Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 01.03.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1991 Hef haft mjög sferklega á tilfinn- ingunni þegar hœtta steðjar að - spjallað við Valdimar Steingrímsson, vegaeftirlitsmann í Ólafsfirði Fáir hafa kynnst duttlungum Múlavegarins jafn vel og Valdimar Steingrímsson, vegaeftirlitsmaður í Ólafs- firði. Á liðnum 15 árum hefur hann haft vökul augu með færð á þessum illskeytta vegi fyrir hönd Vega- gerðar ríkisins. Valdimar hefur kynnst Múlanum í blíðu og stríðu og fengið sjálfur að kenna á honum í sínum versta ham. Árið 1976 hrifsaði snjófióð Land- roverinn hans fram af veginum. Gæfan var með í för og Valdimar gat á einhvern undraverðan hátt stokkið út og slapp lítið meiddur. Jeppinn skoppaði hins vegar alla leið niður í Qöru og segir ekki meira af honum. f hitt skiptið kastaðist bíll Valdimars fram af í Múlanum eftir að hann skrikaði til í djúpri jeppaslóð. Eins og í fyrra skiptið tókst Valdimar með miklu snarræði að kasta sér út og bíllinn stöðvaðist óskemmdur á ruðn- ingi neðan vegar. Starfssvið Valdimars kemur til með að breytast með til- komu jarðganganna. í stað eftirlits með Múlaveginum hefur hann hér eftir eftirlit með Múlagöngunum auk ann- arra starfa fyrir hönd Vega- gerðar ríkisins. „Ég hóf eftirlitsstörf í Múl- anum árið 1976, en á undan mér höfðu tveir menn unnið við þetta,“ sagði Valdimar þegar hann var inntur eftir því hversu lengi hann hafi unnið þetta mikilvæga starf. „Starfið hefur falist í ekki ósvipuðum eftirlitsstörfum og á öðrum vegum. Auk þess hef ég fylgst með grjóthruni og öðrum fylgikvillum þessa vegar að sumarlagi. Vetrarviðhaldið er kapítuli út af fyrir sig því veg- urinn hefur verið fljótur að teppast vegna skafrennings og snjóílóða. Ég hef farið reglulegar eftir- litsferðir út í Múla alla daga nema sunnudaga, en þó hefur komið fyrir að ég hafi einnig þurft að fara þá upp í Múla. Yfirleitt, að minnsta kosti að vetrinum, hef ég keyrt fyrir Múlann og alla leið inn á Dalvík. Ég hef haft mjög sterk- lega á tilfinningunni þegar mikil hætta steðjar að og það hefur haft mikil áhrif á mig. Margra ára reynsla er af því að austsuðaustan átt er mesta snjóflóðaáttin í Múlanum. í þeirri átt virðist ekki þurfa nema sentimeters föl á Qallinu til þess að af snjóflóði geti orðið.“ Baráttan við snjóflóðin Valdimar hefur nokkrum sinnum lent í þeirri óþægilegu aðstöðu að lokast inni á milli snjóflóða í Múlanum. Við slík- ar kringumstæður er ekki um annað að ræða en að treysta á gæfu og lukkuna. „Eftir því sem hægt er, þá þekki ég hvern einasta snjóflóðastað í Múlanum. Fjöldi snjóflóða- staða og snjóflóða er skráður, en á síðustu árum hafa verið að koma í ljós nýir óþekktir snjóflóðastaðir. Að stórum hluta taka jarðgöngin snjó- flóðastaðina og mestu snjó- þyngslin af. Hins vegar er vit- að að snjóflóð falla við Sauða- nes Dalvíkurmegin. Hugsan- lega má úr því bæta með snjóflóðavörnum. Þá má segja að með göngunum verði hið eiginlega grjóthrunssvæði í Múlanum úr sögunni." Eins og getið var um í upp- hafi lenti Valdimar í klóm snjóflóðs árið 1976, nánar til- tekið um miðjan dag þann 30. nóvember. Valdimar ók Land- rovernum sínum í humátt á eftir veghefli í Ytra-Drangsgili. Allt í einu hljóp snjóflóð niður ijallshlíðina og skall af miklum þunga á bílnum. Það skipti engum togum að Landrover- inn kastaðist fram af veginum og niður snarbratta hlíðina. Með undraverðum hætti tókst Valdimar að kasta sér út á að giska 50 metrum fyrir neðan veginn. Jeppinn hélt hins veg- ar áfram niður í Qöru og lagð- ist þar saman. Svo ótrúlegt sem það er, þá varð Valdimar lítið sem ekkert meint af þessu volki. „Bíllinn fór hálfskakkt fram af veginum og á alveg fljúg- andi ferð. Það þyrlaðist upp mikill mökkur, en til lánsins var ég með allar rúður lokaðar þannig að það fór enginn snjór inn í bílinn. Allt í einu var eins og tjald hefði verið dregið frá öllum rúðunum. Þá gerði ég mér ljóst að grjóturð- in neðan vegarins hlyti að hafa gleypt í sig síðustu leifar snjóflóðsins. Ég hugsaði þá með mér að ég yrði að kasta mér strax út. Eg kreppti mig saman í kuðung, lét höfuðið fara á undan út bflstjóramegin og lenti beint í grjóturðina. Hægra hnéð skall á grjótinu, en önnur meiðsl voru lítil sem engin. Þó hef ég líklega fest giftingahringinn á baugfingri á einhverju þegar ég sleppti Valdimar Steingrfmsson: „Ég kreppti mig saman í kuðung, lét höfuð- ið fara á undan út bflstjóramegin og lenti beint í grjóturðina. Hægra hnéð skall á grjótinu, en önnur meiðsli voru lítil sem engin.