Dagur - 13.04.1991, Page 6

Dagur - 13.04.1991, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 13. apríi 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: jON HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.),_______ KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Með hendur í vösum íslensk stjórnmálabarátta fær stundum á sig alþjóðlegt svipmót. Þessa hefur m.a. séð merki í þeirri áróðurstækni sem einstakir flokkar beita í kosninga- baráttunni. Þannig hafa nokkrir íslenskir stjómmálaflokkar á síð- ustu ámm farið í smiðju banda- rískra kosningasnata og tekið upp eftir þeim misgóðar baráttu- aðferðir og áróðurstækni. Frægt er þegar Ámundi Ámundason, áróðursmeistari Alþýðuflokksins í síðustu alþingiskosningum, fór til Bandaríkjanna til að fylgjast með landsfundi Demókrata- flokksins og flytja baráttuaðferð- irnar heim með sér. Áhrif Banda- ríkjaferðar Ámunda komu glögg- lega fram í svipmóti áróðurs- bæklinga Alþýðuflokksins það árið. í kosningabaráttunni að þessu sinni er það Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur yfir sér amerískt svipmót. Eins og flestir vita er bandarísk stjórnmálaumræða einstaklega ómálefnaleg og ein- kennist öðru fremur af órök- studdum ásökunum í garð andstæðinganna og ytri glæsi- leika kosningaáróðursins. í „landi tækifæranna" þykir það sjálfsagt og gott að stjórnmála- menn leggi í kosningabaráttu með það markmið að leiðarljósi að minnast ekki á málefnin, hampa engum stefnumiðum en reyna að laða til sín kjósendur með því að vera sem fyndnastir og skemmtilegastir, helst á kostnað stjórnmálalegra andstæðinga. Hér á landi hefur þessi baráttuaðferð löngum ver- ið nefnd lýðskrum og ekki þótt vænleg til árangurs. Engu að síð- ur hafa sjálfstæðismenn notað þessa baráttuaðferð í kosningun- um nú, og með prýðilegum árangri, ef marka má niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Sjálfstæðisflokkurinn hélt Landsfund sinn í Laugardalshöll og fjölmiðlum í byrjun mars. Sá fundur snerist fyrst og fremst um formannskjör flokksins og svo fór að lokum að Davíð Oddsson hafði betur í kapphlaupinu við Þor- stein Pálsson um æðsta embætti flokksins. Svo mikil orka fór í for- mannskjörið að enginn tími vannst til að móta stefnu flokks- ins í helstu málaflokkum. Sjálf- stæðismenn lögðu því upp í kosningabaráttuna með óskrif- aða stefnuskrá og gefa engin svör við því hvað flokkurinn hyggist gera að kosningum loknum, komist hann til valda. Vissulega segjast sjálfstæðis- menn ætla að stórlækka skatta og hagræða í ríkisrekstri en þeir ræða útfærsluna ekkert. Þeir virðast til dæmis ekki hafa hug- mynd um hvað skatta- lækkunaráform þeirra komi til með að kosta ríkissjóð né heldur hvernig þeir ætla að mæta þeim tekjumissi. í sjávarútvegsmálum ætla þeir að móta heildstæða stefnu um fiskveiðar og -vinnslu. Punktur og basta. Svona mætti endalaust telja. Enda hefur farið svo á fundarferð formanns Sjálf- stæðisflokksins um landið að hann hefur engin svör haft við þeim fyrirspurnum sem til hans hefur verið beint um stefnu flokksins í einstökum, afmörkuð- um málum. Talsmenn allra hinna stjórn- málaflokkanna hafa vakið athygli á málefnafátækt sjálfstæðis- manna í yfirstandandi kosninga- baráttu. