Dagur


Dagur - 09.04.1991, Qupperneq 4

Dagur - 09.04.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 9. apríl 1991 Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarstjóri lagði fram á fundi bæjarráðs nýlega, tilboð sem borist hefur frá Samherja hf. í hlutabréf Framkvæmda- sjóðs Akureyrar í Oddeyri hf., sem eru að nafnverði kr. 11.000.000.-. Bæjarráð leggur til að tilboðið verði samþykkt og bæjarstjóra falið að ganga frá samningi um söluna. B Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fjárhagsáætl- un Héraðsnefndar Eyjafjarðar árið 1991 sem lögð var fram á fundi fyrir skömmu. F>ar kem- ur m.a. fram að niðurstöðutöl- ur á rekstraráætlun eru kr. 5.996.000.- og þar af er hlutur Akureyrarbæjar kr. 2.224.803.-. B Fjögur tilboð bárust í gatnagerð og lagnir í Gilja- hverfi, II. áfanga en einn til- boðsgjafi féll frá tilboði sínu. Möl og sandur hf. átti lægsta tilboðið, kr. 19.600.700.-, eða 91% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði uppá kr. 21.540.000.-. Bæjarráð leggur til að samið verði um verkið við Möl og sand hf. B Bæjarráði hefur borist bréf frá Hilmari Daníelssyni á Dalvík, þar sem hann f.h. Fiskmiðlunar Norðurlands hf. er að falast eftir kaupurn á hlutafé Akureyrarbæjar í Fiskmarkaði Norðurlands hf. Skilyrt er að samningur náist við alla hluthafa fyrirtækisins. Bæjarráð leggur til að bæjar- stjórn samþykki fyrir sitt leyti sölu hlutabréfanna. fl Bæjarráð hefur samþykkt tillögu frá bæjarritara um að leggja niður fjóra sjóði í vörslu bæjarstjórnar og ráð- stöfun eigna þeirra. Sjóðirnir eru: Caroline Rest sjóður, Aldamótasjóður, Styrktar- sjóður fátækra sjúklinga á Akureyrarspítala og Styrktar- sjóður Magnúsar Jónssonar fyrir fátæk börn. B Skipulagsnefnd hélt nýlega fund með íbúum í Holta- hverfi, þar sem kynntar voru hugsanlegar skipulagsbreyt- ingar á svæði sunnan Undir- hlíðar austan Glerárgötu. Fram kom m.a. að þeir 17 íbúar sem mættir voru til fund- arins voru allir andvígir fyrir- huguðum breytingum eins og þær lágu fyrir á fundinum. Einnig var skipulagsstjóra afhent undirritað mótmæla- bréf 33 íbúa. B Á fundi skólanefndar nýlega, var lagt fram bréf frá Vinnueftirliti ríkisins, þar sem ítrekuð er krafa um úrbætur á vörnum gegn snjóskriði af þaki Síðuskóla. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til bygg- ingadeildar að lagðar verði fram sem fyrst tillögur að útbótum. B íþrótta- og tómstundaráð tók fyrir á fundi sínum nýlega, bréf frá íþróttadeild hesta- mannafélagsins Léttis varð- andi byggingu á reiðskemmu að stærð 24x50 m. Áætlaður kostnaður er kr. 22.000.000.-. Bréfið var sent til ráösins til kynningar og könnunar á áhuga á samstarfi í einhverri mynd en engin ákvörðun var tekin á fundinum. Húsavík: 1 fréttir RARIK skoðar stofnlímma frá Laxárvirkjun - bæjarstjórn vill að öryggi orkuflutnings verði tryggt Á komandi sumri verður stofn- línan frá Laxárvirkjun til Húsavíkur skoðuð og að því loknu ákeðið hvaða endurbæt- ur þurfi að gera á henni, en einnig verður endurnýjun lín- unnar tekin til ítarlegrar athug- unar. Þetta kemur fram í bréfi frá RARIK til bæjarstjórnar Húsavíkur og skýrslu um afleiðingar óveðursins í janú- arbyrjun sem kynnt var á fundi bæjarráðs í síðustu viku. í janúar skipaði bæjarstjórn óveðursnefnd sem gera átti úttekt á því ástandi sem skapaðist við rafmagnsleysið og leggja fram tillögur til úrbóta. Skyldi nefndin skila áliti sínu fyrir 1. mars sl. en það hefur ekki enn borist á borð bæjarstjórnar. í bréfinu frá RARIK kemur fram að Rafmagnsveiturnar sjái ekki ástæðu til að hefja strax hönnun nýrrar línu til Húsavíkur eða að ráðast í framkvæmdir á komandi