Dagur - 09.04.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 9. apríl 1991
fréttir
h
RARIK kaupir raíveitu og hitaveitu Siglufjarðar
- kaupverðið er 450 milljónir króna og gengur til að greiða skuldir bæjarfélagsins og veitnanna
Rafmagnsveitur ríkisins og
SigluQarðarbær gengu form-
lega frá sölu á eignum rafveitu
og hitaveitu Siglufjarðar á
sunnudag. RARIK eignast
Skeiðsfossvirkjun og hitaveit-
una auk flutnings-, aðveitu- og
dreifikerfi, einnig átta jarð-
eignir í Fljótum og vatnsrétt-
indi þriggja annarra jarða.
RARIK tekur við rekstri eign-
anna 20. aþríl. Kaupverðið er
450 milljónir króna, sem greið-
ist með yfirtöku lána.
Tildrög sölunnar eru þau að á
fundi bæjarstjórnar 4. desember í
fyrra var kosin 4 manna nefnd,
sem ræða skyldi við RARIK um
fyrirhugaða sölu. í nefndinni
voru Sverrir Sveinsson, veitu-
stjóri, Björn Valdimarsson,
bæjarstjóri, Björn Jónasson
sparisjóðsstjóri og Kristján L.
Möller, forseti bæjarstjórnar. Af
hálfu RARIK voru Kristján
Jónsson forstjóri, Eiríkur Briem
og Steinar Friðgeirsson deildar-
stjórar.
Björn Valdimarsson bæjar-
stjóri segir að samdóma álit allra
bæjarfulltrúa hafi verið fyrir
hendi á nauðsyn þess að lækka
skuldir, til að bæta fjárhagsstöðu
Siglufjarðarkaupstaðar. Björn
tók fram að fjárhagsleg staða
bæjarfélagsins eigi að vera komin
í viðunandi horf um næstu ára-
mót, og fljótlega úr því megi
vænta þess að menn fari að taka
til höndunum við ýmsar fram-
kvæmdir í bænum sem séu orðn-
ar löngu tímabærar, en verkefna-
listinn sé langur.
RARIK hefur annast raforku-
sölu á Norðurlandi vestra, ef frá
eru talin bæjarfélögin Sauðár-
krókur og Siglufjörður. „Rekstur
rafveitu og hitaveitu Siglufjarðar
fellur vel að rekstri RARIK á
Norðurlandi vestra og ljóst er, að
aukið hagræði næst með sam-
rekstri þessara veitukerfa. Þá
eykur Skeiðsfossvirkjun hag-
kvæmni í orkuöflun RARIK.
Kaupverð rafveitu og hitaveitu
Siglufjarðar er byggt á viðskipta-
legu mati á verðmæti eignanna,
þannig að tekjur af eignunum
standi undir kaupverðinu, auk
þess rekstrarhagræðis sem af
samrekstri hlýst. Aðilar eru sam-
Frá undirritun samningsins um sölu orkufyrirtækjanna á Siglufirði.
Mynd: Á.S.
mála um að með þessu hafi verið
stigið mikið heillaspor og að
verulegt hagræði fylgi þessum
aðgerðum fyrir báða samningsað-
ila,“ segir í sameiginlegri frétta-
tilkynningu RARIK og Siglu-
fjarðarbæjar.
Samkvæmt samningi þessum
halda allir starfsmenn hitaveitú
og rafveitu Siglufjarðar störfum
sínum áfram hjá RARIK.
Allmargar jarðir í Austuf-
Fljótum fylgja með í kaupunum
til RARIK. Um er að ræða jarE\-
irnar Skeið ásamt Fosshjáleígu,
Stóru-Þverá, Bakka, Bergland,
Berghyl, Hólakot, Reykjarhóí,
auk vatnsréttinda jarðanna
Minni-Þverár, Hvamms og
Hafnar. EHB
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju: ;
Fjölbreytt dagskrá með um 300 þátttakendum
Kirkjulistavika 1991 verður
haldin í Akureyrarkirkju 21.-
28. apríl og er þetta í annað
sinn sem efnt er til slíkrar lista-
viku í kirkjunni. Þar munu
sameinast kraftar margra aðila
sem standa að menningarmál-
um í bænum og má þar nefna
Kór Akureyrarkirkju, Tónlist-
arfélag Akureyrar, Leikfélag
Akureyrar og Kammerhljóm-
sveit Akureyrar. Þá mun Sin-
fóníuhljómsveit íslands halda
tónleika.
Ýdalir:
Tónleikar þriggja kóra
Rúmlega 150 söngmenn, af
báðum kynjum, munu koma
fram á söngskemmtun að
Ýdölum í Aðaldal sem Karla-
kórinn Hreimur býður til nk.
laugardag 13. aprfl.
Auk Hreims ntunu Lizzí, kór
Kvenfélagasambands Suður-
Þingeyinga, og Karlakór Akur-
eyrar Geysir koma fram á
skemmtijninni. Fyrst munu kór-
arnir syngja sitt í hvoru lagi,
síðan karlakórarnir saman og
að lokum allir kórarnir sameig-
inlega. Að lokinni söngskemmt-
uninni verður haldinn dansleik-
ur.
