Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 19

Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 19
 Stjóramál í beirnii útsendingu Margir íslendingar muna eflaust eftir því þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar liðaðist í sundur í beinni útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 á haustdögum 1988. Formenn samstarfsflokka Porsteins þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson sátu gegnt fréttamanni sem spurði þá meðal annars hvort nokkur möguleiki væri lengur á samstarfi eftir að Jón Bladvin kvaðst hafa fengið rýtingsstungu í bakið frá formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra. Við þessari beinu spurningu frétta- mannsins áttu flokksformennirn- ir ekkert annað svar en að neita. Pað væri enginn grundvöllur og Steingrímur bætti við að stjórnar- samstarfið bæri að minnsta kosti í sér mikið mein því væri ekki að neita. Þorsteinn Pálsson sat hins vegar heima í stofu og horfði á sjónvarpsfréttir á Stöðinni og eft- ir þessa beinu útsendingu átti hann fárra kosta völ annarra en biðjast lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Ef leitað er aðeins lengra aftur í tímann, til vordaga 1987 þegar kosningaundirbúningur var að ná hámarki var Þorsteinn Pálsson aftur á móti á viðtalsbekknum hjá Stöð 2. Þar var hann meðal annars spurður hvort einn af samráðherrum hans Albert Guðmundsson gæti einhvern tím- ann síðar gegnt ráðherraembætti eftir að honum hefði verið vikið úr starfi iðnaðarráðherra vegna þess að hann hafði einhverju sinni gleymt að telja nokkrar þús- undir króna fram til skatts og þessi framtalsmistök talin tengj- ast margfrægu Hafskipsmáli. Ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn svaraði Þorsteinn að bragði beint framan í þjóðina. Albert Guð- mundsson, sem þá sat í fyrsta sæti á framboðslista í höfuðvígi flokksins í Reykjavík horfði á þessa yfirlýsingu formanns síns á sjónvarpsskjánum og átti fárra annarra kosta völ er hann var kallaður í „mjúkt" viðtal við Ingva Hrafn Jónsson, þáverandi fréttastjóra Ríkissjónvarpsins, hálfri klukkustund síðar, en lýsa því yfir að ummæli formannsins væru ekkert annað en vantrausts- yfirlýsing á þann fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins sem kjörinn hefði verið til að leiða kosningabaráttu hans í höfuðborginni. Þessar tvær sjónvarpsútsendingar leiddu síð- an til klofnings í Sjálfstæðis- flokknum og stofnunar Borgara- flokks Alberts Guðmundssonar fyrir síðustu alþingiskosningar. Davíð í véfréttastíl Síðustu daga berast fréttir af því að yngri menn í Sjálfstæðis- flokknum, einkum í borgríkis- kjördæmunum við Faxaflóann, hyggist yngja hugmyndalega upp í flokknum á landsfundi hans sem haldinn verður í upphafi kom- andi kosningabaráttu. Boðberi hinna nýju hugmynda á að sjálf- sögðu að vera Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík. Ungu mennirnir eru sagðir vera að safna undirskriftum þar sem skora skal á Davíð að bjóða sig fram til formennsku gegn Þor- steini Pálssyni. Davíð lagði Friðrik Sophusson að velli í fyrra og nú skal hann skella Þorsteini. Stöð 2 lét nýverið efna til skoðana- könnunar þar sem spurt var hvor þeirra Davíðs eða Þorsteins væri Eftir Þórð Ingimarsson. líklegri til að leiða Sjálfstæðis- flokkinn til stórsigurs í komandi kosningum. Hvernig svo sem til þeirrar könnunar hefur verið stofnað leiddi hún þá niðurstöðu í ljós að sigur Davíðs yrði að öllu leyti veglegri og eflaust sætari fyrir yngra .sjálfstæðisfólk, í Reykjavík og nágrenni. Davíð Oddson hefur einnig svarað spurningum