sumri. Ákveðið hefur verið að gamla línan verði skoð- uð í sumar, úttekt gerð á staur- um, slám, rafmagnslínu og bind- ingum, og að þeirri skoðun lok- inni verði metið hvaða endurbæt- ur sé nauðsynlegt að gera. Jafnframt skoðun línunnar verður endurnýjun á stofnlínunni tekin til ítarlegrar athugunar og tímasetning hennar endurskoð- uð. Talið er að Húsavíkurlínan hafi reynst vel og þar sem ekki var um takmarkanir á flutnings- getu að ræða var endurnýjun ekki á dagskrá alveg á næstunni. Fyrir endurnýjun línunnar verð- ur kannað hvort byggja eigi nýja línu eða hvort leggja eigi jarð- streng í hennar stað. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur Varmahlíð: Olís reisir verslunarhúsnæði - heimamenn samstarfsaðilar um rekstur Hreppsncfnd Seyluhrepps hef- ur gefið Olíuverslun Islands hf. heimild fyrir byggingu verslun- arhúsnæðis skammt frá Varmahlíð. Nokkrir einstakl- ingar í Seyluhreppi eiga í við- ræðum við Olís um samstarf um byggingu og rekstur versl- unarinnar. Verslunarbyggingin mun eiga að rísa í landi Bakka við þjóðveg I skammt austan Varmahlíðar. Ætlunin er að í húsnæðinu verði bensín- og olíuverslun og einnig veitingasala. Áformað er að framkvæmdir hefjist á þessu ári. Samningar milli Olíuverslunar íslands hf. og aðila í Seyluhreppi eru langt komnar og væntanlega verður þeim lokið í vikunni. Byggingar- og skipulagsnefnd á eftir að fjalla um málið en ekki er útlit fyrir annað en framkvæmd- irnar verði samþykktar. í Varmahlíð reka Olíufélagið Skeljungur hf. og Olíufélagið hf. starfsemi og með tilkomu nýju byggingarinnar bætist Olíuversl- un Islands hf. í hópinn. kg Kosningaslagurinn kominn á skrið: Útvarpsfundur á Akureyri Fréttastofa Útvarps efnir þessa dagana til kosningafunda í öll- um kjördæmum þar sem full- trúar allra framboðslista flytja ávörp og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru opnir almenn- ingi og þeim verður útvarpað Norðurland vestra: Iisti Fijálslyndra Frjálslyndum í Norðurlands- kjördæmi vestra tókst að safna tilskyldum fjölda meðmælenda áður en frestur til að skila list- um rann út á föstudag. Á tíma- Norðurland eystra: Listi Friálslyndra F-listi, listi Frjálslyndra í Norðurlandskjördæmi eystra, var kunngerður síðastliðinn föstudag, en þá rann út frestur til að skila inn framboðum fyr- ir komandi kosningar til Alþingis. Listinn er svohljóð- andi. 1. Ingjaldur Arnþórsson, ráð- gjafi, Ákureyri, 2. Guðrún Stefánsdóttir, verslunarmaður, Akureyri, 3. Guðjón Andri Gylfason, veitingamaður, Akur- eyri, 4. Guðni Örn Hauksson, sicrifstofumaður, Þórshöfn, 5. Anna Jóna Geirsdóttir, verslun- arstjóri, Dalvík, 6. Sigfús Ólafur Helgason, sjómaður, Akureyri, 7. Rut Sigurrós Jóhannsdóttir, Akureyri, 8. Gunnar Sólnes, lög- maður, Akureyri, 9. Unnur Hauksdóttir, húsmóðir, Akur- eyri, 10. Albert Valdimarsson, bifreiðastjóri, Akureyri, 11. Sig- tryggur Stefánsson, byggingafull- trúi, Akureyri, 12. Ásvaldur Friðriksson, öryrki, Akureyri, 13. Emilía S. Sveinsdóttir, hús- móðir, Akureyri, 14. Stefán Guð- laugsson, bifreiðastjóri, Eyja- fjarðarsveit. JOH bili leit út fyrir að ekki tækist að ná nægum meðmælendum en það hafðist skömmu fyrir hádegi á föstudag. Listinn er þanmg skipaður: 1. Þórir Hilmarsson Kópavogi. 2. Sigurður Hansen Skagafirði. 3. Ragnhildur Traustadóttir Reykjavík. 4. Krístín Hrönn Árnadóttir Skagaströnd. 5. Ingv- ar Helgi Guðmundsson Reykja- vík. Fleiri eru ekki á listanum en ekki náðist í Þóri Hilmarsson til að ræða við hann um baráttumál flokksins í komandi kosningum. kg um allt land á Rás eitt. Þriðji fundurinn í þessari röð verður á Akureyri í kvöld. Fyrsti fundurinn var á sunnu- dag í Reykjavík en í gærkvöld var fundað á Blönduósi. 