já, eftir stúdentspróf fór ég austur á Norðfjörð og vann þar í fiski. Ég var búin að sækja um í dýralæknaskólanum í Osló en var ekkert yfirmáta bjartsýn á að ég kæmist að. Það gekk þó og ég fór út um haustið. Þetta var lítill skóli, nemendur liðlega 200 og tók námið hálft sjötta ár. Skólinn var nokkuð frábrugðinn venju- legum háskóla því þarna var bekkjakerfi og mikið aðhald. Maður komst ekkert upp með að mæta illa. Ég kunni því vel, það var gott fyrir kærulausa mann- eskju eins og mig að hafa aðhald. í Osló var mikið af íslending- um og gott félagslíf hjá þeim. Eg flutti inn á stúdentagarð og ég man eftir að Norðmennirnir þar, þeir sem voru utan af landi, öfunduðu mig af því að vera íslendingur. Þarna kom ég og átti strax 200 vini sem hjálpuðu mér að komast inn í kerfið og studdu mig á alla lund. Sjálfir máttu þeir bjarga sér einir og voru lengi að kynnast fólki. Þegar leið á námið var okkur gefinn kostur á að vinna á sumrin, td. sem sæðingarmenn. Ég fékk vinnu sem slíkur í Guð- brandsdal eftir fjórða árið og kynntist þar merkilegu samfélagi. Þar voru menn til dæmis enn með kýrnar í seli yfir sumarið. Eftir að námi lauk fékk ég svo vinnu í Mo i Rana sem er í Norður-Noregi. Það voru mikil viðbrigði því þar var meginlandsloftslag og frostið fór niður í 40 gráður svo lyfin frusu í bílnum." Vil vera sveitadýralæknir „Haustið 1985 kom ég svo heim. Það hafði ekkert frekar staðið til, ég hafði fyrst og fremst hugsað mér að verða dýralæknir, en ekk- ert endilega á íslandi. Með tímanum fann ég út að fram- haldsnám var ekkert fyrir mig, ég vildi miklu frekar verða sveita- dýralæknir. Og þá var best að vera á íslandi. Ég vildi líka kom-. ast í vinnu og eignast einhvern pening. Ég hafði verið ansi blönk í Noregi og varð að skúra með náminu. Ég kom því heim og fór að vinna hér í Eyjafirði með pabba og Guðmundi Knudsen. Reyndar fór ég aftur vorið 1986 til Noregs til að vinna fyrir skött- um sem ég skuldaði þar, Við fór- um tvær, ég og norsk skólasystir mín, og réðum okkur sem hreppsdýralæknar á lítilli eyju skammt frá Björgvin. Þar voru menn afar trúræknir og skiptust í fimm eða tíu sértrúarsöfnuði. Það voru lítil bænahús á hverju götuhorni. Við komum þarna tvær Ijóskur og stungum óneitan- lega í stúf við umhverfið. En bændurnir tóku okkur vel og ég fæ enn jólakort frá þeim. Ég kom svo alkomin heim sumarið 1986 og hef síðan verið að vinna hér á Akureyri. Ég aðstoða dýralæknana báða, vinn líka með gæludýr og skrepp svo í hesthúsin seinnipart dags. Raun- ar er þetta draumastarf fyrir ung- an dýralækni, þetta er svo fjöl- breytt.“ Sakna ekki menntaskólaáranna Á myndinni af Elfu í Carmínu má sjá að hún hefur átt sér þann framtíðardraum að verða þjóð- garðsvörður í Afríku. Blundar hann enn með henni? „Nei,“ segir hún og brosir. „Hann varð nú sennilega til vegna þess hve mikið ég horfði á dýralífsmyndir í sjónvarpinu. Ef ég ætlaði mér að láta þann draum rætast yrði ég fyrst að fara í tveggja ára framhaldsnám í Eng- landi og læra um villt dýr. Auk þess skilst mér að þeir dýralækn- ar sem fara til starfa í Afríku lendi fyrst og fremst í stjórnunar- störfum, koma upp dýralækna- skólum og þess háttar, en að þeir hafi engin afskipti af dýrunum.“ Elfa keypti sér gamalt hús í innbænum og hafði komið sér vel fyrir þegar skriða féll á húsið í fyrravor. Húsið eyðilagðist og fór á haugana. „Ég fékk það ágæt- lega bætt úr tryggingunum, en það kemur ekkert í staðinn fyrir alla persónulegu munina sem ég missti, bækurnar, myndirnar, bréfin og allt það. Það má eigin- lega segja að fortíðin hafi þurrk- ast út.“ Hún og kærasti hennar, Höskuldur Jónsson, eru nú búin að kaupa sér íbúð úti í Þorpi og bíða eftir að geta flutt inn. Að lokum spurði blaðamaður Elfu hvort hún héldi einhverju sambandi við MA. „Nei, það get ég ekki sagt. Það var gaman að vera þar meðan það stóð yfir, en ég sakna ekki þessa tíma. Maður verður að halda áfram.“ -ÞH ----------*--------1 ---- ------------—----- FKWTÍPhKPRAlHU.fi:VyÓQbAfitiSYbRQUH \pg£ÍKU^j N0K6E.- >tr errze. han ænévet' \tKie Á vfcté W/VAH/ÍTfiJKpi Hm oftb BxpLopeK&lr. Elfa teiknaði sjáif myndina af sér i Carmínu. Noregur var fyrirheitna landið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.