Dagur - 09.04.1991, Qupperneq 12
er - nuoAG - reer inqs .e iueBbu[6n«i
12 - DAGUR - Þriðjudagur 9. apríl 1991
íþróttir
Arsenal styrkti stöðu sína á toppnum
- sigraði Sheffield Wed. 2:0 - fátt annað markvert í 1. deild
Tveim leikjum í 1. deild var
frestað á laugardag vegna úr-
slitaleiksins í Zenith bikarnum
á sunnudaginn. Annar þessara
leikja var leikur Liverpool
gegn Crystal Palace, en einnig
leikur Derby gegn Everton og
eru þeir báðir í mikilvægari
kantinum. En átta leikir fóru
fram í 1. deild og lítum nánar á
úrslit þeirra.
Arsenal heimsótti Sheffield
Utd. sem hafði sigrað í sex
heimaleikjum í röð, en Arsenal
batt enda á þá sigurgöngu. Staða
Arsenal er nú orðin mjög góð á
toppi deildarinnar og fylgismenn
þeirra munu verða fyrir miklum
vonbrigðum ef liðið verður ekki
meistari. Pað fór ekkert á milli
mála að Arsenal var mun sterk-
ara liðið í leiknum, sóknarmenn
Sheffield komust ekkert áfram
gegn sterkri vörn liðsins. Kevin
Campell náði forystu fyrir Arsen-
al eftir 10 mín. leik er hann
afgreiddi sendingu Alan Smith í
netið. Campell er í miklum ham
um þessar mundir og frammi-
staða hans minnir mjög á loka-
sprettinn hjá Ronnie Rosenthal
fyrir Liverpool í fyrra. Síðara
mark Arsenal kom 16 mín. fyrir
leikslok, Campell sem sjálfur var
í góðu færi sendi til Smith sem
lyfti yfir markvörð Sheffield í
netið og öruggur sigur liðsins í
höfn.
Framkvæmdastjóri Chelsea
setti fjóra landsliðsmenn úr liði
sínu fyrir leikinn gegn Luton
vegna slakrar frammistöðu að
undanförnu, Steve Clarke, Tony
Dorigo, Kerry Dixon og Gordon
Durie voru settir út. Um miðjan
fyrri hálfleik virtist sem þessi
ákvörðun myndi kosta liðið
sigurinn, Luton var komið 3:0
yfir og tap blasti við. Lars Elstrup
kolrangstæður skoraði fyrst,
hann lagði síðan upp næsta mark
fyrir Sean Farrell og Farrell átti
Úrslit
Zenith bikarinn
Úrslit.
Crystal Palace-Everton 4:1
1. deild
Aston Villa-Manchester Utd. 1:1
Chelsea-Luton 3:3
Manchester Citj-Nottingham For. 3:1
Norwich-Coventry 2:2
Sheffield Utd.-Arsenal 0:2
Sunderland-Q.P.R. 0:1
Tottenham-Southampton 2:0
Wimbledon-Leeds Utd. 0:1
2. deild
Rarnsley-Hull City
BrLstol Rovers-Plymouth
Charlton-lpswich
Leicester-Brighton
Middiesbrough-Bristol City
Notts County-Newcastle
Oldham-MillwaU
Odord-Blackbum
Port Vale-West Ham
Portsmouth-Sheffield Wed.
Swindon-Watford
Wolves-W.B.A.
Úrslit í vikunni.
1. deild
Lceds Utd.-Sundcrland 5:0
Manchester Utd.-W'imblcdon 2:1
Arsenal-Aston Villa 5:0
2. deild
Ipswich-Portsmouth 2:2
Brighton-Port Vale 1:2
Millwall-Wolves 2:1
3:1
0:0
1:1
3:0
2:1
3:0
1:1
0:0
0:1
2:0
1:2
2:2
ana. Pað var við hæh að besti
maður vallarins, Gordon Strach-
an leggði upp sigurmark Leeds
Utd. er Lee Chapman skallaði
inn frábæra sendingu hans. John
Fashanu miðherji Wimbledon fór
meiddur útaf í hálfleik og án hans
áttu leikmenn Wimbledon ekki
möguleika á að jafna í síðari hálf-
leiknum.
Leeds Utd. er að vonast eftir
Evrópusæti næsta vetur og liðið
vann mikilvægan útisigur gegn
Wimbledon á laugardag með
eina marki leiksins. Wimbledon
hefur aldrei unnið Leeds Utd. og
sem betur fer gerðist það ekki
nú, því eina knattspyrnan í leikn-
um kom frá Leeds Utd., leik-
menn Wimbledon treystu á kraft-
Lee Chapmann skoraði sigurmark Leeds Utd. gegn Wimbledon.
síðan sendingu á Kingsley Black
sem skoraði þriðja mark Luton.
