Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1991 Múlinn er unninn Það var áreiðanlega Ásgrímur Hartmannsson, sem fyrstur leiddi mig í allan sannleika um það, að Ólafsfirðingar létu hvorki laust né fast, fyrr en Múlinn yrði unninn og ein- angrunin þar með rofin. Eng- inn getur skilið þann tilfinn- ingahita, sem fylgdi eftir þess- ari kröfu, nema sá, sem hefur verið úti í Múla í stórhríð og bíður eftir ástvinum sínum, að þeir komi utan úr sortanum. Það var í samræmi við þessa lífsreynslu sem Lár- us Jónsson tók undireins for- ystuna á Alþingi, þegar þing- menn kjördæmisins settu fram kröfuna um göng í gegnum Múlann. Engu máli fylgdi hann jafnfast eftir og aldrei hef ég séð hann glaðari en á þeim degi, þegar samkomu- lagið um Ó-vegina hafði verið gert. Fyrir utan þingmenn kjördæmisins vil ég sérstak- lega nefna Matthías Bjarna- son, Matthías Á. Mathiesen og Þorstein Pálsson til sögunnar. Það er ástæðulaust að draga fjöður yfir það, að fram á síð- ustu stund voru þeir til, sem reyndu að spilla því, að í göng- in yrði ráðist á þeim tíma sem það var gert. Það var að lok- um Þorsteinn Pálsson, sem tók af skarið sem forsætisráð- herra. Jarðgöngin breyta miklu og öllu til góðs. Þau færa byggð- irnar saman. Út með vestur- landinu er að myndast sam- fellt atvinnusvæði frá Ólafs- firði inn að Hauganesi. Það leggur grundvöll fyrir víðtæk- ari verkaskiptingu fiskvinnslu- fyrirtækja en áður. Viðhorfin verða önnur á sviði heilbrigðis- og skólamála. Heimamarkað- urinn stækkar, þannig að skil- yrði skapast til að veita marg- víslega þjónustu, sem fram að þessu hefur verið sótt til Akur- eyrar eða jafnvel Reykjavíkur. Sverrir Sveinsson veitustjóri hefur tekið það mál upp á Alþingi, að það verði kannað til þrautar, hvort hagkvæmt þyki að gera jarðgöng til Siglu- fjarðar um Héðinsflörð og hef ég stutt hann í því. Það er ekki hægt að einangra hagkvæmni slíkra jarðganga við kostnað- artölur slíkrar mannvirkja- gerðar. í Siglufirði búa nær tvö þúsund manns. Miðað við nútíma kröfur og atvinnuhætti verða íbúarnir að sætta sig við einangrun, sem undir engum kringumstæðum getur talist ásættanleg. Sú einangrun verður ekki rofin nema með jarðgöngum, þannig að Sigl- firðingar verði hluti af mark- aðs- og atvinnusvæðinu við Eyjafjörð. Ég óttast að byggðin í Siglufirði muni dragast sam- an að öðrum kosti. Að lokum þetta: Til hamingju Halldór Blöndal. Ólafsfirðingar! Til hamingju Eyfirðingar og Akureyringar! í dag gleðjumst við yfir því að vera stödd í Ólafsfirði og leiðin liggur opin framundan. (Höfundur er alþingismaöur fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra) Kristján Möller: Jarðgöng eru framtíðar- lausn fyrir Siglflrðinga „Við samfögnum þessum sigri Ólafsfirðinga og Norðlendinga allra. Það væri sjálfsagt ýmislegt öðruvísi á landsbyggðinni í dag ef þetta átak hefði verið gert fyrr,“ sagði Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar SigluQarð- ar. „Við Siglfirðingar teljum jarðgangagerð mjög skynsam- lega leið í eflingu landsbyggð- arinnar og það er alveg ljóst að góðar samgöngur koma næst á forgangslistanum á eftir atvinnumálunum. V ið viljum eiga góð sam- skipti við byggðir við Eyja- Sigurður Björnsson,: Múlavegurinn helurpirrað mig „Auðvitað eru göngin mikil samgöngubót fyrir ÓlafsQörð og í kjölfar þeirra verða miklar breytingar,“ segir Sig- urður Björnsson, bæjar- fulltrúi í Ólafsflrði. „Þetta mannvirki gerir það að verkum að nú stækkar það svæði við Eyjafjörð sem býr við öruggar samgöngur og í kjölfar þeirra er kominn vísir að einu af atvinnuþróunar- svæðum, sem menn hafa verið að gæla við að yrðu út um allt land. Eg er ekki viss