fréttamanna um væntanlegt framboð í véfréttastíl og sagst tala út og suður í því efni. Af því verður aðeins eitt ráðið. Hann er þessu ekki alfarið mótfallinn og hefur eflaust gam- an af þeim áhuga sem yngri sjálf- stæðismenn og ekki síður fjöl- miðlar sýna honum. Stjórnmálamenn réðu fjölmiðlum - nú ráða fjölmiðlar stjórnmálum A'tburðir þar sem stjórnmálavið- buröir hat'a átt sér st;iö í fjölmiðl- um og jafnvel í beinum útsend- inguni eru nú rifjaöir upp vegna þess að enn viröist hilla undir atburð af því tagi. Fjölmiölar reyna sífellt að hafa áhrif á gang stjórnmála en í hraöa nútimans hafa nýjar aðferöir tekiö viö. Áöur fyrr voru dagblööin ákveð- in málgögn stjórnnlálaflokkanna og eru það að nokkru leyti enn þótt frjálslegar sé nú tekið á inál- um en gert var fyrir fjölmiðla- byltinguna. Ríkisútvarpið og síð- ar sjónvarpið var einnig lög- verndaö af stjórnmálamönnum, sem með setu í útvarpsráöi gátu hlutast til um svo að segja hvert einasta orð sem þar tell af munni fram. Með þessum orðum erekki verið að biðja um að þeir dagar komi til baka er stjðrnmálamenn réöu öllu sem sagt var í fjölmiðl- um á íslandi. Heldur er verið að benda á aö fjölmiðlar eru nú farnir að ráðast inn á svið sijórn- málanna á sama hátt og stjórn- málamenn ráðskuðust meö fjöi- miðlana fyrrum. Upplýsinga- skylda fjölmiðla er rík en jsar með er ekki sagt að þeir eigi að stýra framvindu mála. Taka stjórnina í sínar hendur og beita til þess þeim aðferðum sem nútíma miölunartækni hefur yfir að ráða. Að byggja stökkpall undir Davíð Þessa dagana er þjóðin að verða vitni að því að sjónvarpsstöðv- arnar ásamt fleiri aðilum úr sam- eiginlegri pressu landsmanna eru að byggja stökkpall undir Davíð Oddsson til að taka við for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum. Davíð nýtur mikils stuönings á meðal flokksmanna sinna þótt margir á þcini bæ vilji eflaust halda í gamlar hefðir og virða drengskaparheit þess efnis að ekki verði efnt til átaka um for- mennsku í flokknum nokkrum vikum fyrir kosningar. Ýmsir eru einnig minnugir kosningaúrslit- anna eftir að Álbert Guðmunds- syni var nánast vikið af fram- boðslista flokksjns í beinni útsendingu fyrir síðustu þing- kosningar. En fjölmiðlarnir láta ekki að sér hæða þegar þeim gefst kostur á að stýra framvindu mála. Stöð 2 þyrfti í sjálfu sér ekki annaö en fá Davíö Oddsson í viðtal í beinni útsendingu á fréttatíma þar sem hann segöist tilbúinn að gefa kost á sér til for- mennsku á næsta landsfundi. Til að svo megi verða yrði Davíö að sjálfsögðu að samþykkja viðtalið en minna má á yfirlýsingar hans til þessa og einnig að ekki var langur aðdragandi þess er liann bauð sig fram gegn Friðrik Sophussyni. sem sýndi þá karl- mennsku að krjúpa á kné fyrir ofureflinu. Formannsskipti í fjölmiðli - vandamál í flokki Davíð Oddsson er fyrst og fremst andlit fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og þeim nágranna- byggðum sem erfitt er orðið að greina frá höfuðborginni nema á pappírum. Davíö nýtur mikilla vinsælda fyrir störf sín sem borg- arstjóri í Reykjavík. Þótt þaðséu aðallega sterkir tekjustofnar borgarinnar af margvíslegum atvinnurekstri, sem gert hafa honum kleift að rcisa starfsárum sínum verðuga minnisvarða kem- ur það persónu hans einnig til góða þegar hann sækist eftir umráðum yfir öðrum hlutum en skattpeningum reykvískra atvinnurekenda og borgara. Leikur fjölmiðlanna getur því orðið léttur vilji þeir leika hann til enda og gera varaformann Sjálfstæðisflokksins að formanni hans í beinni útsendingu á Stöð 2 eða í Ríkissjónvarpinu eftir því