Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 8
 8 - DAGUR - Laugardagur 23. febrúar 1991 Menntamálaráðuneytið. Forstöðumaður Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir forstöðu- manni við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. mars. rUÍN uið HRRFNROIin Konudags- hlaðborð Hið geysivinsæla konudagshlað- borð, sunnudaginn 24. febrúar Ný sending af pottablómum um helgina. Velkomin í Vín Sími 31333 TT ifjij ARSHATIÐ Sameiginleg árshátíð félagsmanna stéttarfélaganna í Alþýðuhúsinu Akureyri verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 9. mars nk. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. ★ Fjölbreytt skemmtiatriði. ★ Ljúffengur heitur og kaldur matur. ★ Dansað til kl. 03.00. ★ Hljómsveit Birgis Marinóssonar sér um fjörið. Miðapantanir og miðasala hjá Verkalýðs- félaginu Einingu í Alþýðuhúsinu 2. hæð frá og með mánudeginum 25. febrúar, sími 23503. Miðaverð kr. 2.400,- Félagarí Tryggid ykkurmiða í tíma Árshátíöarnefnd. 4 kvikmyndorýni 1 Umsjón: Jón Hjaltason Smekkur sá sem kemst í ker Borgarbíó sýnir: Lánið er valt (Quick Chance). Leikstjórí: Howard Franklin og Bill Murray. Aðalhlutverk: Bill Murray, Geena Davis og Randy Quaid. Warnar Bros 1990. Bill Murray er trúðurinn og snill- ! ingurinn. Akveðið skeytingar- leysi um mannlegt siðferði, eðlis- leg léttúð og sannfæring um yfir- burði gefur honum forskot í lífs- kapphlaupinu. Hann er einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem virðast aldrei flýta sér en sem engu að síður hafa alltaf tímann fyrir sér og missa aldrei af strætó eða tíu-vélinni. Sjálfstraustið er svo mikið að skelin brotnar aldrei alveg sama hversu mistökin eru stór eða afdrifarík. Lánið er valt greinir frá því hvernig hinn fullkomni glæpur breytist í martröð, að minnsta kosti fyrir suma hlutaðeigendur, allt vegna örstutts píps í bíl- flautu. Eftir stórkostlegt banka- rán þar sem Murray setur á svið mikið sjónarspil og hefur lögregl- una að ginningarfíflum breytist lukka hans. Óheppnin byrjar að elta hann og glæpafélaga hans, Davis og Quaid, á röndum, og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að lögreglan hafi hendur í hári þeirra. En dag skal að kveldi lofa og mey að morgni og það er nákvæmlega það sem Murray gerir. Hann tekur óláninu af stöku jafnaðargeði en hið sama varð ekki sagt um aumingja rýn- inn þar sem hann kvaldist undir afskræmingu fullkomleikans. Hann rak að vísu upp stöku hlát- urgusu en pínan var þó meiri, ótrúlegt ólán söguhetjanna rann honum til rifja. Með sjálfum sér varð hann þó að viðurkenna að óbragðið í munninum haföi ekki kviknað af því hversu myndin var léleg, sem hún erekki, heldur af eðlislægum skapgerðareiginleik- um. Og kemur þá upp í hugann þetta um smekkinn sem kemst í ker. Dlar vættir Borgarbíó sýnir: Illvættinn (,,Trcmors“). Leikstjóri: Ron Underwood. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Fred Ward og Finn Carter. Universal 1990. Þetta er mynd sem kemur á óvart. Kevin Bacon og Fred Ward leika tvo lausamenn í afskekktu héraði. Peir eru í þann veginn að yfirgefa sveitina þegar undarlegir atburðir byrja að gerast. Fólk gefur upp andann við hinar undarlegustu kringum- stæður og skepnur eru drepnar. Þeir félagarnir komast brátt að því hvers kyns er. Illvættir frá forsögulegum tíma fara um efstu lög jarðskorpunnar og veiða sér til matar, jafnt menn og dýr. Þeir skynja hina minnstu hreyfingu á yfirborði jarðar og eru færir um að draga niður til sín stærstu bíla. Akkilesarhæll þeirra er sá að þeir eru alveg sjónlausir sem kemur sér stundum illa, sérstaklega þeg- ar bráðin tekur upp á því að standa alveg kyrr og hræra hvorki legg né lið. Fred Ward á í höggi við blóðþyrstar skepnur í Illvættinum. Illvætturínn er hryllingsmynd, að minnsta kosti örðum þræði, en það er engu að síður létt yfir henni, spennan er þó nokkur og Jeikurinn góður. Söguþráðurinn er óneitanlega reyfaralegur en það er unnið vel úr honum og það er alveg með ólíkindum hvaö illvættirnir öðlast mikið líf á hvíta tjaldinu. Gervitunglamyndir af íslandi - í nýrri útgáfu hjá Landmælingum íslands Landmælingar íslands hafa gefið út tvær gervitunglaniyndir með skýringum, í mælikvarða 1:100.000. Um er að ræða tvær mismunandi útgáfur af sama svæði, sem afmarkast af Esju og Þingvallavatni í norðri og suðurströnd landsins í suðri. Myndin var tekin úr banda- ríska gervitunglingu Landsat 5, þann 7. september 1986 og eru báðar myndirnar unnar eftir sama tölvusegulbandinu en not- uð mismunandi bylgjubil raf- segulrófsins við tölvuvinnsluna. Önnur myndin er innrauð í breyttum litum sem sýnir einkar vel mun á grónu og ógrónu landi, en hin myndin er í „venjulegum“ litum svipað því og sést á ljós- myndum. Tölvuvinnslan fór fram í Þýskalandi, filmuvinna og gerð Loftmynd af Suðurlandi tekin úr gervitungli. skýringa hjá Landmælingum ís- lands og Prentsmiðjan Oddi sá um litgreiningu og prentun. Myndirnar, sem eru í stærðinni 44x52 cm, fást í kortaverslun Landmælinga íslands, Laugavegi 178, Reykjavík og er verð hvorr- ar myndar kr. 493,- Tilgangur útgáfunnar er að kynna tækni og gögn sem hægt er að nota til þess að fylgjast með ástandi landsins. Útgáfunni er ætlað að vekja umræður um möguleika á fjölbreyttari nýtingu gervitunglamynda af landinu en nú er m.a. til ýmissa sérhæfðra rannsókna. Landmælingar íslands veita pöntunarþjónustu á sviði gervi- tunglamynda og er þar hægt að fá upplýsingar um hvað til er af slík- um myndum af landinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.