Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 17

Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 17
> 0.0 > Föstudagur 1. mars 1991 - DAGUR - 17 Stöndum saman Norð- lendingar og tökum á! Nú þegar Ólafsfjarðarmúlinn er formlega tekinn í notkun er áfanga náð í bættum sam- göngum á Norðurlandi. Ég óska Ólafsfirðingum til ham- ingju með göngin. Það var orðið löngu tímabært að’ losna við þá slysagildru sem vegur- inn um Múlann var. Heyrst hefur sú skoðun, að bætt vegakerfi verði til þess að byggðir leggist frekar af. Ég held að þetta sé rangt! Mér virðast auðveldari samgöngur þvert á móti geta styrkt byggð- irnar, ef rétt er á málum haldið. Þetta kallar hins vegar á breytt vinnubrögð. Þjónustu og atvinnusvæðin stækka og ef við viljum að þau eílist að sama skapi - þá þurfum við að taka höndum saman og í stað þess að hver sé að berjast í sínu horni - þá bindumst við bræðraböndum og vinnum saman. Það kreppir að í þjóðarsál- inni um þessar mundir. At- vinnuleysi, sem hefur verið nánast óþekkt fyrirbæri hér á landi frá því á fyrirstríðsárun- um, er nú að verða æ algeng- ara. v; ð megum til með að sporna við þessum vágesti Norð- Horfl til ferðamanna- þjónustunnar - segir Björn Valur Gíslason „Ég horfi til þess að með opnun jarðganganna auk- ist ferðamannastraumur til Ólafsfjarðar töluvert. Hér er um að ræða lengstu veggöng landsins og þau munu vekja for- vitni ferðafólks,“ sagði Björn Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Ólafsfirði. Þegar til lengri tíma er litið tel ég að verði athyglis- verðast að sjá hvernig sam- vinna sveitarfélaga við Eyja- fjörð þróist. Við höfum til þessa ekki átt auðvelt með samstarf við sveitarfélög handan Múlans vegna erfiðra samgangna. Þetta mun breyt- ast og raunar hafa þegar verið stigin skref í þá átt með skip- un nefndar Ólafsfirðinga og Dalvíkinga um framtíðarskip- an hafnarmála á báðum stöðum. Ég horfi í þessu sambandi til fleiri sviða og nefni sem dæmi skólamálin. Byrjað er að samnýta tónlistarkennara í Ólafsfirði og Dalvík. Þá hefur verið nefndur möguleikinn á aukinni sam- vinnu í heilbrigðismálum og einnig hefur verið rætt um samvinnu peningastofnana. Forsenda þessara hugmynda eru góðar og öruggar sam- göngur,“ sagði Björn Valur. Hann sagði að íbúaíjöldi í Ólafsfirði hafi á síðari árum verið töluvert rokkandi. í kringum 1980 fjölgaði og íbúafjöldi fór í fyrsta skipti yfir 1200. Síðan fækkaði fólki og íbúafjöldi hefur staðið nokk- urn veginn í stað. Björn Valur sagðist ekki búast við að jarð- göngin sem slík myndu skipta sköpum í íbúafjölda í Ólafs- firði. „En einangrun byggðar- lagsins verður rofin og ég held að sú sfaðreynd hljóti að gera staðinn búsældarlegri." Björn Valur sagði að svo virtist sem slegið hafi á háværar gagnrýnisraddir um Múlagöngin. „Borgarstjórinn í Reykjavík sagði að með því að Björn Valur Gíslason. gera jarðgöng fyrir nokkrar hræður norður í.landi væri verið að henda peningum í sjóinn. Ég held að sem betur fer hafi ekki verið hlustað mikið á þennan málflutning. Ég er sannfærður um að ef við náum að spila vel úr þeim möguleikum sem opnast við þetta, t.d. hvað varðar ferða- þjónustu og samnýtingu á opinberum framkvæmdum, hafnarmannvirkjum, mennta- stofnunum og sjúkrastofnun- um, þá muni verða léttara í framtíðinni að sækja íjármagn til hins opinbera í ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir." Björn Valur sagði að því væri ekki að neita að sér hefði verið bölvanlega við Múlaveg- inn og í því ljósi væri þessi samgöngubót kærkomin. „Ég er fæddur hér og uppalinn og fann hér á árum áður aldrei fyrir ónotum við að keyra þennan veg. Síðan fór ég í nokkur ár í burtu, m.a. í skóla í Reykjavík. Eftir að ég kom til baka verð ég að viðurkenna að ég var oft smeykur að fara fyrir Múlann, t.d. í hlákuveðri og rigningu. Því er opnun ganganna í mínum huga mjög stór við- burður, einn stærsti og ánægjulegasti viðburðurinn héríÓlafsfirðiíáratugi.“ óþh lendingar, ef við viljum byggja þennan Qórðung og mín skoð- un er sú að við þurfum að byrja á því að líta í eigin barm. Við þurfum hvert og eitt að spyrja sjálf okkur: Hvað get ég gert og hvað vil ég gera? 1. Veljum norðlenskt! Tök- um okkur saman og skiptum við fyrirtæki og þjónustuaðila á Norðurlandi. 2. Vinnum saman! Fyrir- tæki á Norðurlandi takið höndum saman og vinnið saman, myndið sterkari heild- ir, fyrirtækjakeðjur og sýnið og sannið að þið standið undir nafni. 3. Höfum gæðin í fyrirrúmi! Vöndum það sem vð höfum fram að færa, hvort heldur það eru efnislegir hlutir eða í formi viðnióts. 4. Verum sanngjörn! Látum það ekki henda okkur að selja vöru okkar, aðstöðu eða þjón- ustu svo dýrt að menn leiti út fyrir fjórðunginn eftir ódýrari kosti. 5. Fullvinnum afurðirnar sem við framleiðum! Aukum þannig verðmæti og sköpum meiri atvinnu á heimavelli. 6. Flytjum beint inn á Norðurland! Stöndum á eigin fótum, en ekki annarra og flytjum inn milliliðalaust vörur, erlenda ferðamenn eða erlenda samstarfsaðila. Ingunn St. Svavarsdóttir. 7. Veitum meiri og betri þjónustu í byggðarlögunum með því að sameina sveitarfé- lög, þar sem það er augljós- lega hagkvæmt, þ.e.a.s. tekju- auki verður í sameinuðu sveit- arfélagi og þar með meiri möguleiki á bættri þjónustu. ^lft þetta og meira til getum r\við gert, ef við leggjumst á eitt og ég skora á okkur öll sem á Norðurlandi búum að láta nú ekki deigan síga, held- ur þjappa okkur saman og heQast handa um að treysta byggð á Norðurlandi. Ingunn St. Svavarsdóttir. (Höfundur er formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga.) Hamingjuóskir við vígslu Múlaganga Þökkum viðskiptin Fiskmiðlun Norðurlands Ólafsfirðingar! í 17 ár höfum viö átt ánægjuleg viðskipti Með þeirri samgöngu- bót sem nú er vígð verða samskiptin traustari og betri Til hamingju með opnun á Múlagöngum Víkurbakarí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.