Starfsemi kóranna í Suður-
Þingeyjarsýslu hefur verið mikil
að undanförnu. Hreimur hefur
unnið að upptöku á plötu og
hyggst á næstu vikum halda tón-
leika víða um Norðaustur- og
Austurland. Lizzíarkórinn mun
einnig halda tónleika í Þing-
eyjarsýslu en síðan á Akureyri
og í Reykjavík, og í byrjun júní
mun kórinn halda í söngferða-
lag til Þýskalands og
Frakklands. IM
Akureyri:
Jón skrifar áfram
Bæjarráð Akureyrarbæjar
hefur endurnýjað ráðningar-
sanining við Jón Hjaltason,
sagnfræðing, sem vinnur að
ritun Sögu Akureyrar.
Jón sagði upp störfum fyrr á
þessu ári vegna óánægju með
launakjör og í kjölfar uppsagn-
arinnar voru teknar upp viðræð-
ur við hann. Samningsaðilar
hafa nú náð saman um kaup og
kjör og Jón situr því sem fyrr á
Amtsbókasafninu á Akureyri
og skrifar sögu bæjarins.
Fyrsta bindi Sögu Akureyrar
kom sem kunnugt er út fyrir
síðustu jól, en stefnt er að því
að þau verði þrjú. óþh
Dagskrá kirkjulistavikunnar er
fjölbreytt og vegleg og skal hér
getið um nokkur atriði. Hátíðin
verður formlega sett sunnudag-
inn 21. apríl og um leið verður
myndlistarsýning fimm kvenna
opnuð í Safnaðarheimilinu.
Sama dag heldur Sinfóníuhljóm-
sveitin tónleika og flytur m.a.
verk fyrir sinfóníuhljómsveit og
orgel og kemur þá stærsta orgel
landsins að góðum notum.
Þriðjudaginnn 23. apríl verður
efnt til hringborðsumræðna um
tengsl hinna ýmsu greina lista við
kirkju og guðfræði. Miðvikudag,
fimmtudag og föstudag sýnir
Leikfélag Akureyrar Skrúðs-
bóndann eftir Björgvin Guð-
mundsson, tónskáld, í samvinnu
við Akureyrarkirkju.
Laugardaginn 27. apríl er boð-
ið upp á ljóðatónleika og á
sunnudaginn verður hátíðar-
messa í Akureyrarkirkju. Flutt
verður Missa brevis eftir Mozart
fyrir kór, einsöngvara og hljóm-
sveit.
Þetta er aðeins lauslegt yfirlit
yfir nokkur atriði sem eru á
dagskrá Kirkjulistayik.u í Akur1
eyrarkirkju en alls munu um 300
manns taka þátt í henni. SS
Blönduós:
Útbod við
heilsugæslustöðina
- Þorvaldur Evensen með lægsta tilboðið
Opnuð voru í gær hjá Inn-
voru i gær
kaupastofnun ríkisins tilboö í
framkvæmdir við lóð heilsu-
gæslustöðvarinnar á Blöndu-
ósi. Lægsta tilboðið kom frá
Þorvaldi Evensen en það
hljóðaði upp á 7.936.640
krónur. Tvö önnur tilboð bár-
ust einnig í verkið.
Steypustöðin á Blönduósi og
Höfðaverk voru með næst lægsta
tilboðið en það var upp á
9.788.240 krónur. Þriðja tilboðið
var frá Þór Snorrasyni Reykjavík
og var upp a 13.014.863 krónur.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
9.675.174.
Eftir er.að kanna og yfirfara öll
tilboðin og ekki verður tekTþ
ákvörðun um hvaða tilboði verð-
ur tekið fyrr en því er lokið.
Áætluð verklok við heilsugæslu-
stöðina eru 15.júní næstkom-
andi.
Framkvæmdirnar felast í jarð-
vatnslögnum og grófjöfnun lóð-
arinnar. Einnig verður skipt um
jarðveg alls um 2500 rúmmetra.
kg
Athugasemd vegna fréttar um gólfið
í íþróttahúsinu á Sauðárkróki:
Um hefðbundið gólf að ræða
segir Aðalsteinn Jónsson forstjóri Sjafnar
í síðasta laugardagsblaði Dags er
frétt um að þeir sem stundi
íþróttir í íþróttahúsinu á Sauðár-
króki kvarti undan eymslum í
ökklum og hnjám og álitið að
örsokin kunni að vera sú að gólf
hússins sé of hart. Þá er þess
einnig getið að gólfið sé frá fyrir-
tækinu Sjöfn á Akureyri.
Vegna fréttarinnar hafði Aðal-
steinn Jónsson forstjóri Sjafnar
samband við blaðið og vildi koma
á framfæri athugasemd vegna
hennar. Aðalsteinn segir að hér
sé um hefðbundið gólf með
gúmmíundirlagi að ræða og að
um 80-90% gólfum íþróttahúsa
hér á landi sé með slíku undir-
lagi.
„Hér er um að ræða gúmmí-
undirlag frá þýsku fyrirtæki og
þykktin á því í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki var ákveðin af bygg-
inganefnd hússins. Við höfum
sent menn til Sauðárkróks og
rætt þar við eftirlitsmann hússins.
Hann lét alls ekki illa af gólfinu
sem slíku og taldi ástæður þeirra
meiðsla sem um getur í fréttinni,
vera þær að verið er að leika
körfubolta jöfnum höndum á
malbiki utanhúss og svo innan-
húss,“ sagði Aðalsteinn.
Hann sagði jafnframt að gólfið
á Sauðárkróki væri samskonar og
í flestum íþróttahúsum á
Norðurlandi, m.a. á Akureyri og
undirlagið frá þessum sama
þýska framleiðanda. Þá hefur
ekki verið kvartað yfir þeirri
framkvæmd sem starfsmenn
Sjafnar sáu um við gólfið á Sauð-
árkróki.