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, orðaði það svo á fundi á Akureyri fyrir skemmstu, að svo virtist sem „ sjálfstæðismenn ætluðu í gegn- um þessar kosningar með hend- ur í vösum“, þ.e. án þess að ræða málefni og stefnumið. Steingrím- ur sagði að hann hefði ekki trú á að þessi bandaríska baráttuað- ferð boðaði gott í íslenskri pólitík. Undir þau orð skal tekið. BB. 1 frá mínum bœjardyrum séð i Að læra eins og páfagaukur Birgir Sveinbjörnsson skrifar Heima hjá mér er páfagaukur. Þetta er einn af þessum litlu gaukum, sem oft á tíðum skrækja og eru með mik- inn hávaða. Samt gefa þeir sér tíma til að hlusta og taka eftir. Það er sagt að páfagaukar hafi einstæða hæfileika til þess að herma eftir hljóðum og tali, einkum ef þeir búa við gott atlæti og frjálsræði. Gaukurinn, sem er heirna, er svo hamingjusamur að hann fær að vera meira og minna frjáls og það er dekrað við hann. Hann á samt búr sem aðalsamastað. Sem ófleygur ungi sýndi hann mikla viðleitni í þá átt að vilja komast út úr búrinu og sjá veröldina í nýju ljósi. Það var látið eftir honum og fyrr en varði var hann farinn að taka flugið og fljúga um alla íbúð. Hann er afskaplega mannelskur og vill helst hafa félagsskap. Það hefur verið hugsað vel um þennan páfagauk. T.d. hefur yfirleitt verið haft hjá honum útvarp, þegar hann er einn heima og hefur hann hlustað af athygli á talað mál og tónlist. Sérstaklega hefur hann verið látinn hlusta á frjálsu útvarpsstöðvarn- ar. Það var að vísu ekki mjög að mínu skapi því að mín uppáhaldsstöð er gamla Gufan og rás 2 kemur næst. Ég lét það samt viðgangast að gaukurinn væri látinn hlusta á aðrar stöðvar, enda reiknaði ég ekki með neinum eftirköstum þar að lútandi. Þar reiknaði ég ekki rétt. í fyllingu tímans og með auknum þroska og aldri fór gaukurinn nefnilega að tala. í fyrstu fór hann mjög dult með það að hann gæti framleitt talað mál en smám sam- an fór hann að segja nafnið sitt og nokkur vel valin orð að auki. Og ekki nóg með það. Hann átti það til að halda ógnarlangar ræður tímunum saman þar sem greinilega var á ferðinni íslenskt mál, en svo hratt og ógreinilega fram sett að ekki heyrðust nokkur orðaskil. Það var svo barnið á heimilinu, sent kvað upp úr með það að gaukurinn hefði hlustað svo mikið á síbyljuna í útvarpinu að óskiljanlegu ræðurnar sem hann héldi væri eftiröpun þaðan. Skipt um rás Þá sá ég að við svo búið mátti ekki standa. Gaukurinn varð að fá betri fyrirmynd að hlusta á. Til að menning- arsjokkið yrði nú ekki of mikið var ákveðið að hlífa honum við rás 1 til að byrja með en stillt á rás 2 sem málamiðlun. Ég hef sjálfur hlustað töluvert á rás 2 síð- ari hluta dags, sérstaklega milli kl. 17 og 19 þegar Dagskrá, dægurmálaútvarpið ræður þar ríkjum og lík- að margt þar vel. Einnig stilli ég yfirleitt á þá rás á morgnana klukkan sjö og hlusta smástund á mórgun- hanana, sem þar ráða ríkjum, áður en ég fer í vinnuna. Ekkert hef ég orðið var við hjá þeim sem þyrfti að skemma fyrir málþroska gauksins. Ég hafði líka hlustað dálítið á rás 2 á morgnana þegar ég var einn á skaki á sumrin fyrir nokkrum árum. Þá hafði rásin oft stytt mér stundir með góðri tónlist og ýmsum fróðleik. Ég taldi þvf að gauknum væri vel