Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1991 Hugleiðingar í filefhi jarðganga f gegnum Olalsflarðarmúla Tenging Ólafsíjarðar og Eyjaijarðar með jarðgöngum er stór áfangi til tryggingar traustri byggð, ekki aðeins í Ólafsfirði heldur einnig á Dalvík, Akureyri og sveitunum í kring. Umhverfi hvers byggðarlags verður að vera traust til þess að byggðin standist til fram- búðar og dafni. Byggðamál - samgöngumál Þegar rætt er um aðgerðir til að treysta byggð er oft deilt um hver forgangsröðun verk- efna skuli vera á hverjum stað. Einn þátt er þó aldrei deilt um og sá stóri þáttur er samgöngumál. Grundvöllur búsetu í nútíma þjóðfélagi er að samgöngur séu góðar og traustar. í umræðum í Byggðastofnun um samgöngumál hefur oft komið fram sú skoðun að menn hafi einblínt um of á einn þátt í einu þegar verið er að tala um samgöngur, þ.e.a.s. vegamál, flugmál, hafnamál og íjarskipti. Fjarskipti eru nefnd hér vegna þess að þau skipta miklu máli og munu gera það í ríkara mæli í fram- tíðinni. Víst er að nú er að verða mikil breyting í þessum efnum. í framtíðinni mun verða litið heildstætt á þessi mál. Menn hafa rætt um vissar skýringar á því hversu þröngt þessi mál hafa verið skoðuð. Ein er sú hvernig íjárveitinga- valdið vinnur, önnur sú hvað atvinnuvegirnir hafa verið aðþrengdir, t.d. útgerðar- menn og fiskverkendur, oftar en ekki sömu menn, hugsuðu alla flutninga á sjó. Þá skiptir það miklu máli fyrir hvern stað að hafa flugvöll vegna öryggis. Það er hins vegar slæmt að ekki skuli enn vera búið að ákveða staðsetningu öruggs millilandaflugvallar á Norðurlandi, líklega vegna þess að landsamgöngur hafa ekki verið skipulagðar sem skyldi. Ástæða er til að huga betur að þeirri skýringu að sjómenn og útvegsmenn hafi horft til sjávar of lengi með alla flutn- ingana til og frá. Getur það verið að þetta hafi haft meiri áhrif á búsetu en annað og komið í veg fyrir með óbein- um hætti framkvæmdir í vega- málum og seinkað þeim um áratug eða tugi? Jarðgöng eru dýr þó að gerð þeirra sé ekki vinnuaflsfrek. Því er hægt að halda áfram gerð jarðganga þó að þensla sé ef menn eru vissir um að gerð þeirra sé arðvænleg fyrir framtíðina. Mat á arðsemi jarðganga get- ur verið erfitt. Eitt er víst að matið má ekki byggjast á mæl- ingu á umferð um erfiða Qall- vegi. Réttlæting slíkra dýrra íjár- festinga sem jarðgöng óneit- anlega eru verður að byggjast á mörgum þáttum. Skoða verður til hvaða þróunar góð jarðgöng leiða. Jarðgöng geta oft átt þátt í miklum sparnaði í öðrum opinberum framkvæmdum og einnig í Qárfestingum einka- fyrirtækja. Byggingu hafna, flugvalla, skóla, heilsugæslu- stöðva, frystigeymsla o.fl. hefði mátt og má enn haga með öðrum hætti meti menn hlutina rétt. Samt verður að segja það að í dag eiga líklega ekki jafn- margar slíkar framkvæmdir rétt á sér og ef í þær hefði ver- ið ráðist fyrir 20 árum. Hvers vegna er þessi fullyrðing sett fram? Vegna þess að á þessu tímabili er búið að eyða gífur- legum ijármunum í gerð og endurbætur á höfnum, vegum yfir fjöll og fyrir fjöll, bygging- um þjónustumannvirkja o.s.frv. Auk þess skiptir mestu máli að fólki hefur ekki Qölgað, jafnvel fækkað, á svo mörgum stöðum. Er þá eðlilegt að gef- ast upp og segja engin jarðgöng? Nei, því fer ijarri og kemur þar margt til. Útgerð tekur sífelldum breytingum, meiri og dýrari tækni þarf að vera til við hafnir, gerð þeirra og endur- bætur kostar oft álíka fjárhæð- ir og jarðgöng, skólamál, atvinnumál, heilsugæsla og síðast en ekki síst kalla mann- leg samskipti á ijölbreyttari atvinnulíf og stækkun atvinnusvæða. Atvinnuþróunar- svœði stœkkuð Stærri atvinnuþróunarsvæði er lausnarorðið í byggðamál- Guðmundur Malmquist. um í dag að mati margra. Öll- um er ljós þörfin fyrir Qöl- breytt atvinnulíf til þess að laða megi að ungt og menntað fólk sem síðar byggir upp og endurnýjar staðina. Grundvöllur íjölbreyttara atvinnulífs á mörgum stöðum eru bættar samgöngur milli staða innan héraðs og til ná- grannabyggða. Víða erlendis verða menn að ferðast í óratíma á degi hverjum í og úr vinnu. Það hefur löngum þótt kostur á ís- landi að þessa hefur ekki þurft. Þetta er þó að breytast og mun nú svo komið að margir ferðast um Suð-vestur- land þvert og endilangt dag- lega vegna vinnu sinnar. Á öðrum stöðum á landinu hef- ur þetta ekki tíðkast í svo miklum mæli. En vegna sér- hæfinga í starfi og til þess að hjónin bæði geti haft störf við sitt hæfi þarf að stækka atvinnusvæðin á