um að bein áhrif af göngunum komi strax í ljós, en þau gera það þegar frá líður. Það er engin Sigurður Björnsson. spurning að þau leiða tíl auk- innar samvinnu milli sveitar- félaga, ekki bara milli Ólafs- íjarðar og næstu nágranna- Vegagerb ríkisins óskar Ólafsfirbingum og öbrum vegfarendum til hamingju með Múlagöng VEGAGERÐIN sveitarfélaganna, heldur milli allra sveitarfélaga á Eyjafjarð- arsvæðinu. Mikilvægt í samvinnu sveit- arfélaganna er að enginn einn aðili gleypi hina. Þarna er ég að vísa til Akureyrar. Akureyri verður auðvitað að vera sú miðja þar sem hjartað slær, en um leið má hún ekki verða drottnandi. Við Ólafsfirðingar kvíðum því ekki að Eyjafjörður verði eitt atvinnusvæði. Hér er mjög öflugur atvinnurekstur, en hann er að vísu einhæfur. En atvinnulífið á eftir að eflast og þróast í kjölfar jarðganganna. Múlavegurinn hefur pirrað mig um dagana. Þegar ég starfaði í lögreglunni fór ég þarna út eftir í öllum veðrum. Það er ekki spurning að veg- urinn hefur á síðustu árum haft mjög slæm áhrif á íbúa hér.“ óþh Kristján Möller. fjörð að sama skapi og við vilj- um eiga gott samstarf við sveit- arfélög hér fyrir vestan okkur. Hér á árum áðursótti fjöldi Siglfirðinga nám í Ménntaskól- ann á Akureyri. Við viljum eiga þess kost að eiga nemendur þar áfram. Auðvitað viljum við núna fá betri tengingu við Ólafsfjörð, því með því móti verður leiðin til Akureyrar greið. Spurning- in er hvort það verður með jarðgangagerð yfir í Héðins- fjörð og Ólafsfjörð, sem vafa- laust er það besta, eða úrbót- um á Lágheiðarvegi. Akkiles- arhællinn í þessu er að Lág- heiðin er millikjördæmavegur og því verður kannski allt ann- að gert á undan. En auðvitað eigum við að hugsa langt fram í tímann. Framtíðarlausnin er að mínu mati jarðgöng. Korni þau verður leiðin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar um 20 kílómetrar. Ég tel þetta raunhæfan kost, en það er ekki raunhæft á næstu 5-10 árum. Ég get vel unnt Vestfirðingum að fá sín göng á undan. Hins vegar vona ég að við verðum á undan göngum undir Hvalfjörð og út í Vest- mannaeyjar.“ óþh Ágúst Sigurlaugsson: Á ekki von á fólksfjölgun „Samgöngurnar skipta okkur Ólafsfirðinga mjög miklu máli. Við höfum verið svo einangraðir í gegnum tíðina,“ segir Agúst Sigurlaugsson, starfsmaður Verkalýðs- félagsins Einingar í Ólafs- firði. „Ég hef ekki trú á að jarð- göngin sem slík stuðli beint að fólksQölgun hér. Við þurfum að berjast fyrir því að halda því fólki sem hér er nú. Eg álít að göngin leiði til aukins samstarfs milli byggðakjarnanna við Eyjafjörð á mörgum sviðum. Þetta gildir um atvinnumál, íþrótta- og æskulýðsmál og fleira. Um þróun atvinnumálanna í kjölfar jarðganganna er erfitt að spá. Það fer að miklu leyti eftir því hversu duglegir Ólafs- firðingar verða að finna og grípa ný atvinnutækifæri. Áuðvitað þyrftum við að fá hér fjölbreyttari atvinnutæki- færi við hliðina á sjávar- útvegnum. Hér er að miklu Agúst Sigurlaugsson. leyti einungis fiskur og þjón- usta. Ef hins vegar kæmi ein- hverskonar stóriðja á Eyja- fjarðarsvæðið, ekki endilega bara álver, tel ég að við séum ekki illa settir. Það er ekki til- tökumál nú til dags að aka í 20-30 mínútur til að sækja atvinnu. Jarðgöngin eru alveg örugg- lega eitt mesta framfaraspor fyrir þetta byggðarlag fyrr og síðar. Sumir hafa verið að tala um það í bæði gríni og alvöru að loks þegar göngin eru kom- in geti fólk fiutt héðan. Ég hef enga trú á því. Ég tel ekki ástæðu til að óttast fækkun fólks hér, en eins og áður sagði álít ég að við verðum að berjast fyrir því að halda álíka íbúafjölda hér og er nú.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.