Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 26

Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 26
26 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1991 Nœst skal bora á Vestfjörðum - 15 fyrirtæki hafa fengið utboðs- gögn og skila tilboðum í apríl - framkvæmdir heflast næsta sumar - heildarkostnaður á Qórða milljarð króna Fyrir liggur að næsta stórvirki á sviði jarðgangagerðar verður á Vestfjarðakjálkanum. Ákveðið er að ráðast í gerð ganga sem tengja byggðir við ísafjörð, Önundar- fjörð og Súgandafjörð. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í sumar. Á núvirði er skotið á að kostn- aður við göngin losi 3 milljarða króna. Til samanburð- ar kosta Ólafsfjarðargöngin fullbúin tæplega einn milljarð króna. Vestfjarðagöngin verða fyrir margt sérstök, ekki síst vegna þess að langt inni í iðrum jarð- ar verða vegamót. Hér er um að ræða langstærstu framkvæmd í jarðgangagerð hér á landi til þessa og lætur nærri að umfang hennar sé helmingi meira en gerð jarðganga um Ólafsfjarðarmúla. Það var árið 1983 sem Vegagerð ríkisins fór fyrst í alvöru að huga að tengingu byggða á norðanverðum Vest- fjörðum með jarðgöngum. Breiðadals- og Botnsheiðar eru erfiðir vegtálmar á vetrum og til mikils er að vinna að sneiða hjá þeim. Það ár voru gerðar fyrstu athuganir á jarð- fræði svæðisins af þeim Hreini Haraldssyni og Sveini Björns- syni og þeim var haldið áfram árið 1984. Lengi verið í umrœðunni í skýrslum sem gefnar voru út árin 1984 og 1985, í kjölfar jarðfræðirannsókna á svæð- inu, voru settar fram tillögur um heppilegustu jarðganga- leiðir og ábendingar um hvað þyrfti frekari rannsókna við. Strax var horft til þess möguleika að tengja Önundar- Qörð og Súgandafjörð, þar sem farið væri í gegnum fjallið innarlega í Önundarfirði og komið niður í Botnsdal. Þá var skoðaður sá möguleiki að halda áfram úr Súgandafirði beint áleiðis til Bolungarvíkur. En sú leið, sem nú hefur verið ákveðið að fara, var strax nefnd í skýrslu jarð- fræðinganna árið 1985. Þar segir að heildarlengd ganga til að tengja Önundarijörð, Súg- andaQörð og Tungudal í Skutulsfirði sé um níu kfló- metrar. Með því að fara beint frá Breiðadal til Tungudals segir í skýrslunni að göngin verði sex kflómetrar og „afleggjari" niður til Súganda- Qarðar 3,7 kflómetrar. Segja má að umræða um gerð jarðganga á Vestfjörðum hafí að miklu leyti legið niðri á meðan unnið var að undir- búningi Ólafsflarðargang- anna. En árið 1988 fékkst fjárveiting til frekari rann- sókna á VestQörðum og sá Orkustofnun um kortlagningu svæðisins. f skýrslu um lang- tímaáætlun í jarðgangagerð, sem út kom árið 1987, voru Vestfjarðagöngin sett í for- gangsröð næst á eftir Ólafs- Qarðargöngunum. Þar var gert ráð fyrir að hafist yrði handa vestra árið 1992. Stjörnuleiðin varð ofan á Steingrímur J. Sigfússon, gjörbreyta samgöngum á norðanverðum Vestfjörðum. Framkvæmdir hefjast væntanlega í sumar, en þessa dagana eru 15 fyrirtæki að velta fyrir sér útboðsgögnunum. samgönguráðherra, lagði til á síðasta ári að flýta fram- kvæmdum við Vestfjarðagöng, ef þau mættu verða til að hamla brottflutningi fólks af þessu svæði. Fram komu hug- myndir um að leggja á sér- stakt bensíngjald fyrir vestan til að Qármagna flýtingu verksins, en sú tillaga mætti nokkurri andstöðu. Samþykkt var á Alþingi í maí sl. að flýta verkinu, en það skyldi fjár- magnað með öðrum hætti en bensíngjaldi. Að sögn Hreins Haraldsson- ar, jarðfræðings hjá Vegagerð ríkisins, má segja að lega jarð- laganna vestra hafi endanlega ráðið vali á svokallaðri „stjörnuleið" í gerð Vest- fjarðaganganna. Lengd ganga í bergi verður um 8700 metrar. Heildarlengd þriggja forskála verður um 