Graeme Le Saux minnkaði mun-
inn fyrir Chelsea á 30. mín., en
var síðan rekinn af velli eftir
samstuð við Graham Rodger sem
fékk áminningu. Einum færri í
síðari hálfleik barðist Chelsea af
miklum krafti, Graham Stuart
skoraði með skalla og .Dennis
Wise jafnaði síðan úr vítaspyrnu
fyrir Chelsea sem hann fiskaði
sjálfur. Alec Chamberlain í
marki Luton varði að vísu spyrn-
una, en Wise skoraði er boltinn
barst til hans aftur.
Sunderland og Q.P.R. mættust
í mikilvægum fallbaráttuleik sem
Q.P.R. vann með eina marki
leiksins. Leikmenn Sunderland
léku illa og fengu fá tækifæri, en
gestirnir með Roy Wegerle, Ray
Wilkins og Andy Sinton sem
bestu menn spiluðu oft ágætan
fótbolta. Það var Andy Tillson
sem skoraði sigurmark Q.P.R. á
40. mín. úr þvögu, en Wegerle og
Sinton hefðu einnig átt að skora
fyrir liðið' og úrslitin hefðu þá
gefið réttari mynd af gangi leiks-
ins. Eftir þessi úrslit er staða
Sunderland að verða vonlítil, en
Q.P.R. ætti ekki að þurfa að hafa
frekari áhyggjur af sæti sínu í 1.
deild.
Leikur Aston Villa og Man.
Utd. fór fram við erfiðar aðstæð-
ur, foráttuveður og völlurinn sem
svað. Pað var því vonlaust fyrir
leikmenn liðanna að leika góða
knattspyrnu. Tilviljanir réðu því
mestu, en mörkin komu eftir
klukkutíma leik með 5 mín.
millibili. Tony Cascarino skoraði
fyrst fyrir Villa með dæmigerðu
skallamarki fyrir hann, en Lee
Sharpe jafnaði síðan fyrir Utd.
eftir sendingu frá Dennis Irwin.
Að mörkunum undanskildum
gladdi fátt augað, annað en þegar
David Platt reyndi tvívegis að fá
dómarann til að hætta við að
bóka leikmenn Utd. Leikmenn
Utd. hafa eflaust haft hugann við
Evrópuleikinn gegn Legia
Warsaw í Póllandi nú í vikunni.
Man. City vann góðan sigur
gegn Nottingham For. þar sem
Scott Gemmill lék sinn fyrsta leik
fyrir Forest, en hann er sonur
Archie Gemmill þjálfara Forest.
Prátt fyrir mikla yfirburði Forest
í upphafi tókst þeim ekki að
koma boltanum framhjá Tony
Coton í marki City sem varði oft
mjög vel, sérstaklega frá Nigel
Clough tvívegis, Ian Woan og
Roy Keane. City komst yfir strax
á 7. mín. er Keane handlék bolt-
ann í teignum og Mark Ward
skoraði úr vítaspyrnunni. Niall
Quinn bætti öðru marki City við
á 28. mín. eftir mistök Steve
Chettle og Steve Redmond skall-
aði inn þriðja mark City rétt fyrir
hlé. Eina mark Forest skoraði
Stuart Pearce eins og honum ein-
um er lagið 15 mín. fyrir leikslok
með þrumuskoti beint úr auka-
spyrnu. Leikmönnum Forest
lærðist því í leiknum að ekki er
nóg að skapa sér færi, það verður
að skora úr þeim.
Gary Lineker kom nú aftur
inní lið Tottenham eftir að hafa
verið hvíldur að undanförnu og
lék af miklum krafti í leiknum
gegn Southampton. Hann skor-
aði bæði mörk Tottenham og
fékk tækifæri til að skora þrennu,
en Tim Flowers í marki
Southampton varði mjög vel góða
vítaspyrnu hans sem hann fisk-
aði sjálfur. En tvö mörk er ekki
slæmt, mörkin komu á 4 mín.
kafla rétt fyrir hlé og voru bæði
góð. Southampton átti ekkert
Ian Wright tryggði
Palace Zenith-bikariiin
Á sunnudag léku Crystal Palace
og Everton til úrslita um Zenith
bikarinn á Wembley. Þetta er
keppni 1. og 2. deildarliða sem
komið var á þegar ensku liðin
voru dæmd úr Evrópukeppn-
inni fyrir nokkrum árum.
Yfir 50.000 áhrofendur sáu
úrslitaleikinn sem Crystal Palace
vann með þrem mörkum á 12
mín. kafla í framlengingu. Ian
Wright hinn snjalli miðherji
Palace var seinn í gang, en það
var þó hann sem tryggði liði sínu
sigurinn að lokum. Að loknum
venjulegum leiktíma var staðan
1:1, Geoff Thomas náði forystu
fyrir Palace með skalla á 67.
mín., en Robert Warzycha jafn-
aði fyrir Everton skömmu síðar
eftir sendingu Mike Newell.