iandsbyggð- inni og það verður aðeins gert með bættum vegasamgöng- um. Ólafsfjörður - Eyjafjörður Safnast þegar saman kemur segir máltækið. Ólafsijörður er ekki stór bær þegar á heims- byggðina er litið og það er ísland ekki heldur. ÓlafsQörð- ur er hins vegar stór og skiptir máli þegar á ísland er litið og stærri þegar horft er til búsetu á Mið-Norðurlandi. Því gerir tengingin í gegnum Múlann mikið fyrir Ólafsfirðinga og gerir þeim kleift að sækja dag- lega vinnu, skóla, þjónustu o.fl. út fyrir bæinn. En þessi tenging gerir líka mikið fyrir fólk, þjónustu- stofnanir og fyrirtæki við Eyjaijörð, því að þessir aðilar fá aukin verkefni sem ella hefðu kannski farið annað eða Ólafsfirðingar hefðu orðið að leysa þau sjálfir með dýrari hætti. Atvinnulífí Ólafsfirði Ólafsfjörður er og hefur lengi verið með öflugari sjávar- útvegsstöðum á landinu. Til skamms tíma voru rekin þar tvö nokkuð stór frystihús, auk nokkurra útgerðarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í fisk- vinnslu. Af ýmsum ástæðum átti Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. og dótturfyrirtæki þess Útgerðarfélag Ólafsfjarðar hf. í rekstrarerfiðleikum. Fyrir forgöngu heimamanna var frystihús Magnúsar Gamalíels- sonar hf. keypt 1989 til þess að samnýta eignirnar. Til þess að þetta mætti verða var einnig leitað aðstoðar Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar sem gerðist 40% hluthafi í Hraðfrystihúsi ÓlafsQarðar hf. Fljótlega á árinu 1990 kom í ljós að fyrir- tækið bjó við nokkuð þekktan Ólafsfirðingar Til hamingju með Múlagöng Sporthú^idh, Oskum Olafs- firðingum tíl hamingju Bestu kveðjur Söltunarfélag Dalvíkur Ólafsfirðingar Bestu kveðjur og heillaóskir Flateyrarhreppur „sjúkdóm" þ.e. of stóran efna- hagsreikning sem þýðir á mæltu máli of miklar eignir og of miklar skuldir miðað við rekstrartekjur. Því var ljóst að rekstrarleg endurskipulagning hafði ekki náð fram þó að tæknilega mætti segja að nóg væri af eignum á móti skuldum. Hlutafjársjóður Byggðastofn- unar og Bæjarsjóður Ólafs- Qarðar gripu því til þess ráðs í nóvember sl. að selja hluta- bréf sín í fyrirtækjunum þ.e. Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. og Útgerðarfélagi Ólafsfjarðar hf. til Sæbergs hf. sem gerir út tvo togara. Sæberg hf. ásamt dótturfélögum er því í dag lang stærsti atvinnurekandi í Ólafsfirði. í Ólafsfirði eru einnig mörg önnur útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki. Hætt er við að sumum þeirra væri nokkuð þröngur stakkur skorinn í framtíðinni ef ekki nyti jarð- ganga og reyndar gildir hið sama og þá ekki síður um stóru fyrirtækjasamstæðuna. Ekki er víst að allir þessir aðil- ar hefðu náð að njóta sín í sjávarútvegsfyrirtækinu ef væntingin um jarðgöng og nú tilkoma þeirra hefði ekki verið til staðar, því víst er að margir eiga eftir að sækja vinnu til Ólafsfjarðar um göngin í fram- tíðinni. Lokaorð Öll viljum við flytja meira vald og fleiri störf heim í hérað. Virðing okkar fyrir hreppum, sýslum og bæjarfélögum er líka mikil. Hinu má samt ekki gleyma að til að taka við aukn- um verkefnum verða eining- arnar að verða stærri og öflugri. Héraðsnefndir hafa verið nefndar til sögunnar og samstarf sveitarfélaga á frjáls- um grundvelli þ.e. án löggjaf- ar. Gott dæmi um slíkt sam- starf er samvinna sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Það hef- ur þróast hægt en örugglega á síðustu árum. En spurningin er: Höfum við efni á að bíða eftir slíkri þró- un? Þrátt fyrir þetta góða samstarf á Suðurnesjum er unnið við byggingu 6 hafna á svæðinu sem hafa enga fjár- hagslega samstöðu. I fram- haldi af því má spyrja: Verð- um við að ljúka við byggingu allra hafna við Eyjaijörð, sem stundum hefur verið kallaður Hafnafjörður, auk þess að gæta Ólafsfjarðarhafnar og sjá til þess að flutningaskip geti lagst þar að bryggju til að taka við miklu sjávarfangi til út- flutnings? Hvers vegna var Krossanesverksmiðjan í eigu Akureyrarbæjar endurbyggð á síðasta ári þegar Ólafsfjörður á vannýtta verksmiðju? Svona mætti lengi halda áfram að spyrja, en eitt er víst að bættar samgöngur munu hafa í för með sér skjótari framfarir og betri skipulagningu en marg- an grunar. Það mun síðar skila betri lífskjörum og því sem allir vilja, þ.e. að ísland sé allt í byggð, byggð sem nær saman þó að að hún verði með öðrum hætti en nú er. Guðmundur Malmquist. (Höfundur er forstjóri Byggðastofnun- ar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.