borgið að fá að hlusta á rás 2 til að temja sér skýrara málfar og betri íslensku. Svo bregðast krosstré... Það bar svo við í páskavikunni að ég sat og drakk morg- unkaffið og það var opið inn til páfagauksins. Hann var að hlusta á þátt á rás 2, sem stendur frá 9 til 4. Vinnu minnar vegna hef ég haft fá tækifæri til að hlusta á þennan þátt, en einhverju sinni í vetur þurfti ég að vera heima vegna lasleika og heyrði þá brot af þessum þætti eftir hádegið. Þá skildist mér að mikill símahasar stæði yfir í sambandi við einhverja morðgátu, sem stjórnend- ur hefðu lagt fyrir hlustendur. Fólk átti að hringja inn sína lausn á gátunni og verðlaun fyrir að vera getspár og þá líklega heppinn í útdrætti var utanlandsferð til erlendrar stórborgar, þar sem lögregla glímir við alvöru morðgátur daglega. Én þessi uppdiktaða morðgáta er víst löngu leyst og óþarfi að rifja hann upp og sigurveg- arinn er sjálfsagt að spóka sig erlendis um þessar mundir. Víkur nú aftur sögu til páfagauksins sem var að hlusta á útvarpið í páskafríinu. Á þessum morgni var líka lögð gáta fyrir hlustendur. í stuttu máli var hún eitthvað á þess leið: Sögusviðið er strætisvagn fullur af fólki. Eldri maður hnígur niður og er þegar látinn. Kona hrópar „morð“, en karlmaður „slys“. Spurningin til hlustenda er svo þessi. „Hvað gerðist og hvort þeirra hafði á réttu að standa?" Símaglaðir hlustendur létu ekki sitt eftir liggja og innan tíðar kom ungur maður með hárrétta lausn á þessari dularfullu gátu. Gamli maðurinn hafði stigið á bananahýði, dottið og rekið höfuðið utan í um leið. Auðvitað lá þetta í eyrum uppi að svona hefði farið þó að hvorki páfagaukurinn né ég fyndum lausnina. Stjórnandi þáttarins var mjög hrifinn af unga mannin- um sem fann lausnina á þessu svona fljótt og vel og fór að spjalla við hann til að reyna að kynnast honum betur: „Hefur þetta skeð fyrir þig“?, spurði stjórnand- inn unga manninn meðal annars. Maðurinn varð hálf klumsa; líklega ekki vanur svona talsmáta í Ríkisút- varpinu og át hlæjandi eftir stjórnandanum: „Skeð fyrir mig“? Kannski fannst honum kynlega komist að orði. Kannski fannst honum rökrétt að ef þetta hefði“ skeð fyrir honum" þá væri hann ekkert að tala í símann, heldur lægi hann einhvers staðar úti í kirkjugarði. En auðvitað á ég ekkert með að gera fólki upp skoðanir. Hvort viðræður þeirra stóðu lengur eða skemur og hver niðurstaðan í þessu máli varð, er mér ekki kunnugt um enda skiptir það ekki máli. Þess ber að sjálfsögðu að geta að hér var um að ræða beina útsendingu og ekki er óalgengt að fólki verði smá fótaskortur á tungunni und- ir slíkum kringumstæðum og ég tala nú ekki um í geðs- hræringu eins og þegar lausn finnst á svona feiknarlega flóknu máli. Þegar ég svo nokkrum dögum seinna hlustaði á rás 1 í samsettum þætti, sem greinilega var ekki sendur beint út, þar sem fjallað var um fegurðarsamkeppni og hvað eftir annað var talað um „keppnir“ rann upp fyrir mér að íhaldssemi mín í notkun á íslensku máli væri líklega ekki lengur í takt við tímann. Því ákvað ég að upp frá þessu skyldi ég ekki skipta mér neitt af því á hvaða rás páfagaukurinn væri látinn hlusta þegar hann er einn heima.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.