Dagur - 09.04.1991, Side 17
kvikmyndarýni
Þriðjudagur 9. apríl 1991 - DAGUR - 17
t
Umsjón: Jón Hjaltason
Æ, æ, kvennalistakonur
Borgarbíó sýnir: Ekki segja til inín
(Dont Tell Her It’s Me).
Leikstjóri: Malcolm Movbray.
Aðalhlutvcrk: Steve Guttenberg,
Jami Gertz og Shelley Long.
Ég segi nú bara: Úff, úff og æ, æ,
kvennalistakonur! Rauðsokkur í
ykkar hópi ættu að forðast þessa
kvikmynd. (Er ég kannski á villi-
götum, eru allar kvennalistakon-
ur líka rauðsokkur?) Ég er ekki
frá því að þið mynduð kalla þá
mynd sem dregin er upp af kven-
fólki í Ekki segja til mín lítil-
lækkandi fyrir gjörvallt veikara
kynið. Að vísu skal ég viður-
kenna að þetta er ekki einhlít
túlkun þar sem heilinn á bak við
ráðabruggið er kvenkyns.
Steve Guttenberg leikur mann
sem barist hefur langri baráttu
við dauðann og ber þess glögg
merki. Jami Gertz er systir hans
og frægur ástarsögu rithöfundur.
Shelley Long er „fórnarlambið”.
Gertz vill fyrir alla mundi koma
bróður sínum út en hann er
óframfærinn og sjúkdómurinn
hefur ekki beint fegrað hann.
Long er ung og falleg blaðakona
er sækist eftir að eiga viðtal við
Gertz en rithöfundurinn grípur
tækifærið til að reyna að koma
þeim saman, bróður sínum og
blaðakonunni með heldur léleg-
um árangri til að byrja með.
Snemma sögunnar lýsir Long
frati á karlhetjurnar er spretta út
úr hugskoti Gertz; þær séu reig-
ingslegar og einþykkar, fámálug-
ar en þó allt að því fullkomnar í
karlrembu sinni. Og til að gera
langa sögu stutta breytir Gertz
bróður sínum í eina slíka sögu-
persónu og skipar honum að
leggja út net sín fyrir Long.
Ekki segja til mín er lauflétt
gamanmynd, sagan hvílir á
snjallri hugmynd en ég er ekki
alveg viss um að þær Gertz og
Long séu jafnokar Guttenbergs á
leiksviðinu.
Pústþjónusta
Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða.
Pakkningar, klemmur, upphengjur.
Fast verð fyrir pústkerfaskipti.
Höfum fullkomna beygjuvél.
Ryðvarnarstöðin sf.
Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri.
Atvinna!
Bandaríska flugfélagið
Borgarbíó sýnir: Bandaríska flugfélagið
(Air America).
Aðalhlutverk: Mel Gibson og
Robert Downey Jr.
Víetnamstríðið er aftur á dagskrá
í þessari bráðsmellnu kvikmynd
um flugfélagið sem CIA setti á
laggirnar í Suðaustur-Asíu, ég
veit þó ekki ennþá til hvers þeir
stóðu í þessum stórræðum. Þessi
fáfræði mín er vafalaust merki
þess að aðstandendum Banda-
ríska flugfélagsins hefur tekist
sæmilega upp. Markmið þeirra
með myndinni, fyrir utan að
skemmta bíóförum, er greinilega
að draga upp niynd af fáránleika
þessarar aðgerðar CIA. Við
fáum að sjá flugmenn drekka sig
fulla að kvöldi og fljúga að
rnorgni; verkefni þeirra er að
varpa lifandi svínum, korni og
jafnvel smokkum yfir meintan
óvin. Það seinast talda átti víst að
draga baráttukjarkinn úr
Víetnömskum hermönnum þar
sem þeir þrömmuðu Ho Chi
Minh-leiðina frá Noður-
Víetnam, eftir endilöngu Laos
yfir til Suður-Víetnams.
Bandaríska flugfélagið er þó
ekki fyrst og fremst um asnastrik
CIA í Laos; hún segir frá sam-
bandi þeirra Billy Covington,
sem Robert Downey leikur, og
Gene Ryacks (Mel Gibson).
Billy er ungur og nýkominn til
Laos, Gene er eldri og búinn að
vera ótiltekinn tíma í landinu.