400 metrar. Heildarlengd jarð- ganganna verður því rúmir níu kílómetrar. Hreinn segir að fyrir liggi hvenær verði byrjað á verkinu og hvenær miðað sé við að ljúka því, en síðan sé það væntanlegs verktaka að ákveða frekar hvernig staðið verði að jarðgangagerðinni. Vegagerð ríkisins sendi út um miðjan síðasta mánuð Um leið og við fögnum tímamótum í íslenskri samgöngusögu óskum við heimamönnum og landsmönnum öllum r til hamingju með Ólafsfjarðargöngin. Samgönguráðuneytið, útboðsgögn til fimmtán fyrir- tækja vegna Vestfjarðagang- ajma. Fyrirtækin fá um tvo mánuði til að skila tilboðum í verkið. Tilboð verða því vænt- anlega opnuð síðari hluta aprflmánaðar. Gangi það eftir ættu samningar um gerð Vest- fjarðaganganna að verða undirritaðir á vordögum og framkvæmdir að heíjast í sumar. Hreinn segir að alltaf hafi verið gert ráð fyrir að jarð- gangagerðin vestra hefjist í Tungudal, inn af ísafirði, og verktakinn hafi bækistöðvar sínar á ísafirði, skammt frá höfuðstöðvum Vegagerðar ríkisins þar. Vestfjarðagöng vígð 1995? Samkvæmt fyrirliggjandi áætl- un er gert ráð fyrir að ljúka jarðgöngunum síðla árs 1995. Þannig er miðað við hálft fimmta ár í framkvæmdir. Hreinn segir erfitt að skjóta á kostnað við gerð Vestfjarða- ganganna. Hann segist þó hafa skotið á grófa kostnaðar- tölu s.l. vor, þegar ákvörðun hafi verið tekin um að flýta gerð þeirra, og þá hafi kostn- aður losað þrjá milljarða króna á þágildandi verðlagi. t Vestfjarðagöngin eru frá- brugðin Ólafsfjarðargöngun- um að því leyti að leggurinn frá Tungudal og inn að gatna- mótum, um tveir kflómetrar, verður tvíbreiður, en að öðru leyti verða göngin einbreið eins og í Ólafsíjarðarmúla. óþh Austfirðir: Horft fil jarðganga milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar Jarðgöng á Vestfjörðum verða næsta stórfram- kvæmd í jarðgangagerð á íslandi. Samkvæmt lang- tímaáætlun í jarðganga- gerð koma Austílrðirnir þar á eftir. Á Austfjörðum er fyrst og fremst horí't til tengingar Seyðisfjarðar og Norðfjarðar með jarðgöngum. Með þeim myndi sá erfiði hjalli, Fjarðar- heiði og Oddskarð, heyra sög- unni til. Á tímabili lögðu Austfirð- ingar mikla áherslu á að tengja Vopnafjörð og Hérað með jarðgöngum og á þeim möguleika voru gerðar athug- anir. Frá því var síðan horfið, að minnsta kosti fyrst um sinn, enda um að ræða nálægt 6 km löng jarðgöng. Austfirðingar hafa reyndar reifað fleiri hugmyndir um jarðgöng. Þannig hafa verið nefnd möguleg jarðgöng sem tengdu FáskrúðsQörð og Reyðarfjörð. óþh Siglfirðingar kalla á bættar vegasamgöngur við EyjaQarðarbyggðir: Verður „Héðinsfjarðar- draumurinn" að veruleika? í augum margra Siglfirðinga eru jarðgöng um Ólafs- fjarðarmúla aðeins áfangi að tengingu Siglufjarðar við „umheiminn“. Þeir telja sig ekki hafa full not af Ólafs- fjarðargöngunum fyrr en komið er varanlegt vega- samband til Ólafsfjarðar og Eyjafjarðarbyggða. Þessi skoðun Siglfirðinga er skiljanleg. Þeir eiga um margt meira að sækja til Akur- eyrar en vestur til Sauðár- króks og sú skoðun er nokkuð útbreidd á Siglufirði að stað- urinn heyri fremur til Norður- landskjördæmis eystra en vestra. Hinn erfiði hjalli á leið Sigl- firðinga til Ólafsfjarðar er Lág- heiðin. Alla jafna er hún lokuð í sjö mánuði á ári vegna fann- fergis. Því er aðeins'um eina landleið að ræða fyrir Siglfxrð- inga, um Öxnadalsheiði, ætli þeir sér til Akureyrar. Og sú leið er mun lengri en leiðin um Lágheiði. Krafa Siglfirð- inga um bættar vegasamgöng- ur við nágrannabyggðirnar er því skiljanleg. í þessu ljósi ber að skoða framkomna tillögu til þings- ályktunar „um könnun á gerð jarðganga og vegarlagningu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.