“ Mynd: óþh „Reifupp hurðina og velti mér út” „AI.VKt; frá þvl að sujórinn lircif hiliiin ineö sér var ég I viðbragðsslöðu og þegar ég fann að skriðan liafði sleppt bllnuni reif ég upp liurðina og velti niér út úr lionuni. Til allrar liamingju tókst mér að ná fótfcstu I brattri bllðinni en bllliun hélt áfram niður f sjó. Ég hafði ekki cinu sinni fyrir þvl að liorfa á eftir bllnuin, ég afskrifaði liann bara strax cnila fallið 200 metrar,“ sagði Valiliinar Steiugrfmsson vega- eftirlitsinaður á Olafsfirói I sainlali við Morgunblaðið I gær. Fyrr um dagiiin hafði sujóflóð skollið á hifreið Valdimars, þar scm lianu var á ferð iiiii fllafsfjarðarmúla. Itar flóðið liifreiðina úl af veginiim og niður snarbratta fjallshllð niðnr I sjó, iiiii 200 metra fall. Valdimar gat lieut sér út úr bfliitiin 20 metra fyrir ueðan vegabrúnína og slapp lianu Valdimar Stcingrlmsson ómeiddur eu blllinn, l.androverjeppi, árgerð 1972, er gjörónýtur. „Þetta gcrðist um klukkan þrjú,“ sagði Valdimar. „Við vorum að Ijúka við snjómokst- ur og vorum að fara sfðiistu ferðina þegar alburðurinn gerðist. fig var á bægri ferð á eftir veghefli, og I Drangsgili skall snjórinn á bfliiuni, Þella var nijög lltið snjóflóð, varla neina rúinir tieir metrar á hrcitld. Slfk flóð eru algeng og við kiilluni þaii sleltur. I’essi Fr iinhald á bls. 25 Úrklippa úr Morgunblaðinu þann 1. desember 1976. Hér er greint frá því hvernig Valdimar tókst á ftndraverðan hátt að bjargast úr snjóflóði sem hrifsaði Landrover hans fram af vegarbrúninni í Ytra- Drangsgili. stýrinu, því mér fannst hann vera hálfbrotinn í liðnum. Fingurinn var orðinn jafngóð- ur eftir nokkrar vikur," sagði Valdimar. Aldrei sáttur við hugmynd um vegsvalir í ljósi þessa óhapps er kannski eðlilegt að spyrja vegaeftirlits- manninn hvort honum hafi ekki verið bölvanlega við Múlaveginn? „Nei, í sjálfu sér ekki. Hins vegar sá ég enga framtíð í þessum vegi fyrir ÓlafsQörð. Ég ræddi það oft við mág minn, Lárus Jónsson, þáver- andi alþingismann, hvað væri til úrbóta og margar leiðir voru ræddar í því sambandi. Eitt árið voru settar inn á fjár- lög svokallaðar vegsvalir yfir verstu snjóflóðastaðina. Ég var aldrei sáttur við þessa hugmynd og sannfærðist alltaf betur og betur um að við yrð- um í sömu sporum eftir sem áður yrði þessi hugmynd ofan á. Ég sagði Lárusi þá skoðun mína að samgöngur við Ólafs- Qörð yrðu hvorki fugl né fiskur fyrr en búið væri að gera jarðgöng. Lárus féllst á þetta og fór ásamt öðrum þing- mönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra að afla gerð jarðganga um ÓlafsQarðar- múla fylgis á Alþingi." Valdimar telur engan vafa leika á því að Múlagöngin muni breyta gífurlega miklu fyrir ÓlafsQörð og þau hljóti að verða skráð með stórum stöf- um í sögu bæjarins. Hann segist hafa heyrt gagnrýnisraddir um að gangamunnarnir séu of larmt frá Ólafsfirði og Dalvík. „Eg viðurkenni að auðvitað hefði maður viljað fara inn í fjallið við grjótnámuna hérna nyrst í bænum og koma út við bæjar- mörkin á Dalvík. Málið er bara ekki svona einfalt. Það hefði aldrei fengist samþykkt. Sá kostur sem varð ofan á leysir allar helstu hætturnar og mestu snjóþyngslin af hólmi. Þar með er ég ekki að segja að þetta hafi verið ein- asta lausnin sem kom til greina. En ég tel að þess leið, Kúhagagil - Tófugjá, hafi verið sú leið sem menn gátu komið sér saman um.“ Múlavegurinn heyrir nú sögunni til og því þarf Valdi- mar ekki lengur að fara þang- að uppeftir að morgni dags til þess að meta færðina. Þess í stað fylgist hann nú með því að innviðir Múlans, Múla- göngin, séu í lagi. óþh Ný jarðgöng - ný flugvél f lixc| fóliicj noriiurLmds

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.