Annar er ungur og ekki alveg
laus við hugsjónir, hinn er reynd-
ari og hugsar um það eitt að
tryggja sér þægileg eftirlaun.
Spillingin er allt í kring og sá ungi
á í vök að verjast.
Vantar fólk til
Upplýsingar veitir verslunarstjóri frá
10-11 fh. næstu daga.
Ekki í síma.
HAGKAUP
Akureyri
Nýjar bandarískar rannsóknir:
Sala víns í matvöruverslimum
stuðlar að aukrnni áfengisneyslu
Tveir bandarískir vísindamenn,
Wagenaar og Holder, benda á í
Journal of Studies in Alcohol að
sala veikra vína í matvörubúðum
auki áfengisneyslu.
í ýmsum ríkjum vestra er
Samver
tapaði
upptökuvél
Samver á Akureyri tapaði dýru
upptökutæki á Norðurlandi
vestra um hádegisbilið sl.
föstudag. Tækið var skilið eftir
við vegkant skammt frá
Blönduvirkjun, þar sem Ólaf-
ur E. Jóhannsson fréttamaður
og tveir starfsmenn Samvers
voru við upptöku á kosninga-
þætti fyrir Stöð 2.
Aðeins örfáum mínútum eftir
að þetta gerðist, hugðust Sam-
versmenn sækja tækið en þá
hafði einhver vegfarandi tekið
það til handargagns. Hér er um
mjög sérhæfðan upptökubúnað
að ræða sem ekki nýtist nema
fyrirtækjum sem framleiða sjón-
varpsefni.
Tækið er merkt Samver hf. og
sá er það tók, er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við
fyrirtækið á Akureyri hið fyrsta.
Tvær leiðir
eru hentugar til þess
að verja ungbarn í bíl
Látiö barniö annaöhvort liggja
i bílstól fyrir ungbörn eöa
barnavagni sem festur er
meö beltum.
uÉUMFERÐAR
Vráð
einkasala á áfengi eins og á
Norðurlöndum, í nokkrum fylkj-
um Kanada og víðar. í Iowa og
Vestur-Virginíu var leyft að selja
veik vín og bjór í vissurn mat-
vörubúðum. Vísindamennirnir
fylgdust með áhrifunum af því.
Niðurstaðan var sú að ekki ein-
ungis víndrykkja jókst heldur og
heildarneysla áfengis. í Vestur-
Virginíu jókst víndrykkja um
48% og í Iowa um 93%.
.t
Konan mín,
SUSANA SIGRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR,
andaðist 5. apríl á Dvalarheimlinu Hlíð.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju kl. 13.30, föstudaginn 13.
apríl.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Páll Þórðarson.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinsemd við
fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KATRÍNAR FRIÐBJARNARDÓTTUR,
Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Árni Kárason,
synir og fjölskyldur.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vin-
semd og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður
okkar,
BJÖRNS ÓLASONAR,
Selaklöpp, Hrísey.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri og Krabbameinslækningadeildar Land-
spítalans.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigfríður Jónsdóttir
og börn.
Sjúkrahúsið
í Húsavík sf.
Hjúkrunarfræðingar
óskast til sumarafleysinga.
Uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða hjúkrunarfræðing á Bæklunar-
deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem
fyrst, eða eftir samkomulagi.
Deildin er 13-15 rúma, sinnir almennum bæklunar-
lækningum, þ.m.t. gerviliöaaögeröum auk móttöku
bráðatilfella frá Noröur- og Austurlandi.
Upplýsingar gefa Guömunda Óskarsdóttir deildar-
stjóri og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri
í síma 96-22100 kl. 13-14 virka daga.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Arkitekt
Húsafriðunarnefnd ríkisins óskar að ráða arkitekt
til starfa.
Starfiö er fólgiö í ráðgjöf viö viðgerðir gamalla húsa,
heimildasöfnun og skráningu eldri bygginga. Starfs-
aöstaöa verður á Þjóöminjasafni íslands. Ráðiö
verður í starfið til reynslu í eitt ár.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir meö upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist Húsafriðunarnefnd, Þjóöminjasafni íslands,
Pósthólf 1489, 121 Reykjavík, fyrir 22. apríl n.k.
Umsækjendur þurfa aö geta hafið störf sem fyrst en
eigi síöar en 1. júní nk.
Upþlýsingar veitir Lilja Árnadóttir, ritari Húsafriöun-
arnefndar, Þjóðminjasafni íslands.