Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 19

Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 19
Föstudagur 1. mars 1991 - DAGUR - 19 Fögnum slgri Merkum áfanga er náð. Sam- göngulega eru byggðir Eyja- Qarðar orðin ein heild jafnt vetur sem sumur. ÓlafsQarð- armúlinn hefur oft verið erfið- ur yfirferðar, verið ógn og örlagavaldur. En nú er þetta liðin tíð. Múlinn hefur verið sigraður og ÓlafsQörður færst nær öðrum byggðum Eyja- Qarðar. Slíkt er merkur áfangi í samgöngumálum. Það.... er stór stund þegar Múlagöng verða opnuð fyrir allri umferð, stór gleðistund. Til hamingju Ólafsfirðingar, til hamingju Eyfirðingar. En allt hefur sinn aðdrag- anda. Það var Björn heitinn Stefánsson, fyrrverandi skóla- stjóri, sem fyrstur ræddi um það við mig að stuðla að því, að gerð yrðu göng í gegnum Múlann. Það var fyrir 23 árum. Síðan hef ég ásamt öðr- um þingmönnum kjördæmis- ins unnið að því að gera draum hans og annarra Ólafsfirðinga að veruleika. En oft var á brattann að sækja. Skilningur fyrir nauðsyn þessara miklu framkvæmda var sums staðar ekki mikill, t.d. hjá málgagni sjálfstæðismanna á Akureyri. Þegar menn taka að sér pólitísk störf ekki síst þing- mennsku verða þeir að una því, að vera skammaðir og alltaf eru einhverjar ástæður fyrir skömmunum, því sjón- deildarhringur sumra er þröngur. Ég hefi t.d. alltaf ver- ið ánægður með skammir sjálfstæðismanna. Þær hafa fullvissað mig um að ég væri að gera rétt. Því meiri því betra. Þessu trúa e.t.v. ekki allir, en svona er það nú samt. Mig langar til að taka hér dæmi. í blaði íslendings Ármann Þórðarson: Ánœgðureftir langa baráttu „Auðvitað er mest um vert að búa við öruggar samgöngur og það kemur versluninni til góða,“ seg- ir Ármann Þórðarson, útibússtjóri Kaupfélags Eyíirðinga í Ólafsfírði. Sem bæjarstjórnarmaður var Ármann um árabil í eldlínu ötullar baráttu Ólafsfirðinga fyrir þeim samgöngubótum sem nú er fagnað. Hvernig skyldi honum vera innan- brjósts nú, þegar þessum áfanga er náð? „Heldurðu að maður sé ekki ánægður með þennan árangur eftir margra ára baráttu?,“ spyr Ármann á móti. „Það var ekkert auðvelt verk að fá samþykki fyrir því að taka Ólafsfjarðarmúlann inn á áætlun og til sérstakrar skoðunar. Ákvörðun þáver- andi samgönguráðherra um að taka Múlann inn á svokall- aða ó-vegaáætlun var viss áfangi. Þá lá fyrir að úrbætur í Ólafsíjarðarmúla yrðu dýrast- ar og því féllumst við á að vera síðastir í þessari áætlun gegn því að fjí jarðgöng, en ekki einhverja bráðabirgðaúrlausn eins og vegsvalir. Við vorum gagnrýndir fyrir að sam- þykkja að vera síðastir, en ég leit alltaf svo á að betra væri að bíða og fá varanlega lausn að lokum.“ óþh 23. apríl 1986 birtist skamm- argrein um mig þar sem ég var kallaður „Oddur sterki frá Auðbrekku". í þessari grein stendur m.a. eftirfarandi: „Til dæmis má kasta fram þeirri spurningu hvort jarðgöng gegnum Ólafsflarðarmúla væru yfirleitt á vegaáætlun hefðu Ölafsfirðingar ekki verið svo lúsheppnir að eiga þingmann. Svo má líka spyrja, hvort um það bil helmingur togaraflota landsmanna væri ekki gerður út frá öðrum stöð- um en nú er hefði enginn átt þingmann og engir krafta- verkamenn verið uppi.“ Lokakaíli greinarinnar: „Gullöld ofangreindra krafta- verkamanna er þó að líkum senn á enda. Því ræður raun- særra mat á fýsilegum Qár- festingakostum og raunhæfar kröfur um aðstöðu fjármagns- Stefán Valgeirsson. ins. Hvar þeim Oddi sem hér hefur verið um Qallað verður reist brjóstmynd er ekki ljóst á þessari stundu. Halldór E. Sig- urðsson á brúarsporð Borg- arfjarðarbrúarinnar, en stað- setning við hæfi mun sjálfsagt finnast, ef ekki við bryggju- sporð þá kannske við munna á jarðgöngum eða við polla einhvers krummaskuðs togar- ans.“ Svona er þetta nú skrítið. Fyrir aðeins fjórum árum síð- an vorum við skammaðir og kallaðir illum nöfnum fyrir það að stuðla að gerð jarð- ganganna í gegnum Ólafs- Qarðarmúla svo ekki sé minnst á aðstoð við togara- kaup, sem í umræddri grein var einnig látið fylgja með. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Skömmu áður en þessi grein birtist fóru nokkrir þing- menn með tveimur verkfræð- ingum frá Vegagerð ríkisins, þeim Jóni Birgi Jónssyni og Guðmundi Svafarssyni, til Ólafsfjarðar, m.a. til að kynna okkur hvar fyrirhugað væri að fara inn í bergið sérstaklega Dalvíkurmegin. Á leiðinni norður var numið staðar við Vogagjá og okkur sagt að hér væri staðurinn sem fyrirhugað væri að hefla verkið. Ég and- mælti því og taldi að innan við umræddan stað væri snjó- flóðahætta og því yrði að hefja verkið innar, nær Dalvík. í bakaleiðinni var aftur numið staðar við Vogagjá og allir fóru út úr bflnum til að skoða staðinn. Ég einn hreyfði mig ekki. Þegar samferðafólk- ið kom til baka þá sagði Jón Birgir við mig: „Þú sást ekki ástæðu til að fara út úr bflnum, hvað þá meira. Það þýðir víst ekki annað en að færa sig eitthvað innar.“ Og það var gert. Þegar ekið er frá Dalvík norður til ÓlafsQarðar, þá er farið inn í jarðgöngin rétt hjá Hraunslæk, sem ég held að heiti Tófugjá. Að lokum vil ég aftur óska Eyfirðingum og þá sérstaklega Ólafsfirðingum til hamingju. Orrustan um Múlann er unnin en stríð byggðanna til jafnrétt- is stendur enn. Stefán Valgeirsson. Höfundur er alþingismaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju í Norður- landskjördæmi eystra. Allar götur síðan séra Hálfdán á Felli er sagður hafa opnað Múlann, þar sem nú heitir Hálfdánarhurð, hefur enginn sigrast á berginu....... fyrr en nú. 3 f <

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.