1 kvöld sitja frambjóðendur á Norðurlandi eystra fyrir svörum og verður sá fundur haldinn í skemmtistaðnum 1929 á Akur- eyri. Útvarpað verður frá kl. 20 til 22 en umræðum munu stýra þau Atli Rúnar Halldórsson og Erna Indriðadóttir. JÓH lagt áherslu á að Rafmagnsveit- urnar tryggi öryggi orkuflutnings til aðveitustöðvarinnar á Húsa- vík. 1M Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins: Framboös- listi á Nordur- Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins hefur birt fram- boðslista sinn í Norður- landskjördæmi eystra. Þrjú efstu sæti listans skipa Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri Eyjafjarðar- sveit, Anna Helgadóttir, kennari Kópaskeri og Björg- vin Leifsson, líffræðingur Húsavík. í næstu sætum eru: 4. Ragn - heiður Sigurðardóttir, tölvun- arfræðingur Akureyri, 5. Gunnlaugur Sigvaldason, bóndi Svarfaðardal, 6. Karl Steingrímsson, sjómaður Akureyri, 7. Anna Kristveig Arnardóttir, rafeindavirki Akureyri, 8. Helga Björns- dóttir, húsmóðir Húsavík, 9. Sigurpáll Jónsson, bóndi Háls- hreppi, 10. Kolbeinn Arason, flugmaður Dalvík, 11. Guðný Björnsdóttir, húsmóðir Akur- eyri, 12. Albert Gunnlaugs- son, stýrimaður Dalvík, 13. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdótt- ir, framleiðslustjóri Ólafsfirði og 14. Valdimar Pétursson, skrifstofumaður Akureyri. óþh Enginn bilbugur á Steingrími: Bandarísk kosningaaðferð? „Ég er tilbúinn til að starfa fyrir ykkur og þessa þjóð í heild eins lengi og ég er beðinn um,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra á fundi á Akureyri á sunnudaginn, aðspurður um „frétt“ Frjálsrar verslunar þess efnis að Steingrímur hygðist hætta afskipt- um af pólitík strax að kosningun- um loknum. Steingrímur sagðist alls ekki vera að hætta og „fréttin“ væri skák því tilhæfulaus með öllu. Hann hefði heyrt þá kenningu að ákveð- inn stjórnarandstöðuflokkur hefði keypt kosninga„prógramm“ frá Bandaríkjunum, sem kennt væri við Nixon. Rauði þráðurinn í því „prógrammi" væri að láta and- stæðinga flokksins eyða tíma sín- um og orku í að neita alls kyns fár- ánlegum staðhæfingum. Vel mætti vera að „frétt" Frjálsrar verslun- ar væri þannig til komin. BB. Skákfélag Akureyrar: Amar efstur á stigamótum Fjóröa og síðasta 15 mínútna stigamót Skákfélags Akureyr- ar var haldið sl. sunnudag. Arnar Þorsteinsson sigraöi og gulltryggði þar með sigur sinn í stigakeppninni og fyrstu verð- laun. Úrslitin á sunnudaginn urðu þau að Arnar Þorsteinsson fékk 6 V2 vinning, Sigurjón Sigur- björnsson varð annar með 5Vi vinning og Kári Elíson þriðji með 4 vinninga. Niðurstaðan úr stigamótunum fjórum er sú að Arnar Þorsteins- son varð efstur með 34 stig af 40 mögulegum. Sigurjón Sigur- björnsson fékk 22 stig, Gylfi Þór- hallsson 19 og Kári Elíson fékk 17 stig þótt hann tæki ekki þátt í I keppendurnir öllum mótunum. Þrír stigahæstu laun. fá peningaverð- SS Fjórveldakeppnin: Sveit KEA sigraði Hin svokallaða fjórveldakeppni í skák var haldin í síðustu viku en í þessari keppni tefla sveitir frá Skákfélagi Akureyrar, KEA, UMSE og Taflfélagi Dalvíkur. Sæplast hf. á Dalvík gefur bikar til keppninnar. Leikar fóru svo að sveit KEA sigraði eftir mikla baráttu og réð- ust úrslitin ekki fyrr en í síðustu skákunum. KEA fékk 12 vinn- inga, Skákfélag Akureyrar varð í 2. sæti með IIV2 vinning, Taflfé- lag Dalvíkur fékk 7 vinninga og UMSE 5V2. í sigurliði KEA voru þeir Rún- ar Sigurpálsson, Sigurjón Sigur- björnsson, Haki Jóhannesson, Margeir Steingrímsson, Haraldur Ólafsson og Sveinbjörn Sigurðs- son. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.