Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 23. febrúar 1991 Konudagshlað- borð hjá KA Blakdeild KA verður með kaffi- hlaðborð á morgun í KA-heimil- inu í tilefni konudagsins. Opið verður frá kl. 14 til 17. Eigin- menn eru hvattir til að nota tæki- færið og bjóða konum sínum í gott hlaðborð. rétt rúmur milljarður, hagnaður 18 stjörnurnar bera launakröfur sín- ar á borð fyrir þá. Á þessu ári mun aðeins ein kvikmynd frá Warner Bros kosta meira en 1.8 milljarð (The Last Boy Scout), hinar verða allar ódýrari. Universal Pictures hefur tekið upp þá aðferð að í staðinn fyrir að semja um ákveðin laun við leikara þá eru þeir á prósentum af innkomu. Arnold Schwarzen- egger er á þannig samningi sem barnfóstran í Kindergarten Cop, einnig Tom Cruise í Born on the Fourth of July. Leikurum og handritshöfund- um til ósvikinnar gleði eru þó ekki allir Hollywoodstjórarnir á sparnaðarlínunni. Jon Peters og Peter Guber eru enn við sama heygarðshornið, baðandi sig í Batmans-ljómanum. Columbia fyrirtækið er nú að framleiða Hook sem mun kosta rúman þrjá og hálfan miiljarð. Trúir stjörnu- kerfinu réðu þeir Guber og Pet- ers ekki minni menn en Dustin Hoffman, Robin Williams og Juliu Roberts til að fara með aðalhlutverkin. Leikstjóri er Stephen Spielberg. Stórstjörn- urnar fá fyrir snúð sinn 40% af brúttóinnkomunni. Hook verður því bersýnilega að flokkast með mestu stórgróðakvikmyndum ársins 1991 til að Columbia geti gert sér vonir um að græða eitthvað á henni. En sparnaður er hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók þeirra Peters og Gubers. Eitt fyrsta verk þeirra við stjórnarvölinn hjá Columbia var að kaupa tvær franskar Falcon þotur, og það áður en þeir höfðu framleitt eina einustu kvik- mynd fyrir fyrirtækið. ilmandi ' V Þeir rækta kaffíjurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunirnar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvöminni - njóttu þess. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF 5*% Home Alone, áætlað kostnaðarverð milljarðar. hefur að minnsta kosti lært sína lexíu. Þar á bæ brenndu menn sig heldur betur á The Bonfire ofthe Vanities, sem kostaði fyrirtækið á þriðja milljarð íslenskra króna. Kvikmyndin var gerð í anda stjörnukerfisins; Bruce Willis, Tom Hanks og Melanie Griffith áttu að gera eftirleikinn auðveld- an. Allt fór þó á verri veg og nú haga stjórnarmenn Warner sér eins og brennt barn þegar stór- Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Skorín upp herör gegn stjömukerfinu í Hollywood er náunginn vinsæl- asta umræðuefnið og síðan pen- ingar. Á dögunum sló Jeffrey Katzenberg, forstjóri Walt Disn- ey kvikmyndaversins, tvær flugur í einu höggi þegar kvisaðist að hann hefði fyrirskipað samverka- mönnum sínum að ganga á hólm við stjörnukerfi kvikmyndanna. Dagskipunin var að spara, en aðhaldssemi hefur raunar lengi verið eitt aðaleinkenni Disney fyrirtækisins. En það sem gerði þessar sparnaðarhugmyndir for- stjórans að langvinsælasta umræðuefninu í Hollywood var vitaskuld atlaga hans að stjörnu- kerfinu. Fyrirmæli Katzenbergs til undirmanna sinna voru ein- föld; forðist eins og unnt er að ráða hálaunaða leikara til starfa, skellum hurðinni á hugmyndina um stórgróðamyndina sem held- ur kvikmyndaiðnaðinum í heljar- greipum. Katzenberg rær ekki einn á sparnaðarbátnum. Hjá bæði Warner og Paramount gætir sömu hugmynda. Kjarkinn, til að segja stjörnukerfinu stríð á hendur, sækja fyrirtækin í þá staðreynd að undanfarin tvö ár hafa ódýrar myndir náð að slá í gegn með eftirminnilegum hætti. Veigamestu ástæðurnar eru þó þær að á síðasta ári voru þrjár Ólafsfirðingar - Dalvíkingar - Akureyringar Kaffihlaðborð Kaffihlaðborð um helgina, og sunnudag. , Fjóla Guðnadóttir, matreiðslumeistari eldar eigin matreiðslu. Sunnudag, konudag! Fjölskyldutilboð í hádeginu. ólafsfjörður V t \ J Byigjubyggð 2 ■ Óiafsfirði • Sir Sími 96-C2400 mestu stórgróðamyndirnar, Home Alone, Ghost og Pretty Woman, framleiddar og auglýst- ar fyrir minna fé en gerð og markaðssetning meðalmyndar- innar er talin kosta, þannig segir þumalputtareglan í Hollywood að meðalverð kvikmyndar sé lið- lega einn og hálfur milljarður íslenskra króna. Pretty Woman, sem var ódýrust ofangreindra kvikmynda, kostaði hins vegar aðeins 780 milljónir en halaði inn vel yfir 24 milljarða íslenskra króna. Ghost var dýrust topp- gróðamyndanna þriggja en kost- aði þó minna en meðalkvikmynd- in, eða um 1300 milljónir, en skil- aði brúttó gróða upp á 25 millj- arða. Við þetta bætist að á síðasta ári eyddu sum kvikmyndaverin allt að þremur og hálfum milljarði, og liðlega það, í að búa til vænt- anlegar stórgróðamyndir með glæstum stjörnum án þess þó að fá óskir sínar uppfylltar. Margar þessara dýru kvikmynda, þar á meðal Another 48hrs, The Bon- fire of the Vanities, Days of Thunder og Rocky V, skiluðu mun færri dollurum í kassann en vonir stóðu til og urðu aðstand- endum sínum jafnvel til byrði. Með allt þetta í huga er varla að undra þó að forstjórarnir verði tvístígandi þegar menn eins og Robert Redford, Paul New- man, Sean Connery, Bill Murr- ey, Warren Beatty, Richard Dreyfuss og Nick Nolte krefjast launa á bilinu frá 180 milljónum og upp í hálfan milljarð. Warner

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.