Dagur


Dagur - 13.04.1991, Qupperneq 12

Dagur - 13.04.1991, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1991 matarkrókur Bragðlaukarnir kitlaðir: Bjarni Sigurjónsson er kokkur helgarínnar Bjarni Sigurjónsson, bifvéla- virki á Akureyri, er í matar- krók helgarinnar. „Matargerð og endurbygging eldri bif- reiða eru áhugamálin. Hvort tveggja krefst natni þannig að árangur náist. Um tíma bjó ég einn og þurfti að brasa ofan í mig og þá kviknaði áhuginn fyrir matargerðinni. Ég œtla að gefa lesendum Dags tvœr uppskriftir, sem kitla bragð- laukana. í fyrri réttinum er stórlúða uppistaðan en í þeim síðari grísalundir, “ sagði Bjarni og hér koma upp- skriftirnar. Lúða al a Bjarni Örbylgjuofnaréttur fyrir fjóra 500 g stórlúða 8 msk. smjör 200 g rækjur 3A bolli brauðrasp V2 bolli rjómi 1 msk. dill 1 msk. paprika 1 msk. sítrónusafi aromat og salt eftir smekk Aðferð: Takið hringlaga ör- bylgjuofnafat m/loki, setjið lúð- una á fatið. Stráið papriku og dilli yfir. Setjið 2 msk. af smjöri ofan á fiskstykkin. Lokið er sett á og fatinu stungið í örbylgjuofn í 7 mín. á hæstu stillingu, 650 w. Á meðan bræðið þið smjörið og bætið rækjum, brauðraspi og rjóma samanvið, þannig að soffan verði stif. Kryddið lítil- lega með aromati og papriku og stráið aðeins af dilli yfir. Þegar mínúturnar 7 eru liðnar, þá er fatið tekið út úr örbylgjuofninum og rækju- fyllingin sett umhverfis fisk- stykkin á fatinu. Stráið dilli og papriku yfir. Setjið fatið inní ofninn á ný á hæstu stillingu, í 4-5 mín. Takið réttinn út og stráið salti og sítrónusafa yfir. Lokið sett á og fatið látið bíða í 3-4 mín. áður en það er borið fram með soðnum kartöflum og gulrófum. Austurlenskur leynigestur 500 g grísalundir 2 laukar 6 stk. ferskir sveppir V2 gul paprika V2 rauð paprika 1 tsk. karry 2 tsk. kjötkraftur V2 tsk. salt 1 peli rjómi 3 msk. sweet and sour sósa Aðferð: Kjötið er skorið í ræmur, laukurinn í smátt og sveppirnir og paprikan í sneið- ar. Állt steikt á pönnu og brún- að Iétt. Rjóminn og sweet and sour sósan, ásamt kryddi sett yfir. Síðan soðið í rjómanum í 5-7 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum, grófu hrásalati og kartöflum. Bjarni skorar á Valgerði Stefánsdóttur, sjúkraliða, búsetta að Núpasíðu 1 á Akur- eyri, í næsta matarkrók. ój vísnaþáttur Sveinn á Varmalandi fól Karli Ágústssyni í Litlagarði að annast folald sem lent hafði á flækingi. Karl lýsti því svo: Sneplum prýdd á stærð við sauð, strengist húð á beini. Metfé sýnist merin rauð meðtekin frá Sveini. Karl er elskur að hestum og kann að hafa keypt fleiri en hann seldi. Hann kvað: Að mér safnast eins og sést ótal hross, en misjafnt liðin. í Fjósatungu fékk ég hest fyrsta júní síðastliðinn. Karl hefur búið við heilsu- brest, sem hann gefur annað nafn: Mína leti leik ég við, lítt er fetið rofið. Illa metið ástandið, ekki get ég sofið. Pálmi Hannesson orti er hann gekk úr kirkju: Meinleg andans magapfn mæðir herrans gesti. Ég held að vanti vítamín í vatnsgrautinn hjá presti. Stefán Ólafsson orti: Satt og rétt ég segja vil um sumra manna kvæði: Þar sem engin æð er til ekki er von að blæði. Næsta vísa varð til í Kristnes- hæli: Nú er komið næturhúmið, náttúran er söm að gæðum. Ó, að ég fengi eina í rúmið í engum eða litlum klæðum. Þetta hafði Kjartan Stefáns- son að segja um tóbakspíp- una: Pípan auka kæti kann köldum lífs á vetri, naumast hefur náttúran nokkurn dýrgrip betri. Egill Jónasson orti til hjúkr- unarkonu: Brosin öll ég þakka þér þeirra verður saknað. Ellin hefur horfið mér, hormónarnir vaknað. Þá hætti ég á að birta heima- gerðar vísur. Frjálshyggjan: Það sem illt að okkur snýr eigum við að þola því að innst í okkur býr undirlægjurola. Þvíeins hefur harðstjórinn heljartak á múgnum, laumar sér í ylinn