Markverðir liðanna Neville
Southall Everton og Nigel Martyn
Palace vörðu báðir vel í lokin og
tryggðu framlenginguna. Palace
var mun sterkari aðilinn í fram-
lengingunni, Wright gerði vel er
hann tók við langri sendingu
fram og skoraði framhjá Southall
með góðu skoti fyrir Palace. John
Salako skallaði síðan inn góða
sendingu frá Eddie McGoldrick
og kom Palace 3:1 yfir. Wright
átti síðan lokaorðið með fjórða
marki Palace í leiknum.
Everton liðið barðist vel í
leiknum og lengst af mátti ekki á
milli sjá hvort liðið væri sterkara,
Ian Wright var maðurinn á bakvið
sigur Crystal Palace á Everton í
Zenith-bikarnum á Wembley.
en lokasprettur Palace var sterk-
ur og liðið stóð að lokum uppi
sem sigurvegari í leiknum.
Þ.L.A.
svar og sigurinn gefur leikmönn-
um Tottenham sjálfstraust fyrir
undanúrslitaleikinn í FA-bikarn-
um.
Norwich og Coventry gerðu
2:2 jafntefli í leik sínum sem ekki
var mikilvægur fyrir liðin. Coven-
try náði forystu er Kevin Gallac-
her kastaði sér fram og skallaði
inn af stuttu færi, en Tim Sher-
wood jafnaði fyrir Norwich með
öðru skallamarki. Robert Fleck
náði síðan forystunni fyrir Nor-
wich er hann potaði í markið af
stuttu færi í upphafi síðari hálf-
leiks. Jöfnunarmark Coventry
skoraði síðan Micky Gynn með
góðu skoti gegnum þvögu af leik-
mönnum.
2. deild
• Andy Ritchie jafnaði fyrir
Oldham gegn Millwall eftir að
Malcolm Allen hafði skorað fyrst
fyrir Millwall.
• Ian Bishop skoraði sigur-
mark West Ham gegn Port Vale
og West Ham er nú efst í 2. deild.
• Sheffield Wed. er enn í
þriðja sæti 2. deildar þrátt fyrir
tap gegn Portsmouth þar sem
Guy Whittingham skoraði fyrir
heimamenn.
• Brighton tapaði einnig illa
gegn Leicester 3:0, þeir Tommy
Wright, Kevin Russell og Gary
Mills skoruðu.
• Ossie Ardiles hefur nú stjórn-
að Newcastle í tveim leikjum og
hafa þeir báðir tapast.
• Glenn Hoddle tók við stjórn-
inni hjá Swindon af félaga sínum
Ardiles og hann hóf framkvæmda-
stjóraferil sinn á tapi heimagegn
Watford. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Arsenal 32 21-10- 160:13 71
Livcrpool 31 19- 6- 6 60:29 63
Crystal Palace 3217- 7- 8 43:38 58
Leeds Utd. 31 16- 7- 8 49:3155
Manchester Utd. 33 13-11- 8 51:36 52
Manchester City 32 13-10- 9 50:45 49
Wimbledon 32 11-12- 9 47:39 45
Tottcnham 31 11-12- 8 43:38 45
Everton 31 11- 8-12 39:36 41
Chelsea 33 11- 8-14 46:54 41
Coventry 33 10- 9-14 36:40 39
Q.P.R. 32 10- 9-13 38:46 39
Norwich 31 11- 6-14 35:48 39
Nottingham For. 32 9-11-12 45:45 38
Sheffield Utd. 33 11- 5-18 29:49 38
Southampton 33 10- 7-16 49:59 37
Aston Villa 31 8-12-1137:4136
Luton 34 9- 7-18 40:57 34
Sundcrland 33 7- 8-18 33:53 29
Derby 30 4- 9-17 27:58 21
2. deild
West Ham 38 21-13- 4 52:26 76
Oldham 38 21-11- 6 71:43 74
Sheffield Wed. 37 17-14- 6 64:42 65
Millwall 39 17-12-10 58:42 63
Middlesbrough 39 17- 9-13 58:42 60
Brighton 38 18- 6-14 59:60 60
Notts County 37 17-10-10 60:50 58
Bristol City 39 17- 6-16 59:59 57
Barnsley 36 15-10-11 55:3855
Wolves 39 12-17-10 57:53 53
Oxford 39 12-16-1160:59 52
Bristol Rovere 4113-12-15 50:52 51
Charlton 39 12-14-13 50:49 50
Ipswich 3711-16-10 49:54 49
Port Vale 39 13- 9-17 48:54 48
Ncwcastle 37 12-12-13 37:44 48
Portsmouth 4011-11-18 50:63 44
Blackburn 39 12- 8-1941:54 44
Swindon 39 10-13-16 52:58 43
Plvmouth 39 9-14-16 44:58 42
Lcicester 3912- 6-2152:72 42
W.B.A. 40 9-12-19 44:54 39
Watford 39 8-14-17 35:52 38
Hull Cily 39 8-12-19 50:77 36