hvort Sigurveig eða Bogi verða hlutskarpari. Þótt Davíð sé óskrifað bláð hvað handleiðslu þjóðfélagsins varðar er ljóst að formannsskipti í Sjálfstæðis- flokknum sem fram færu að meira eða minna leyti í fjölmiðl- um fyrir landsfund myndi skapa margvíslegan vanda fyrir flokk- inn í komandi kosningum. Þótt borgarstjórinn í Reykjavík sé að mörgu leyti snjall maður og geti verið snöggur upp á lagið er ljóst að margir hinna almennu flokks- manna kynnu illa við vinnubrögð af því tagi og nægir að minna á ummæli eins virtasta sjálfsstæðis- manns af landsbyggðinni, Einars Odds Kristjánssonar, frystihús- stjóra á Flateyri og formanns vinnuveitendasambands íslands, í fréttatíma í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum. Þótt athyglin hafi einkum beinst að Sjálfstæðisflokknum í þessu efni vegna atburða er þar hafa orðið eða virðast vera í upp- siglingu er að sjálfsögðu sama hvaða stjórnmálaflokkur ætti í hlut. Nægir að minna á sáttakoss Jóns Baldvins og Jóhönnu Sig- urðardóttur á flokksþingi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í nánast beinni útsendingu á síð- asta hausti. Því er til umhugsunar hvort fjölmiðlar og þá einkum sjónvarpsstöðvarnar séu farnar að matka farveg stjórnmálanna. Einnig er til umhugsunar hvaða áhrif slíkt hafi á framvindu mála í landinu framvegis. Hvort þeir einir og þau málefni ein sem eru fjölmiðlunum þóknanleg á hverj- um tíma eigi þess kost að hafa áhrif og verða að veruleika. Laugardagur 23. febrúar .t991 - DAGUR - 19 Háseti óskast á Særúnu EA-251 Þarf aö vera vanur netum. Uppl. í símum 985-22551 og 96-61946. Fóstra óskast sem forstöðukona að leikskólanum Leikbæ á Árskógsströnd frá 1. maí. Uppl. veittar í símum 61971 og 61056 frá kl. 14.00- 16.00 alla virka daga. §Laust starf Byggingafulltrúi - Húsnæðisfulltrúi. Húsavíkurkaupstaður auglýsir laust til umsókn- ar starf byggingafulitrúa og húsnæðisfulltrúa. Um er að ræða eina stöðu. Um starfssvið, menntun og reynslu vísast til bygg- ingareglugeröar, laga um húsnæðisnefnd og starfs- lýsingar. Allar frekari upplýsingar veitir undirritaöur í síma 96-41222. Bæjarstjórinn Húsavík. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN, DALVlK Hjúkrunarfræðingar Okkur á Heilsugæslustöðinni á Dalvík vantar hjúkrunarfræðing í fullt starf frá maíbyrjun. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga í sumaraf- leysingar. Til Dalvíkurlæknishéraös teljast Dalvík, Hrísey, Svarf- aöardalshreppur og Árskógshreppur og þjónar stööin um 2.400 manns. Hálfrar klukkustundar akstur er til Akureyrar, höfuðstaðs Noröurlands. Er ekki tilvalið að breyta til og prófa eitthvað nýtt? Upplýsingar um kaup og kjör veitir Kristjana Þ. Ólafs- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 96-61500 (fyrir hádegi). =JAM1A HEILSUQÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI Staða heilsugæslulæknis Við Heilsugæslustöðina á Akureyri er laus, tíma- bundið, staða heilsugæslulæknis. Staöan er laus nú þegar eöa eftir samkomulagi. Staöa þessi er heppileg þeim læknum, sem vilja kynna sér heilsugæslulækningar meö sérnám í huga, en aðrir möguleikar koma einnig til greina. Nánari upplýsingar gefur Magnús Ólafsson, yfir- læknir. Umsóknir um stööuna meö upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra fyrir 29. mars 1991. Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og ömmu, JÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, saumakonu. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðmundur Pétursson og aðrir vandamenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.