inn, aðrir skjálfa í súgnum. Frjálshyggjan er farsæl þeim fláráðu og grimmu sem að út um allan heim æfa sig í dimmu. Frjálshyggjan er fagurt orð, friðar samviskuna ef að menn á annað borð eftir henni muna. Næstu vísur orti Grímur Sig- urðsson frá Jökulsá. And- vaka: Myrkar vofur marka sér mínar hugrenningar. Lengi í förum Ijósið er, langt til dagrenningar. Hvert? Kindum okkar elda nú, ei það verður seinna gert. Ég fer hingað, þangað þú, það er ekki að vita hvert. Verúð: Best er að hafa varúð við, víðar skima um bekki. Þó ég sjái þessa hlið þekki ég hinar ekki. Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Forsæludal kvað: Draumaland þó sökkvi í sjá, sjálf í vanda standi, ekkert grandar ylnum frá einu handabandi. Ekki veit ég hver orti næstu vísu né hvort óskirnar hafa ræst. Eg vil feginn óspilltur æskuveginn ganga og að deyja ölvaður undir meyjar vanga. Egill Jónasson kvað um áhrif Sjónvarpsins á sveitalífið: Ekki er gefið, ekki brynnt, öllum hrundið búmanns lögum. Kúnum er þá aðeins sinnt ef þær beiða á fimmtudögum. Næsta vísa var ort í upphafi bílaaldar: Þeir sem auðmagn eiga nóg aka bíl um veginn, aðrir hafa aðeins skó opna báðumegin. Guðrún. Höfundur óvís. Guðrún mín er létt í lund, leikur á flesta strengi. Mig hún gleður marga stund og mun það gera lengi. Hannes stutti kom á bæ þar sem folald var í kró í baðstof- unni. Missýndist honum og brostu menn að: Hannes kvað: Þetta er ekki þrifalegt grey. Þetta er Ijótur kálfur. Enginn gefur honum hey. Hirði hann skrattinn sjálfur. Þá koma heimagerðar vísur. Hafgola: Langt í norðri golu gauf gárar Eyjafjörðinn, en um Pollinn, lim og lauf lognið stendur vörðinn. Að yrkja: Ástríðan sem yljar mér aldrei verður tamin. Skársta vísan oftast er óviljandi samin. Skætingur: Sjaldan varstu veikum hlíf, villtur heims í þokum. En að gráta glatað líf gagnar smátt að lokum. Björn Blöndal í Grímstungu kvað: Snjall mér bætir Blesi þor, blakks ei fætur rasa. Bjartar nætur, von og vor við mér lætur blasa. Þessa kvað Björn um forvit- inn mann: Fákinn setti í ferðalag, fór sá létt að vonum, gæti hann frétt um grannans hag, grillt í blett á honum. Næstu vísu kvað Gísli Ólafs- son. Yfir harma sollinn sjá sé ég bjarma af vonum, meðan varmann finn ég frá fyrstu armlögonum. Einar Friðriksson frá Hafra- nesi kvað: Þegar nár ég fell að fold fjörs afhálli línu óska ég að austfirsk mold eyði líki mínu. Björn Blöndal kvað er hann horfði hnugginn á eftir gangnamönnum: Misjafnt láta menn í dag, margir gráta og trega. En aðrir kátir kveða brag kenndir mátulega. Næstu vísu kvað Jónas Björnsson um vínið: Vínið margan fellir flatt, fer þá allt í sukkið. En vínið líka getur glatt ef gætilega er drukkið. Sigurður Gíslason kvað einnig um vínið: Vekur hryggð og viðurstyggð vínsins spilli - máttur, flæmir dygð úr bæ og byggð bragna villi - háttur. Enn um vínið, eftir Pétur Jónsson: Fjör og máttur fjara brátt, feigð í gáttum kviknar. Lyftum hátt við lokaþátt lífsins sáttabikar. Þessa hressilegu skammavísu heyrði ég nýlega, en segi ekki tildrög hennar né hver orti: Þú hefur aldrei eignast vin. Allir sjá þín lýti. Þér hefur jafnan kippt í kyn kölska gamla í víti. Andrés H. Valberg orti þess- ar vísur á útreið með vinum: Lands um breiðan listi-stig læt ég skeiða folann, fjöllin seiða og fjötra mig, fersk er heiðagolan. Faxi létta fætur ber, fer á spretti þýður, lendaþéttur, liðasver, leggjanettur, fríður. Gera ekki gagnið betra gæðingar um sveitirnar en tuttugu og tveggja vetra töltarinn hans Lárusar. Þegar Karl Friðriksson kom að Garði í Mývatnssveit öðru sinni, skildi hann þessa vísu eftir: Undarlegt er ævistríð, atvik þess og kraftur. Mér þótti ekki Þura fríð, þó er ég kominn aftur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.