Dagur - 13.04.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 13.04.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. apríl 1991 - DAGUR - 11 Helgi Jónsson bóndi á Merkigili í Austurdal ásamt nokkrum hrossa sinna. koma hnakk á annan þeirra og var þeim hesti lógað. Meðhjálpari og kirkjuhaldari Helgi fæst við ýmislegt annað en bústörf og tamningar á böldnum hrossum. Hann er einnig meðhjálpari og kirkjuhaldari í Ábæjarkirkju. Merkigil er eini bærinn sem er í byggð í Ábæjarsókn og er Helgi því eina sóknarbarnið. „Gárungarnir segja að það sé ekki lengi gert að heilsa söfnuðinum í Ábæjarsókn. Nú er ein messa á ári í Ábæjarkirkju og er þá jafnan fjöldi manns við messu, sem er vanalega í byrjun ágúst. Ég man eftir ýmsu skondnu frá messum á Ábæ. Mér er minnisstætt þegar presturinn hóf stólræðuna öllum að óvörum. Mér gafst ekki tóm til að hringja inn athöfnina og kunni ekki við að hringja eftir að maðurinn var byrjaður. Daginn áður hafði verið brúðkaup í kirkj- unni og voru brúðkaupsgestir í tjöldum skammt frá kirkjunni. Peir misstu flestir af messunni enda hafði brúðkaupsveislan stað- ið fram undir morgun. Þetta var skrítin athöfn, presturinn flutti ræðuna og einn eða tveir sálmar voru sungn- ir og síðan búið.“ Lengi hefur verið hefð að boðið sé í kaffi og meðlæti á Merkigili að lokinni messu í Ábæjarkirkju. Helgi hefur haldið þessari hefð þó að hann sé orðinn einbúi á Merki- gili. „Þetta er gömul hefð að hafa kaffi eftir messur. Eftir að ég varð einn fæ ég konur sem mér líst vel á úr hópi kirkjugesta til að hjálpa mér að framreiða kaffi og meðlæti. Þær taka bara vel í það en presturinn varð ekki jafn hrifinn þegar ég lét hann í upp- vaskið.“ Menn læra að virða verkin Óneitanlega flýgur gestkomandi á Merkigili í hug hvort Helgi bóndi sé ekki einmana og leiðist í afskekktinni. Þegar blm. Dags skrif- aði í gestabókina hjá Helga rak hann augun í að liðið var hátt í tvo mánuði síðan seinast bar gest að garði á Merkigili. Skyldi Merki- gilsbóndinn ekki vera einmana? „Það venst eins og annað. Ég finn ekki fyrir einsemd þó ég sé einn í nokkrar vikur en þegar komnir eru þrír mánuðir fer manni að leiðast, það er mín reynsla. Ég mæli ekki með því að menn búi einir enda er ekki nema mikill minnihluti sem hreinlega getur það. Hins vegar hafa allir gott af því að vera einir með sjálfum sér um nokkurn tíma, það er bara þroskandi.“ Helgi sér sjálfur um allan matartilbúning, þvotta og þrif og þau verk sem inna þarf af hendi á venjulegu heimili. Hvernig kann hann því að ganga í „kvenmannsverkin"? „í einverunni er nauðsynlegt að hafa allt- af ákveðin verk fyrir stafni. Mér þætti sem ég værir bjargarlaus ef ég gæti ekki séð um matartilbúning og önnur verk. Ég álít að menn hafi gott af því að ganga í þessi verk því þeir kunna kannski að virða þau þegar þeir hafa þurft að vinna þau sjálfir.“ „Ekki hæli ég einverunni“ Liðið er á þriðja ár síðan Helgi fór að búa einn á Merkigili. Á veturna er oft langtím- um saman ófært á bíl til og frá Merkigili og verður Helgi þá að ganga frá Merkigili til Gilsbakka en þá er Merkigilið sjálft viðsjár- verður farartálmi. Einhverju sinni á Helgi að hafa sagt þegar mikill snjór var og gadd- ur og ófært var að Merkigili úr öllum áttum: „Það lægi ekki á að sækja af mér skrokkinn þó ég dræpist því hann mundi geymast fram á vor í öllum þessum snjó.“ Skyldi einveran ekki hafa áhrif á Helga á Merkigili? „Jú sjálfsagt, ég finn ekki fyrir því sjálfur en mér er sagt að ég sé orðinn sérvitrari en ég var og vel má vera að eitthvað sé til í því. Ég held að þegar til langs tíma er litið sé einveran alls ekki holl eða þroskandi, það er mín reynsla. Ekki hæli ég einverunni, því fer fjarri.“ Myndir og texti: Kári Gunnarsson svaðilförum í viðureign sinni við hrossin. Ein var sú þegar hann fór með tvo ótamda graðhesta yfir Merkigilið. „Sú ferð endaði nú vel þó ekki liti vel út á tímabili. Þannig var að ég þurfti að koma tveimur graðfolum í tamningu niður í Blönduhlíð. Ég hafði engan til að hjálpa mér að járna svo ekki var um annað að ræða en fara með þá járnalausa. Ég batt þá sam- an á gjörð og teymdi svo. Ferðin sóttist vel út að Merkigilinu enda var annar þeirra sér- staklega duglegur og varla að ég fylgdi þeim. Þegar í Merkigilið kom voru svell- bunkar að norðan í gilinu og leiðin því lokuð. Til að komast yfir varð ég að fara upp brattan hjarnskafl og þannig komst ég upp úr gilinu. Eftir það sóttist ferðin vel. Ég lét Hjörleif nágranna minn á Gils- bakka ekki vita að ég væri á leiðinni með hestana yfir gilið því ég vissi að hann mundi reyna að telja mig af því að fara og hafa áhyggjur af mér.“ I því tilfelli að hestarnir hröpuðu eða slösuðust á annan hátt hafði Helgi með sér stóran og beittan hníf og sagði að það hefði þá ekki verið tiltökumál að skera þá ef til kæmi. Til sönnunar þess að hestarnir voru baldnir tókst tamningamanninum aldrei að Merkigilið er hrikalcgur vegur sérstaklega að vetrarlagi. Á myndinni sést leiðin sem Helgi fór með ótömdu graðhestana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.